Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 21 ERLENT ÚTSALA verslun HÓPUR fólks safnaðist saman í borginni Bloom- ington, í Illinois-ríki í gær til að þrýsta á bandaríska þingið um að ná málamiðlun um umdeilda innflytj- endalöggjöf. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í fyrra tillögu sem ætlað er að gera ólöglegan innflutning fólks til landsins að glæpsamlegu athæfi. Bandarískir fjölmiðlar áætla að á aðra milljón manna hafi komið saman í helstu borgum landsins í gær til að sýna samstöðu með innflytjendum. Þing- mönnum öldungadeildarinnar mistókst fyrir helgi að ná samkomulagi um málamiðlun um breytingar á innflytjendalöggjöfinni. AP Mótmæla innflytjendalögum Lúxemborg. AFP. | Evrópusambandið hefur sett ferðabann á 31 háttsett- an stjórnmála- og embættismann frá Hvíta-Rússlandi, þ.á m. Alex- ander Lúkasjenkó, forseta landsins, en bannið þýðir að þessir einstak- lingar geta ekki ferðast til ríkjanna tuttugu og fimm sem aðild eiga að ESB. Ástæða ferðabannsins er sá dóm- ur vestrænna eftirlitsmanna, þ.m.t. Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), að víðtæk kosninga- svik hefðu einkennt forsetakjörið í landinu nýverið. Lúkasjenkó forseti, sem er 51 árs, hefur verið við völd í Hvíta- Rússlandi frá 1994. Hann var lýstur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru 19. mars sl. og fékk hann hvorki meira né minna en 83% atkvæðanna, samkvæmt opin- berum tölum. Helsti andstæðingur hans, Alexander Mílínkevitsj, fékk 6,1% atkvæðanna. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn ESB í gær sagði hins vegar að sambandið harmaði það að kosningarnar hefðu ekki verið haldn- ar með frjálsum og gagnsæjum hætti. Jafnframt fordæmir ESB það ofbeldi, sem öryggislögreglan í Hvíta-Rússlandi beitti þá sem mótmæltu kosn- ingunum í kjöl- farið. Bannlistinn tekur til Lúkasjenkós forseta sjálfs, nokkurra nánustu aðstoðarmanna hans og svo ráðherra menntamála, upplýsingamála og dómsmála, auk ýmissa annarra embættismanna. ESB hefur hins vegar ekki að þessu sinni gengið svo langt, að frysta eignir Hvíta-Rússlands og ráðamanna þar. ESB setur ferða- bann á Lúkasjenkó Alexander Lúkasjenkó Accra. AFP, AP. | Lögreglan í Ghana sagði í gær að 120 manns hefðu týnt lífi þegar ofhlöðnum mótorbát hvolfdi á Volta-vatni sl. föstudags- kvöld um 150 km norður af höf- uðborginni Accra. Fjörutíu manns komust lífs af. Mótorbáturinn var að ferja far- þega yfir hið mjög svo víðfeðma vatn þegar honum hvolfdi. Var haft eftir talsmanni lögreglunnar, Ak- wasi Anyidoho, að báturinn hefði steytt á einhverju í vatninu. Þá sagði hann ljóst að alltof margir farþegar hefðu verið um borð í bátnum. Algengt er að bátar í þessum hluta Afríku séu ofhlaðnir farþeg- um en m.a. dóu 1.863 þegar ferj- unni MS Joola hvolfdi undan ströndum Senegal 26. september 2002. Aðeins um sextíu lifðu þá af. Um 120 fórust er bát hvolfdi í Ghana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.