Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 27
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
ERTU BURÐAR-
DÝR FYRIR
UNGLINGINN?
KAUPUM EKKI ÁFENGI
FYRIR FÓLK UNDIR
LÖGALDRI.
Landsmenn hafa væntanlegatekið eftir auglýsingumbankanna að undanförnu
um valkost í fermingargjöfum sem
felst í því að bankinn gefur ferm-
ingarbarninu ákveðna upphæð á
móti ef stofnaður er reikningur í
bankanum þar sem lágmarks-
upphæð er lögð til grundvallar. Mis-
jafnt er hversu há upphæð er lögð á
móti.
Hildur Hörn Daðadóttir á mark-
aðsdeild KB Banka upplýsti að
fermingarbörn sem leggja 30.000
kr. eða meira inn á Framtíðarbók fá
5.000 kr. peningagjöf inn á bókina
frá KB banka. „Bankinn er að selja
gjafakort inn á Framtíðarbók og
fermingarbörn sem ákveða að
leggja aur inná sparnað Framtíð-
arbókar, hvort sem það er með
gjafakortum eða í reiðufé, þrjátíu
þúsund krónur eða meira, fá fimm
þúsund krónur að gjöf frá bank-
anum. Helstu eiginleikar Framtíð-
arbókar er að reikningurinn er
undantekningarlaust bundinn til 18
ára aldurs eiganda,“ sagði Hildur.
Halldór Kristjánsson í þjón-
ustuveri Landsbankans sagði að ef
lögð væri inn upphæð yfir 20.000
kr. í Landsbankanum myndi Lands-
bankinn gefa 5.000 kr. „Þegar
fermingarbarnið, eða einhver sem
vill gefa því 20.000 kr., leggur inn á
svokallaðan framtíðargrunn hjá
okkur, það er reikningur sem er
laus við 18 ára aldur, þá leggur
Landsbankinn 5.000 kr. á móti.“
Halldór benti jafnframt á að nánari
upplýsingar væri að finna á vef
Landsbankans, landsbanki.is.
SPRON, líkt og hinir bankarnir,
er með tilboð vegna ferminganna í
ár. „Öllum stofnuðum Framtíð-
arreikningum með gjafabréfi fylgir
2.000 kr. mótframlag frá SPRON,“
segir Jónína Kristjánsdóttir, for-
stöðumaður einstaklingsviðskipta
hjá SPRON. „Auk þess bjóðum við
fermingarbörnunum sérstakt tilboð
fram til 10. júní nk. Öll ferming-
arbörn sem stofna hjá okkur þessa
framtíðarreikninga, SPRON Fram-
tíð, fá 2.000 kr. mótframlag frá
SPRON, en ef þau leggja inn 30.000
kr. eða meira hækkar mótframlagið
í 5.000 kr. Jafnframt fá þau 10%
vaxtaálag ofan á greidda vexti um
næstu áramót bæði á nýstofnaða
Framtíðarreikninga og netreikn-
inginn okkar, SPRON Vaxtabót.“
Aðspurð segir Jónína að ekki séu
sett takmörk á fjölda gjafabréfa
gefin út á hvert fermingarbarn og
því sé óhjákvæmilegt að ferming-
arbörn geti átt fleiri en einn fram-
tíðarreikning. „Ég veit þó dæmi
þess að ættingjar fermingarbarna
hafi sameinast um eitt gjafabréf
einmitt til að komast hjá þessu,“
segir Jónína að lokum.
Hjá Glitni fengust þau svör hjá
Áka Sveinssyni á markaðsdeild að
miðað sé við að hvert ferming-
arbarn geti fengið mótframlag frá
bankanum fimm sinnum og er það
tengt kennitölu fermingarbarnsins.
Reikningurinn er bundinn til 18 ára
aldurs eiganda og miðað er við að
reikningur sé stofnaður með minnst
5.000 kr. inná.
„Einnig gefum við öllum ferming-
arbörnum 2.500 kr. inneign á Fram-
tíðarreikning, þ.e. þau fá gjafabréf
sent frá okkur,“ segir Áki enn frem-
ur. „Auk þess fá þau aðrar 2.500 kr.
ef þau ákveða að leggja ferming-
arpeningana sína inn á reikninginn,
30.000 kr. eða meira.“
FERMINGAR
Peningagjafir banka mismunandi
Nú er fermingartíma-
bilið í algleymingi og
tilboðin streyma til
landsmanna um ferm-
ingargjafir. Sigrún
Ásmundar skoðaði
tilboðin frá bönkunum
sem bjóða þeim sem
stofna reikning hjá sér
mótframlag að gjöf.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
sia@mbl.is