Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANDSVIRKJUN hefur beint því
til verktaka á virkjunarsvæðinu við
Kárahnjúka og framkvæmdaeftir-
lits að fara grannt yfir öryggismál,
með það að markmiði að koma í
veg fyrir fleiri alvarleg slys og
fækka óhöppum svo sem verða má.
Í bréfi Landsvirkjunar til þessara
aðila er vísað til tveggja banaslysa
með skömmu millibili við Kára-
hnjúka og sagt að það sé með öllu
óviðunandi að fólk láti lífið við
virkjunarframkvæmdirnar. Því
verði allir sem hlut eiga að máli að
taka öryggismálin alvarlega og
kappkosta að gera ráðstafanir til
að koma í veg fyrir fleiri slys og
óhöpp.
Jafnframt er tekið fram að ekki
sé verið að saka verktaka um
lausatök í öryggismálum, heldur sé
markmiðið að koma því á framfæri
að alltaf megi gera betur varðandi
öryggi og vinnuvernd, í samstarfi
verktakafyrirtækja, framkvæmda-
eftirlits og opinberra stofnana á
þessu sviði.
Ráðherra sat öryggisfund
Sérstakur fundur um öryggismál
á virkjunarsvæðinu var haldinn þar
í gær. Jón Kristjánsson félags-
málaráðherra og Eyjólfur Sæ-
mundsson forstjóri Vinnueftirlits
ríkisins voru á fundinum ásamt
framkvæmda- og öryggiseftirliti
við virkjunarframkvæmdina,
fulltrúum verktaka og yfirtrúnað-
armanni verkalýðsfélaganna.
Alþýðusamband Íslands, Rafiðn-
aðarsamband Íslands, Samiðn og
Starfsgreinasamband Íslands hafa
krafist samantektar á orsökum
meintrar fjölgunar slysa og veik-
inda starfsmanna við byggingu
virkjunarinnar undanfarna mánuði
auk tillagna um úrbætur, komi í
ljós að núverandi framkvæmd eft-
irlits með öryggismálum sé ekki
fullnægjandi.
„Það er ljóst að kerfislega eru
öryggismál hér í lagi,“ sagði Jón í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Menn fara yfir hvernig má bæta
þau enn frekar, en hér eru mjög
erfiðar aðstæður og í mörg horn að
líta.“ Um þá staðhæfingu verka-
lýðssamtakanna að slys og veikindi
séu nú tíðari en áður, hugsanlega
vegna vaxandi vinnuhraða, sagði
Jón að tölur sýndu að ekki væri
heildaraukning á slysum og veik-
indum. „Slysum hefur í heildina
fækkað en beinbrotsslysum fjölgað.
Mér skilst að þetta sé annars svip-
að og verið hefur og ekki frábrugð-
ið því sem er annars staðar við
svipaðar aðstæður.“
Eyjólfur Sæmundsson segir und-
irbúningstímann að virkjuninni
hafa verið knappan og betri tími
hefði gefið meira svigrúm til ná-
kvæmari skipulagningar á verkinu.
Fjölga í öryggiseftirliti
Í bréfi Landsvirkjunar til verk-
taka og framkvæmdaeftirlits segir
að engar vísbendingar séu um að
banaslysin tvö á dögunum megi
rekja til ófullnægjandi öryggis-
krafna eða öryggiseftirlits. Þvert á
móti hafi verktakafyrirtækin sem
þar komu við sögu, Arnarfell og
Suðurverk, staðið sig afar vel í ör-
yggismálum og slysatíðni hjá þeim
verið lág.
Landsvirkjun þykir engu að síð-
ur full ástæða til að ræða hvort
fjölga þurfi öryggiseftirlitsmönnum
á vegum framkvæmdaeftirlitsins á
virkjunarsvæðinu, hvort skylda
eigi verktaka til að hafa sérstaka
starfsmenn sem sinna öryggismál-
um eingöngu eða sérstaklega og
hvort skýra þurfi betur hlutverk,
verkaskiptingu, valdsvið og ábyrgð
þeirra sem fara með öryggismál.
Verktakar skoði öryggisþætti við Kárahnjúkavirkjun í hörgul
Geri ráðstafanir til að
koma í veg fyrir fleiri slys
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kaldranalegur vinnustaður að vetri. Í Kárahnjúkastíflu er nú búið að fylla 7 milljónir af þeim 8 milljónum rúm-
metra sem í hana fara og steypa 30 þúsund af 93 þúsund fermetrum vatnskápunnar.
FYRIR forgöngu Landlæknisemb-
ættisins var í gær kallaður saman
hópur fagaðila til þess að ræða ann-
ars vegar hvað gera þyrfti til lengri
tíma litið til þess að fjölga hjúkr-
unarfræðingum og hins vegar
hvernig bregðast mætti strax við til
þess að mæta skorti á hjúkr-
unarfræðingum á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi.
„Við vorum að reyna að átta okk-
ur á því hvernig væri hægt að
bregðast við þeim bráðavanda sem
ríkir núna,“ segir Elsa B. Friðfinns-
dóttir, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga (FÍH).
Segir hún ljóst að hugsa þurfi
málin upp á nýtt og skoða alla verk-
ferla. „Við teljum að skoða þurfi
verkaskiptingu og verkferla, með
það í huga hvaða breytingar og um-
bætur hægt sé að gera,“ segir Elsa
og bendir á að fram hafi komið að
breytingar á einu sviði eða einni
deild hafi áhrif á annað.
„Eitt af því sem hjúkrunarfræð-
ingar hafa kvartað mikið undan er
að þegar gerðar eru breytingar eða
dregið saman í mannafla á einu
sviði þá hafi það þau áhrif að verk-
efni sem þar voru unnin færist yfir
á hjúkrunarfræðingana á deild-
unum,“ segir Elsa og bendir á að
hópurinn telji að meta þurfi hvar sé
hægt að vinna hlutina af öðrum án
þess að það komi niður á gæðum.
Segir Elsa liggja fyrir að afla
þurfi meiri upplýsinga áður en til-
lögurnar verði lagðar fyrir yf-
irstjórn LSH og þá aðila sem komi
að ákvörðunartöku í málinu.
Skoða þarf
verkaskiptingu
og verkferla
ÆRIN Botna sem aðsetur hefur í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal varð fyrst áa þar á bæ
til að bera þetta árið. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu sem barst
frá garðinum í gær. Vorið hefur
því svo sannarlega hafið innreið
sína þrátt fyrir atferli veðurguð-
anna að undanförnu.
Botna bar síðdegis í gær tveim-
ur lömbum, hrúti og gimbur. Um
konunglegan burð var því að ræða
því fyrstu lömbin eru jafnan kölluð
lambadrottning og lambakóngur.
Burðurinn gekk ágætlega, að
því er fram kemur í tilkynning-
unni, en ærin þurfti örlitla aðstoð
enda um stór og stæðileg lömb að
ræða.
Fram kemur að hrúturinn er
svartbotnóttur að lit og gimbrin
svartflekkótt en móðirin Botna er
svartbotnótt. Faðirinn er hrút-
urinn Höttur sem er svarthöttóttur
á lit. Auk lambadrottningarinnar
og lambakóngsins eru einnig þrír
kiðlingar í fjárhúsinu sem komu í
heiminn síðastliðinn laugardag
undan huðnunum Sólbjörtu og
Hrund.
Ærin Botna karar lömbin sín stuttu eftir burð.
Sauðburður hafinn
í Laugardalnum
ÖLDUR Atlantshafsins voru víg-
völlur þar sem tugir þúsunda féllu
og þúsundir skipa hurfu undir öld-
urnar í síðari heimsstyrjöldinni. Nú,
rúmri hálfri öld eftir lok stríðsátaka,
lagði ljósmyndari frá London í ferð
yfir hafið til að mynda þennan sí-
breytilega vígvöll.
Paddy Sutton vinnur nú að meist-
araverkefni sínu í ljósmyndun við
St. Martins-listaháskólann í Lond-
on, og við val á verkefninu sameinar
hann áhuga sinn á hafinu og mann-
kynssögunni. Til að mynda óbeislað
Atlantshafið fékk hann far með
Goðafossi, gámaflutningaskipi Eim-
skipa, og sigldi með skipinu frá Ár-
ósum í Danmörku til Reykjavíkur.
Baráttan um Atlantshafið stóð frá
1939 til 1945, og reyndu Þjóðverjar
að nota öflugan kafbátaflota sinn til
að einangra Bretland frá Bandaríkj-
unum með því að ráðast gegn skipa-
lestum sem sigldu milli landanna.
„Eftir flestar orrustur er hægt að
heimsækja vígvöllinn, og jafnvel sjá
einhver ummerki um þau átök sem
fóru þar fram. Það er alltaf eitthvað
manngert eftir. En eftir baráttuna
um Atlantshafið eru engin ummerki.
Mér fannst afar áhugavert að taka
ljósmyndir þar sem þessi orrusta
var háð, þar sem tugir þúsunda sjó-
manna fórust, og 3.000 skipum var
sökkt,“ segir Sutton.
„Allur þessi fjöldi týndi lífinu á
þessum stað, en það eru engin um-
merki um það, það er ekkert eftir.
Þess vegna fannst mér spennandi að
mynda hafið þar sem orrusturnar
áttu sér stað, til að vekja fólk til um-
hugsunar um hvar þessar orrustur
voru háðar.“
Sutton segir sérlega áhugavert
fyrir sig að sigla með Eimskip, enda
sigldi félagið á þessum tíma til Bret-
lands, og var tveimur flutn-
ingaskipum þess sökkt með tund-
urskeytum, þar með talið öðru skipi
félagsins sem bar nafnið Goðafoss.
Eftir siglinguna með Goðafossi
segist Sutton reikna með að setja
upp sýningu í St. Martins með 15–
25 myndum, en hann er einnig að
ræða við Konunglega stríðs-
minjasafnið í London (Imperial War
Museum) og Sjóminjasafnið í
Greenwich (National Maritime Mus-
eum) um að hýsa sýninguna eftir
það.
Morgunblaðið/Brjánn Jónasson
Engin ummerki sjást um baráttuna um Atlantshafið, segir Paddy Sutton.
Myndar síbreytilegan
vígvöll Atlantshafsins
LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur
upplýst hassplöntumálið á Mýrum
sem kom upp um helgina. Einn var
handtekinn og gekkst hann við
ræktuninni, en hald var lagt á 228
kannabisplöntur við leit á laug-
ardagskvöld.
Hinn handtekni viðurkenndi þó
ekki dreifingu fíkniefna. Fleiri hafa
ekki verið handteknir vegna máls-
ins að sögn lögreglu.
Hassplöntumálið
upplýst