Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 41
MINNINGAR
Elsku Gópi.
Við sitjum hérna tvö
systkinin og minning-
arnar streyma að okk-
ur. Stundum getur líf-
ið verið svo ósanngjart og kalt. Þú
varst 26 ára gamall og með allt lífið
fram undan. Alltaf svo hress og
skemmtilegur og lífsglaður með ein-
dæmum. Minningarnar um þig,
elsku Gópi, eiga eftir að lifa með okk-
ur að eilífu. Alltaf svo einlægur þeg-
ar við hittum þig og hlýr, og þó svo
að árin hafi liðið og aldurinn færst
yfir okkur þá samt varstu alltaf í
góðu sambandi við okkur. Eins og
þegar Salóme varð tvítug og hélt upp
á afmælið sitt, þá léstu þig sko ekki
vanta. O hvað var gaman að fá þig.
Þú kvaddir alltaf þegar þú varst að
leggja land undir fót. Eins og þegar
þú varst að byrja að vinna við Kára-
hnjúka þá hringdir þú kvöldið áður í
Óla Dóra og bauðst honum út að
borða. Því miður var ekkert úr þeirri
ferð út að borða, en símtalið er
ógleymanlegt og algerlega lýsandi
fyrir þig. Þú varst alltaf frábær stóri
frændi og passaðir upp á yngri
frændsystkini þín. Eins og þegar Óli
Dóri bjó hjá ykkur, þegar hann flutti
fyrst til Reykjavíkur, þá taldir þú
það ekki eftir þér að sýna honum bæ-
inn og bjóða hann velkominn. Þú
varst smekkmaður með eindæmum,
alltaf svo flottur og vel til fara. Stór,
stæðilegur og myndalegur.
Elsku Gópi, vonandi tók afi Þór-
arinn á móti þér þarna hinum megin.
Hvíldu í friði, elsku frændi. Þín verð-
ur sárt saknað.
Elsku Giita og Þórgunna, megi
guð vera með ykkur á þessu erfiðu
stundum.
Þín frændsystkini
Ólafur Halldór og Salóme.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Þessa fallegu íslensku bæn geri ég
að bæn minni til þín, elsku Gópi
minn.
Þegar ungir menn, í blóma lífsins,
verða bráðkvaddir úr þessum heimi,
þá duga engin orð.
Þá er ekkert hægt að skilja. Það
myndast eitthvað óskiljanlegt tóm,
eitthvað sem ekkert fær bætt.
Það er einmitt á slíkum stundum
sem kærleiksboðskapur Páls postula
verður að veruleika í lífi okkar, því
þegar allt kemur til alls, þá erum við
ekki neitt án kærleikans.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(I.Kor. 13:7-8.)
Nú, þegar vinkona mín Þórgunna
á um sárt að binda, kemur fyrst upp í
huga minn kærleikur.
Kærleikur hennar sem hún með
lífi sínu og starfi hefur miðlað óspart
til okkar hinna.
Það er eins og henni sé eiginlegt
að sýna öllum kærleika og hlýju.
Hún dregur það besta fram í fari
þeirra sem hún umgengst. Þessi eig-
inleiki, ásamt sterkri skapgerð og
persónuleika var einmitt sú blanda
sem hann Gopi okkar þurfti til að
blómstra og þroskast eðlilega.
Hann þarfnaðist nefnilega hvoru
tveggja í ríkum mæli, kærleika og
festu. Því hann var ástíðufullur og
oft hvatvís en að sama skapi glaðvær
og afar kærleiksríkur. Hann hafði
EILÍFUR GÓPI
HAMMOND
✝ Eilífur GópiHammond
fæddist í Dublin á
Írlandi 23. desem-
ber 1979. Hann lést
af slysförum 27.
mars síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 4. apríl.
náð miklum persónu-
legum þroska þótt
ungur væri.
Gildi hans í lífinu
voru hrein og bein og
hann vildi hafa skýrar
línur.
Það var alveg unun
að sjá hvað hann elsk-
aði hana Þórgunni
móður sína mikið og
hve kærleiksrík þeirra
samskipti voru. Hann
hafði yndi af að stríða
mömmu sinni og þau
voru oft að gantast og
stríða hvort öðru á glettnislegan
hátt. Þau áttu svo góðar stundir
saman þar sem mikið var hlegið af
innilegri gleði.
Hann Gópi minn var stórhuga í
öllu sem hann gerði. Hann var afar
næmur andlega, hreinn og beinn í
allri framkomu. Hann var glæsilegur
ungur maður sem gætti vel að and-
legri sem og líkamlegri heilsu sinni
enda neytti hann hvorki áfengis né
tóbaks.
Það sem mér fannst allra fallegast
í fari hans var glaðværðin og kær-
leikurinn til móður sinnar.
Ég mun aldrei geta skilið af
hverju þú varst kvaddur burt á feg-
ursta skeiði lífs þíns. Ég get ekki
kvatt þig og ætla mér ekki að gera
það – ég ætla að hafa þig áfram og
alltaf í hjartanu – það er það eina
sem ég get gert.
Þórgunna, elskulega vinkona mín,
Declan og elsku Giita mín, megi frið-
ur Guðs, sem er æðri öllum skilningi,
vernda ykkur og blessa um ókomna
tíð.
Elsku Gópi minn, ég bið þér bless-
unar og bið þess að heilagur friður
og kærleikur umvefji þig og alla þá
sem elska þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elínborg.
Kæri vinur,
Við kveðjum þig með söknuði og
góðum minningum. Við munum
minnast einlægni þinnar og hress-
leika. Við sendum fjölskyldu og vin-
um samúðarkveðjur.
Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Þínar vinkonur úr Hagaskóla:
Ásta, Björg, Freyja, Ingibjörg
D., Ingibjörg F., Jenna, Matt-
hildur, Rebekka, Vala, Vanda
og Þuríður.
Eilífur: Hér sit ég harmi slegin og
tárin streyma niður kinnar linnu-
laust, samt er eins og innst inni vilji
ég ekki trúa því að þú, Eilífur minn,
og þín fallega bjarta sál sé ekki leng-
ur á meðal okkar, að ég fái ekki litið
aftur þitt breiða bros og tekið undir
með þínum skemmtilega kitlandi
hlátri. Í alltof stuttan tíma varstu
hluti af fjölskyldu minni, unnusti
systur minnar, elskulegur mágur
minn og fjörugur frændi drengjanna
minna. Að rækta líkama og sál var
þín ástríða, það leiddi þig og Maríu
upphaflega saman, ungur rauðhærð-
ur eldhugi og aðeins eldri ljóshærð
heilsudís, funduð ykkur saman í
mexíkóskum heilsurétt „ala Eilsi“,
það heilsusalsa teygði sig fram á
þriðja ár.
Vikurnar tvær sem ég eyddi með
þér og Maríu í Taílandi eru mér nú
dýrmætur fjársjóður, þá sátum við
morgunhanarnir, þú og ég, og spjöll-
uðum um heim og geim yfir ólíkum
morgunmat, þú gúffandi í þig
þriggja rétta próteinríka máltíð
„massarans“ meðan ég saup bragð-
laust grænmetissoð „fastarans“. Það
var þarna sem við kynntumst og það
gerðist svo áreynslulaust og eðlilega,
enda er það þitt aðalsmerki, að
smeygja þér inn fyrir skelina sem
hylur okkur flest og setjast að ein-
hvers staðar við hjartaræturnar og
þar situr þú enn við mínar hjartans
rætur. Eftir Taíland var það viðtekin
venja þín að faðma mig þétt og inni-
lega þegar við sáumst, svolítið eins
og ég ætti stóran bróður.
Elsku Eilífur, jákvæðni þín, bjart-
sýni og eldmóður í því sem þú tókst
þér fyrir hendur munu lifa í huga
mínum ævilangt og vera mér fyrir-
mynd. Ég veit að þú gengur í nýju
verkefnin þín með uppbrettar erm-
ar.
Litlir snáðar sofa vært í risastór-
um 50 cent bolum frá Eilsa frænda.
Mínar dýpstu hjartans samúðar-
kveðjur til foreldra þinna, systur,
minnar, eigin systur og annarra að-
standenda, megi Guð veita þeim
styrk til að halda áfram án þín, minn
kæri.
Þín er sárt saknað.
Þín vinkona,
Rakel.
Mig langar að minnast með fáum
orðum Eilífs Hammond eða Gópa,
eins og hann var alltaf kallaður. Ég
kynntist Gópa 1985 í Kaupmanna-
höfn þar sem hann bjó ásamt for-
eldrum og tvíburasystur og ég varð
þess aðnjótandi að vera heimagang-
ur á heimili þeirra þegar ég var ein
og ógift í námi. Það var jafnt á með
þeim hjónum komið í Danmörku,
bæði útlendingar, hún íslensk, hann
Íri – og bæði rauðhærð, hress og
skapmikil. Drengurinn, þá 5 eða 6
ára, var sérstakur í útliti með þykkt
dökkrautt hár, grallaralegt bros og
freknur en systir hans ljóshærð og
fíngerð. Þau voru dálítið eins og af
öðrum heimi og hafa alltaf skipað
sérstakan sess í mínum huga og það
ekki einungis vegna þess að þau
væru börn bestu vinkonu minnar. Sú
umgjörð sem hann fékk spillti heldur
ekki fyrir, hann gekk í Rudolf Stein-
er leikskóla og skóla, nokkuð sem ég
apaði seinna eftir vinkonu minni.
Gópi fékkst einu sinni á unglings-
aldri til að passa syni mína þrjá, sem
þá voru ungir, í Sörlaskjólinu. Hann
kom heim galvaskur og að sögn eld-
aði hann kvöldmat með tilþrifum,
pasta með kakkalakkasósu. Eldhús-
áhöld og matvörur lifnuðu við í hans
meðförum. Strákunum fannst hann
æðislegur, það var hann einmitt,
hugmyndaríkur og barngóður.
Gópi vann síðustu árin við hellu-
lagnir sem auðvitað lék í höndum
hans. Þessi dugnaðarforkur sló til í
febrúar sl. að fara austur til að grafa
eftir gulli í göngum Kárahnjúka-
virkjunar. Vildi eiga upp í íbúðar-
kaup en hafði síðan ýmsar ráðagerð-
ir á prjónunum fyrir framtíðina.
En líf Gópa endaði við grjótiðjuna
og við sitjum eftir með þunga sorg
og söknuð eftir þessum glaðbeitta og
myndarlega manni sem átti allt lífið
og tækifærin fram undan. Ég votta
Þórgunnu, og allri fjölskyldu og vin-
um Eilífs Gópa Hammond mína
dýpstu samúð.
Ásdís.
Leiðir okkar Þórgunnu, móður Ei-
lífs, lágu saman fyrir alllöngu. Þegar
ég hitti hana fyrst fannst mér ég allt-
af hafa þekkt þessa fallegu, geislandi
konu. Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og lífið boðið okkur upp á
gleði og áföll, eins og gengur. Vin-
skapur okkar hefur þó lifað, verið
sterkur og gefandi og alltaf þegar á
reyndi veitt styrk og stuðning.
Þórgunna var nokkrum árum fyrri
til að stofna fjölskyldu. Hún giftist
Declan Hammond og eignuðust þau
börnin sín tvö, Eileen og Eilíf, 1979.
Þau fæddust á Írlandi löngu fyrir
tímann, svo löngu að þeim var ekki
hugað líf. Reyndar hafa hinir írsku
læknar sem önnuðust þau og aðrir
sem til þekktu líkt því við kraftaverk
að þau skyldu lifa og verða heilbrigð-
ir einstaklingar. Almættið ætlaði
þeim þó annað en að kveðja þá, þau
döfnuðu bæði vel og þroskuðust,
urðu að yndislegum manneskjum.
Fyrstu árin bjó fjölskyldan á Írlandi,
flutti svo og bjó um tíma í Danmörku
en flutti heim kringum 1990.
Gópi eins og hann var alltaf kall-
aður meðal vinanna var frá fyrstu tíð
afar kraftmikill, glaður og einstak-
lega gjafmildur. Hann var áberandi
strákur með sitt rauða hár, breiða
bros og stóra faðm. Nærvera hans
var sterk, skoðanir ákveðnar, hug-
myndir stórar og kjarkurinn mikill.
Hann átti sína stóru drauma og ætl-
aði sér mikið í lífinu. Stundum of
mikið fannst manni en hugurinn var
mikill og óttinn lítill. Þegar ég rifja
upp líf hans finnst mér hann hafa náð
að upplifa ótrúlega mikið þótt ævin
varaði stutt. Hann bjó við mikið og
gott atlæti, og samband þeirra Þór-
gunnu móður hans var í alla staði
einstakt, innilegt og náið. Það var
ekki laust við að maður sæi sömu
lífsgleðina og glettnina hjá þeim báð-
um.
Það reiðarslag, að ungum, efnileg-
um manni einsog Gópa sé kippt burt
á svipstundu eins og nú hefur gerst
hlýtur að skaka tilveru manns. Eng-
in leið er að skilja tilgang almætt-
isins með slíkum atburði. Það eina
sem við getum gert er að kveðja
Gópa okkar í auðmýkt og þakka fyrir
þann tíma sem við höfðum hann hér.
Hann lýsti upp umhverfi sitt með
brosi sínu og glettni, tók á móti öllum
með opinn faðm. Þannig mun ég
minnast hans.
Ég vildi óska að ég ætti einhver
orð sem hugguðu og styrktu þá sem
syrgja Gópa en engin orð duga til.
Kærleikur til hans og sú trú að
ferð hans haldi áfram er þó sú hugg-
un sem við höfum.
Elsku vinkona mín, Þórgunna,
Guð gefi þér styrk. Declan, Giitu og
öðrum aðstandendum og vinum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guð veri með ykkur öllum.
Margrét Stefánsdóttir.
Elsku Gópi, í dag kveð ég þig.
Það er mjög óraunverulegt fyrir
mér að þú sért farinn. Ég talaði við
þig fyrir nokkrum dögum. Þú varst
spenntur að koma heim, eftir langa
veru upp á fjöllum, í góðan mat
heima.
Leiðir okkar lágu saman í Haga-
skóla, urðum við strax bestu vinir og
vorum alltaf saman.
Með þroska og í gegnum árin varð
vinskapurinn bara betri. Þú varst
svo góður, tryggur, traustur og ein-
stakur vinur. Þú lagðir mikið upp úr
því að vera alltaf vel til fara og vildir
hafa hlutina í kringum þig vandaða.
Þú varst örlátasti maður sem ég hef
kynnst og alltaf reiðubúinn að hjálpa
öðrum ef þess þurfti. Þú varst mjög
duglegur til vinnu og gerðir hlutina
vel og vandlega.
Þú hefur gefið mér svo mörg góð
ráð í gegnum tíðina, elsku vinur. Ég
gat alltaf verið viss um það að hitta á
þig í góðu skapi. Þú varst léttur í
lund og hafðir skemmtilegan svartan
húmor. Það var alltaf stutt í hlátur-
inn hjá þér og þú varst svo lífsglaður
einstaklingur.
Elsku Þórgunnur, Gíta, Declan,
María og fjölskylda, ég sendi ykkur
mína innilegustu samúðarkveðju.
Elsku Gópi minn, ég mun sakna
þín mjög mikið. Ég tala til þín á
hverjum degi og mun ég halda minn-
ingunni um þig á lofti. Ég mun segja
dætrum mínum frá þér og hversu
góður vinur þú varst pabba þeirra.
Þinn vinur að eilífu
Davíð.
Ég kynntist Eilífi fyrir rúmlega
tveimur árum. Þegar við hittumst
fyrst greip hann þéttingsfast í hönd-
ina á mér og kynnti sig, glaðlegt
brosið hans náði líklega allan hring-
inn.
Næstu vikur og mánuði hitti ég
Eilíf oft og alltaf brosti hann út að
eyrum. Einlægt bros sem smitaði út
frá sér. Hjálplegri og lífsglaðari ein-
staklingar eru vandfundnir.
Það hryggir mig óendanlega mikið
að þurfa að kveðja Eilíf. Ég veit þó
að hann hefur ekki yfirgefið okkur
alveg. Hann heldur verndarhendi yf-
ir ástvinum sínum, á sama tíma og
hann hefur verið kallaður til annarra
starfa á öðrum vettvangi. Hans verð-
ur sárt saknað, en minningin um
hann og yljandi brosið hans á eftir að
orna okkur, sem eftir situm.
Guð geymi og varðveiti fjölskyldu
Eilífs og ástina hans.
Ómar R. Valdimarsson.
Nú ertu farinn, minn besti vinur.
Þegar ég hugsa til þín sé ég þig
fyrir mér brosandi af lífi og sál.
Þú varst mikill vinur vina þinna,
hlýr, gjafmildur og einlægur. Með
þér á ég margar mínar bestu og mik-
ilvægustu minningar. Þau fjórtán ár
sem ég hef þekkt þig eru mér ómet-
anleg og ég þakka þér fyrir allar
stundirnar. Ég veit að þú ert á góð-
um stað og fylgist með okkur, þú
verður alltaf í mínu hjarta.
Hver getur siglt, þó að blási ei byr,
bát sínum róið án ára?
Hver getur kvatt sinn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára?
Ég get siglt, þó að blási ei byr,
bát mínum róið án ára.
En ekki kvatt minn kærasta vin,
kvatt hann án sárustu tára.
(Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.)
Með þessum orðum kveð ég þig,
Gópi minn.
Þinn vinur,
Pétur.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem í orði og verki
sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og út-
för móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR,
Lyngmóum 14,
Garðabæ.
Bjarni Gunnarsson, Dagbjört Gunnarsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Ólafur Ingi Jóhannsson,
Gunnar Vagn Gunnarsson, Berglind Hrönn Hallgrímsdóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Ármannsson,
Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Gunnar Þór Bergsson,
Aðalheiður Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
María Helga Gunnarsdóttir,
Róbert Orri Gunnarsson
og barnabarnabörn.