Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 23 MINNSTAÐUR AKUREYRI FJÖLDI sjálfstæðismanna var á Akureyri um helgina vegna flokks- ráðs-, formanna- og frambjóðenda- fundar flokksins. Sveitarstjórn- armenn af öllu landinu, þingmenn og ráðherrar komu saman til fundarins, sem og frambjóðendur í sveit- arstjórnakosningunum í vor. Margir notuðu tækifærið og sóttu heim fyr- irtæki og stofnanir á föstudaginn, meðal annars sótti hópur fyrrver- andi nemenda í Menntaskólanum á Akureyri heim sína gömlu mennta- stofnun. Þetta var daginn eftir sigur MA í spurningakeppni framhalds- skólanna, Gettu betur, og því flestir í spariskapinu. Gestirnir ræddu við nemendur og kennara við MA og lík- lega var ekki að undra að nemendur höfðu mestan áhuga á að ræða um fyrirhugaða styttingu náms til stúd- entsprófs. Þeir ræddu einnig virkj- anaframkvæmdir og stóriðju og fengu stutta en greinargóða lýsingu á því frá varaformanni fjár- laganefndar, Einari Oddi Kristjáns- syni, hvernig best væri að haga sér í efnahagsmálum á líðandi stundu. Svaraði Einar Oddur því að beiðni félagsfræðikennarans, Þorláks Ax- els Jónssonar, sem er í framboði fyr- ir Samfylkinguna á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor og vildi því ólmur fá að ræða pólitík við gestina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorlákur Axel Jónsson, kennari og einn frambjóðenda Samfylkingarinnar á Akureyri í vor, hlýðir á svar Einars Odds við spurningu kennarans um efnahagsmál. Einar Oddur varð ekki stúdent frá MA en sat í skólanum um tíma. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í kennslustund Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Alma Oddgeirsdóttir, námsráðgjafi í MA, Halldór Blöndal, Sigríður Anna Þórðardóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Adolf Berndsen, Þóra Ákadóttir og Elín Hallgrímsdóttir. Heimsóttu gamla skólann sinn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norður- lands og fleiri flytja 2. hluta óratórí- unnar Messías eftir G.F. Händel og Skálholtsmessu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, í Glerárkirkju á skír- dag. Flytjendur ásamt hljómsveitinni eru Kammerkór Norðurlands og ein- söngvararnir Marta G. Halldórs- dóttir, sópran, Sigríður Aðalsteins- dóttir, alt, Þorbjörn Rúnarsson, tenór, og Benedikt Ingólfsson, bassi. „Þarna er verið að tefla saman gamalli og nýrri tónlist. En það er svo skemmtilegt að þótt verk Hróðmars sé nýtt er tónlistin eiginlega alveg tímalaus; hún hljómar eins og ný í merkingunni fersk en hljómar líka á vissan hátt sem mjög gömul,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórn- andi hljómsveitarinnar og Kamm- erórsins. Hann tekur skýrt fram að verk Hróðmars sé ekki „óaðgengileg nútímatónlist í versta skilningi þess orðs. Það þarf enginn að kvíða því fyrir að fara á tónleikana vegna þess að þetta sé eitthvað óskiljanlegt! Enda Hróðmar þekktur fyrir að skrifa afskaplega áheyrilega tónlist.“ Skálholtsmessa var samin að til- stuðlan Sumartónleika í Skálholti og frumflutt þar í júlí árið 2000. Messan er í átta köflum, í fjórum þeirra er notaður hinn hefðbundni latneski messutexti, þ.e.a.s. í Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus dei, en í hinum fjórum eru textarnir fengnir úr göml- um íslenskum handritum. Má þar helst nefna Credo sem er tekið úr Hymni scholares eða hinu svokallaða „skólakveri“ sem talið er að hafi verið ritað um 1687. Hér er um að ræða lat- neska þýðingu á trúarjátningarsálmi Lúters „Vér allir trúum á einn Guð“ en menn leiða getum að því að sálm- urinn hafi verið þýddur í Skálholti. Óratórían Messías eftir Georg Friedrich Händel (1685–1759) er það tónverk sem hann er hvað þekktastur fyrir. Allt frá því hún var frumflutt árið 1742 hefur hún skipað veglegan sess tónbókmenntanna. Óratórían er í þremur köflum og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verður fluttur annar kaflinn sem fjallar um erindi Messí- asar til að taka á sig syndir heimsins með þjáningu sinni og dauða. Þessi hluti Messíasar endar á Hallelúja- kórnum, sem er tákn um sigur Guðs. Kammerkór Norðurlands var stofnaður í nóvember 1998. Í honum eru 20 félagar, söngfólk af Norður- landi, allt frá Sauðárkróki til Kópa- skers, með mikla reynslu af kórstarfi. Markmið kórsins er að flytja ver- aldleg og kirkjuleg verk sem veita kórfélögum tækifæri til að takast á við erfiðari verk en þeir syngja venju- lega. Meðal efnis sem kórinn hefur fengist við er kirkjulegt efni, íslensk þjóðlög, enskir madrígalar og íslensk og erlend samtímaverk. Einnig hefur kórinn unnið og komið fram með öðr- um kórum, t.d. þegar Krýning- armessa Mozarts var flutt í Mývatns- sveit og Sálumessa Verdis var flutt á stórtónleikum á Akureyri. Kamm- erkórinn tók einnig þátt ásamt Kór Akureyrarkirkju og Voces Thules í flutningi á Messu op. 36 eftir Widor. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið stjórnandi kórsins frá árinu 2000 og hann stjórnar einnig hljóm- sveitinni að vanda. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á fimmtudaginn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum af Norður- landi en einnig koma hljóðfæraleik- arar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina að þessu sinni. Hróðmar og Händel í Glerárkirkju á skírdag „Tónlist Hróðmars ný en eiginlega alveg tímalaus“ Morgunblaðið/Skapti Guðmundur Óli Gunnarsson stjórn- ar bæði Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og Kammerkór Norðurlands. Í TILEFNI af flutningi Skál- holtsmessunnar verður tón- skáldið Hróðmar Ingi með kynningu á verkinu í dag, þriðjudaginn 11. apríl, kl. 19.30 í Tónlistarskólanum á Akureyri. Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Hróðmar kynnir verkið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.