Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 11
FRÉTTIR
ÞINGMENN stjórnarandstöðunn-
ar kölluðu eftir því á Alþingi í gær
að ríkisstjórnin og þá sérstaklega
heilbrigðisráð-
herra og fjár-
málaráðherra
hlutuðust til um
lausn kjaradeilu
ófaglærðra
starfsmanna á
hjúkrunar- og
dvalarheimilum
landsins. Siv
Friðleifsdóttir
heilbrigðisráð-
herra sagði að hún hefði miklar
áhyggjur af deilunni; hana yrði að
leysa en það væri mjög snúið. Siv
kvaðst myndu fylgjast náið með
framvindu mála.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði m.a. að það hefði
reynst býsna erfitt í gegnum tíðina
að leiðrétta kjör þeirra lægst laun-
uðu. „Því það hefur viljað brenna
við að aðrir aðilar klifri síðan upp
eftir bakinu á þeim. Ef við eigum
að leysa þetta mál þurfum við að
finna nýjar aðferðir, aðrar en þær
sem við höfum haft hingað til.“
Ásta R. Jóhannesdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
hins vegar að það væri til lítils að
lýsa yfir áhyggjum af deilunni og
aðhafast ekkert. Öll umönnunar-
þjónusta myndi lamast yrði ekkert
að gert; að óbreyttu stefndi í upp-
sagnir ófaglærðra starfsmanna á
umræddum stofnunum.
Krafðist skýrra svara
Þuríður Backman, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, hóf umræðuna í upphafi
þingfundar í gær. Hún sagði að
neyðarástand ríkti á hjúkrunar- og
dvalarheimilum hér á landi, sér-
staklega þeim sem rekin væru sem
sjálfseignarstofnanir. Hún beindi
síðan orðum sínum til forsætisráð-
herra, Halldórs Ásgrímssonar, því
heilbrigðisráðherra og fjármála-
ráðherra, sagði hún, köstuðu bolt-
anum á milli sín, fram og til baka.
Hún sagði að fjármagn vantaði
sárlega inn í rekstur dvalar- og
hjúkrunarheimila til að standa
undir viðeigandi þjónustu. „Og því
krefst ég þess að forsætisráðherra
gefi hér skýr svör varðandi þenn-
an málaflokk.“
Halldór varð þó ekki fyrir svör-
um heldur Siv Friðleifsdóttir og
síðar Árni M. Mathiesen. Siv
kvaðst viðurkenna að hún hefði
miklar áhyggjur af umræddri
kjaradeilu, því hún gæti bitnað á
þjónustunni við íbúa hjúkrunar- og
dvalarheimilanna. Siv benti á að
samninganefndir samtaka fyrir-
tækja í heilbrigðisþjónustu, sem
reka hjúkrunarheimilin, og stétt-
arfélagsins Eflingar myndu funda
síðar í gær og að hún myndi fylgj-
ast náið með niðurstöðu þess fund-
ar. Eðlilegt væri að þessar nefndir
funduðu um málið, því þær semdu
um launataxtana. „Ég mun að
sjálfsögðu fylgjast mjög náið með
því sem kemur út úr þeim fundi og
þróun mála í framhaldinu, af því
að ég hef áhyggjur af þeirri þjón-
ustu sem íbúar þessara stofnana
fá. Ég tel að það verði að leysa
þessa deilu en það er mjög snúið
mál. “
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
sagði brýnt að kjaradeilan yrði
leyst af hálfu ríkisstjórnarinnar,
og af hálfu heilbrigðisráðherra og
fjármálaráðherra. Hún sagði að
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, hefði
sagt um helgina að ríkisstjórnin
hefði verið í samfelldu tíu ára
setuverkfalli í málefnum aldraðra.
Ingibjörg Sólrún tók undir þau
orð. Ríkisstjórnin hefði vanrækt
þennan málaflokk.
Gjá sem þarf að brúa
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sem jafn-
framt er stjórnarformaður Hrafn-
istu, sagði að athyglisvert hefði
verið að hlusta á Ingibjörgu Sól-
rúnu vegna þess að R-listinn hefði
ekki byggt nein ný hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða í Reykjavík.
Guðmundur sagði síðar að um-
rædd kjaradeila varðaði fyrst og
fremst starfsfólk sjálfseignarstofn-
ana. Það hefði miklu lægri laun en
þeir sem störfuðu á hjúkrunar-
heimilum sveitarfélaganna. „Þarna
á milli er orðin gjá sem auðvitað
verður að brúa.“
Ásta R. Jóhannesdóttir, Sam-
fylkingu, sagði að á meðan hjúkr-
unar- og öldrunarmál væru í al-
gjöru uppnámi rifust stjórnarliðar
um það hver ætti að taka á málinu.
Það væri vanvirða við umræddar
umönnunarstéttir og þá aldraða
sem þyrftu á þjónustu þeirra að
halda. „Sjálfstæðisframbjóðendur í
borginni lofa öldruðum öllu fögru
en þeir sem ráða hér, flokksbræð-
ur þeirra, gera ekki neitt. Þeir
halda að sér höndum.“
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
að það væri þjóðarnauðsyn að ráð-
herrarnir hristu af sér doðann og
leystu málið og Guðjón A. Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, sagði að þessi staða í
málefnum hjúkrunarheimilanna
ætti ekki að koma á óvart. Minni-
hluti fjárlaganefndar hefði bent á
vanda hjúkrunarheimilanna við
fjárlagagerðina fyrir áramót, en
stjórnarliðar hefðu ekki haft mik-
inn áhuga á að taka á málinu.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, sagði eins og Guð-
jón að löngu hefði verið fyrirsjáan-
legt hvert stefndi í þessum málum,
og Helgi Hjörvar, Samfylkingu,
sagði að hér væri augljóslega á
ferðinni knýjandi úrlausnarefni.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði m.a. undir lok umræð-
unnar að honum hefði fundist
skorta á að þingmenn fögnuðu
fundi samninganefnda samtaka
fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og
Eflingar. „Það hlýtur að vera, al-
veg sama hvernig á það er litið,
fyrsta skrefið, til þess að leysa
þetta mál; að samningsaðilarnir:
vinnuveitandinn og sá sem er laun-
þegi, hittist og fari yfir málin til
þess að leita að lausn,“ sagði ráð-
herra.
Kallað eftir því að ráðherrar beiti sér í deilu ófaglærðra
Ráðherra segist hafa
áhyggjur en snúið
sé að leysa deiluna
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Þuríður Backman
get ekki skilið af hverju allir aðrir
mega hækka, en ekki megi hækka
laun verkafólks án þess að við eig-
um að vera ábyrg fyrir að verð-
bólgan fari af stað, ég get ekki
skilið þá hagfræði. Þetta ástand er
að mínu mati afleiðing siðblindu og
mjög brenglaðs gildismats,“ segir
Álfheiður.
„Allir sem snerta bréf og pen-
inga eru metnir mikils, en þeir
sem hugsa um börn og gamalt fólk
eru einskis virði. Það er alltaf ver-
ið að flytja inn erlent vinnuafl til
að halda laununum niðri í þessum
störfum. Af hverju geta þeir ekki
flutt inn kínverska eða pólska
bankastjóra og verðbréfasala?
Þeir tækju ekki há laun og þá
loksins færum við að spara og
vextirnir okkar myndu jafnvel
lækka.“
Stéttarfélögin
semji um kjör
Lagt hefur verið til að launafólk
geri sína eigin samninga við fyr-
irtæki og standi utan stétt-
arfélaga. Álfheiður segir þetta ein-
ungis til þess að veikja
samstöðumátt stéttarfélaganna.
„Mín kunnátta felst í því að annast
fólk, ekki að semja um laun. Sér-
fræðingar eiga að semja um laun
og kjör, ekki venjulegt vinnandi
fólk,“ segir Álfheiður. „Það segir
sig sjálft að ég myndi aldrei geta
samið eins vel um laun og kjör og
fólk sem hefur sérhæft sig í því.
Þess vegna treystum við stétt-
arfélögunum til þess, en þau verða
að fara að standa sig betur.“
Um þá hugmynd að ekki þurfi
að greiða hærra fyrir umönn-
unarstörf vegna þess að þar séu
aðallega konur að störfum og þær
geti reitt sig á tekjur eiginmanna
sinna, segir Álfheiður það hina
mestu vanvirðingu að ætla fólki að
reiða sig á tekjur annarra. „Það er
algjört virðingarleysi að hugsa
svona,“ segir Álfheiður.
„Fólk á að geta lifað af sínum
launum og það eru konur að vinna
á Hrafnistu sem búa einar og
þurfa að lifa á þessu og það er ein-
faldlega ekki hægt. Stjórn-
málamenn hafa greinilega fjar-
lægst fólkið í þessu landi mikið,
þeir búa í einhverjum öðrum heimi
og í raun verkalýðsforystan líka.
Hugmyndin um Ísland sem
landið þar sem jöfnuður ríkir og
launabilið er hóflegt er greinilega
dauð. Þjóðarsáttinni margfrægu
var einungis ætlað að halda verka-
manninum niðri, þeim lægst laun-
uðu, á meðan allir aðrir hækkuðu.
Verkamaðurinn var einn látinn
bera ábyrgð á þjóðarsáttinni.“
„ÉG ER ánægður með að hafnar séu
viðræður milli stjórnenda þessara
fyrirtækja og starfsmanna. Ég von-
ast bara til þess að þau finni lausn á
þessum málum,“ segir Árni M. Mat-
hiesen, fjármálaráðherra, og vísar
þar til þess að samninganefndir
Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis-
þjónustu og Eflingar hafi komið
saman til óformlegs fundar síðdegis í
gær til að ræða stöðu ófaglærðra á
hjúkrunarheimilum.
Aðspurður vísar fjármálaráðherra
því á bug að ráðamenn og stjórnend-
ur hafi vísað hver á annan í málinu
öllu. „Það er auðvitað rangt sem hef-
ur verið haldið
fram að menn
hafi verið að vísa
hver á annan í
þessu tilfelli. Það
hefur bara hver
sitt hlutverk í
þessu eins og
öðru og það er
hlutverk fyrir-
tækjanna að
semja við sitt starfsfólk. Síðan hafa
þeir sín samskipti við ríkisvaldið,“
segir Árni og tekur fram að ekki sé
hægt að segja neitt um það hver að-
koma ríkisins verði að málinu fyrr en
niðurstaða sé fengin í viðræðum for-
svarsmanna viðkomandi stofnana og
starfsmannanna.
„Hins vegar hafa verið viðræður
milli þessara fyrirtækja og heil-
brigðisráðuneytisins um daggjöldin
og skilgreiningar á þeim. Mér skilst
að það sé ekkert svo langt í land hvað
það varðar og kannski væri hægt að
flýta því til þess að losa um spennu í
þeim málum sem upp kunni að
koma,“ segir Árni. Spurður hvort
hann sjái þar með fyrir sér að dag-
gjöld verði hækkuð segist Árni ekki
vilja fara út í slíkar vangaveltur á
þessu stigi málsins.
Flýta mætti viðræðum
um daggjöld til að
liðka fyrir málinu
Árni M. Mathiesen
SVEINN H. Skúlason, forstjóri
Hrafnistuheimilanna, segir að á
samráðsfundi forsvarsmanna heim-
ilanna, Eflingar og starfsmanna hafi
ekki verið rætt um krónur heldur
hafi fólk hist og brotið ísinn.
„Við höfum ekki viljað taka upp
samninga af því að daggjöldin okkar
eru byggð á forsendum núverandi
samninga. Þess vegna varð ann-
aðhvort ríkið að taka upp samn-
ingana eða við að hafa forsendur til
þess að ætla að við fengjum ein-
hverja peninga. Heimilin eru flest
eða öll í taprekstri og hækkun launa
ofan á daggjöldin myndi bara auka
hallann,“ segir Sveinn. „Við heyrð-
um hvernig andinn blés um helgina
og það virðist vera að skapast póli-
tískur vilji til að leysa málið. Við
ákváðum því að taka upp viðræður í
trausti þess að ríkisvaldið kæmi á
eftir með fjármagn.“
Sveini finnst mikill hraði í málinu
af hendi starfsmannanna.
„Markmiðið í upphafi var að ná
þessum hópi stjórnenda að samn-
ingaborðinu og það hefur nú tekist.
Það tekur tíma að átta sig á hvernig
á að höndla þetta og ég efast um að
við verðum komnir langt á fundinum
á miðvikudaginn,“ segir Sveinn.
Hann segir ekki margar upp-
sagnir hafa borist í tengslum við að-
gerðirnar. „Við höfum þó misst fólk
síðustu vikur sem hefur unnið hjá
okkur lengi og er kjarninn í starf-
seminni. Að sjálfsögðu er það tengt
þessum lágu launum,“ segir hann.
Sveinn segist vita að málið taki
enda og vonandi endi það vel. „Ég
trúi ekki öðru. Ég veit að takmark
þessa fólks er ekki að hætta eða
segja upp. Það er ekki viljinn en það
er sagt núna í hita augnabliksins.“
„Verður að mæta þessu
með einhverjum hætti“
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður og stjórnarformaður Hrafn-
istuheimilanna, tók málið upp á
þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins
í gær.
„Ég veit að staðan er erfið en vona
að þetta mál leysist áður en til óefnis
kemur og ég trúi ekki öðru,“ segir
hann en á þingflokksfundinum var
farið yfir stöðuna og væntanlegur
fundur eftir páska ræddur. „Menn
vonast til að þá verði eitthvað komið
fram sem geti hoggið á þennan hnút
og sjá auðvitað að það verður að
mæta þessu með einhverjum hætti.“
Guðmundur segir liggja ljóst fyrir
að sá daggjaldagrunnur sem gengið
sé út frá sé orðinn illa skakkur og
nauðsyn sé á endurskoðun hans.
„Síðan verður líka að taka upp nú-
tíma vinnubrögð varðandi dag-
gjaldaákvörðunina þannig að hún sé
ekki bara einhliða ákveðin af heil-
brigðis- og fjármálaráðuneytinu
heldur sé það hinn raunverulegi
kostnaður sem sé skoðaður þegar
horft er til daggjaldsins,“ segir
hann.
„Þegar ríkið samdi við Sóltún á
sínum tíma held ég að öllum gömlum
girðingum og hliðum hafi verið hent
og menn horft á þetta raunsætt.“
Guðmundi líst illa á stöðuna komi til
hópuppsagna og segir að fari starfs-
menn út af vinnustöðunum bitni það
á þeim sem síst skyldi; þeim öldruðu.
Kjarnafólk hefur
þegar sagt upp
vegna slakra kjara
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sérhæfðir starfsmenn og félagsliðar á öldrunarheimilum samþykktu
setuverkfall með miklum meirihluta í gær.