Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMÚRSKARANDI STÆRÐFRÆÐI- KENNARAR OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is Umsóknarfrestur til 29. maí. Getum svarað umsóknum sem berast fyrr. www.ru.is www.math.ru.is Sérstakt BS-nám í stærðfræði og kennslufræði, sem veitir rétt til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Áhugavert nám fyrir verðandi stærðfræðikennara sem vilja beita nútímalegum og spennandi kennsluaðferðum. STÆRÐFRÆÐI ER SKEMMTILEG F A B R IK A N 2 0 0 6 LANDSFRAMLEIÐSLA kemur til með að aukast um allt að 1,2% þegar starfsemi álvers Alcoa- Fjarðaáls verður komin í gagnið, að því er kemur fram í skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Ís- lands um þjóð- hagsleg áhrif álverksmiðju á Reyðarfirði. Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Alcoa-Fjarðaáls, sagði á svo- kölluðum samlokufundi Verkfræð- ingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands í gær, að um 400 manns muni starfa við álverið þegar framleiðslan verður komin í gang. Með beitingu aðfanga- og af- urðagreiningar leiðir Hagfræði- stofnun líkur að því að til verði 1,43 afleidd störf fyrir hvert starf í álverinu. Samkvæmt þeim útreikn- ingum mun heildarfjöldi starfa sem skapast verða um 930. Minni áhrif á vinnumarkaðinn Í máli Tómasar kom einnig fram að framkvæmdirnar í Reyðarfirði hafi haft minni áhrif á íslenskan vinnumarkað en reiknað var með í upphafi. Sagði hann að í upphafi hafi verið gert ráð fyrir að 70% vinnuaflsins við framkvæmdirnar myndu vera Íslendingar og 30% erlendir starfsmenn. „Vinnumarkaðurinn hefur hins vegar ekki boðið upp á þetta. Mikið hefur verið um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og af þeim sökum hefur einfaldlega ekki verið nægilega mikið af fólki. Þannig að hlutföllin hafa í raun snúist við; 70% af starfsmönnunum koma er- lendis frá og langstærsti hlutinn frá Póllandi. Hins vegar eru Ís- lendingar aðeins 30% af vinnuafl- inu og meirihluti þeirra starfar á vegum undirverktaka við bygg- inguna. Framkvæmdin hefur því sett mun minni þrýsting á vinnu- markaðinn en upphaflega var gert ráð fyrir,“ sagði Tómas Már. Hugsanlegt álver á Húsavík Tómas fjallaði stuttlega um hugsanlegt álver á Húsavík. Sagði hann að samkvæmt hagkvæmnisat- hugun yrði líklega ráðist í að reisa 250 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík. „Miðað við þá stærð myndi ál- verið skapa um 1.000 störf á land- inu öllu; um 600 á Húsavíkursvæð- inu, 250 á Akureyri og um 150 annars staðar. Þetta hefði í för með sér að íbúum á svæðinu myndi fjölga um allt að 2.000 manns,“ sagði hann. Tómas sagði jafnframt að gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist 2010 og starfsemi álversins hefjist árið 2012. „Þó er ekkert sem segir að það geti ekki gerst fyrr,“ sagði hann enn fremur. Forstjóri Alcoa-Fjarðaáls á fundi með verk- og tæknifræðingum Landsframleiðsla eykst um 1,2% með álveri Alcoa Tómas Már Sigurðsson Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Pólverjar eru fjölmennir í hópi starfsmanna sem vinna við upp- byggingu álversins í Reyðarfirði. ÞUNGAMIÐJA búsetu á höfuð- borgarsvæðinu breytti á síðasta ári algerlega um stefnu og færðist 97 metra í norðaustur. Miðjan, sem undanfarin ár hefur verið að færast í suðausturátt, er nú í bakgarði húss við Goðaland í Fossvogi í Reykjavík, nánar tiltekið í suðaust- urhorni lóðarinnar bak við rað- húsið Goðaland 11–15. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjavík- urborgar, en Heiðar Þ. Hall- grímsson verkfræðingur hefur frá árinu 2002 brugðið á þann leik að reikna út þungamiðju búsetu á höf- uðborgarsvæðinu. Það eru kortagrunnur Land- upplýsingakerfis Reykjavíkur (LUKR) og heimilisfangasafn Sam- sýnar ehf., sem gera þessa útreikn- inga Heiðars mögulega, en heim- ilisfangasafnið hefur að geyma staðsetningar heimilisfanga allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu í hnit- um og er hún stöðugt uppfærð með nýjustu upplýsingum úr Þjóðskrá og LUKR. Höfuðborgarsvæðið telst ná yfir öll sveitarfélög frá og með Kjós til og með Hafnarfjarðar. Þungamiðjan finnst með því að taka meðaltal, annars vegar af öll- um austur-vestur staðsetning- arhnitum íbúanna og hins vegar öll- um norður-suður staðsetningar- hnitum þeirra. Þessi tvö meðaltöl jafngilda staðsetningarhnitum þungamiðjunnar eftir búsetu. Þungamiðja búsetunnar hefur frá árinu 2002 alla tíð verið í Foss- vogshverfi og færst í suðaustur og suður í átt til Kópavogs, en nú bregður svo við að hún hefur alveg breytt um stefnu. Á heimasíðu Reykjavíkur segir að ekki hafi ver- ið rannsakað hvað veldur þessari snöggu breytingu en geta megi sér til um, að þarna séu að verki nokkr- ir samverkandi kraftar, svo sem uppbygging Grafarholts, Norð- lingaholts og Mosfellsbæjar, en einnig áhrif nýrra þéttingarsvæða í norðanverðri Reykjavík. Heiðar segir útreikningana í sjálfu sér ekki svo flókna þegar allt liggur í gagnagrunninum. „Þú hef- ur hnit á hverju einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu og fjölda íbúa í þeim heimilum og þar með er hver íbúi með sína staðsetningu í austur- vestur annars vegar og norður- suður hins vegar,“ segir Heiðar og bætir við að síðan sé það nánast spurning um músarklikk, að taka meðaltölin af hnitunum. Þungamiðja búsetunnar hefur breytt um stefnu Morgunblaðið/Eyþór Kolbeinn Theódórsson, Auður Katarína Theódórsdóttir og Ásdís Rúna Guðmundsdóttir að leik í garðinum við Goðaland í Fossvoginum þar sem nýjustu útreikningar sýna að sé hin nýja miðja höfuðborgarsvæðisins. TÆPLEGA 20 þúsund stakir not- endur heimsóttu bloggvef mbl.is í síðustu viku samkvæmt mælingum Samræmdrar vefmælingar. Til að opna og virkja bloggsíðu þarf við- komandi að skrá sig og smella á ten- gil í tölvupósti sem sent er á upp- gefið netfang. Í framhaldi býðst notendum einn- ig ýmis önnur þjónusta s.s. 50MB rými þar sem hægt er að geyma myndir, þeir geta breytt útliti á sín- um bloggsíðum og sett eigin myndir í haus síðunnar. Þá geta notendur bloggsíðna ákveðið hverjir hafi að- gang að síðunni með því að velja þá úr hópi skráðra notenda. Einnig geta eigendur bloggsíðna ákveðið með hvaða hætti athuga- semdir eru settar inn við þeirra bloggfærslur. Eins og við er að búast vakna ýmsar spurningar hjá notend- um um hvernig framkvæma eigi mis- munandi aðgerðir. Hægt er að skoða spurningar sem mest er spurt með því að smella á tengilinn Spurt & svarað efst til vinstri á forsíðu blog- .is. Þá er hægt að fá ýtarlega hjálp- artexta þegar fólk tengist Stjórn- borðinu sem er efst á bloggsíðunni en þaðan eru allar aðgerðir valdar. Efst á hverri síðu í Stjórnborðinu er síðan að finna spurningarmerki. Þegar smellt er á það birtist hjálp- artexti í spurningaformi yfir allar þær aðgerðir sem boðið er upp á á viðkomandi síðu. Til að skrá sig fer viðkomandi inn á forsíðu vefjarins www.blog.is og smellir á tengilinn Skráning efst til vinstri á síðunni eða slær inn slóðina: Góð viðbrögð við bloggvef mbl.is TENGLAR .............................................. http://www.mbl.is/mm/blog/ skraning.html FORSETI skoska þingsins, George Reid, er nú í í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Sólveigar Pétursdótt- ur, forseta Alþingis. Í för með skoska þingforsetanum er sjö manna sendinefnd. Í heimsókninni mun George Reid og sendinefnd hans eiga fundi með forseta Alþingis og fulltrúum þing- flokka, utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar. Þá munu þau heimsækja forseta Íslands á Bessa- staði. Sendinefndin fundar með sjávarútvegsráðherra, ferðamála- stjóra og embættismönnum á sviði heilbrigðismála. Á morgun fer þing- forsetinn í þjóðgarðinn á Þingvöll- um og heldur svo í kynnisferð um Snæfellsnes. Heimsókninni lýkur á fimmtudag. Heimsókn forseta skoska þingsins til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.