Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 51

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 51
Saab KLASSI, ÖRYGGI, STÍLL! Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. Saab 9-3 Örugg athygli! Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 7 9 5 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 51 UMRÆÐAN A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.is APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR BRÝNUSTU verkefnin í sam- göngumálum í Reykjavík hafa lengi verið lagning Sundabrautar og mis- læg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Því miður hefur jafnlengi verið ljóst að borgaryfirvöld virðast hvorki hafa vilja né getu til að takast á við þessi mikilvægu verkefni. Þannig hefur það tekið R-listann mörg ár að nálgast einhverja nið- urstöðu um legu Sundabrautar, sem auðvitað hefur komið í veg fyrir frek- ari undirbúning og framkvæmdir. Það sama er að segja um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem enn eru í biðstöðu vegna aðgerðaleysis borgaryfirvalda. Ef marka má nýlegar yfirlýsingar formanns skipulagsráðs Reykjavíkur er sannarlega ekki að vænta breyt- inga á þeirri stefnu R-listans að taka illa, seint og hugsanlega aldrei nauð- synlegar ákvarðanir í samgöngu- málum í borginni. Öðru nær, oddviti Samfylkingarinnar virðist gera flest sem í hans valdi stendur til að skapa enn meira óöryggi í kringum bráð- nauðsynlegar samgöngubætur í borginni. Tveggja akreina Sundabraut Fyrir nokkrum dögum kynnti Dag- ur B. Eggertsson þá hugmynd að leggja Sundabraut með tveimur ak- reinum í stað fjögurra. Eins og við var að búast hefur þessi yfirlýsing valdið undrun og áhyggjum, bæði vegna þess að hún er ekki í neinu samræmi við þá umferð sem áætluð er um þetta umferðarmannvirki eða í nokkru samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um öryggi slíkra mann- virkja. Miðað við það hlutverk sem Sunda- brautinni er ætlað í samgöngukerfi borgarinnar er þessi hugmynd for- manns skipulagsráðs að sjálfsögðu al- gjörlega fráleit. Sundabrautin getur einfaldlega aldrei orðið tveggja ak- reina „hefðbundin borgargata“ líkt og Dagur talar um, eigi hún að nýtast borgarbúum og landsmönnum öllum og þess vegna er hugmyndin varla til þess fallin að færa okkur fram á veg í þessu mikilvæga máli. Miklu frekar skapar hún óöryggi um grundvall- arþætti sem flestir töldu að væru löngu frágengnir og gæti þannig jafn- vel tafið málið enn frekar, líkt og endalaus umræða en engar ákvarð- anir um legu brautarinnar hafa gert. Mislæg gatnamót Önnur mikilvæg ákvörðun, sem formaður skipulagsráðs hefur á und- anförnum dögum sett í hálfgert upp- nám, lýtur að gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Allir sem reglulega fara þarna um þekkja nauðsyn þess að gripið verði til var- anlegra úrbóta og undir það taka flestir sérfræð- ingar. Í áfangaskýrslu vinnuhóps Vegagerð- arinnar og Reykjavík- urborgar kom t.d. fram að mislæg gatnamót þarna myndu stytta tafa- tíma um allt að 70% og fækka umferðar- óhöppum um u.þ.b. 80%. En þvert á þessar upp- lýsingar, og þrátt fyrir fjárveitingar og vilja ríkisins, hefur R-listinn ekki kosið að ganga til þess- ara brýnu fram- kvæmda. Það var reyndar eitt af fyrstu verkum núverandi meirihluta að taka þessi gatnamót út af aðalskipulagi árið 1996, en þegar þau voru sett aftur inn á núgildandi skipulag fyrir nokkru vöknuðu vonir um að hugsan- lega væri einhverra breytinga að vænta. Á fundi borgarstjórnar í síðustu viku kom hins vegar skýrt fram að það er ekki for- gangsatriði R-listans að ráðast í þessa framkvæmd, enda sagði for- maður skipulagsráðs slík gatnamót ákveðna „ógn“ og jafnvel „mjög mikil mistök“. Það verður að gera betur Athuganir á viðhorfum Reykvík- inga sýna að þeir telja úrbætur í sam- göngumálum eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda. Í alltof langan tíma hafa mikilvæg verkefni í samgöngu- málum hins vegar verið látin sitja á hakanum af þessum sömu borgaryf- irvöldum, ekki síst vegna skorts á ákvörðunum og aðgerðum. Þessu verður að breyta og það verður ekki gert með því að líta framhjá stað- reyndum eða leiða umræðuna stöð- ugt í nýjar ógöngur. Það verður miklu frekar gert með því að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna t.d. að Sundabraut verður að leggja sem fjögurra akreina öfluga umferð- aræð og mislæg gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar eru forgangsverkefni til að tryggja öruggari og greiðari umferð. Þannig vinnum við raunverulega að hags- munum þeirra sem í borginni búa. Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar um borgarstjórnarmál ’Sundabraut verður aðleggja sem fjögurra ak- reina öfluga umferðaræð og mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru for- gangsverkefni.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Af samgöngumálum í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.