Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 51
Saab KLASSI, ÖRYGGI, STÍLL! Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. Saab 9-3 Örugg athygli! Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 7 9 5 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 51 UMRÆÐAN A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.is APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR BRÝNUSTU verkefnin í sam- göngumálum í Reykjavík hafa lengi verið lagning Sundabrautar og mis- læg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Því miður hefur jafnlengi verið ljóst að borgaryfirvöld virðast hvorki hafa vilja né getu til að takast á við þessi mikilvægu verkefni. Þannig hefur það tekið R-listann mörg ár að nálgast einhverja nið- urstöðu um legu Sundabrautar, sem auðvitað hefur komið í veg fyrir frek- ari undirbúning og framkvæmdir. Það sama er að segja um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem enn eru í biðstöðu vegna aðgerðaleysis borgaryfirvalda. Ef marka má nýlegar yfirlýsingar formanns skipulagsráðs Reykjavíkur er sannarlega ekki að vænta breyt- inga á þeirri stefnu R-listans að taka illa, seint og hugsanlega aldrei nauð- synlegar ákvarðanir í samgöngu- málum í borginni. Öðru nær, oddviti Samfylkingarinnar virðist gera flest sem í hans valdi stendur til að skapa enn meira óöryggi í kringum bráð- nauðsynlegar samgöngubætur í borginni. Tveggja akreina Sundabraut Fyrir nokkrum dögum kynnti Dag- ur B. Eggertsson þá hugmynd að leggja Sundabraut með tveimur ak- reinum í stað fjögurra. Eins og við var að búast hefur þessi yfirlýsing valdið undrun og áhyggjum, bæði vegna þess að hún er ekki í neinu samræmi við þá umferð sem áætluð er um þetta umferðarmannvirki eða í nokkru samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um öryggi slíkra mann- virkja. Miðað við það hlutverk sem Sunda- brautinni er ætlað í samgöngukerfi borgarinnar er þessi hugmynd for- manns skipulagsráðs að sjálfsögðu al- gjörlega fráleit. Sundabrautin getur einfaldlega aldrei orðið tveggja ak- reina „hefðbundin borgargata“ líkt og Dagur talar um, eigi hún að nýtast borgarbúum og landsmönnum öllum og þess vegna er hugmyndin varla til þess fallin að færa okkur fram á veg í þessu mikilvæga máli. Miklu frekar skapar hún óöryggi um grundvall- arþætti sem flestir töldu að væru löngu frágengnir og gæti þannig jafn- vel tafið málið enn frekar, líkt og endalaus umræða en engar ákvarð- anir um legu brautarinnar hafa gert. Mislæg gatnamót Önnur mikilvæg ákvörðun, sem formaður skipulagsráðs hefur á und- anförnum dögum sett í hálfgert upp- nám, lýtur að gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Allir sem reglulega fara þarna um þekkja nauðsyn þess að gripið verði til var- anlegra úrbóta og undir það taka flestir sérfræð- ingar. Í áfangaskýrslu vinnuhóps Vegagerð- arinnar og Reykjavík- urborgar kom t.d. fram að mislæg gatnamót þarna myndu stytta tafa- tíma um allt að 70% og fækka umferðar- óhöppum um u.þ.b. 80%. En þvert á þessar upp- lýsingar, og þrátt fyrir fjárveitingar og vilja ríkisins, hefur R-listinn ekki kosið að ganga til þess- ara brýnu fram- kvæmda. Það var reyndar eitt af fyrstu verkum núverandi meirihluta að taka þessi gatnamót út af aðalskipulagi árið 1996, en þegar þau voru sett aftur inn á núgildandi skipulag fyrir nokkru vöknuðu vonir um að hugsan- lega væri einhverra breytinga að vænta. Á fundi borgarstjórnar í síðustu viku kom hins vegar skýrt fram að það er ekki for- gangsatriði R-listans að ráðast í þessa framkvæmd, enda sagði for- maður skipulagsráðs slík gatnamót ákveðna „ógn“ og jafnvel „mjög mikil mistök“. Það verður að gera betur Athuganir á viðhorfum Reykvík- inga sýna að þeir telja úrbætur í sam- göngumálum eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda. Í alltof langan tíma hafa mikilvæg verkefni í samgöngu- málum hins vegar verið látin sitja á hakanum af þessum sömu borgaryf- irvöldum, ekki síst vegna skorts á ákvörðunum og aðgerðum. Þessu verður að breyta og það verður ekki gert með því að líta framhjá stað- reyndum eða leiða umræðuna stöð- ugt í nýjar ógöngur. Það verður miklu frekar gert með því að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna t.d. að Sundabraut verður að leggja sem fjögurra akreina öfluga umferð- aræð og mislæg gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar eru forgangsverkefni til að tryggja öruggari og greiðari umferð. Þannig vinnum við raunverulega að hags- munum þeirra sem í borginni búa. Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar um borgarstjórnarmál ’Sundabraut verður aðleggja sem fjögurra ak- reina öfluga umferðaræð og mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eru for- gangsverkefni.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Af samgöngumálum í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.