Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÉRHÆFT starfsfólk og fé-
lagsliðar á nokkrum hjúkrunar- og
dvalarheimilum héldu fjölmennan
baráttufund í Kiwanissalnum við
Engjateig í Reykjavík í gær. Um
hundrað manns, nær eingöngu
konur, mættu á fundinn og ræddu
frekari aðgerðir til þess að leggja
áherslu á kröfur um bætt kjör.
Fulltrúar starfsmannanna fund-
uðu í gær með stjórnendum stofn-
ananna og fulltrúum Eflingar og er
annar fundur boðaður með launa-
nefndinni síðasta vetrardag, mið-
vikudaginn 19. apríl. Niðurstaða
baráttufundarins í gær var að boða
viku langt setuverkfall frá aðfara-
nótt 21. apríl, þar sem aðeins frum-
þörfum íbúa öldrunarheimilanna
verður sinnt eins og í síðasta setu-
verkfalli. Þokist ekki í samningaátt
hyggja starfsmenn síðan á upp-
sagnir fyrir mánaðamótin.
Fundarkonur í gær lýstu
ánægju sinni með að vilji væri
kominn til að ræða saman en kváðu
það ekki nóg og því yrðu þær að
halda aðgerðum sínum áfram. Mál-
ið var einnig rætt á Alþingi í gær
en starfsmönnunum fannst sem sú
umræða hefði aðeins skilið eftir sig
spurningar sem enn væri ósvarað.
Samskot til stuðnings
baráttunni
Mikill hiti var í fundarkonum og
stóðu nokkrar upp til að þakka
þeim sem forystu hefðu haft í bar-
áttunni og hvetja hópinn til sam-
stöðu og frekari aðgerða. Umræð-
ur sköpuðust um hvort strax skyldi
hefja uppsagnir eða fara fyrst í
annað setuverkfall. Sumir starfs-
menn heimilanna hafa aðeins viku
langan uppsagnarfrest og sam-
þykkti fundurinn nýtt setuverkfall
með miklum meirihluta.
Alfa Ágústa Pálsdóttir leiddi
fundinn og sagðist hún sjálf þegar
hafa sagt upp starfi sínu. Fundar-
konur sem lengri uppsagnarfrest
hefðu voru jafnvel hvattar til að
hefja uppsagnir nú þegar. Fram
kom þó á fundinum að á einhverj-
um öldrunarheimilanna yrði öllum
starfsmönnum sagt upp og starf-
semi jafnvel hætt, kæmi til hóp-
uppsagna.
Bryndís Jónsdóttir, félagsliði,
benti á að baráttan hefði kostað
forvígiskonur hennar umtalsverð-
ar fjárhæðir, meðal annars vegna
símreikninga, og stofnaði hún til
samskota meðal viðstaddra til
stuðnings baráttunni.
„Látum ekki lengur
fara illa með okkur“
„Ráðherra talar ekki einu sinni
við okkur,“ sagði ein fundar-
kvenna. Illa hefði verið farið með
stéttina árum saman en að svo yrði
ekki lengur. „Við erum búnar að
vera allt of þægar,“ sagði önnur og
benti á að starfsmenn hefðu aldrei
fengið krónu fyrir að vinna ótal
undirmannaðar vaktir. „Þetta er
ekkert flókið, það lifir enginn af
þessum launum. Við vinnum
ábyrgðarstörf og ég skammast mín
næstum fyrir að beygja mig fyrir
þessum krónum.“
Á fundinum var loks lýst eftir
starfsmönnum í aðgerðahóp og var
enginn skortur á sjálfboðaliðum.
Sérhæfðir starfsmenn og félagsliðar á öldrunarheimilum boða viku langt
setuverkfall og uppsagnir þokist ekki í viðræðum fyrir mánaðamót
„Búnar að vera allt of þægar“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundarkonur voru þakklátar forvígiskonum kjarabaráttunnar og tóku vel í hugmynd Bryndísar Jónsdóttur um samskot þeim til handa.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
HÉR fer á eftir í heild sinni ályktun baráttu-
fundar sérhæfðs starfsfólks og félagsliða á
öldrunarheimilum sem haldinn var í gær:
„Þegar í upphafi þessa fundar er orðið
ljóst að stuðningur við aðgerðir sérhæfðs
starfsfólks og félagsliða á öldrunarheimilum
hefur náð eyrum sumra málsmetandi manna
innan ríkisstjórnarflokkanna. Þannig hefur
fengist viðurkenning á þeim málflutningi
starfsmanna að með öllu óraunhæft sé að
ætla þeim að sitja eftir hvað launakjör sam-
bærilegra hópa varðar.
Eitt er það atriði sem leiðrétta þarf í mál-
flutningi þingmanna stjórnarflokkanna. Þeir
hafa, m.a. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf-
stæðisflokki og Páll Magnússon, Framsókn-
arflokki, haldið því fram að kjarasamningar
þessa starfsfólks séu frá því sl. haust. Hið
rétta er að þeir eru undirritaðir í maí 2004
og eru því að ná tveggja ára aldri.
Það er niðurstaða fundarins að í sjálfu sér
breyti þessi rangfærsla engu og geri það eitt
að sýna einu sinni enn að þingmönnum sem
eru í vörn fyrir afstöðu sína skiptir litlu
hvort rétt er með staðreyndir farið.
Þá lýsir fundurinn því yfir í framhaldi
slíkrar umfjöllunar að tími langra kjara-
samninga er liðinn. Starfsfólk umræddra
heimila mun ekki sætta sig við að verða aftur
bundið kjarasamningum sem eru án endur-
skoðunarákvæða hvað varðar breytingar hjá
öðrum sambærilegum hópum.
Starfsmönnum ófært
að láta af aðgerðum
Í umræðunni um aðgerðir þær sem staðið
hafa yfir hefur starfsmönnum orðið betur og
betur ljóst hvernig fjárhagslega umgjörð
öldrunarheimilin búa við. Það er álit fund-
arins að það kerfi sem nú er við lýði, þ.e. að
ríkið reki og reki ekki þessi heimili en hafi af
því fjárhagslegan ávinning að heimilin greiði
starfsmönnum sínum skammarlega lág laun,
geti ekki gengið. Sé það hins vegar ófrávíkj-
anlegt af hálfu ríkisvaldsins að vist-
unarmatið sé tengt breytingum á launa-
kjörum á vinnumarkaði gerir fundurinn þá
kröfu að framvegis verði þessi hluti vist-
unarmatsins tengdur launabreytingum al-
mennt en ekki einstökum heimilum.
Þrátt fyrir að nokkur skilningur hafi náðst
fram á baráttu starfsmanna fyrir réttlátum
málstað er sigur í þeirri baráttu ekki í höfn.
Því er starfsmönnum með öllu ófært að láta
af aðgerðum til að knýja á um niðurstöðu
sem ásættanleg er.
Fundurinn felur því aðgerðarhópi starfs-
manna að skipuleggja frekari aðgerðir og
láta ekki af þeim aðgerðum fyrr en fullur
sigur er í höfn.
Fundurinn lýsir því yfir að niðurstaða eins
og loforð um að málin verði skoðuð er ekki
fullnaðarsigur. Tími loforða er löngu liðinn
og ekkert nema breytingar á launakjörum til
samræmis við aðra geta stöðvað aðgerðir
starfsmanna.“
„Tími loforða
löngu liðinn“
Í BJARTRI og notalegri risíbúð á
Langholtsveginum gengur Álfheið-
ur Bjarnadóttir rösklega um gólf
og skipuleggur baráttu ófaglærðra
starfsmanna Hrafnistu fyrir bætt-
um kjörum. Síminn hringir oft og
mikið starf þarf að samrýma. Á
borðum eru litlir bréfmiðar, afrif-
ur af línustrikuðum minnisblöðum,
með símanúmerum, netföngum og
nöfnum baráttu-, stjórnmála- og
fjölmiðlafólks. Væri hún í við-
skiptum væri þetta kannski kallað
rassvasafyrirtæki, en fyrir nokkr-
um vikum hafði Álfheiður ekki
hugmynd um að hún ætti eftir að
leiða baráttuna. Hennar sérsvið er
umönnun, að hlúa að gömlu fólki.
Álfheiður kemur frá Hornafirði,
fædd og uppalin á bænum Holta-
seli, þar sem hún vann við sveita-
störf á unglingsárunum, en flutti
ung til Reykjavíkur, þar sem hún
kynntist Jóhanni Sigurjónssyni.
Hann er málarameistari frá Pat-
reksfirði og nokkru eftir að þau
felldu hugi saman lá leið þeirra
vestur á Patreksfjörð, þar sem
Álfheiður vann í fyrsta skipti við
umönnunarstörf á sjúkrahúsinu
þar í bæ. Jóhann hefur mikinn
áhuga á tónlist og í einu horninu í
stofunni blasa við gítar, hljómborð
og forláta harmonikka, sem hann
tekur oft í.
Eltu börnin suður í námið
„Ég hef nú unnið við umönn-
unarstörf í um 15 ár í heildina, en
á milli vann ég í fiski, sjoppum og
verslunum,“ segir Álfheiður,
rótgróin verkakona í báða fætur.
„Við fluttum til Reykjavíkur árið
1999, þegar börnin fóru suður í
framhaldsskóla og síðar í háskóla.
Við eltum þau bara, höfðum ekk-
ert að gera ein fyrir vestan án
þeirra.“ Öll þrjú börn þeirra Álf-
heiðar og Jóhanns hafa ákveðið að
ganga menntaveginn. Eldri dótt-
irin stundar nám í lífeindafræði
við Tækniháskólann, sú yngri er
að fara á síðasta ár í hjúkrun við
Háskólann á Akureyri, en son-
urinn, sem er yngstur, á eitt ár
eftir í vélfræði við Borgarholts-
skóla.
En hvernig kom til þess að Álf-
heiður tók við þessu vandmeðfarna
hlutverki? „Það var nú eiginlega
óviljandi sem ég lenti í því,“ segir
Álfheiður, sem hefur aldrei áður
staðið í svona starfi, aldrei rætt
við ráðherra eða fjölmiðla eða
skipulagt fjöldamótmæli og verk-
föll.
„Við byrjuðum á því að athuga
hversu margir vildu skrifa undir
undirskriftalistana en síðan vant-
aði einhvern til að afhenda papp-
írana. Þá var bent á að best væri
að þeir gerðu það sem væru upp-
hafsmenn að þessu, þannig að ég
lenti eiginlega í þessu fyrir til-
viljun. Það hefur ekki komið neitt
alvarlegt upp á í baráttunni, en ég
er ofboðslega feimin innst inni.“
Gríðarleg
viðbrigði
Álfheiður segir það hafa verið
gríðarleg viðbrigði að lenda allt í
einu í miðri hringiðunni. „Það er
búið að vera rosalega mikið að
gera síðan þetta upphófst, hring-
ingar og annað, maður á engan frí-
tíma,“ segir Álfheiður. „Fjölmiðl-
arnir byrja að hringja á morgnana
um sjöleytið til að athuga hvort
einhverjar hreyfingar séu. Síðan
þarf maður að hringja í alla og
halda utan um alla upplýsingagjöf
til samstarfsfólksins, hvað eru
næstu skref og hvað er að gerast
og biðja það um hugmyndir, því
þetta eru hugmyndir allra sem
þarna liggja að baki.“
Hjónin vinna bæði nokkra erf-
iðisvinnu og eiga því ekki mörg
áhugamál sem þau stunda saman,
en þeim finnst gaman að ferðast
heim í sveitina í fríum. „Svo förum
við oft í sund um helgar í Árbæj-
arlauginni, hún er ekki of stór og
mjög notaleg,“ segir Álfheiður.
„Ég er mikið fyrir það að ganga
úti, en Jóhann situr þá oft heima
og leikur á hljóðfærin.“
Launabilið hefur breikkað gríð-
arlega undanfarin ár, að mati Álf-
heiðar, m.a. milli þeirra hjóna,
þótt henni þyki iðnaðarmenn ekki
hafa hækkað mjög í launum. „Ég
Álfheiður Bjarnadóttir lenti óvænt í eldlínunni á Hrafnistu
„Ég er ofboðslega feimin innst inni“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þjóðarsáttinni margfrægu var ein-
ungis ætlað að halda verkamann-
inum niðri, þeim lægst launuðu, á
meðan allir aðrir hækkuðu. Verka-
maðurinn var einn látinn bera
ábyrgð á þjóðarsáttinni,“ segir Álf-
heiður Bjarnadóttir.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is