Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 9
FRÉTTIR
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
heimakjólar
Vor 2006
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Jakkar og buxur
úr hör
Str. 36-56
VANTAR ÞIG
GÓÐAR SÍÐBUXUR?
Tískuverslun
Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970
Finnur þú ekki stærðina þína?
Gerum buxur eftir pöntun.
Opið: mán.-fös. kl. 14-18.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
FLOTTAR
HETTUPEYSUR
ÚRVAL AF
NÝJUM
YFIRHÖFNUM
MIKIL uppbygging á sér stað á Eskifirði um
þessar mundir, en nýtt hverfi er að rísa innst í
bænum sem nefnist Dalur. Óhætt er að segja að
nokkra athygli hafi vakið að við götuna Árdal í
Dalahverfinu eru að rísa tvö einbýlishús byggð að
utanverðu einvörðungu úr brasilískum harðviði,
en harðviður er eftirsótt og eftir því dýrt bygg-
ingarefni.
„Við stefnum að því að reisa tíu slík hús í
hverfinu, en við fengum úthlutað tíu lóðum,“ seg-
ir Emil K. Thorarensen, sem á og rekur bygging-
arfyrirtækið Eskihús ehf. ásamt Þorbergi Hauks-
syni og Magnúsi Guðmundssyni. Að sögn Emils
er innflutningurinn á brasilíska harðviðnum
þannig til kominn að Magnús hefur góð tengsl við
Brasilíu þar sem hann hefur dvalið um tíma.
Aðspurður vill Emil ekki gera mikið úr því að
harðviðurinn sé dýrt byggingarefni, enda fái þeir
viðinn á góðum kjörum, sem þýði að húsin verði
vel samkeppnisfær hvað verð áhrærir. „Það virð-
ist vera til nóg af harðviði til útflutnings í Bras-
ilíu. Þetta er ljómandi fallegt efni, eins og stof-
umublur. Það er ágætt að vinna í þessu efni, en
harðviður er fimm sinnum harðari viður en t.d.
fura,“ segir Emil og bendir á að sjálfir noti Bras-
ilíubúar viðinn mikið og í alls kyns hluti, t.d. í jafn
hversdagslega hluti og vörubretti. Þess má geta
að efnið í fyrstu tvö húsin fyllti tvo fjörutíu feta
gáma, en mestallt efnið í húsin er keypt í Bras-
ilíu.
Þótt mestallt efnið sé innflutt segir Emil hér
um alíslensk hús að ræða, reist eftir íslenskum
reglugerðum og stöðlum. Aðalhönnuður húsanna
er Björn J. Emilsson, sem á sínum tíma hannaði
t.d. Kringluna, og byggingarmeistari er Árni
Guðmundsson á Reyðarfirði. Að sögn Emils eru
húsin 150–170 m² að stærð, en um er að ræða
timburhús með innandyraveggjum úr gifshellum,
auk gólfefna úr parketi, keramíkflísum og nátt-
úrusteini. Framan við húsin verða reistir heitir
pottar umkringdir náttúrusteini. Aðspurður segir
hann að farið sé að styttast í að húsin verði fok-
held og þá hefjist innivinnan fyrir alvöru, en
stefnt er að því að fyrstu húsin tvö verði tilbúin
til afhendingar, þá fullbúin að innan, með vorinu.
Inntur eftir því hvað húsin muni á endanum
kosta segir Emil allar líkur á að þau muni ekki
fara fyrir fjárhæð undir 25 milljónum króna.
Íbúðarhús úr brasilískum harðviði
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Emil K. Thorarensen, einn eigenda Eskihúss ehf., sem reisa mun tíu einbýlishús úr brasilískum harð-
viði á Eskifirði. Eins og sjá má miðar byggingu húsanna vel og er gert ráð fyrir að fyrstu húsin verði
tilbúin til afhendingar með vorinu.
HÓPUR radíóamatöra steig nýver-
ið á land á eyjunni Pétri fyrsta,
sem er við Suðurskautslandið.
Færri hafa stigið fæti á eyjuna
heldur en hafa farið út í geim. Til-
gangur ferðar radíóamatöranna
var að reka fjarskiptabúðir á eyj-
unni til að gera öðrum amatörum
kleift að ná sambandi þangað.
Þetta er í þriðja skiptið sem eyjan
er gerð að fjarskiptastöð fyrir
amatöra.
Það er metnaðarmál fyrir marga
radíóamatöra að ná staðfestu sam-
bandi við sem flesta fjarlæga og
sjaldgæfa staði í heiminum, en það
er kallað að „DX-a“. Því fara hóp-
ar radíóamatöra gjarnan í nokkurs
konar DX-leiðangra til að gera
öðrum amatörum kleift að takast á
við það krefjandi verkefni að ná
sambandi við hina framandi staði.
Sumir af þeim stöðum sem skil-
greinast sem „lönd“ í heiminum
eru óbyggðir og því gerist það
öðru hverju að amatörar taka sig
saman, ferðast til viðkomandi
lands og reisa þar tjaldbúðir til að
veita öðrum amatörum talstöðv-
arþjónustu.
Leiðangursmenn voru 22 talsins.
Leiðangursmenn náðu að mynda
alls 87.034 sambönd við radíó-
amatöra víðs vegar um heim á
þeim ellefu dögum sem þeir ráku
fjarskiptabúðirnar á eyjunni.
Þannig þótti ljóst að mikill áhugi
var meðal amatöra að ná sambandi
við eyjuna. Leiðangurinn var því
ekki til einskis, að sögn Hrafnkels
Eiríkssonar, verkfræðings og radí-
óamtörs, en hann svarar kallmerk-
inu TF3HR.
Blanda af tækni- og
náttúruáhuga
Hrafnkell náði sjálfur ekki sam-
bandi við Pétur fyrsta, en sendi-
stöð hans lá niðri á þessum tíma.
Hann hlustaði þó eftir merkjum
frá fjarskiptabúðunum. „Það er
margt sem spilar inn í hvort mað-
ur nær sambandi eða heyrir í fjar-
lægum stöðvum,“ segir Hrafnkell.
„Það fer m.a. eftir sólblettum, tíma
dags og ástandi himinhvolfa, því
radíóbylgjurnar speglast af him-
inhvolfum.“ Hrafnkell segir marga
líta á radíóamatöráhugann sem
eitthvað gamalt og úrelt sem heyri
sögunni til, eins og morsekerfið, en
það sé alrangt.
„Þetta er í raun visst birting-
arform áhuga á náttúrunni, að spá
í stöðu sólar og himinhvolfa,“ segir
Hrafnkell og bætir við að áhuga-
málinu tengist líka mikill tækniá-
hugi, því radíóamatörar eru tækni-
grúskarar upp til hópa, sífellt að
spá í nýjustu tækni til fjarskipta
þótt margir hafi einnig áhuga á
gamalli tækni á þessu sviði. Þá
eiga samtök radíóamatöra AMSAT
gervihnetti sem amatörar eiga
margir í tölvusamskiptum gegnum.
Erlendis skiptir starfsemi
Radíóamatöra miklu máli í örygg-
is- og björgunaraðgerðum, að sögn
Hrafnkels. „T.d. skiptu viðbrögð
radíóamatöra miklu máli þegar
fellibylurinn Katrín reið yfir
Bandaríkin,“ segir Hrafnkell. „Þá
voru fyrstu fjarskiptin sem komust
á eftir Tsunami bylgjuna í Asíu á
vegum radíóamatöra. Radíó-
amatörar hafa einnig spilað hlut-
verk í almannavörnum hér á
landi.“
Náði sambandi á morse
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og radíóamatör var meðal þeirra
Íslendinga sem náðu í gegn til
búðanna á Pétri fyrsta og bætti
því landinu í sambandabók sína,
sem telur nú rúmlega 300 lönd af
þeim 335 sem hægt er að ná til í
dag. Yngvi náði sambandi með
morse skilaboðum. „Morsið er að-
alfjörið,“ segir Yngvi en bætir við
að ólíklegt sé að það komi nokkurn
tíma í góðar þarfir, nema mögu-
lega í neyðartilfellum. „En þetta er
eins og að kunna tónlist, svona
skemmtilegur hæfileiki.“
Yngvi hefur stundað radíó-
samskipti frá barnsaldri með
hléum, en áhuginn kviknaði þegar
hann fylgdist með afa sínum sem
hafði mikinn áhuga á tilraunum
með rafeindatæki. Aðspurður hvað
felst í því að ná sambandi við er-
lenda aðila segir Yngvi málið snú-
ast um að taka niður kallmerki
hver hjá öðrum og skiptast á stutt-
um skilaboðum. „Í dag er þetta
ekki upp á marga fiska, tiltölulega
stutt og stöðluð skilaboð varðandi
merkisstyrk og slíkt.“
Á Íslandi eru um 200 skráðir
radíóamatörar sem hafa lokið prófi
og fengið leyfi til að starfrækja
sendistöð og segir Hrafnkell það
mikilvægt að gott eftirlit sé haft
með því hverjir fái að vinna með
senda sem mögulega geta truflað
útvarpsbylgjur og fleira, enda séu
þetta vandmeðfarin fyrirbæri. Ís-
lenskir radíóamatörar eru með op-
ið hús í félagsheimili sínu í þjón-
ustumiðstöð ÍTR við Skeljanes á
fimmtudögum kl. 19.
Hópur radíóamatöra fór í svokallaðan DX-leiðangur
Reistu fjarskiptabúðir
á eyjunni Pétri fyrsta
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Carlos „NP4IW“ George-Nascimento, einn leiðangursmanna stundar fjar-
skipti við radíóamatöra úti í heimi á eyjunni Pétri I.
TENGLAR
..............................................
www.peterone.com
Fréttir á SMS