Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 39
Atvinnuauglýsingar
Starfsmenn
í vöruhús
Vegna aukinna verkefna óskar Danól eftir
starfsmönnum í almenn lagerstörf í mjög
fullkomnu vöruhúsi þar sem mikið er lagt í
aðbúnað starfsmanna.
Unnið er á vöktum og starfið hentar jafnt
konum sem körlum á aldrinum 20-40 ára.
Reynsla af lagerstörfum og lyftarapróf er
æskilegt en ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar gefur
Pétur Kr. Þorgrímsson í síma 580 6600
eða petur@danol.is sem jafnframt
tekur við umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 7. mars.
Danól er fram-
sækið fyrirtæki,
leiðandi í inn-
flutningi, mark-
aðssetningu og
dreifingu á
mat- og sér-
vöru fyrir versl-
anir, bakarí og
veitingahús.
Danól er til
húsa við Skútu-
vog 3, þar sem
4500 palla
vörulager okkar
er staðsettur.
Vanur silkiprentari
Óskum eftir að ráða vanan silkiprentara
(límmiðar, fánar, fatnaður) til vinnu nú þegar.
Einnig vantar okkur vana saumamanneskju
til starfa. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma
820 4031 eða 581 4164 milli kl. 8:00 og 16:00.
Leikskólinn Heklukot
á Hellu auglýsir
Staða deildarstjóra/leikskólakennara
Leikskólakennarar athugið!
Lausar eru til umsóknar 2 stöður deildarstjóra
í leikskólanum Heklukoti á Hellu, svo og leik-
skólakennarastöður. Heklukot er tveggja deilda
leikskóli þar sem geta dvalið um 40 börn sam-
tímis. Þetta er gott tækifæri fyrir leikskólakenn-
ara sem vilja starfa í góðum starfsmannahópi
og í náinni snertingu við umhverfið og náttúr-
una í fallegu héraði. Tveir leikskólar eru starf-
ræktir í sveitarfélaginu.
Hella er barnvænt þéttbýli í sveitarfélaginu
Rangárþingi ytra í um 90 km fjarlægð frá
Reykjavík. Stutt er frá Hellu að öllum helstu
náttúruperlum Suðurlands. Á Hellu er góð
þjónusta á öllum sviðum, meðal annars grunn-
skóli og frábær íþrótta- og útivistaraðstaða.
Æskilegt er að viðkomandi gæti byrjað strax
eftir sumarlokun eða 17. júlí 2006. Umsóknar-
frestur er til og með 10. mars nk.
Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningum
leikskólakennara. Aðstoð verður veitt við leit
að húsnæði.
Frekari upplýsingar veitir Anna Rut Hilmars-
dóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Heklukoti,
Útskálum 2, Hellu, og í síma 487 5956.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Vetrarfundur 2006
Vetrarfundur kvennadeildar verður haldinn
í Skólabrú fimmtudaginn 2. mars kl. 19.00.
Dagskrá:
1. Formaður segir frá starfi deildarinnar.
2. Kvöldverður.
3. Gestur Grétar Kristinsson, gítarleikari.
Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 eða 545 0400.
Velkomið að taka með sér gesti.
Félagsmálanefnd.
Fyrirtæki
Fyrirtæki til sölu
Öflugt innflutnings- og þjónustufyrirtæki.
Ársvelta yfir 100 millj. Góð rekstrarsaga.
Upplýsingar veitir Franz Jezorski á Hóli í gsm
893 4284.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Aðalgata 5, Setberg 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6718), þingl. eig.
Olgeir Þorvaldsson og Sigríður Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi Dalvík-
urbyggð, föstudaginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Hafnarstræti 20, íb. 01-0101, Akureyri (214-6869), þingl. eig. Inga
Mirra Arnardóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn
3. mars 2006 kl. 10:00.
Hafnarstræti 20, íb. 01-0301, Akureyri (214-6872), þingl. eig. Inga
Mirra Arnardóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íbúða-
lánasjóður og Síminn hf., föstudaginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Keilusíða 11f, íb. 01-0202, Akureyri (214-8241), þingl. eig. Rúnar
Þór Jóhannsson og Dagný Davíðsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar-
kaupstaður og SP Fjármögnun hf., föstudaginn 3. mars 2006
kl. 10:00.
Skarðshlíð/Þórssvæði, íb. 01-0201, Akureyri (222-8860) , þingl. eig.
Íþróttafélagið Þór, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstu-
daginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Svarfaðarbraut 16, Dalvíkurbyggð (215-5294), þingl. eig. Vigdís
Sævaldsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
og Sparisjóður Ólafsfjarðar, föstudaginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Vaðlatún 1, Akureyri (226-7018), þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerð-
arbeiðandi Íslandsbanki hf., föstudaginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Þingvallastræti 22, íb. 01-0101, Akureyri (215-1857), þingl. eig. Dan-
ielle Somers, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Akureyri og Toll-
stjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2006 kl. 10:00.
Þingvallastræti 22, íb. 01-0201 og bílskúr 02-0101, Akureyri (215-
1858), þingl. eig. Danielle Somers, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn
á Akureyri og Tollstjóraembættið, föstudaginn 3. mars 2006
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
27. febrúar 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Skólabraut 12, Stöðvarfirði (217-8397), þingl. eig. Erling Ómar
Erlingsson, gerðarbeiðendur Austurbyggð, Glerharður ehf., Íbúða-
lánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 3. mars 2006
kl. 11:30.
Strandgata 10, Eskifirði (217-0375), þingl. eig. Staðarhraun ehf.,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Rekstrarvörur ehf., föstudaginn
3. mars 2006 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Eskifirði,
27. febrúar 2006.
Tilkynningar
Til sölu úr þrotabúi
SG bílaverkstæðis ehf.
2 bifreiðar sem standa við Bifreiðaverkstæði
Alla Geira hf., Garðarsbraut 48, Húsavík, eru
til sölu.
Bifreiðarnar eru:
GMC SIERRA, árg. 1990, dráttarbíll m. krók.
ISUZU Panel, sendibifreið, árg. 1988.
Óskað er tilboða í bifreiðarnar í því ástandi sem
þær eru. Bifreiðarnar eru til sýnis á vinnutíma
í samráði við starfsmenn á Bifreiðaverkstæði
Alla Geira hf.
Tilboðum skal koma til undirritaðs fyrir
17. mars nk.
Hreinn Pálsson hrl. skiptastjóri,
Gránufélagsgötu 4,
600 Akureyri.
Pósthólf 53, 602 Akureyri.
Kennarar á eftirlaunum
athugið!
Árshátíðin verður næstkomandi föstudag í
Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Húsið opnað
klukkan 18:30.
Veisla, skemmtun, söngur, dans.
Verð aðgöngumiða aðeins 3.500 krónur.
Munið að tilkynna þátttöku í síma KÍ 595 1111
strax eða eigi síðar en á morgun, miðvikudaginn
1. mars.
Stjórnin.
Bækur
Bækur til sölu
Strandamenn, Dalamenn, Sléttuhreppur, Nokkrar Árnesingaættir,
V-Skaftfellingar 1-4, Ættir Síðupresta, Byggðasaga A-Skaftf.sýslu,
Deildartunguætt 1-2, Ormsætt 1-6, Bergsætt 1-3, Fremrahálsætt
1-2, Alþingisbækur Íslands 1-14, Húnaþing 1-3, Minningarrit Ísl.
hermanna, Ættartala úr Suðursveit, Biblía 1859, Ættarskrá Bjarna
Hermannssonar, Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, Grágás 1829
1-2, Maríusaga (Unger), Saga Ísl. í N-Dakota, Sturlunga 1-3 (Svart
á hvítu), Lítil fiskisaga o.fl., Jón Sigurðsson, Morkinskinna Finnur
Jónsson, Rímorðasafn Finnur Jónsson, Skarðsbók, Dýraríki e.
Benedikt Gröndal, Ferðabók Paul Gaimail, ljóspr., Vestf. ættir
1-4, Ættir Austfirðinga 1-9, Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka, Ár-
bækur Espólíns, Gimli Saga, Manntalið 1801, Clavis poetica e.
Ben. Gröndal, Lexicon poeticum e. Sveinbjörn Egilsson.
Upplýsingar í síma 898 9475.
Félagslíf
HLÍN 6006022819 IV/V
FJÖLNIR 6006022819 I
EDDA 6006022819 III
I.O.O.F. Rb. 1 1552288-9.0*
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Spennandi einmenningur
á Akureyri
Þriðjudaginn 21. febrúar var spil-
aður einmenningur í Bridsfélagi Ak-
ureyrar og ekki réðst fyrr en á síð-
asta spili hvernig röð efstu spilara
yrði:
Reynir Helgason 56,7%
Una Sveinsdóttir 55,0%
Magnús Magnússon 54,4%
Björn Þorláksson 53,9%
Ragnheiður Haraldsdóttir 53,9%
4.–6. Frímann Stefánsson 53,9%
Sunnudaginn 26. febrúar mættu 9
pör og lokastaðan varð nokkuð afger-
andi:
Rosemary Shaw – Frímann Stefánss. +33
Björn Þorláksson – Tryggvi Ingason +4
Sveinbjörn Sigurðss. – Hjalti Bergmann -2
Þriðjudaginn 28. febrúar verður
svo annað kvöld af þremur í Heilsu-
hornstvímenningnum.
Keppnin
um Súgfirðingaskálina
Einar Ólafsson og Þorsteinn Þor-
steinsson voru stigahæstir í annarri
lotu í keppninni um Súgfirðingaskál-
ina, tvímenningsmóti Súgfirðinga-
félagsins í brids. Einar og félagar
leiða því keppnina nokkuð örugglega.
Tólf pör spiluðu um bridshátíðar-
helgina í annarri lotu og urðu úrslitin
þessi:
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson 137
Valdimar Ólafsson - Karl Sigurðsson 132
Gróa Guðnadóttir - Lovísa Jóhannsd. 118
Kristján Þorláksson - Haukur Guðmss. 118
Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 108
Meðalskorin var 110.
Heildarstaðan er þessi, en meðal-
skor er 220 stig.
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þ. / Karl Sig. 262
Þorvarður Guðmss. - Anton Jónsson 226
Guðbjörn Björns. - Steinþór Benedikts. 225
Sveinbjörn Jónsson - Hlynur Antonsson 218
Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 218
Þriðja lota verður spiluð fimmtu-
daginn 2. marz í húsakynnum
Bridssambandsins, Síðumúla 37 og
hefst spilamennska kl. 18.15.
Aðaltvímenningurinn á
miðvikudag á Suðurnesjum
Meistaramótið í tvímenningi hjá
Bridsfélaginu Muninn og Bridsfélagi
Suðurnesja hefst á miðvikudag 1.
mars en ekki mánudag eins og misrit-
aðist í helgarblaðinu.
Spilað er í félagsheimilinu á Mána-
grund og hefst keppnin kl. 19,30.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
ÞINGFLOKKUR Samfylking-
arinnar fagnar ákvörðun rík-
isstjórnarinnar að taka upp
styrki vegna ættleiðinga erlendis
frá.
„Hér er um jafnréttismál fyrir
stóran hóp af foreldrum að ræða
sem mun skipta þá mjög miklu.
Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, hefur haft
forystu í þessu máli og tekið það
upp á nokkrum þingum.
Nú þegar málið virðist í höfn
fagnar þingflokkurinn þessari
réttarbót en vekur jafnframt at-
hygli á að brýnt er að greiðsla
ættleiðingarstyrkja hefjist eins
fljótt og hægt er.“
Ættleiðinga-
styrkjum fagnað
Fréttir
í tölvupósti