Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 39
MINNINGAR
✝ Guðni G. Sigfús-son fæddist í
Vífilsstaðadal í
Hörðudal í Dala-
sýslu 8. júlí 1932.
Hann lést 3. apríl
síðastliðinn. Móðir
hans var Jóhanna
Jónsdóttir, f. 21.9.
1889. Faðir hans
var Sigfús Einars-
son, f. 18.3. 1893.
Var Guðni yngstur
fjögurra bræðra.
Hinir eru: Friðrik,
f. 9.4. 1923; Jakob,
f. 20.3. 1929; og Sigurður, f. 2.4.
1931.
Guðni kvæntist
Sóleyju Jónasdóttur
sem lést 8.8. 1974.
Þeim varð fjögurra
barna auðið. Þau
eru: María, f. 8.8.
1955; Valur, f. 5.9.
1956; Sigfús, f. 6.8.
1958, og Jóhann, f.
9.8. 1960 og lifa
þrjú þeirra föður
sinn en Jóhann dó
einnig ungur eða 28
ára að aldri.
Útför Guðna
verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Komið er að kveðjustund hjá okk-
ur, kæri tengdó. Ég kom fyrst á heim-
ili ykkar hjóna milli jóla og nýárs 1970
er ég fór að gera hosur mínar grænar
fyrir Maríu dóttur ykkar og frá þeim
degi hef ég borið mikla virðingu fyrir
þér og verið montinn af að segja að
tengdapabbi minn heiti Guðni Sigfús-
son og sé húsasmíðameistari. Ég
minnist allra þeirra ferða sem við fór-
um saman í útilegur bæði innanlands
og utan. Þó minnist ég sérstaklega
ferðarinnar sem við fórum til Þýska-
lands 1992 og keyrðum þar í landi og
víðar. Það var alveg sama hvar við
komum, Heidelberg, Köln eða bara
hvar sem var, alltaf hafðir þú eitthvað
að segja frá og miðla þinni þekkingu
til okkar hinna. Og ekki varstu minna
fróður um Ísland. Þú gast alltaf sagt
frá hvar sem við vorum og sögurnar
voru skemmtilegar. Þú hafðir gaman
af að veiða og fórst í nokkra veiði-
túrana. Það var gaman að vera með
þér í góðra vina hópi. Söngmaður
varst þú mikill og kunnir alla texta
gömlu og góðu laganna og oft kom ég
og spurði þig um ljóðlínu í sumum lög-
um og þú vissir svarið.
En lífið er ekki alltaf dans á rósum.
Þú misstir konuna þína Sóleyju, sem
var yndisleg kona, aðeins 38 ára göm-
ul. Skömmu síðar sérð þú á eftir móð-
ur þinni og síðan föður og bróður þeg-
ar Jói dó. Þá hélt maður að komið
væri nóg. Nei, þú færð hjartaáfall,
stendur það af þér. Svo blæðir inn á
heilann og allir héldu að þú myndir
missa minnið, en nei, ekki var þetta
nóg til að fella þig, það þurfti krabba-
mein til.
Elsku Guðni, guð veri þér mis-
kunnsamur og færi þig til þeirra sem
hurfu á braut á undan þér. Ég er viss
um að þeir taka á móti þér opnum
örmum. Hvíl í friði.
Ingólfur Karl.
Elsku afi minn, að sjá þig á spít-
alanum svona veikan og sárþjáðan,
var hræðilega erfitt. Það er ekkert lít-
ið sem þú og þessi fjölskylda hefur
þurft að ganga í gegnum, áföll og
missir.
Maður finnur það svo innilega á
svona stundum hversu mikilvæg fjöl-
skyldan er manni og hversu sárt það
er að missa einhvern úr hópnum.
Jafnvel þó svo að maður hafi ekki haft
eins mikið samband og maður hefði
viljað.
Þetta er líka óþyrmileg áminning
um það hversu lífið getur verið hverf-
ult.
Það er svo skrítið að þú skulir ekki
vera þarna lengur. Við huggum okkur
við það að þú þjáist þá ekki meir.
Ég vona bara í hjarta mínu að þú
sért hamingjusamur í dag og ég veit
það innst inni að þú ert í góðum fé-
lagsskap og með ömmu hjá
þér … loksins.
Sóley.
Elsku bróðir. Nú þegar þú hefur
kvatt þennan heim er margs að minn-
ast. Minningarnar streyma fram í
hugann. Allar stundirnar frá því að
við vorum börn að alast upp í Árn-
húsum. Þá var nú margt brallað, enda
vorum við fjórir bræðurnir saman.
Allar gönguferðirnar, leikirnir og
klifrið í klettunum. Þá var nú gaman
þegar við vorum öll í vega- og brúar-
vinnunni sumarið áður en við fluttum
til Keflavíkur. Ég minnist allra sam-
verustundanna okkar þar. Þá fórst þú
fljótlega að læra húsasmíði, sem varð
svo ævistarf þitt. Alltaf varstu tilbú-
inn að hjálpa okkur, eftir að við Sigga
fórum að byggja í sveitinni. Hvað þú
varst hjálplegur eftir að við fórum að
byggja litla húsið okkar.
Þá kemur upp í hugann öll ferða-
lögin okkar saman hér heima og er-
lendis. Þú varst einstaklega góður
ferðafélagi og alltaf gaman að fá þig í
heimsókn. Þín verður sárt saknað, en
við vitum að það verður tekið vel á
móti þér og þú færð að hitta aftur ást-
vini þína, Sóleyju og Jóhann. Það
verða góðir endurfundir.
Jakob sendir kveðjur með þakklæti
fyrir öll liðnu árin. Við öll í Stafholtsey
kveðjum þig með þessu ljóði eftir
Guðmund Böðvarsson, innilegar sam-
úðarkveðjur til allra ættingja:
Þó er komið það á daginn
þegar ég hugsa um gamla bæinn,
lotnar þekjur, litla glugga,
ljósið var þó bjartast þar.
Þegar sól á sumri löngu,
sæl og heit af morgungöngu,
kvisti í súð og kroti á þilju
kveðju guðs og sína bar.
Maður er aðeins minningar.
Sigurður.
Núna sit ég hér og hugsa um allar
minningarnar sem ég á um þig, elsku
afi. Margar þeirra eiga sér stað úti í
sveit. Þú elskaðir alltaf að fara út úr
bænum í bíltúra. Svo fórstu oft í heim-
sókn í Stafholstey og í eitt skiptið fékk
ég að fljóta með. Það er ein sú
skemmtilegasta ferð sem að ég fór í
með þér. Þú hafðir sent pabba í sveit
til hans Sigga bróður þíns þegar hann
var lítill. En ég hafði ekki fengið að
fara í sveit. Við gistum bara í eina nótt
en þessi minning á sko sannarlega
sérstakan stað í mínu hjarta. Það var
á þeim tíma sem mig dreymdi um að
verða bóndi. Enda fékk ég margar
hugmyndir um það hvernig við gæt-
um gert stórt býli saman. Oft þegar
að við fórum úr bænum var veiði-
stöngin við höndina. En mínar fyrstu
minningar um þig eru einmitt úr
slíkri ferð. Þar veiddi ég minn fyrsta
fisk, og öll fjölskyldan var þar saman
komin. Svo grilluðum við um kvöldið
og sögur voru sagðar.
Þú hefur þraukað í gegnum erfið
veikindi en alltaf stóðstu upp aftur og
alltaf kynntist maður þér betur. Við
höfum líka unnið mikið saman og það
eru ófáir veggirnir sem við höfum
klætt saman. Ég er þakklátur fyrir
allan þann tíma sem ég fékk með þér,
kæri afi. Ég hefði samt alveg viljað
hafa stundirnar fleiri. Þetta gerðist
bara allt svo fljótt. Um jólin varstu
eldhress og gerðir auðvitað mjög vel
við okkur systkinin. Það gerðirðu
reyndar alltaf. Við fengum til dæmis
alltaf páskaegg frá þér um hverja
páska. Ég veit að við vorum í miklu
uppáhaldi, við barnabörnin.
En núna ertu kominn á góðan stað.
Þar getur þú klárað Alfræðibókina
sem þú sagðir mér frá um daginn og
jafnvel farið með ömmu og skoðað
alla þessa sögufrægu staði sem þú
varst svo hrifinn af. Ég gæti skrifað
mikið meira af minningum um þig
elsku afi en ég veit að við deilum þeim
saman. Að kveðja þig er það erfiðasta
sem ég hef gert en við munum hittast
aftur. Þangað til mun ég hugsa um
þig og þú fylgjast með mér. Ég elska
þig, kæri afi, mjög mikið. Hvíldu í
friði.
Þitt barnabarn,
Halldór Berg Sigfússon.
Í dag kveðjum við elsku afa með
söknuði og tárum.
Við þökkum fyrir allar þær dýr-
mætu stundir sem við áttum saman
og við munum aldrei gleyma. Við
minnumst allra heimsóknanna þinna,
en einni þeirra var alltaf beðið eftir
með sérstakri eftirvæntingu á hverju
ári, það var þegar þú komst um
páskana með fullan poka af páska-
eggjum handa allri fjölskyldunni.
Söknuðurinn er sár en við vitum að þú
ert á góðum stað hjá Guði þar sem
pabbi okkar og amma Sóley taka vel á
móti þér. Efst í huga okkar er þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar. Þær
geymast en gleymast ekki.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Guð geymi þig og verndi, elsku afi
okkar. Hvíl í friði.
Þín barnabörn
Birgir Daði, Agnes og Rebekka.
GUÐNI G.
SIGFÚSSON
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RUT OLLÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 4. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 12. apríl kl. 13:00
Eiríkur Jónsson,
Guðlaug Eiríksdóttir, Elo Gartmann,
Jón Ágúst Eiríksson, Elísabet Magnúsdóttir,
Sigurbjörn Eiríksson, Guðný Elva Kristjánsdóttir,
Helga Eiríksdóttir, Einar Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON
frá Grjótnesi,
sem lést á LSH í Fossvogi föstudaginn 7. apríl
verður jarðsunginn í Áskirkju miðvikudaginn
12. apríl og hefst athöfnin klukkan 15.00.
Jarmíla Hermannsdóttir,
Björn Gunnlaugsson, Eva Guðný Þorvaldsdóttir,
Herdís Sigurveig Gunnlaugsdóttir, Pétur Bjarnason,
Hermann G. Gunnlaugsson, Gunnhildur Þ. Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GESTUR GUÐJÓNSSON,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 8. apríl á St. Jósefsspítala.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórunn F. Benjamínsdóttir,
Guðjón A. Gestsson,
K. Erla Gestsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson,
Guðmundur I. Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGÞRÚÐUR JÓRUNN TÓMASDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu að Hrafnistu í Hafnarfirði
sunnudaginn 9. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Ibsen.
Konan mín,
MAGNEA ÞORKELSDÓTTIR,
er látin.
Sigurbjörn Einarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HREGGVIÐUR HERMANNSSON
læknir,
Nónvörðu 14,
Keflavík,
andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi
í Fossvogi laugardaginn 8. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lilja Jóhannsdóttir,
Margrét Hreggviðsdóttir, Bjarni Guðjónsson,
Hermann Torfi Hreggviðsson, Ágústa Hildur Gizurardóttir,
Elín Kristín Hreggviðsdóttir, Júlíus Sigurðsson,
Guðmundur Páll Hreggviðsson, Sólveig Silfá Karlsdóttir,
Björn Blöndal,
Gísli Blöndal, Sólveig Leifsdóttir,
James William Sandridge,
Jóhann Dalberg, Kristín Ruth Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
SIGURBJÖRN BJÖRNSSON,
Hrísum,
Flókadal,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 30. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þórdís Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir.
Faðir okkar og bróðir,
JÓHANN PÉTURSSON
fv. vitavörður á Hornbjargsvita,
er látinn.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
12. apríl kl. 15:00.
Magnús Brimar, Gréta Mörk,
Guðrún S. Pétursdóttir,
Ásgerður Á. Pétursdóttir,
Lára Karen Pétursdóttir.