Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
(Hannes Pétursson.)
Arnar.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Jochumsson.)
Jón Baldvin Pálsson,
Þorsteinn Pálsson,
Hlynur Guðjónsson.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(Matthías Jochumsson.)
Guðjón Heiðar,
Guðrún Björk,
Andrés Jakob,
Emilía Jóhanna,
Friðrik Jónatan.
HINSTA KVEÐJA
✝ Guðfinna Ein-arsdóttir fædd-
ist í Ásgarði 2. febr-
úar 1897 en fluttist á
fyrsta ári að Leys-
ingjastöðum í Dala-
sýslu með foreldrum
sínum. Hún lést á
Landakotsspítala 1.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Einars-
son og Signý Hall-
dórsdóttir, var hún
elst þriggja barna
þeirra. Systkini
Guðfinnu eru: Jón Jóel, f. 1898, d.
1947, Þuríður, f. 1908, d. 1995 og
fósturbróðir Einar Kristjánsson, f.
1917.
Dóttir Guðfinnu og Þorbjarnar
Ólafssonar er Jóhanna Þórunn, f.
1934. Eiginmaður hennar var Páll
Jónsson, f. 1928, d. 2003. Synir
þeirra eru: 1) Páll Már, f. 1965,
kvæntur Þóru Sigríði Ólafsdóttur,
f. 1967, börn þeirra eru Ólafur
Páll, f. 1991, Jóhanna Þórunn, f.
1996, og Einar Páll, f. 2002. 2)
Guðfinnur Þór, f. 1967, börn hans
og Rögnu S. Ragnarsdóttur, f.
1966, eru Sigurlaug Sól, f. 1999,
og Þór Elí, f. 2002. 3) Höskuldur
Einar, f. 1971,
kvæntur Beintu
Eliasen, f. 1971,
börn þeirra eru Al-
fred, f. 1990, Aron, f.
2001, og Liv, f. 2004.
4) Arnar, f. 1977,
sambýliskona Jana
María Guðmunds-
dóttir, f. 1981.
Eftir nám í
Kvennaskólanum á
Blönduósi 1917–
1918 starfaði Guð-
finna við bú foreldra
sinna. Á þessum
tíma tíðkaðist að fara í vetrarvist
til Reykjavíkur og fór hún suður
nokkra vetur. Árið 1944 gerðist
Guðfinna bústýra í Hvítadal í
Saurbæ, Dalasýslu, hjá Sigurði
Sigurðssyni bónda sem þá var
ekkjumaður með tvö börn sín, Sig-
urrós og Kristján. Í Hvítadal bjó
Guðfinna yfir tuttugu ár eða þang-
að til hún fluttist til dóttur sinnar
og tengdasonar í Reykjavík þar
sem hún hefur búið undanfarin
tæp 40 ár. Í vetur var Guðfinna í
hvíldarinnlögn á Landakoti.
Útför Guðfinnu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
„Kallið er komið, komin er nú
stundin,“ segir í sálminum eftir
Valdimar Briem. Þessu kalli höfum
við lengi búist við. Loks kom að því.
Engum þarf að koma á óvart að kall-
ið sé komið þegar 109 ára gömul
kona á í hlut.
Söknuður, eftirsjá og minningar
eru orð sem koma upp í hugann.
Amma hefur alltaf verið til staðar,
eins og klettur í lífi okkar.
Við höfum notið þeirra forréttinda
að hafa hana á heimili okkar, við
bræðurnir í okkar uppvexti og síðar
meir börnin okkar.
Amma bjó á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar í tæp 40 ár. Þau voru
ávallt samstiga í að búa henni gott
heimili, þar sem hugsað var um hana
af mikilli alúð og umhyggju. Það er
aðdáunarvert og átti án efa stóran
þátt í langlífi hennar.
Það eru ekki margir sem hafa lifað
jafn miklar þjóðfélagsbreytingar.
Lífsskeið hennar snertir þrjár aldir.
Mikil saga og þekking hverfur með
henni en alltaf átti hún auðvelt með
að tileinka sér nýjungar. Við munum
eftir henni 100 ára með sjónvarps-
fjarstýringuna að skipta á milli
Eurosport og Discovery.
Amma leit aldrei á sig sem aldraða
konu sem væri ófær til verka. Það
kom glöggt fram þegar við fjölskyld-
an dvöldum í Dalalandi eitt skiptið.
Hafði hún orð á því, að ef við þyrftum
að skreppa í bæjarferð, þá skyldi
hún gæta barnanna, þá átta mánaða
og fimm ára en hún sjálf 100 ára.
Þegar fyrsta barnið okkar fæddist
var haft á orði við okkur, að við
skyldum eyða jólunum með ömmu.
Þá fengi hún að njóta fyrsta lang-
ömmubarnsins, þar sem þetta gætu
verið síðustu jólin hennar. En henn-
ar tími var ekki kominn, heldur átti
hún í raun fimmtán góð ár eftir.
Nú er langri vakt lokið. Eftir sitja
minningar um stórkostlega og
merkilega konu, sem við varðveitum
með okkur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Páll Már, Þóra Sigríður
og fjölskylda.
Elsku amma. Með fáeinum orðum
langar mig til að þakka þér fyrir
samveruna. Þegar ég fæddist varst
þú rétt að verða 84 ára og sú fyrsta
sem leiðbeindir og aðstoðaðir
mömmu með mig. Síðan eru liðin 25
ár og höfum við mæðgur notið heil-
ræða frá þér allar götur síðan. Minn-
ingarnar eru margar og góðar. Við
spiluðum marías tímunum saman en
ekki fyrr en ég hafði klárað heima-
lærdóminn. Við spjölluðum um allt
og ekkert og alltaf var stutt í grínið
og hláturinn til dæmis þegar við
ræddum um stráka. Þú sýndir mér
alltaf mikla góðvild og lést mig vita
hve stolt þú varst af mér. Ég var
varla byrjuð í Kvennó þegar þú
sagðir mér að þú myndir gjarnan
vilja mynd af mér með „hvíta koll-
inn“ sem þú að sjálfsögðu fékkst. Ég
var svo stolt þegar ég fékk að klæð-
ast peysufötunum þínum á peysu-
fatadaginn í Kvennó.
Eftir að ég fór að kenna fyrir um
ári síðan þá töluðum við saman um
starfið og meðal annars vildir þú vita
hvort krakkarnir væru baldnir við
mig.
Já, margs er að minnast enda
varstu alveg stórmerkileg og stór-
glæsileg kona sem mér þótti afar
vænt um. Ég kveð þig eins og við
kvöddumst ávallt: Hafðu það ofsa
gott og sjáumst.
Þín
Gunnur Rós.
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf.
(Matthías Jochumsson.)
Það mun hafa verið 17. maí 1918
sem ég kom sem fósturbarn að Leys-
ingjastöðum í Dölum. Þá vantaði mig
móðurleysingjann nær þrjá mánuði í
fyrsta æviárið. Þá bjuggu þar hjónin
Signý Halldórsdóttir og Einar Ein-
arsson föðurbróðir minn. Þau Leys-
ingjastaðahjón bjuggu með þremur
börnum sínum, Guðfinnu, sem hér er
minnst og náði því að verða elsta
kona landsins. Næstur Guðfinnu að
aldri var Jón Jóel, einu ári yngri,
lengi organleikari við kirkju sveitar-
innar í Hvammi. Yngst var Þuríður,
ellefu árum yngri en Guðfinna.
Þegar ég kom að Leysingjastöð-
um hafði Guðfinna nýlokið námi við
kvennaskóla Húnvetninga á Blöndu-
ósi.
Guðfinna frænka var minn fyrsti
kennari. Hún kenndi mér lestur,
skrift og reikning. Hafi ég einhvern
tíma orðið kristinn maður þá er það
henni að þakka. Hún benti mér á feg-
urstu dæmisögur Jesú Krists í Nýja
testamentinu og sagði mér að lesa
ræður sr. Haraldar Níelssonar.
Fyrstu veturna sem hún dvaldi í
Reykjavík fór hún oft í Fríkirkjuna
til að hlusta á sr. Harald og dásamaði
ræður hans æ síðan.
Dr. Helgi Péturs notaði fyrstur
manna orðið „framlíf“. Nú, þegar
lokið er óvenjulega langri vegferð
hérna megin grafar vil ég óska
frænku minni allrar guðsblessunar á
vegum framlífsins. Hún gaf mér þær
gjafir, sem bestar eru allra gjafa.
Einar Kristjánsson.
Upp úr miðju sumri árið 1944 kom
Guðfinna ásamt dóttur sinni Jó-
hönnu að Hvítadal. Guðfinna þá ráð-
in til að sjá um heimilið hjá föður
mínum. Það varð okkur fóstursystk-
inunum mikil gæfa, að fá svo góða
konu á heimilið. Hún var sérstaklega
barngóð og hændumst við strax að
henni. Sjana móðursystir mín, sagði
mér að eitt sinn hefði eitthvað hlaup-
ið í mig stelpustýrið og hefði ég þá
sagt: „Mér er alveg sama þótt eng-
um þyki vænt um mig, ég veit að
henni Guðfinnu þykir vænt um mig.“
Þetta lýsir þeim tengslum sem strax
urðu. Guðfinna hafði ærinn starfa
innanhúss, ekki var komið rafmagn
til að létta störfin. En hún vann verk-
in af mikilli natni og heilindum, var
einstaklega þrifin og vandvirk. Hún
var hjá okkur vel yfir 20 ár, en fór þá
til Jóhönnu dóttur sinnar og tengda-
sonar. Þegar við Gunnar fórum að
búa í Búðardal, kom Guðfinna lengi
vel til okkar, tók sér jafnan far með
rútunni. Það var alltaf tilhlökkun hjá
börnum okkar að hún kæmi, alltaf
með einhvern glaðning handa mér
og þeim. Hún var þeim sem besta
amma. Dvaldi þá oft góðan tíma og
fór alltaf í heimsókn til Didda og fjöl-
skyldu.
Guðfinna var elskuleg kona, hafði
ákveðnar skoðanir, en var dagfars-
prúð og rólynd. Gamansöm, glettin
og nutum við samvistanna vel í
spjalli, þegar svo bar undir. Oft sett-
um við plötu á fóninn og sungum þá
stundum með, en hún var söngelsk
mjög og sagði eitt sinn við mig: „Þið
eruð söngelska fjölskyldan.“
Guðfinna var heilsuhraust, hélt
andlegu atgervi, upplifði ýmsar
breytingar og mér fannst það lýsa
hennar innri ró að hún tók því sem
sjálfsögðu ferli, var ekki að ergja sig
yfir neinu. Hún átti því láni að fagna
að geta verið í heimahúsi hjá dóttur
sinni og fjölskyldu síðustu áratugina
og naut þar frábærrar umhyggju á
allan hátt. Hún var trúuð og las sína
sálma á kvöldin, meðan hún hafði
sjón til.
Við Gunnar og börnin okkar öll
þökkum samveruna alla, umhyggj-
una, elskulegheitin og óskum henni
blessunar á Guðs vegum.
Innileg samúð til Jóhönnu og fjöl-
skyldu.
Sigurrós Kr. Sigurðardóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Það var á laugardagsnótt að Guð-
finna sofnaði svefninum langa. Það
ríkti friður yfir henni þar sem hún lá
í rúmi sínu á Landakoti með fallega
hvíta hárið bundið í tvær fléttur, eins
og hún var vön. Undanfarna daga
hefur hugurinn reikað að þeim
stundum sem ég átti með Guðfinnu í
Dalalandinu þar sem hún bjó síðustu
ár ævi sinnar. Guðfinna átti sinn stað
í stofunni þar sem hún sat jafnan
með teppi yfir fætur sér, í bláa kjóln-
um sínum með hárið snyrtilega
bundið í tvær fléttur. Göngugrindin
var ekki langt frá og nýttist göngu-
grindin yngstu langömmubörnunum
hennar sem hið prýðilegasta leik-
tæki. Guðfinna átti hug þeirra og
hjörtu og þótti lítið tiltökumál að
sitja hjá þeirri gömlu ef fyrirséð var
að hún yrði ein heima. Á þeim tæpu
þremur árum sem ég bjó í Dalaland-
inu kom það oft í hlut minn og Arn-
ars að hugsa um Guðfinnu þegar Jó-
hanna og Páll brugðu sér í frí. Á
þessum tímum átti ég margar dýr-
mætar stundir sem ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið með
henni Guðfinnu. Mér sérstaklega
minnisstætt þegar spurningakeppni
var í sjónvarpinu og við sátum inni í
stofu og horfðum á keppnina.
Nokkrar spurninganna voru um
sögu Íslands og persónur er ég hafði
einungis lært um í skóla, en Guð-
finna hafði hitt fólkið sem spurt var
um og gat lýst þeim nákvæmlega. Á
þessum tíma áttaði ég mig á því
hversu ótrúlega tíma hún hafði lifað.
Guðfinna var mjög ern og hafði
mikið dálæti á tónlist, enda sofnaði
hún yfirleitt með tónlist á fóninum.
Yfirleitt var það sami diskurinn sem
hún hlustaði á, þrátt fyrir ýmsar til-
raunir til að kynna henni nýja diska.
Björgvin skyldi það vera þar sem
sungnir eru sálmar úr íslenskum
kirkjum. Það var engin undantekn-
ing á því, kvöldið sem hún kvaddi
hljómaði tónlistin í bakgrunninum
og Guðfinna sofnaði vært.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Fríða Björg.
Látin er kær og elskuleg vinkona,
Guðfinna Einarsdóttir.
Ég var svo lánsöm að kynnast
henni og Jóhönnu dóttur hennar fyr-
ir rúmlega sextíu árum og hef ég átt
margar góðar stundir með þeim
mæðgum gegnum tíðina.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Elsku Guðfinna mín, ég þakka þér
samfylgdina og allt sem þú varst
mér. Minning þín lifir.
Elsku Jóhanna, þú varst móður
þinni einstök dóttir. Guð blessi þig
og fjölskyldu þína.
Vera Kristjánsdóttir.
GUÐFINNA
EINARSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞORBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR,
Blikabraut 11,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi sunnudaginn
9. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson,
Jóhanna Arngrímsdóttir, Árni Óskarsson,
Vilhjálmur Sv. Arngrímsson, Guðríður Halldórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær frændi okkar og vinur,
HÖSKULDUR SKAGFJÖRÐ,
dvalarheimilinu Grund,
áður Norðurbrún 1,
Reykjavík,
sem lést aðfaranótt föstudagsins 7. apríl á dvalar-
heimilinu Grund, verður jarðsunginn frá bæna-
húsinu í Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. apríl
kl. 13:00.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Þórður Pálmason og fjölskylda.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN SUMARRÓS JÓNSDÓTTIR,
Sunnuvegi 5,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
föstudaginn 7. apríl.
Kristín Pálsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðsson,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir,
Páll Arnar Sveinbjörnsson, Henny María Frímannsdóttir,
Þröstur Sveinbjörnsson,
Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir,
Sigurrós Lilja Pálsdóttir.