Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁRSREIKNINGUR Mosfells-
bæjar fyrir árið 2005 hefur verið
lagður fram. Rekstur sveitarfé-
lagsins gekk mjög vel og var um-
talsvert betri en gert
var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun og gildir
þá einu hvort með eru
taldar tekjur af sölu
byggingaréttar eða
ekki. Rekstrartekjur
sveitarfélagsins námu
3.062 mkr. samkvæmt
samanteknum árs-
reikningi fyrir A- og
B-hluta, en þar af
námu rekstrartekjur
A-hluta 2.808 mkr.
Rekstrarniðurstaða A-
hluta var jákvæð um
542 mkr. eða um rúm 19% af
tekjum. Þess ber að geta að í árs-
reikninginn eru færðar tekjur af
sölu byggingarréttar í Krikahverfi
að upphæð 392 mkr. Afkoma af
reglulegri starfsemi var því jákvæð
um 150 mkr. sem er um 90 mkr.
betri afkoma en reiknað var með í
fjárhagsáætlun. Samanlagður
rekstrarafgangur samstæðunnar
frá árinu 2003 um 750 mkr. en þetta
eru þau ár sem núverandi meirihluti
hefur gert fjárhagsáætlanir fyrir.
Þessi upphæð nær langleiðina upp í
að kosta byggingu tveggja hlið-
stæðu grunnskóla.
Skuldir lækka – eiginfjárstaða
orðin góð Skuldir samstæðunnar
(þ.e. A-hlutans og stofnana) lækka
um 40 þús. á hvern íbúa milli ára og
eru nú um 520 þús. og frá árinu
2003 hafa skuldir samstæðunnar
lækkað um 75 þús. á íbúa. Skuldir
A-hlutans eru komnar niður í 448
þús. á íbúa en voru 525 þús. árið
2003. Samfara þessu hefur eig-
infjárstaðan batnað
verulega en eftirlits-
nefnd sveitarfélaga
gerði einmitt verulegar
athugasemdir við
hversu þetta hlutfall
var lágt árið 2002
ásamt því auðvitað að
reksturinn stæði ekki
undir sér. Eiginfjár-
hlutfallið hefur hækk-
að úr 14% á árinu 2003
í tæp 29% árið 2005
eða rúmlega tvöfald-
ast. Hér að neðan má
sjá þróun skulda og
eiginfjárhlutfalls bæjarins und-
anfarin ár.
(Sjá töflur.)
Framtíðin og efndirnar
Í stefnuskrá sjálfstæðismanna
fyrir kosningarnar 2002 segir um
fjármál bæjarins:
við ætlum að lækka hlutfall
rekstrarkostnaðar af skatttekjum
við ætlum að stöðva skuldasöfnun
við ætlum að tryggja ráðdeild í
meðferð fjármuna bæjarins
Ljóst má vera þeim sem lesa árs-
reikning bæjarins fyrir árið 2005 að
tekist hefur að uppfylla öll þessi lof-
orð og rúmlega það. Reksturinn er
blómlegur og skilar verulegum fjár-
munum upp í fjárfestingar og
skuldasöfnun hefur ekki aðeins ver-
ið stöðvuð heldur hafa skuldir verið
lækkaðar mikið. Þetta hefur gerst
með samstilltu átaki meirihlutans,
starfsmanna bæjarins og bæjarbúa.
Það er allt önnur framtíðarsýn sem
blasir nú við bænum og bæjarbúum
en á sama tíma fyrir fjórum árum.
Ef rétt er á málum haldið verða
næstu ár tími uppbyggingar, tími
þar sem við getum farið að upp-
skera vegna faglegrar og ábyrgrar
fjármálastjórnunar á kjör-
tímabilinu. Hlutir, sem með öllu
óhugsandi var að láta sig dreyma
um fyrir fjórum árum miðað við
fjárhagsstöðu sveitarfélagsins þá,
eru nú í augsýn. Hlutir eins og nýir
grunnskólar og leikskólar, áfram-
haldandi uppbygging menningar-
starfsemi, gervigrasvöllur, reiðhöll,
félagsaðstaða við Varmá, glæsileg
almenningssundlaug, 18 holu golf-
völlur og lækkun gjalda svo eitthvað
sé nefnt. En munum jafnframt að
menn eru yfirleitt fljótari að eyða
en afla, þannig að afar brýnt er að
ábyrgð og framsýni verði áfram við-
höfð í fjármálum og rekstri Mos-
fellsbæjar á næsta kjörtímabili.
Jákvæð afkoma Mosfellsbæjar – Skuld-
ir lækka – eiginfjárhlutfall tvöfaldast
Haraldur Sverrisson fjallar um
skuldastöðu Mosfellsbæjar ’Það er allt önnur framtíðarsýn sem blasir
nú við bænum og bæjar-
búum en á sama tíma
fyrir fjórum árum.‘
Haraldur Sverrisson
Höfundur er formaður
bæjarráðs Mosfellsbæjar.
0
5
10
15
20
25
30
%
2002 2003 2004 2005
Á
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs
450
500
550
600
2002 2003 2004 2005
Skuldir á íbúa í þús. kr.
FIMMTUDAGINN
6. apríl, lauk sýningum
í Hagaskóla á söng-
leiknum West Side
Story eða Sögu úr
vesturbænum. Flestir
þekkja verkið, enda
löngu orðið sígilt
meistaraverk í leik-
hús- og tónlistarsög-
unni. Við sem höfum
glímt við Sögu úr vest-
urbænum vitum líka
hversu flókið verkið
er. Tónlistin er falleg
en erfið í söng og leik,
sagan er einföld en
mjög viðkvæm. Að
sýningunni í Haga-
skóla komu ekki færri
en 100 unglingar á
aldrinum 13 til 16 ára.
Já, ég endurtek: 100
unglingar! Þarna voru
40 leikarar, tæplega 30
í hljómsveit, sviðs-
menn, hljóðmenn,
ljósamenn og allir aðr-
ir sem þarf til að koma
leiksýningu á svið.
Sýningar urðu 8, flestar fyrir troð-
fullu húsi.
Það er skemmst frá því að segja
að sýningin var slíkur sigur fyrir alla
aðstandendur að ég gat ekki stillt
mig um að stinga niður penna og
segja ykkur frá því. Allir gerðu sitt
besta. Einbeitingin skein úr andlit-
unum, samhugurinn var einstakur.
Við erum alltof dugleg að leita að því
neikvæða í fari unglinganna okkar
og gleymum að hrósa þegar vel er
gert. Ég hef sjaldan upplifað meiri
sigurtilfinningu en í gærkveldi þeg-
ar síðustu sýningunni
lauk. Unglingarnir voru
algjörlega búnir að
klára síðustu orkudrop-
ana en þau glöddust svo
innilega yfir unnu af-
reki að maður gat ekki
annað en glaðst með.
Sýningin sannaði að
börnin okkar eru að
fást við erfiða og krefj-
andi hluti en þau ráða
fullkomlega við þá. Þau
sýndu listrænt innsæi
og aga og sönnuðu að
það er engu að kvíða í
framtíðinni. Lærdóm-
urinn sem þau taka með
sér úr verkefni eins og
þessu er ótrúlegur.
Hann skyldi ekki van-
meta.
Kæra Sigríður Birna
leikstjóri, Hrólfur tón-
listarstjóri og aðrir
starfsmenn í Haga-
skóla. Þakka ykkur fyr-
ir að leiða þetta verk-
efni. Það mun aldrei
gleymast okkur sem
fengum að njóta. Við leikhópinn,
hljómsveitina og alla hina ung-
lingana sem að verkefninu komu
segi ég: Til hamingju! Þið eruð snill-
ingar! Ég hlakka til að sjá afrek ykk-
ar í framtíðinni.
Skemmtileg saga
úr vesturbænum
Felix Bergsson fjallar um
uppfærslu nemenda Hagaskóla
á Sögu úr vesturbænum
Felix Bergsson
’Við leikhópinn,hljómsveitina og
alla hina ung-
lingana sem að
verkefninu komu
segi ég: Til ham-
ingju! Þið eruð
snillingar! ‘
Höfundur er fulltrúi
í foreldraráði Hagaskóla.
SJÁLFSMYND persónu ein-
staklingsins byggist á mörgum
ólíkum þáttum. Án
þess að hafa gert á
því vísindalega at-
hugun sýnist mér að
stærsti hluti sjálfs-
myndar einstaklings-
ins byggist á eftirfar-
andi:
Persónumótun ein-
staklingsins byggist
að meginstofni á því
sem hann heldur að
aðrir haldi um hann.
Þetta felur í sér þá
kreppu að ein-
staklingurinn veit
aldrei fyrir víst hvað
aðrir halda um hann.
Hann leitar að
ábendingum úr um-
hverfi sínu og til
þeirra sem eru vilj-
ugir að leiðbeina hon-
um um réttu forsend-
urnar. Og það er
þarna sem einstak-
lingurinn er hvað
varnarlausastur. Og
það er þarna sem
markaðurinn er hvað sterkastur.
Snilldin, ef snilld skyldi kalla, felst
í því að markaðsöflin taka svo yfir
persónumótunina að miklu leyti. Í
dag getur einstaklingur keypt all-
an ytri búnað viðkomandi persónu
sem hann vill vera eða telur að al-
menningur haldi að hann sé. Hann
getur meira að segja tekið lán
(bundið framtíðartekjur sínar) til
þess að kaupa persónumuni dags-
ins. Vandamálið er hins vegar að
þar með hefur hann falið mark-
aðnum persónusköpun sína og
markaðurinn breytir sífellt for-
sendunum. Markaðslögmálið segir
að eftirspurn neytenda búi til
framboð framleiðenda. Hins vegar
hefur það fyrir löngu sannast að
lögmálið virkar líka í hina áttina.
Framboð býr til eftirspurn. Þann-
ig eru það ekki endi-
lega þarfir ein-
staklingsins sem stýra
markaðnum, heldur
eru það oftar þarfir
markaðsins sem stýra
einstaklingnum. Á
vegum framleiðenda
starfar svo sér-
staklega þjálfuð lang-
skólagengin stétt
manna til að viðhalda
þessu ástandi, svokall-
að markaðsfólk. Nýjar
forsendur sumar, vet-
ur, vor og haust.
Sjálfsmyndin bygg-
ist á innrætingu
markaðsaflanna á
ófullnægðri leit ein-
staklingsins að óljósu
markmiði. Hvað gerist
svo þegar keyptur
persónuleiki rímar
ekki við sálina, veldur
það hamingju? Í þessu
samhengi má velta
fyrir sér hversu
varnarlaus börn og
unglingar eru.
Ég er ekki að halda því fram að
fullorðin manneskja sé viljalaust
fórnarlamb markaðarins, þvert á
móti, allt eru þetta valkvæðir
kostir. Það merkir að hægt er að
velja um annað. Það sagði einu
sinni við mig góður vinnufélagi að
leiðin að lífshamingjunni lægi í
gegnum hógværðina. Ég held að
hann hafi rétt fyrir sér.
Markaðsleg
persónusköpun?
Geir Hólmarsson fjallar um
sjálfsmynd, persónusköpun
og markaðslögmál
Geir Hólmarsson
’Persónumótuneinstaklingsins
byggist að
meginstofni á
því sem hann
heldur að
aðrir haldi um
sig.‘
Höfundur er nemi og flokksbundinn
Framsóknarmaður.
ALLIR þeir sem gera launakröfur
hafa rétt fyrir sér. Allar launakröfur
eru settar fram í nafni réttlætisins, en
réttlætið setja menn fram með mis-
munandi móti á hverjum tíma. Iðulega
byggist krafan þó á
samanburði við aðra og
hvernig laun annarra
hafa þróast. Í landinu
eru í gildi kjarasamn-
ingar sem verða endur-
skoðaðir í haust miðað
við verðlagsþróun. Ekki
má gleyma því að
grundavallargildi kjara-
samninga er fólgið í
þeirri gagnkvæmu frið-
arskyldu sem þeim
fylgir. Hvorugum samn-
ingsaðilanum leyfist að
brjóta á hinum. Án frið-
arskyldunnar hefðu
kjarasamningar ekkert gildi og væri
þá allt eins hægt að sleppa þeim.
Eins og fyrr segir er það réttlæt-
iskennd fólksins sem býr að baki
kröfugerð þess. Þegar svo ber undir að
einn aðili (í þessu tilviki Reykjavík-
urborg) sker sig úr og semur um mun
hærri laun til ákveðins starfshóps en
aðrir hafa samið um eru viðbrögð
fólksins mjög eðlileg. Þeir sem lægri
laun hafa fyllast réttlátri reiði og gera
kröfu, í nafni sanngirni, um að fá ekki
minni laun. Þetta er staðan í dag gagn-
vart umönnunarstörfum í samfélaginu.
Starfsfólk leggur niður störf og neitar
að hlíta þeirri friðarskyldu sem kjara-
samningar þeirra kveða á um.
Morgunblaðið hefur gerst málsvari
þessa fólks. Blaðið gerir harða hríð að
ríkisstjórninni og stuðningsflokkum
hennar og krefst þess að ,,höggvið
verði á hnútana“. Eða eins og segir í
síðasta Reykjavíkurbréfi, þá á rík-
isstjórnin ekki að ,,skýla sér á bakvið
einhver formlegheit“.
Hvaða hnútar eru þetta sem höggva
þarf á? Hvaða form-
legheit eru þetta sem
ríkisstjórnin skýlir sér á
bak við? Varla getur ver-
ið um annað að ræða en
þá frjálsu kjarasamn-
inga sem sannarlega eru
í gildi og þau fjárlög sem
Alþingi hefur samþykkt.
Hvenær eiga stjórn-
völd að hafa forystu um
að slíta frjálsum kjara-
samningum? Er það
þegar einhver sest niður
í ólöglegu verkfalli? Eða
þegar einhver ,,handhafi
sannleikans“, t.d. ein-
hver fjölmiðill, krefst þess?
Í þessu landi, eins og öðrum, er
fjöldi fólks sem hefur tiltölulega lág
laun, t.d. margir í þjónustustörfum, all-
ur matvælaiðnaðurinn, fólk í landbún-
aði o.s.frv. Er þá ekki réttlætiskrafan
alveg skýr? Ber ekki að hækka laun
þessa fólks líka? Samanburðurinn hef-
ur alltaf knúið fram kröfurnar og auð-
vitað eru þær alltaf ,,réttmætar“. Hver
á þá ekki rétt á að hækka í launum?
Svarið er einfalt: Í nafni réttlætisins
eiga allir rétt á að hækka í launum.
Þannig er þetta og skiptir þá engu
máli hvort dansinn færir mönnum 30%
eða 300% hækkun. Launahækkanir
geta aldrei fært þjóðinni betri kjör
nema aukin verðmætasköpun þjóð-
félagsins standi þar á bak við. Nið-
urstaðan er því alltaf hin sama, að allar
þessar launahækkanir, og kannski um-
fram þær, munu óhjákvæmilega
hverfa í verðbólgubálið. Þeir sem skað-
ast munu mest verða, eins og fyrri
daginn, láglaunafólk og skuldugir að-
ilar. Þetta vita allir en það hryggir mig
að menn láta eins og þeir viti það ekki.
Það er ábyrgðarhluti fyrir virtan
fjölmiðil, eins og Morgunblaðið, að
taka slíka afstöðu. Jafnvel þó að ég viti
vel að blaðinu gengur ekkert annað til
en sú heiðríka hugsun að vilja hjálpa
fátæku fólki. Það er hins vegar gott
hjá Morgunblaðinu að segja: ,,Stjórn-
málamennirnir verða að veita forystu.“
Auðnan ein ræður því hins vegar
hvaða forystu mönnum tekst að veita.
Ég hef lengi reynt að hafa uppi aðvar-
anir því ég veit að við höfum lengi farið
óvarlega í peninga- og launamálum.
Ég er staðráðinn í því að halda þeim
aðvörunum áfram þó að mér sé vel
ljóst að nú þegar kosningaloforðunum
rignir yfir er ekki líklegt að margir vilji
þýðast þær viðvaranir.
Um laun og launasamninga
Einar Oddur Kristjánsson
skrifar um laun ’Það er ábyrgðarhlutifyrir virtan fjölmiðil, eins
og Morgunblaðið, að taka
slíka afstöðu. Jafnvel þó
að ég viti vel að blaðinu
gengur ekkert annað til
en sú heiðríka hugsun að
vilja hjálpa fátæku fólki.‘
Einar Oddur
Kristjánsson
Höfundur er alþingismaður.