Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NET-lengjan, veð-mál 1x2, spilavítiog póker. Allt þetta á spilavefnum Bets- son.com sem nú er kominn á íslensku. Umtalsverðar fjárhæðir og sú staðreynd að fólk skuli hætta þeim í von um vinning er ekki ágreiningsefni í þessu sambandi, heldur að vefur- inn skuli auglýstur í ís- lenskum fjölmiðlum. Er verið að auglýsa happ- drætti eða vefsíðu, þar er ágreiningurinn. Auglýs- ingarnar hafa verið kærðar til dómsmálaráðuneytisins sem vísaði málinu til Lögreglustjórans í Reykjavík þar sem það er nú til rannsóknar. Betsson hefur leyfi til veðmála- starfsemi, að því er segir á heima- síðu fyrirtækisins, en þar segir líka að leyfið hafi verið gefið út af Mag- istrates-réttinum í London sem heyrir undir bresku ríkisstjórnina. Allt að árs fangelsi fyrir brot á happdrættislögunum Skv. íslenskum lögum um happ- drætti varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum að auglýsa happdrætti sem ekki hef- ur verið veitt leyfi fyrir. Og þar brýtur á Betsson að mati lögregl- unnar sem segir það koma til greina að kæra forsvarsmenn fyr- irtækisins. Ef brotastarfsemin er umfangsmikil eða ítrekuð getur hún varðað fangelsi allt að einu ári. Auglýsingarnar frá Betsson hafa verið birtar í talsverðum mæli á íþróttasjónvarpsrásinni Sýn. Gunnar Ingi Hannesson sölustjóri fyrirtækisins segir málið vissulega viðkvæmt en samt sem áður hafi þeim ekki verið bannað af lögreglu að birta auglýsingarnar og þess vegna verði ekki breytt um stefnu gagnvart auglýsandanum. En aug- lýsingum verði strax kippt í burtu, berist skipun um það frá lögreglu og þar við situr. Hann segir Sýn ekki munu fara í ritskoðun og ákveða skyndilega að hætta að sinna skyldum sínum við auglýs- andann að öllu óbreyttu. Fjölmiðlaumræða um þetta til- tekna mál hefur haft einhver áhrif á framvindu þess innan Sýnar en samt engin úrslitaáhrif eins og ljóst má vera. En hvað þá um það hvort Sýn bíði hreinlega eftir nið- urstöðu úr rannsókn lögreglunnar á lögmæti þess að birta svona aug- lýsingar? Því svarar Gunnar Ingi bæði játandi og neitandi. Ennþá sé verið að ræða það innandyra og varpa öllum hliðum þess upp. Komi fyrirskipun frá lögreglu um að hætta birtingum verði það gert samstundis. „Okkur hefur ekkert bréf borist um slíkt,“ bendir hann á. Farið hafa fram umræður milli Sýnar og auglýsandans um að mál- ið sé orðið býsna viðkvæmt og spurt hefur verið hvort Sýn hygg- ist halda áfram að birta auglýsing- arnar. Svarið er já – í bili að minnsta kosti. Og hvað gerði lögreglan í mál- inu? Talað var við fjölmiðla sem birtu auglýsingar Betssons og að svo komnu máli hafa visir.is og Fréttablaðið afturkallað birtingar. En Sýn heldur áfram og virðist bíða eftir orði lögreglunnar. Sigurður G. Guðjónsson for- svarsmaður Betssons á Íslandi fullyrðir að engin íslensk lög banni auglýsingar á vefsíðum. Betsson sé vörumerki og hvergi í auglýs- ingunum sé vikið að happdrætti. Í þessu sambandi þurfi menn einnig að velta því fyrir sér hvort íslensku happdrættislögin standist reglur ESB og þar með EES um þjóð- frelsi. „Ég get ekki séð að íslensk stjórnvöld geti bannað einum eða neinum að auglýsa vefsíðu sína sem stundar löglega starfsemi í Evrópu. Það er ekki verið að aug- lýsa happdrætti,“ segir hann. Finna mætti fleiri vefi með fjár- hættuspilum á netinu. Nægir að nefna Bet365 sem til er á mörgum tungumálum. Íþróttamenn að spila frá sér vitið? En hvað með íþróttamenn? Skyldu það vera þeir sem eru að spila frá sér allt vit? Um helgina bárust fréttir af 90 milljóna króna spilaskuld eins leikmanns Man. Utd. í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnufélagið sjálft hefur mótmælt þessum fréttum en það breytir því ekki að fólk leiðir hug- ann að því hvernig málum er hátt- að. Geir Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri KSÍ kannast reynd- ar við að íslenskir atvinnu knatt- spyrnumenn hjá erlendum liðum hafi verið í fjárhættuspilum og spilavítum. „Það er ekkert nýtt í knattspyrnuheiminum að leik- mönnum finnst gaman að taka þátt í veðmálum og fjárhættuspilum,“ segir hann og á þar við leikmenn erlendis. „Þeir hafa sótt spilavíti en hérna heima hef ég ekki orðið var við það.“ Þetta er ekki mál sem KSÍ hefur rætt formlega innan sinna vé- banda og Geir segir þennan fjár- hættuspilaheim sér ókunnugan. „En þessar tekjur sem atvinnu- leikmenn eru með eru gríðarlegar og ekki í neinu samræmi við það sem gerist hér á íslenskum mark- aði. Þessir piltar hafa nóg fé milli handanna.“ Fréttaskýring | Um hvað snýst efinn varðandi auglýsingar betsson.com? Happdrætti eða vefsíða? Nauðsynlegt að velta fyrir sér hvort ís- lensk happdrættislög standist reglur ESB Póker eða önnur spil. Allt til á netinu. Kipptu burtu auglýsingum eftir tiltal lögreglunnar  NET-lengjan, veðmál 1x2, spilavíti og póker. Allt þetta á spilavefnum Betsson.com sem nú er til á íslensku. Er verið að aug- lýsa happdrætti eða vefsíðu, þar er ágreiningurinn. Sumir fjöl- miðlar hafa kippt burtu auglýs- ingum sínum eftir tiltal lögregl- unnar í Reykjavík. Þær eru samt ennþá sýndar m.a. á íþróttasjón- varpsstöðinni Sýn. Og verða áfram. Um sinn að minnsta kosti segja Sýnar-menn. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Þetta á ekki síður við bankapúddur, það er komið upp mjög hættulegt afbrigði sem nefnist Den Danskebanka-flensa. HAFÍS á Grænlandssundi er yfir meðallagi í útbreiðslu um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá Þór Jakobssyni veðurfræðingi. Má rekja óvenju mikinn ís til óhag- stæðra vinda að undanförnu en hins vegar er búist við norðanátt næstu daga sem halda mun ísnum frá landi enn um sinn. Þór segir ísinn vera afar þéttan við jaðarinn en næst landi er hann 22 sjómílur NV af Straumnesi og 39 sjó- mílur VNV af Barða. Allar siglinga- leiðir eru opnar enn sem komið er en Veðurstofa Íslands mun fylgjast grannt með breytingum og taka við upplýsingum frá skipum og Land- helgisgæslunni. Hafís yfir meðallagi                      Fáðu úrslitin send í símann þinn DAGUR Arngrímsson tryggði sér fyrsta áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli í skák þegar hann gerði jafn- tefli við ungverska alþjóðlega meist- arann Miklos Kaposztas í 9. umferð AM-flokks First Saturdays-mótsins í Búdapest á Ungverjalandi. Dagur hefur 7 vinninga á mótinu. Stefán Kristjánsson tekur einnig þátt í mótinu. Alls tefla tólf kepp- endur í SM-flokki og eru meðalstig 2.438 skákstig. Fjórtán keppendur taka þátt í AM-flokki og eru með- alstig 2.279 skákstig. First Saturday-mótin eru skákmót sem fara fram mánaðarlega í Búda- pest í Ungverjalandi. Náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.