Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
V
ið fyrsta innlit í Nor-
ræna húsið á sl.
fimmtudagseft-
irmiðdegi hefði
grunlaus gestur
kannski talið sig vera staddan í
guðfræðitíma þar sem farið væri
yfir boðorðin. Fyrir miðju sal-
arins sat virðulegur maður,
greinilega nokkuð við aldur, og
brýndi fyrir áhugasömum hópi
að ljúga aldrei. Sérann var þó
ekki séra heldur doktor og heitir
Hans Blix og fyrir framan hann
sátu nemendur í alþjóða-
samskiptum við Háskóla Íslands.
Hans Blix var forstöðumaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar frá 1981–1997 og fór síðar
fyrir sérstakri afvopnunarnefnd
sem var sett á laggirnar árið
2000. Hann er maðurinn sem
leitaði ljósum logum að gereyð-
ingarvopnum í Írak í aðdraganda
innrásarinnar. Hann fann þau
ekki.
Auk þess að taka þátt í mál-
stofu með alþjóðasamskiptanem-
um talaði Blix á tveimur fundum
hér á landi og veitti viðtöl í öll-
um helstu fjölmiðlum. Þennan
dag í Norræna húsinu miðlaði
hann af reynslu sinni af samn-
ingaferlum og benti m.a. á að
hversu freistandi sem það geti
verið að ljúga örlítið geti það
alltaf komið manni í koll. Þótt
þetta Viðhorf gæti fjallað alfarið
um samningatækni sem Blix hef-
ur tileinkað sér langar mig frek-
ar að færa mig inn á það eldfima
svið að fjalla aðeins um málefni
Írans og þá með vísan í það sem
Blix sagði á fundum og í við-
tölum hér á landi.
Meginástæðan sem Bandaríkin
gáfu fyrir innrásinni í Írak var
að þar leyndust gereyðing-
arvopn. Nú hefur verið við-
urkennt að þær upplýsingar hafi
verið rangar. Blix benti á að
bandarísk yfirvöld hefðu þó
nefnt fleiri ástæður. Ein var að
koma þyrfti á lýðræði í landinu
enda Saddam Hussein hinn
mesti fantur. Tíminn verður að
leiða í ljós hvort það markmið
náist en fyrir leikmanni hljómar
óneitanlega furðulega að ætla að
koma á lýðræði með stríði.
Bandaríkjamenn vildu líka senda
hryðjuverkamönnum skýr skila-
boð. Fátt bendir til þess að inn-
rásin hafi dregið úr hryðjuverk-
um heldur einmitt hins að hún
hafi ýtt frekar undir þau. Því var
einnig haldið fram að Írak væri
ógn við alþjóðasamfélagið en að
mati Blix var því ekki svo farið
árið 2003. En þá sögðu Banda-
ríkjamenn að Írak gæti seinna
orðið ógn við alþjóðasamfélagið.
Og í hvað átti þá að nota tím-
ann? Bomba?
Hugurinn hvarflar ósjálfrátt
til fyrirlestra um stöðu mála í Ír-
an og Írak sem Bandaríkjamað-
urinn Michael Rubin hélt hér á
landi nýverið. Rubin virtist
reyndar eiga erfitt með að gera
upp við sig hvort hann væri póli-
tíkus eða fræðimaður og um leið
og hann ítrekaði að hann talaði
ekki í nafni bandarískra stjórn-
valda virtist hann tilbúinn að
gera allt til að verja þau. Rubin
sagði Bandaríkin hafa áhyggjur
af Íran vegna þriggja þátta: 1.
Ógnar við frið í Mið-Aust-
urlöndum. 2. Gereyðingarvopna.
3. Hryðjuverka. Furðu líkt rök-
semdunum sem voru notaðar
fyrir árás á Írak?
Þetta er raunar í fullu sam-
ræmi við yfirlýsingar banda-
rískra leiðtoga. Condoleezza Rice
utanríkisráðherra hefur kallað
Íran „seðlabanka hryðjuverk-
anna“ og svo munu sennilega
seint gleymast ummæli George
W. Bush, forsetans þar vestra,
um öxulveldi hins illa. Hvaða til-
gangi þjóna svona ummæli? „Ég
gæti ímyndað mér að Bush hafi
grætt nokkur atkvæði í Wiscons-
in en þetta hefur líklega ekki
skapað góðan farveg fyrir við-
ræður við N-Kóreu eða Íran,“
sagði Hans Blix. Ósjálfrátt
vakna spurningar um hver sé
forgangsröð bandarískra stjórn-
valda. Friður? Atkvæði heima
fyrir? Olía?
Blix ítrekaði mikilvægi þess að
hafa sögulega þekkingu á við-
fangsefninu. Hvaða máli skiptir
hún í Íran? Alla 20. öldina höfðu
Bandaríkjamenn og Bretar mjög
mikil afskipti af innanríkismálum
í Íran (og reyndar Rússar líka í
upphafi aldarinnar). Þessar tvær
stórþjóðir stuðluðu að því að lýð-
ræðislega kjörinn forsætisráð-
herra Írana, Mohammed Mossa-
degh, var hrakinn frá völdum og
við tók hinn vænisjúki Mohamm-
ad Reza Shah Pahlavi. Keisarinn
sá var ekki vinsæll hjá þjóð sinni
enda tók hann upp þráðinn þar
sem faðir hans sleppti honum og
vildi nútímavæða Íran ofan frá, í
góðu samstarfi við Vesturveldin.
Þegar þjóðin fékk endanlega nóg
var gerð bylting og henni rændi
hinn heimsþekkti Ayatollah Kho-
meini sem gerði Íran að ísl-
ömsku lýðveldi árið 1979.
Íranar hafa ekkert sérstaklega
góða reynslu af byltingum, hvort
sem þær koma utan eða innan
frá, og ætli Bandaríkin að veita
„aðstoð“ sína við að kollvarpa
klerkaveldinu þá er ekki líklegt
að það falli í kramið hjá almenn-
ingi.
En eru Íranar ógn við alþjóða-
samfélagið eins og Bandaríkja-
menn halda fram?
Blix segir að þeir gætu þróað
kjarnorkuvopn á næstu fimm ár-
um. Það ætti hins vegar að gefa
alþjóðasamfélaginu ágætis tíma
til að reyna að ná samningum
við Írana og draga úr herskáum
yfirlýsingum forsetans. Og
hvernig á að standa að slíkum
samningaviðræðum?
Blix bendir á að Bandaríkja-
menn hafi ekki talað við Írana
síðan í lok áttunda áratugarins
þegar íranskir námsmenn rudd-
ust inn í sendiráð Bandaríkjanna
í Teheran og héldu 52 mönnum
föngnum í 444 daga. Væri ekki
ágætis hugmynd að byrja að tala
saman?
Yfirlýsingar leiðtoga Banda-
ríkjanna sem vitnað er til hér að
framan eru ekkert voðalega góð-
ur grundvöllur til þess að hefja
viðræður, eða hvað?
Ég veit það ekki, ég er ný-
byrjuð að læra samningatækni
og veit bara að það er ekki snið-
ugt að ljúga …
Bomba eða
spjalla?
Ég veit það ekki, ég er nýbyrjuð að
læra samningatækni og veit bara
að það er ekki sniðugt að ljúga …
halla@mbl.is
VIÐHORF
Halla Gunnarsdóttir
HANN RT (Ert)
vinur minn á bráðum
sextugsafmæli. Hann
segist eiga allt og ekki
megi gefa honum neitt.
Þess vegna ætla ég að
gefa honum geit. Hann
Ert er ekki bóndi og
býr á mölinni svo hann
hefur ekkert með geit
að gera sjálfur, en ég
ætla samt að gefa hon-
um geit, geit skal hann
fá hvað sem hann segir.
Nú er það svo, að geit-
in sem ég ætla að gefa
Ert kostar bara 2.400
kr., svo kannski ég gefi
honum bara tvær, eða
jafnvel fleiri. Æðsta
ósk mín væri sú, að
margir fleiri vinir
Erts, vinar míns, hann
er mjög vinamargur,
gæfu honum líka geit.
Honum er nefnilega
vel trúandi til að fara
að vitja um þær.
Hvaða geitatal skyldi þetta svo
vera? Þannig er, að það hefur verið
áhugamál undirritaðrar í áratugi, að
til væru gjafir, sem þriðja manni/
konu væru gefnar, ekki þeim, sem
gjöfina, að öllu óbreyttu hefði fengið.
Það eru svo geysilega
margir, sem eiga miklu
meira en þeir þurfa,
þegar þeir eru komnir á
miðjan aldur. Oft hefur
maður verulega komist
í hann krappan, við að
finna gjöf handa vini
eða ættingja, sem allt á.
En á hátíðis- og tylli-
dögum langar mann oft
að gleðja fólk. Nú er
málið leyst, fyrir mér
að minnsta kosti, nú gef
ég öllum geit. Og
hvernig skyldi ég nú
fara að? Jú, ég hringi til
HjálparSTARFS (ekki
stofnunar) kirkjunnar
og þau þar taka við
greiðslu fyrir eina eða
fleiri geitur og senda
svo gjafakortið til mín,
eða viðtakanda, eftir því
sem ég vil.
Hvernig kemur svo
geitin inn í þetta? Hún
er í Malaví. Þar er verk-
efni til að hjálpa mun-
aðarlausum börnum til sjálfstæðs lífs
og þau þurfa geitur. Á fulltrúaráðs-
fundi Hjálparstarfsins um daginn
voru okkur sýndar myndir frá heim-
ili fjögurra barna, sem eru í þessu
verkefni. Ég þakkaði Guði mínum
fyrir, að það var dimmt í salnum, því
það sem sýnt var var ótrúlega dap-
urlegt. Ég grét. En eftir á að hyggja,
veit ég ekki alveg fyrir víst, hvort ég
grét af depurð eða gleði, sennilega
hvort tveggja. Það var nefnilega til-
fellið, að það var ótrúlegt að sjá hvað
mikið hafði verið gert og þvílíkt
gagn, sem gert hefur verið! Þarna
voru börn, sem ræktuðu garðinn
sinn, í orðsins fyllstu merkingu og
hugsið ykkur – þau hirtu hverja örðu
af geitataðinu til að nota sem áburð á
bananaplönturnar. Það var sjáan-
legur stærðar- og þroskamunur á
plöntum, sem hafði verið borið á og
hinum. Geiturnar nýtast ekki bara til
að framleiða áburð, heldur líka vit-
anlega er mjólkin nýtt og svo kjötið,
þegar á að yngja upp stofninn. Geit-
ur eru þurftalítil dýr en ákaflega nyt-
samar, já og skemmtilegar líka, sjálf-
stæðar og sjálfbjarga. Það man ég úr
bernsku að norðan.
Ég skora á allan árgang 1946, að
gefa nú hvert öðru geitur í sextugs-
afmælisgjöf og þá sér í lagi ykkur,
sem búið er að bjóða í afmælið hans
Erts, vinar okkar allra. Ég er viss
um að þau hjónin drífa sig til Malaví
til að líta á geitahjörðina sína og litlu
geithirðina, sem gæta og nýta. Ég
hlakka til, að sjá myndir úr þeirri
ferð.
Geit
Þórey Guðmundsdóttir fjallar
um hjálparstarfið í Malaví
’Ég grét. Eneftir á að hyggja
veit ég ekki alveg
fyrir víst hvort
ég grét af depurð
eða gleði, senni-
lega hvort
tveggja.‘
Þórey Guðmundsdóttir
Höfundur situr í fulltrúaráði
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Á ÍSLANDI er mikill fjöldi barna
með annað móðurmál en íslensku. Ár-
ið 2005 var hlutfall innfluttra Íslend-
inga 4,6%. Árið 2003 var hlutfallið
3,5%, í Noregi 4,1% og í Danmörku
4,8%.
Börn af erlendum uppruna standa
höllum fæti í námi, fæst þeirra ljúka
framhaldsnámi hér á landi. Þegar þau
hefja skólagöngu hafa þau að með-
taltali 1.000 orð í 1. bekk á meðan börn
með íslensku að móðurmáli hafa 3.200
orð. Munurinn eykst eftir því sem ár-
um í grunnskóla fjölgar.
Við eigum að læra af reynslu þjóða
sem hafa gengið í gegnum áralanga
þróun í málefnum innflytjenda, til að
koma í veg fyrir þessa neikvæðu þró-
un. Þar kemur fram mikilvægi þess
að kennarar fái í grunnnámi nauð-
synlegan undirbúning til að geta
unnið faglega með nemendum af er-
lendum uppruna. Einnig að í boði sé
gott, samfellt, markvisst námsefni
upp allan grunnskólann, sérstaklega
gert fyrir nemendur með íslensku
sem annað tungumál.
Í grunnnámi Kennaraháskóla Ís-
lands er ekki boðið upp á íslensku
sem annað tungumál og þegar
menntun kennara í faginu er ekki
fyrir hendi verður námskrá enn mik-
ilvægari. Hlutverk hennar er að
stuðla að markvissum, faglegum
kennsluháttum og auðvelda mat á ár-
angri nemenda og kennara.
Í námskrá grunnskóla í íslensku
sem öðru tungumáli er að finna göfug
markmið en ekki eru gefnar leiðir til
að ná þeim. Þó er kveðið á um að ís-
lensku skuli kenna í gegnum náms-
greinar en ekki hvernig sú kennsla á
að fara fram. Áhersla námskrárhöf-
unda á kennslu í gegnum náms-
greinar er tengd þeirri aðferð í
tungumálakennslu sem náð hefur
mikilli útbreiðslu sl. áratugi. Þetta er
svokölluð „top-down“ aðferð eða
„nálgun ofan frá“ (C.B.I.=Content
based instruction) þar sem kennsla
er byggð á inntaki eða innihaldi
texta. Með því að fá fræðslu í ýmsum
námsgreinum öðlast nemandinn
smám saman kunnáttu í tungumál-
inu. Þetta er í andstöðu við gömlu
málfræði-þýðingaraðferðina, sem er
„bottom-up“ aðferð eða „frá grunni“
þar sem nemandinn byggir upp
þekkingu á formgerð tungumálsins
stig af stigi. Áhersla er lögð á mál-
fræði, texti saminn út frá þeim
reglum og undantekningum sem ver-
ið er að kenna hvert sinn.
1. Rýna í innihald texta og tileinka
sér þannig tungumálið smám saman,
innihald textans verður aðalviðfangs-
efnið, engin áhersla á málfræði. 2.
Leggja áherslu á málfræði og orða-
forða, byggja upp sterkan grunn með
fjölbreyttum kennsluaðferðum.
Í námskrá í íslensku sem öðru
tungumáli er gert ráð fyrir fyrri leið-
inni, þar sem tekið er sérstaklega
fram að ekki skuli leggja áherslu á
formgerð íslenskunnar.
Nýjustu kenningar í kennslufræði
erlendra tungumála leggja áherslu á
fjölbreytni í kennsluháttum. Komið
hefur í ljós að gamla málfræði-
þýðingaraðferðin hefur margt til síns
ágætis. Hún hentar afskaplega vel til
að koma röð og reglu á nýtt tungu-
mál, flokka og raða þannig að ekki sé
allt í belg og biðu. Þetta á við þegar
nemendur tileinka sér orðaforða og
málfræði. Markmið kennslunnar hef-
ur líka beinst í þá átt að gera nem-
endur sjálfstæða í námi. Ein aðferð í
þá átt er að gera notkun orðabóka
auðveldari. Ef nemandi með annað
móðurmál en íslensku les texta og
ætlar að leita í orðabók, án þess að
hafa fengið kennslu í málfræði, upp-
götvar hann fljótlega að þar vantar
fjölda orða vegna þess að orð í ís-
lensku breytast oft
töluvert við fallbeyg-
ingar, greini, sagn-
beygingar o.s.frv.
Eins og áður er
nefnt er mikilvægt að
nýta þekkingu og
reynslu annarra þjóða
í kennslu í íslensku
sem öðru tungumáli.
Hins vegar verðum
við að gæta sérstöðu
íslenskunnar, við get-
um ekki kennt ís-
lensku eins og Danir
dönsku eða Englend-
ingar ensku.
Námsgagnavefurinn Katla er við-
leitni til að takast á við verkefnið taf-
arlaust og taka í notkun aðlagað efni
byggt á reynslu annarra þjóða. Það
er tímafrekt að finna upp leiðir og
börnin sem nú eru í skólunum hafa
ekki tíma til að bíða. Það er mik-
ilvægt að stuðla að samhæfðum
vinnubrögðum í kennslu þessara
barna, sameiginlegum leiðum að því
markmiði að þau nái fótfestu í ís-
lensku skólakerfi.
Á vefnum er námsefni og fræðsla
um þá hugmynda- og kennslufræði
sem liggur að baki námsefninu,
markvissu og samfelldu námsefni í
íslensku sem öðru tungumáli. Á vefn-
um nýtist einnig sú þróunarvinna
sem átt hefur sér stað í móttöku-
deildum Háteigs- og Breiðholtsskóla
síðustu ár.
Við höfum notið stuðnings dr.
Anne Vermeer, prófessors við Til-
burgháskóla í Hollandi, og dr. Hetty
Roessingh, prófessors við Calg-
aryháskóla í Kanada, í öflun kennslu-
fræði og styttum okkur því leið með
því að nýta okkur reynslu og þekk-
ingu þeirra sem hafa náð vaxandi ár-
angri á þessu sviði.
Það er okkur sönn ánægja að segja
frá því að móttökuskólarnir Háteigs-
og Breiðholtsskóli hafa í samvinnu
við ReykjavíkurAkademíuna, Kenn-
araháskóla Íslands og Háskólann á
Akureyri blásið til málþings og nám-
skeiða 11.–15. maí nk. þar sem dr.
Anne Vermeer og dr. Hetty Roess-
ingh munu miðla okkur af rann-
sóknum og reynslu sinna þjóða.
Grunnskólabörn með annað
móðurmál en íslensku
Anna Guðrún Júlíusdóttir og
Sigríður Ólafsdóttir fjalla um
íslenskunám fyrir útlendinga
’Á vefnum nýtist einnigsú þróunarvinna sem átt
hefur sér stað í móttöku-
deildum Háteigs- og
Breiðholtsskóla síðustu
ár. ‘
Sigríður
Ólafsdóttir
Höfundar eru í forsvari fyrir mót-
tökudeildir í Breiðholtsskóla og Há-
teigsskóla og höfundar Kötlu sem er
námsgagnavefur í íslensku sem öðru
tungumáli fyrir grunnskóla: http://
www.katla-is.net/
Anna Guðrún
Júlíusdóttir