Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BAUGSMÁL
FRÉTTIR
því að skjóta málinu til Mannréttinda-
dómstólsins.
3. Samningsviðauki nr. 7, 4. gr.
„Ne bis in idem“
3. 1 Orðalag og umfang 4. gr.
samningsviðauka nr. 7.
4 gr. Réttur til að vera ekki saksóttur eða
refsað tvívegis
„1 Enginn skal sæta lögsókn né refsingu að
nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyr-
ir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður
af eða sakfelldur um með lokadómi sam-
kvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkom-
andi ríkis.
2 Ákvæði undanfarandi töluliðar skulu ekki
vera því til fyrirstöðu að málið sé endur-
upptekið í samræmi við lög og sakamálarétt-
arfar viðkomandi ríkis ef fyrir hendi eru nýj-
ar eða nýupplýstar staðreyndir, eða ef
megingalli hefur verið á fyrri málsmeðferð
sem gæti haft áhrif á niðurstöðu málsins.
3 Óheimilt er að víkja frá þessari grein með
skírskotun til 15. gr. samningsins.“
Fátt er um fordæmi að því er varðar 4. gr.
samningsviðauka nr. 7 við mannréttinda-
sáttmálann. Þau fáu mál sem fyrir liggja gefa
hins vegar tilefni til þess að ætla að sú grein
eigi við um Baugsmálið. Til þess að greinin geti
átt við þarf viðkomandi að hafa verið endanlega
sýknaður eða sakfelldur. Því er gerð krafa að
fyrir liggi „lokadómur“ í sakamáli. Ákvörðun á
því hvað teljist „lokadómur“ í skilningi 4. gr.
samningsviðauka nr. 7 er svipuð þeirri ákvörð-
un sem greind er í smáatriðum hér að framan,
og því er það niðurstaða okkar að frávísunina
megi skoða sem lokadóm í skilningi grein-
arinnar.
Í Franz Fischer gegn Austurríki tók dóm-
urinn fram að
„4. gr. samningsviðauka nr. 7 takmarkast
ekki við réttinn til að vera ekki refsað tvíveg-
is heldur nær hún einnig til réttarins til að
vera ekki saksóttur tvívegis.“
Í Nikitin-málinu kvað dómstóllinn upp þann
úrskurð að ekki hefði verið brotið gegn 4. gr.
samningsviðauka nr. 7. Í röksemdunum fyrir
niðurstöðu sinni sagði dómurinn:
„Dómurinn vekur athygli á því að beiðni rík-
issaksóknara um stjórnvaldsendurskoðun á
sýknudómnum hafði verið tekin fyrir af for-
sætisnefndinni. Ákvörðun hennar á því stigi
takmarkaðist við spurninguna um hvort
heimila skyldi umbeðna stjórnvaldsend-
urskoðun. Í ljósi málsatvika í fyrirliggjandi
máli samþykkti forsætisnefndin ekki beiðn-
ina um endurskoðun og lokadómurinn sem
kveðinn var upp 17. apríl 2000 stóð.
41. Af því leiðir að umsækjandi var ekki
„saksóttur aftur“ í skilningi 1. mgr. 4. grein-
ar samningsviðauka nr. 7 í málsmeðferðinni
þar sem forsætisnefnd hæstaréttar hafnaði
beiðni saksóknara um stjórnvaldsend-
urskoðun á áfrýjun umsækjanda.“
Baugsmálið sker sig frá Nikitin-málinu að
því leyti að ríkissaksóknari er ekki að leita til
sjálfstæðs og óvilhalls dómstóls eftir heimild til
þess að leggja fram nýjar ákærur. Með öðrum
orðum er ákvörðunin um það hvor þessi nýju
eða breyttu ákærur verði lagðar fram gegn
sakborningum alfarið á valdi ríkissaksóknara.
Rétturinn reifaði síðan í Nikitin hvort sak-
borningar væri „líklegur til þess að vera sak-
sóttur að nýju“:
„42. Dómstóllinn hefur jafnframt íhugað
hvort umsækjandi hafi verið „líklegur til að
vera saksóttur að nýju“ eins og hann stað-
hæfði. Dómurinn vekur athygli á því að hefði
beiðninni verið játað hefði forsætisnefndin
þurft, skv. þáverandi 380. grein laga um
meðferð refsimála, að velja annan kostinn
sem nefndur er í 27. mgr. hér að framan.
Mikilvægt atriði er að forsætisnefndin hafði
ekki vald til að ákvarða að nýju um máls-
ástæður í sömu málaferlum, heldur einungis
að ákveða hvort samþykkja skyldi beiðni
saksóknara.
43. Því virðist að möguleikinn á að endur-
upptaka málið í þessu tilviki hefði verið of
fjarlægur eða óbeinn til þess að um gæti ver-
ið að ræða að „sæta lögsókn … að nýju“ í
skilningi 1. mgr. 4. greinar Samningsviðauka
nr. 7.“
Skv. okkar skilningi á Baugsmálinu og ís-
lenskum lögum væri dómstólum frjálst skv. ís-
lenskum lögum að taka afstöðu til málsástæðna
í nýjum eða breyttum ákærum sem kynnu að
vera lagðar fram gegn sakborningum. Þannig
er möguleikinn á endurupptöku málsins eftir
endurskoðun ekki eins fjarlægur í Baugsmál-
inu og í Nikitin-málinu.
Mikilvægt atriði er að í tilvitnuðum dómi
gerði rétturinn greinarmun á endurupptöku
máls að gengnum dómi og endurupptöku án
þess að dómur hafi áður gengið, en í síð-
arnefnda tilvikinu á 4. gr. samningsviðauka nr.
7 ekki við.
„44. Þó að þau atriði sem rædd hafa verið í
40.–43. mgr. hér að framan nægi í sjálfu sér
til að sýna fram á að stjórnvaldsend-
urskoðun í þessu máli leiddi ekki til brots
gegn 4. grein samningsviðauka nr. 7 vill
dómurinn taka fram að fyrir hendi eru efnis-
legar, og því mikilvægari, forsendur til þess
að komast að sömu niðurstöðu. Dómurinn
telur að grundvallaratriðið í þessu máli sé að
stjórnvaldsendurskoðun hefði í engu falli
getað leitt til tvítekningar sakamáls, í skiln-
ingi 1. mgr. 4. gr. samningsviðauka nr. 7, af
eftirfarandi ástæðum.
45. Dómurinn vekur athygli á að í 4. grein
samningsviðauka nr. 7 er gerður skýr grein-
armunur á nýrri saksókn eða réttarhöldum,
sem eru bönnuð skv. 1. mgr. þeirrar greinar,
og endurupptöku réttarhalda í undantekn-
ingartilvikum, sem kveðið er á um í annarri
málsgrein. Í 2. mgr. 4. gr. samningsviðauka
nr. 7 er skýrt og greinilega gert ráð fyrir
þeim möguleika að einstaklingur geti þurft
að þola saksókn vegna sömu ákæruefna, í
samræmi við lög og sakamálaréttarfar við-
komandi ríkis, þegar mál er endurupptekið
eftir að fram koma ný sönnunargögn eða
megingalli á fyrri málsmeðferð uppgötvast.
46. Dómurinn tekur fram að rússnesk lög,
sem í gildi voru á umræddum tíma, heim-
iluðu að endurupptekið væri sakamál þar
sem komist hafði verið að endanlegri nið-
urstöðu á grunvelli nýrra eða nýupplýstra
sönnunargagna eða megingalla. Sú máls-
meðferð fellur augljóslega innan gildissviðs
2. mgr. 4. gr. samningsviðauka nr. 7. Hins
vegar vekur dómurinn athygli á því að jafn-
framt hafi kerfi verið við lýði sem heimilaði
endurskoðun máls á grundvelli mistaka í
dómsmeðferð bæði hvað varðar lagaleg at-
riði og málsmeðferðina sjálfa. Umfjöllunar-
efni slíkra málaferla yrðu eftir sem áður
sama ákæran og réttmæti fyrri niðurstöðu
um hana. Ef beiðnin væri veitt og málaferlin
endurupptekin til frekari umfjöllunar yrðu
endanleg áhrif stjórnsýsluendurskoðunar að
fella úr gildi alla úrskurði sem þegar hefðu
verið felldir af dómstólum og úrskurða um
ákæruna með nýjum dómi. Að þessu leyti
eru áhrif stjórnsýsluákvörðunar þau sömu
og endurupptöku því að báðir þessir kostir
eru framhald af fyrri málaferlum. Dómurinn
kemst því að þeirri niðurstöðu að í skilningi
meginreglunnar ne bis in idem megi líta á
stjórnvaldsendurskoðun sem sérstaka teg-
und endurupptöku sem falli innan gildissviðs
2. mgr. 4. greinar samningsviðauka nr. 7.“
Niðurstaða dómsins um að endurupptaka
mála falli ekki undir gildissvið 4. gr. samnings-
viðauka nr. 7 leiðir einnig af skýringarbókun
við ákvæðið og tilmælum ráðherranefnd-
arinnar nr. R(2002) 2.
Af fyrirliggjandi gögnum er ekki ljóst hvort í
íslenskum rétti sé gert ráð fyrir sambærilegum
möguleika á að leggja fram í meginatriðum
sömu ákærur á grundvelli mistaka varðandi
lagaleg atriði eða málsmeðferð. Ef ekkert slíkt
ákvæði er fyrir hendi í íslenskum rétti mundi
endurskoðunin ekki standast kröfuna um
„samræmi við lög“ skv. 4. gr. samningsviðauka
nr. 7. Ef íslenskur réttur gerir hins vegar ráð
fyrir möguleika á endurupptöku og endur-
skoðun ákæruliðanna fellur undir slík ákvæði
mundi beiting slíks valds varða 6. gr. og heild-
arréttlæti sakamála, en gæti hins vegar ekki
ráðið úrslitum við ákvörðun á því hvort um sé
að ræða endurupptöku máls sem ekki hefur
verið dæmt í eða „ný réttarhöld“. Í þessu tilviki
mundi 4. gr. samningsviðauka nr. 7 ekki eiga
við um Baugsmálið á þessu stigi.
3.2 Niðurstaða
Skortur á fordæmum varðandi 4. gr. samn-
ingsviðauka nr. 7 veldur því að erfitt er að meta
hvort endurskoðunin feli í sér brot gegn rétt-
indum sakborninga skv. gr. samningsviðauka
nr. 7. Með hliðsjón af dóminum í Nikitin málinu
er það hins vegar álit okkar, á grundvelli fyr-
irliggjandi upplýsinga, að dómstóllinn mundi
líkast til kjósa heldur að fjalla um Baugsmálið
á grundvelli 6. gr. mannréttindasáttmálans,
sem gefur dómstólnum víðara svigrúm til þess
meta málið „í heild“.
1 Aðalmeðferð málsins fór fram dagana 20.–23. febrúar
2006 í Héraðsdómi Reykjavíkur.
2 Það vekur athygli okkar að stjórnvaldsendurskoðun
skv. rússneskum lögum var umræðuefni á námsstefnu
Evrópuráðsins fyrir háttsetta embættismenn 21.–22.
febrúar 2005, þar sem meðal þátttakenda voru hátt-
settir fulltrúar rússneskra yfirvalda og dómskerfisins.
Virðingarfyllst,
Tyge Trier
Íslensk þýðing:
Jón Skaptason,
löggiltur skjalaþýðandi.
Skagaströnd | Mjög vel sótt skrif-
stofutækninámskeið stendur nú yf-
ir á Skagaströnd því námskeiðið
sitja 21 kona og tveir karlmenn.
Það eru sveitarfélögin í Austur-
Húnavatnssýslu sem halda nám-
skeiðið ásamt Svæðisvinnumiðl-
uninni á Blönduósi og stéttarfélög-
unum á svæðinu.
Námskeiðið er sett upp í sam-
starfi við Farskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki en tvö sams-
konar námskeið eru nú í gangi á
Blönduósi og munu vera um 30
þátttakendur þar. Á námskeið-
unum er meðal annars farið í und-
irstöðuatriði í tölvunotkun ásamt
ýmsum þáttum sem snúa að þjón-
ustu, bókhaldi og reikningshaldi.
Þessi mikli áhugi á skrif-
stofutækni skýrist sennilega af því
að á næstunni eru væntanleg all-
mörg skrifstofustörf í Húnavatns-
sýslur í sambandi við innheimtur
bifreiðasekta og vegna ákvörð-
unar félagsmálaráðherra um að
færa umsýslu fæðingarorlofssjóðs
norður. Er það mörgum fagnaðar-
efni að nú skuli hrint í fram-
kvæmd marglofuðum tilfærslum
starfa út á land. Hafa margir haft
á orði við fréttaritara að þetta sé
hin eina byggðastefna sem eitt-
hvert gagn er að.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skemmtilegt Það var greinilega glatt á hjalla í tíma um sjálfstraust og samskipti hjá Ingileif Oddsdóttur náms-
ráðgjafa frá fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki.
Húnvetningar flykkjast á
skrifstofutækninámskeið
Eftir Ólaf Bernódusson
HVE glöð er vor æska? er yf-
irskrift ráðstefnu sem leikskóla-
fulltrúar í Garðabæ, Mosfellsbæ,
Reykjanesbæ og Seltjarnarnesbæ
standa að í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið og Heimili og
skóla á Grand hóteli í Reykjavík
næstkomandi föstudag, 3. mars, kl.
9–13. Umfjöllunarefni ráðstefn-
unnar verður staða barna í ís-
lensku samfélagi í ljósi örra þjóð-
félagsbreytinga sem átt hafa sér
stað á sl. öld og hafa gjörbreytt
uppvaxtarskilyrðum barna víða um
heim.
Meðal þeirra sem flytja stutt er-
indi á ráðstefnunni eru Gunnar
Hersveinn rithöfundur, Þorvaldur
Karl Helgason biskupsritari,
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
nefndar um stöðu íslensku fjöl-
skyldunnar, Rannveig Rist, for-
stjóri Alcan á Íslandi, Gústaf Adolf
Skúlason frá Samtökum atvinnu-
lífsins, Jón Torfi Jónsson prófess-
or, Jóhanna Einarsdóttir og Guð-
rún Helgadóttir rithöfundur.
Pallborðsumræður verða í lokin
undir stjórn Árna Sigfússonar,
bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Jón-
mundur Guðmarsson, bæjarstjóri
Seltjarnarness, verður ráðstefnu-
stjóri.
Foreldrar, leikskólakennarar,
grunnskólakennarar og aðrir
starfsmenn í leik- og grunnskólum
og sveitarstjórnarmenn eru hvattir
til þátttöku segir í fréttatilkynn-
ingu, en ráðstefnan er öllum opin.
Skráning er hjá: www.congress.is.
Staða barna í
samfélaginu
rædd á ráðstefnu
ÝMSAR greinar eftir Jónas Jóns-
son frá Hriflu eru komnar á sér-
staka heimasíðu á netinu. Grein-
arnar spanna tímabilið 1909 til
1935. Í greinunum fjallar Jónas
um uppeldismál, skólamál, stjórn-
mál og málefni samvinnuhreyf-
inga. Jónas frá Hriflu var þekktur
fyrir afgerandi afstöðu sína í þjóð-
félagsmálum, en greinar hans voru
ávallt skýrar og læsilegar, segir í
fréttatilkynningu. Jónas var stofn-
andi Samvinnuskólans, en þangað
á Viðskiptahá-
skólinn á Bifröst
rætur sínar að
rekja.
Umsjónarmað-
ur síðunnar er
Ívar Jónsson,
prófessor við
Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst.
Síðan er á netslóðinni http://
www.bifrost.is/de-
fault.asp?sid_id=23342&tId=1_
Greinar eftir Jónas
frá Hriflu á netið