Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Egilsstaðir | Landeigendur við Lag-
arfljót ætla að höfða mál á hendur
Landsvirkjun til að fá niðurstöðu um
bótarétt varðandi vatnaflutninga frá
Kárahnjúkavirkjun um farveg Lag-
arfljóts og til sjávar.
Sem kunnugt er mun vatn Jökuls-
ár á Dal verða veitt í Hálslón og það-
an um göng í Fljótsdalsheiði niður í
hverfla virkjunarinnar í Valþjófsstað-
arfjalli. Þaðan fer vatnið í farveg Jök-
ulsár í Fljótsdal og loks í Lagarfljót.
Þeir sem eiga land að Lagarfljóti
telja sig jafnframt eiga farveg Fljóts-
ins og þykir hart að Landsvirkjun
skuli vefengja rétt þeirra til bóta fyr-
ir vatnaflutninga um eignarlönd.
Pétur Elísson, formaður Félags
landeigenda við Lagarfljót, segir
helmingsaukningu á vatnsmagni
verða í Lagarfljóti með tilkomu
Kárahnjúkavirkjunar. „Við sjáum
fram á skerðingu á fiskgengd, líklega
einnig á silungsveiði, rask á lífríki
vegna kólnunar við Fljótið og vitum
ekki hvort um rof verður að ræða á
landi,“ sagði Pétur í samtali við
Morgunblaðið í janúar sl.
Skv. lögmanni landeigenda, Krist-
ins Bjarnasonar, mun einn landeig-
andi höfða mál á hendur Landsvirkj-
un í upphafi og niðurstaðan úr því
mun svo ráða framhaldinu.
Reynir á bótarétt vegna vatnaflutninga um Lagarfljót
Í mál við Landsvirkjun
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Þokukennt Lagarfljót Eigendur vilja bætur vegna flutnings Jöklu til sjávar.
SUÐURNES
Reyðarfjörður | Nemendur og
starfsfólk Grunnskóla Reyðar-
fjarðar gerðu sér glaðan dag nýlega.
Alls konar klæðnaður var tekinn
fram og ýmsar þekktar persónur
sáust á ferðinni, m.a. lék Solla stirða
listir sínar. Í 12°C hita og sólskini fór
skrúðgangan um bæinn með tilheyr-
andi tónlist og söng. Áð var í versl-
unarmiðstöðinni Molanum þar sem
var sungið og dansað. Í ár var engin
árshátíð hjá skólanum þar sem Fé-
lagsheimilið hefur verið leigt til bíó-
sýninga og búið að breyta salar-
kynnum í kvikmyndasal.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Stórir og smáir saman Skólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði, Þóroddur
Helgason, lét sig ekki muna um að breytast í indíána í skrúðgöngunni.
Árshátíð
úti á götu
AUSTURLAND
Jökuldalur | Vegagerðin hyggst í
sumar byggja nýjan kafla á þjóðvegi
1 um Arnórsstaðarmúla upp úr Jök-
uldal og inn á Háreksstaðaleið. Til
stendur að flytja vegstæðið norður
og út fyrir Gilsá og hafa heimamenn
af því nokkrar áhyggjur að verið sé
að flytja veginn á mun snjóþyngra
svæði en hann liggur nú um.
Segja þeir árvisst að hlíð sem veg-
inum er ætlað liggja um sé mjög
snjóþung og að fallið hafi snjóspýjur
frá lækjum framan úr hæsta fjallinu í
Skjöldólfsstaðahnjúknum og yfir
væntanlegt vegstæði. Heimamenn
telja að gera þurfi ráð fyrir hærri
vegi og betri skeringum á bak við
hann sem geti tekið við spýjum. Skv.
upplýsingum úr Jökuldal urðu menn
þar nokkuð undrandi þegar í ljós
kom að Vegagerðin hugðist færa
vegstæðið. Er þó talið jákvætt að
hinn væntanlegi vegarkafli verði
mun brattaminni en gera verði ráð
fyrir að talsvert þurfi að moka hinn
nýja veg meira en verið hefur, til að
halda honum opnum að vetrarlagi.
Framkvæmdin er fyrirhuguð í sumar
og reiknað með að setja í hana flýtifé
til að gera veginn akfæran í haust og
fá reynslu á hann áður en malbik er
sett á.
Leiðin hefur yfirburðakosti
„Það er verið að vinna að kynning-
arskýrslu um þetta verkefni þar sem
mismunandi kostir eru bornir saman
og komið inn á snjó og öryggi og
skýrast þá mál frekar“ segir Birgir
Guðmundsson, svæðisstjóri Norð-
austursvæðis Vegagerðarinnar.
„Ugglaust hafa heimamenn rétt fyrir
sér um að þarna geti verið snjóþungt
þó að það hafi ekki verið undanfarin
ár. Leiðin að norðan hefur samt yf-
irburðakosti fram yfir leið sunnan ár,
minni bratti, færri beygjur, styttri og
talsvert ódýrari. Yfirleitt er snjór
ekki til trafala á vegum nú orðið, hon-
um er mokað burtu jafnóðum. Hins
vegar eru veður vandamál. En þótt
komi 10 sinnum á ári þannig veður að
ófært sé norðan ár þá verður gamli
vegurinn vara vegur og ekki má
gleyma því að þá eru eftir 355 dagar
af árinu. Má minnast vegar um Ból-
staðarhlíðarbrekku í þessu sambandi
þar sem heimamenn fóru offari út af
snjóþyngslum sem þeir töldu á þeirri
leið. Sá vegur sparar þjóðinni millj-
ónir á hverju ári og hefur ekki þurft
að nota varaveginn (gamla veginn) í
mörg ár.“
Vangaveltur um
nýtt vegstæði upp
úr Jökuldal
/#M/,
=$/
A>/&%<
,
=$/
#
& '
!""
Sandgerði | Ólafur Þór Ólafsson,
bæjarfulltrúi Sandgerðislistans,
varð efstur í prófkjöri Samfylking-
arinnar í Sandgerði vegna komandi
bæjarstjórnarkosninga. Ólafur Þór
fékk 104 atkvæði í fyrsta sætið.
Alls tóku 223
þátt í prófkjörinu
um helgina sem
er meiri þátttaka
en áður hefur
verið í prófkjöri
vegna sveit-
arstjórnarkosn-
inga í bænum, að
því er fram kem-
ur í fréttatilkynn-
ingu. Í öðru sæti
varð Guðrún Art-
húrsdóttir með 115 atkvæði í fyrst
og annað sætið og í því þriðja varð
Sturla Þórðarson með 125 atkvæði í
þrjú efstu sætin. Niðurstaðan er
bindandi hvað varðar þrjú efstu sæt-
in. Í næstu sætum urðu Sigríður
Jónsdóttir, Þráinn Maríusson og
Júlíus Einarsson.
Samfylkingin hefur ekki áður boð-
ið fram í Sandgerði en við síðustu
kosningar átti flokkurinn aðild að K-
lista óháðra borgara og Samfylking-
arinnar. K-listinn býður fram eins
og undanfarna áratugi og hefur birt
framboðslista. Ólafur Þór var hins
vegar oddviti Sandgerðislistans sem
bauð fram við síðustu kosningar.
Oddviti Sandgerðis-
listans efstur
hjá Samfylkingu
Ólafur Þór
Ólafsson
Stapinn til Fasteignar | Reykja-
nesbær, Ungmennafélag Njarðvík-
ur, Kvenfélag Njarðvíkur og
Skátafélagið Víkverjar hafa sam-
þykkt að breyta eignarhaldsfélagi
Stapans í rekstrarfélag og leggja
sinn eignarhluta að húsi og lóð til
Fasteignar hf. vegna undirbúnings
að tónlistarhúsi og svæði eldri borg-
ara. Verðið er 121 milljón kr. alls.
Keflavík | Mikill meirihluti fulltíða íbúa í Keflavík-
urprestakalli hefur skrifað undir áskorun á netinu
þar sem lýst er yfir stuðningi við séra Sigfús B.
Ingvason og niðurstöðu valnefndar um nýjan sókn-
arprest mótmælt. Síðdegis í gær höfðu um 4.600 af
um 5.500 fulltíða sóknarbörnum skrifað undir
listana. Fulltrúi hópsins hefur ritað biskupi Íslands
og kirkjumálaráðherra bréf þar sem farið er fram á
að tekið verði tillit til vilja sóknarbarna við skipan í
embættið.
Tveir prestar hafa starfað við Keflavíkurkirkju.
Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur, sem lést und-
ir lok síðasta árs, og séra Sigfús Baldvin Ingvason.
Séra Sigfús var einn af tíu umsækjendum um emb-
ætti sóknarprests þegar það var auglýst á dögun-
um. Allir umsækjendur voru kallaðir til viðtals hjá
valnefndinni og voru metnir hæfir. Valnefndin er
skipuð fimm fulltrúum sem sóknarnefnd tilnefnir
og vígslubiskupnum í Skálholti sem stýrði fundi
hennar. Meirihluti nefndarinnar mælti með séra
Skúla S. Ólafssyni sem gegnir embætti sóknar-
prests á Ísafirði í forföllum skipaðs sóknarprests.
Fimm fulltrúar skipuðu meirihlutann en einn
fulltrúi greiddi séra Sigfúsi atkvæði sitt.
Býr yfir styrkleika og þrótti
Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup segist
vera bundinn trúnaði um starf nefndarinnar og geti
ekki tjáð sig um þau mótmæli sem fram hafa komið
við niðurstöðu hennar. Fram kemur í fundargerð
frá valnefndarfundinum 5. apríl sem fékkst hjá
Biskupsstofu að meirihlutinn rökstuddi val sitt á
séra Skúla S. Ólafssyni með því að segja að umsókn
hans og framkoma á valnefndarfundi hafi borið vott
um vöndun sem skaraði fram úr því sem fram hafi
komið hjá öðrum umsækjendum. „Séra Skúli býr
yfir fjölþættri reynslu sem prestur og hefur sýnt
fram á að hann er vel fær um að fóta sig í nýjum að-
stæðum. Röksemdir hans fyrir því hvernig hann
geti uppfyllt kröfur þær sem gerðar eru í auglýs-
ingu virðast sannfærandi. Þar er átt við [...] um víð-
tæka reynslu af kirkjulegu starfi, færni í predikun
og helgiþjónustu, leiðtogahæfileika og samstarfs-
vilja. Valnefndarfólki þessu sýnist að séra Skúli búi
yfir þeim styrkleika og þrótti sem þörf er á til að
leiða starfið í kröfuhörðu prestakalli sem þessu,“
segir meðal annars í rökstuðningi meirihlutans sem
skipaður var Halldór Leví Björnssyni, Önnu Jóns-
dóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Birgi
Guðnasyni og Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi.
Þau lýsa jafnframt þeim einlæga vilja sínum að séra
Sigfús Baldvin gegni áfram embætti prests við
Keflavíkurkirkju.
Gunnar Sveinsson gerði ágreining við valið og
vildi mæla með séra Sigfúsi B. Ingvasyni. Hann
rökstuddi afstöðu sína með því að segja að Sigfús
hafi þjónað sem prestur í Keflavíkurkirkju sl. þrett-
án ár af einstakri trúmennsku og skyldurækni, oft
við mjög erfiðar aðstæður. Hann væri vinsæll með-
al sóknarbarna og ætti mjög létt með mannleg sam-
skipti. Hann væri trúaður og samvinnuþýður og
gott með honum að vinna. Þá getur hann þess að
Sigfús hafi á ferli sínum sinnt meira en helmingi af
þjónustuþörfum í sókninni, að beiðni sóknarbarna.
Niðurstaða valnefndar var afhent biskupi Íslands
sem lýsti því yfir að hann myndi gera tillögu til
kirkjumálaráðherra um að farið yrði að vilja meiri-
hluta valnefndar. Málið er því til ákvörðunar hjá
Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Ráðning Sigfúsar rökrétt framhald
„Við teljum að það hafi verið gengið fram hjá séra
Sigfúsi, að ráðning hans í þetta embætti hefði verið
rökrétt framhald af starfi hans hér. Hann hefur
þjónað hér í þrettán ár og fólk er ánægt með störf
hans. Við erum ósátt við að honum skuli ekki vera
gefið tækifæri til að taka við embætti sóknar-
prests,“ segir Falur Jóhann Harðarson, einn af að-
standendum undirskriftasöfnunarinnar til stuðn-
ings séra Sigfúsi B. Ingvasyni.
Í bréfi hópsins til biskups og kirkjumálaráðherra
er farið fram á það að tekið verði tillit til vilja sókn-
arbarna í Keflavíkursókn og ráðning séra Sigfúsar
staðfest með vísan til rökstuðnings minnihluta val-
nefndar. „Við teljum augljóst að vilji meirihluta val-
nefndar endurspegli alls ekki vilja mikils meirihluta
sóknarbarna eins og undirskriftarlisti sem hefur
verið á netinu í tvo sólarhringa ber með sér,“ segir
meðal annars í bréfinu. Sagt er að séra Sigfús njóti
víðtæks stuðnings í sókninni eftir þrettán ára far-
sælt starf. „Séra Sigfús er mjög alþýðlegur, maður
sátta og hefur verið til taks hvenær sem á þarf að
halda. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í starfi eldri
borgara. Séra Sigfús hefur ásamt konu sinni, Lauf-
eyju Gísladóttur, sinnt barnastarfinu af einstakri
natni svo athygli hefur vakið.“ Bréfinu sem Falur
Harðarson undirritar fyrir hönd stuðningshópsins
lýkur með þeim orðum að hópurinn sætti sig ekki
við að gengið sé fram hjá séra Sigfúsi við ráðningu í
starf sóknarprests.
Síðdegis í gær höfðu liðlega 4.600 ritað nöfn sín
undir stuðningsyfirlýsinguna á netinu. Falur sagði
að eftir væri að fara yfir nöfnin og fella út tvískrán-
ingar og nöfn fólks sem býr utan prestakallsins.
Hann taldi þó að talan væri nokkuð nálægt lagi,
bjóst við að hópur fólks sem hefði skrifað undir
áskorunina á pappír myndi fyllilega vega upp það
sem þyrfti að fella út vegna tvískráningar og ann-
ars.
Sætta sig ekki við að gengið
sé fram hjá séra Sigfúsi
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Barnason