Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 43
MINNINGAR
okkur öll saman úr grunnskóla en
það bættist vel í safnið þegar við
hófum skólagöngu okkar í MK.
Minningar úr MK eru ótalmargar
og auðvitað er það félagslífið sem
stendur þá upp úr. Alltaf vorum við
mætt á böllin og skemmtum við
okkur alltaf vel saman. Þú varst svo
mikil félagsvera, fannst gaman að
vera í góðra vina hópi og ekki spillti
fyrir ef það var gítarspil og söngur.
Sumarið fyrir þriðja árið í
menntó kynntist þú Sirrý þinni.
Það ljómaði af þér, þú varst svo
ástfanginn. Þú talaðir alltaf svo vel
um hana, hún var þér allt. Þið vor-
uð búin að plana það að þið ætluðuð
alltaf að vera saman. Það kom fyrir
að þú komst til okkar stelpnanna
alveg ráðalaus þegar þú vissir ekki
hvað þú ættir að gefa Sirrý í jóla-
gjöf eða afmælisgjöf. Þá komum við
með góð ráð handa góðum vini.
Útskriftarferðin sumarið fyrir
fjórða ár stendur upp úr. Við plön-
uðum hana og ákveðið var að halda
til Krítar í tvær vikur. Það voru
sannarlega skemmtilegar tvær vik-
ur, en þú saknaðir Sirrýjar þinnar
mikið. Talaðir mikið um það hvað
þig langaði að knúsa hana og kyssa.
Við getum haldið áfram enda-
laust að rifja upp, en hér látum við
staðar numið
Þú varst yndislegur í alla staði,
það eru forréttindi að hafa kynnst
þér og átt þig að sem vin.
Við vitum það að englar guðs
taka vel á móti þér og leiða þig inn
í ríki þar sem þér líður vel.
Við viljum votta fjölskyldu Pét-
urs, Sirrý og vinum okkar dýpstu
samúð. Megi guð vera með ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Elsku Pétur, þín stjarna skín
skært. Hvíl í friði, kæri vinur.
Þínar vinkonur
Linda, Eva, Fanney, Sunna,
Inga, Arna og Unnur.
Pétur Benediktsson var aðeins
tæplega 22 ára gamall en var þegar
orðinn áberandi í uppbyggingu
knattspyrnunnar í Kópavogi. Bæði
sem þjálfari yngri flokka og sem
mikilvægur hlekkur í meistara-
flokksstarfi Breiðabliks. Sjálfur var
hann fyrirliði í sigursælum árgangi
upp alla flokka Breiðabliks, og naut
virðingar og vinsælda langt út fyrir
raðir félagsins. Hann var heil-
steyptur og traustur piltur og í
miklum metum hjá jafnöldrum sín-
um og skólafélögum úr HK sem eru
harmi slegnir við fráfall hans. Pétur
hafði viðdvöl hjá HK eitt sumar,
lokaárið sitt í 2. flokki, og það sum-
ar, 2003, náði 2. flokkur félagsins
sínum besta árangri frá upphafi.
Knattspyrnudeild HK sendir for-
eldrum Péturs, unnustu, systkinum
og öðrum aðstandendum hans sínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnudeild HK.
Elsku vinur. Ég veit ekkert
hvernig ég á að byrja á þessu,
hvernig á ég að skrifa minninga-
grein um vin minn, sem ég trúi ekki
að sé dáinn.
Þú varst mér svo góður vinur og
þó að við töluðum ekki saman á
hverjum degi varstu mér oft of-
arlega í huga. Ég vona að þú vitir
að þú átt sérstakan stað í hjarta
okkar allra. Þú ert okkur öllum svo
mikilvægur.
Elsku Pétur, við eigum svo marg-
ar og skemmtilega minningar. Við
krabbarnir vorum góðir saman.
Gleymi ekki spánarferðinni fyrir
nokkrum árum. Það var svo gaman
að fíflast með þér. Ég á fullt af
myndum af þér í furðulegu bláu
skyrtunni þinni sem þér þótti ein-
hverra hluta vegna voðalega flott,
mér finnst hún mjög flott núna, því
þú varst í henni! Tónlistin mun
minna mig á þig, þú söngst alltaf
frá hjartanu. Ég geymi allar þessar
minningar eins og dýran fjársjóð.
Farðu varlega þarna uppi og láttu
englana passa þig.
Elsku Sirrý, hann var og er enn
svo ástfanginn af þér. Ástin býr í
hjartanu og sama hvað gerist og
sama hvað tímanum líður, þá verð-
ur sú ást alltaf til staðar. Ég sakna
hans og ég ætla ekki að reyna að
ímynda mér söknuð þinn. Ég sendi
þér allan minn styrk og allar mínar
bænir.
Hér er ljóð til þín Pétur:
Er röddin hætt að hljóma
og segja svo vel frá?
Er brosið farið,
mun ég sjá það á ný?
Í hjartanu ómar
gleðinnar hlátur.
Í huganum geymi ég,
brosið þitt.
Þú ferð ekki langt,
þú ert mér hjá,
í huga og hjarta.
Svo langt í burtu,
en samt svo nálægt,
Þú ert mér hjá,
elsku vinur.
Megi guð geyma þig að eilífu,
elsku Pétur minn, og ég bið guð og
himnanna engla að halda vernd-
arhendi yfir ástvinum þínum og
fjölskyldu.
Með samúðarkveðju
Steinunn Þóra Camilla.
Kveðja frá Knattspyrnudeild
Breiðabliks
Sýndarsigur eyðileggingar og
dauða er í raun og veru upphaf að
nýjum og varanlegum sigri. Þetta
kennir náttúra landsins okkur.
Þetta er reynsla alls lífs – um þetta
sannfærumst við æ betur, eftir því
sem við lifum lengur og reynum
meira. Í skóla lífsins reynum við að
það eru ekki aðeins sár foldar sem
gróa, heldur og öll önnur sár. Pétur
Benediktsson, vinur og samstarfs-
maður okkar, er látinn. Enginn átti
á því von, að hann félli frá svo
fljótt. Ævi hans var starfstími.
Hann var maður sístarfandi, vildi
engu eyða, engu spilla, heldur þvert
á móti byggja upp, græða, efla og
reisa við. Pétur vann ávallt af trú
og dyggð meira en venjulegt er og í
dagfari öllu var hinn ljúfi vinur og
félagi hollur til samfylgdar. Hann
var ræktunarmaður lýðs og lands
mestalla ævina og starfaði lengi
fyrir Breiðablik Ungmennafélag og
fleiri íþróttafélög, en á þessum vett-
vangi unnum við saman við að
rækta landið og það besta í hverj-
um einstaklingi.
Ævi Péturs varð ekki eins löng
og við höfðum vænst. Við hefðum
vonast til þess, að þessi starfsfúsi
maður hefði fengið að dvelja hér
lengur við starf til gleði og bless-
unar fyrir alla. Honum hefur verið
kippt burtu. Fjölmargir vinir sakna
hans nú og minnast hans með
hrærðum og viðkvæmum huga. Í
fljótu bragði hefur dauði góðs
manns og göfugs þau áhrif á okkur
flest sem skaðvaldur lífsins hrósi
sigri – og lífið sé sigrað. Jafnvel
þótt við höfum áður verið sannfærð
um hið gagnstæða.
Þegar við missum ástvini okkar
óvænt, þá hefur fallið fram skriða
eyðingarinnar en það sár grær aft-
ur og meira en það. Látum því ekki
hugfallast þótt hinn mikli eyðandi
dauði hafi höggvið nærri okkur,
sært okkur djúpum sárum. Við vit-
um af reynslu kynslóðanna, af
reynslu okkar og fyrst og fremst þó
af lífi Jesú Krists að lífið á þá fyrst
framtíð er dauðinn hefur endur-
leyst það frá tíma til eilífðar.
Öllum ástvinum Péturs eru send-
ar hugheilar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Péturs Benedikts-
sonar.
Einar Kristján Jónsson,
formaður.
Þegar við fengum fréttirnar að
þín væri saknað datt okkur allt
annað í hug en það sem raunin
varð. Minningar um þig elsku Pétur
streymdu inn í hugann.
Öllum ferðunum sem við fórum í
saman með Smáraskóla eigum við
aldrei eftir að gleyma. Þó svo að
þær væru kannski ekki allar þær
auðveldustu vorum við í vinahópn-
um öll svo náin og gerðum þessar
ferðir ógleymanlegar.
Oft fórum við krakkarnir saman í
bíó og þurftum nánast að taka heila
sætaröð frá fyrir okkur af því við
ætluðum að sitja öll saman og eng-
inn mátti vera útundan. En nú er
þitt sæti autt og þetta tómarúm
sem situr eftir í hjörtum okkar fyll-
um við með yndislegum minningum
um góðan vin.
Við tókum þátt í alls kyns söng-
leikjum sem settir voru upp í skól-
anum. Þar varst þú í ófá skiptin að
syngja og sýna þína bestu takta. Þú
sýndir án efa þína bestu takta þeg-
ar þú söngst lagið Tears in Heaven
á söngkeppni grunnskóla. Við vin-
irnir hvöttum þig til dáða og þú
söngst eins og engill eins og þér
einum var lagið.
Margar minningar eigum við um
okkur öll saman úr grunnskóla en
það bættist vel í safnið þegar við
hófum skólagöngu okkar í MK.
Þú varst svo mikil félagsvera,
fannst gaman að vera í góðra vina
hópi og ekki skemmdi fyrir ef það
var gítarspil og söngur.
Sumarið fyrir þriðja árið í
menntó kynntist þú Sirrý þinni.
Það ljómaði af þér, þú varst svo
ástfanginn. Þú talaðir alltaf svo vel
um hana, hún var þér allt. Þú sagð-
ir okkur að þið væruð búin að plana
ykkar framtíð saman. Þú varst ynd-
islegur í alla staði, það eru forrétt-
indi að hafa kynnst þér og átt þig
að sem vin. Við vitum það að englar
guðs taka vel á móti þér og leiða
þig inn í ríki þar sem þér líður vel.
Við viljum votta fjölskyldu Pét-
urs, Sirrý og vinum okkar dýpstu
samúð. Megi guð vera með ykkur.
Elsku Pétur þín stjarna skín
skært. Hvíl í friði kæri vinur.
Beyond the door,
There’s peace I’m sure …
(Eric Clapton.)
Þínar vinkonur
Linda, Eva, Fanney, Sunna,
Inga, Arna og Unnur.
Sumt fólk hefur sérstaklega
þægilega nærveru og á auðvelt með
að ná til annarra. Pétur var einn af
þeim. Mér hlotnaðist sá heiður að
kynnast Pétri í gegnum sameig-
inlegan áhuga okkar á félagsstörf-
um meðan við vorum í MK. Þegar
ég hugsa til baka finnst mér hann
hafa verið eins og brú milli vina-
hópa, enda góður vinur og félagi.
Það var ánægjulegt að heyra það á
sínum tíma að hann væri farinn að
þjálfa litla bróður minn í fótbolta
því ég vissi að Pétur væri drif-
fjöðrin í hverju því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann hafði ein-
stakt lag á fólki. Við áttum margar
skemmtilegar stundir saman eins
og í útskriftarferðinni, ýmsu tengdu
skólanum og nemendafélaginu, og
síðast en ekki síst í söguferðinni til
Póllands og Þýskalands. En stund-
um er lífið ekki eins sjálfsagt og
maður oft heldur. Minningin um
þennan einstaka mann mun lifa í
hugum okkar sem hann þekktum.
Kæri Pétur, hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Ragnar Þorvarðarson.
Elsku Pétur minn. Ótrúlegt að
þurfa að trúa því að þú sért farinn.
Þegar ég heyrði fréttina stóð ég
máttlaus og horfði út í loftið. Ég
vildi ekki trúa þessu. Ég vildi bara
ekki trúa því að ég fengi ekki að
heyra rödd þína, sjá andlit þitt og
heyra þig syngja með okkur aftur.
Þegar ég hugsa til baka þá rifjast
upp endalausar minningar um þig,
og okkur saman. Manstu þegar við
keyrðum tvö saman upp í sum-
arbústað að hitta alla hina krakk-
ana? Það var alveg svartamyrkur
úti og þú varst alltaf að stríða mér
með því að slökkva ljósin á bílnum
þínum þannig að það sást ekkert
nema bara myrkrið. Ég gæti rifjað
upp endalaust af minningum um
þig sem ég mun geyma á öruggum
stað í hjarta mínu. Þú tókst alltaf
þátt í öllu og skipulagðir allt. Það
var alltaf hægt að treysta á þig.
Þegar ég hugsa um þig þá sé ég þig
með gítarinn í höndunum og syngj-
andi og brosandi til skiptis. Það eru
svo sannarlega forréttindi að hafa
fengið að þekkja þig öll þessi ár og
hvað þá að hafa fengið að vera vin-
kona þín. Algjörlega ómetanlegt.
Þú áttir yndislega unnustu sem
dáði þið og dýrkaði. Það sást langar
leiðir hvað þið voruð ástfangin. Þið
voruð svo hamingjusöm saman, þið
Sirrý.
Ég á eftir að sakna þín svo óeðli-
lega mikið að engin orð fá því lýst.
Okkur þótti alltaf svo vænt um
hvort annað. Ég veit að þú ert á
betri stað núna og að við munum
hittast þar seinna.
Pétur hefur kvatt okkur alltof
ungur en allar minningarnar um
yndislegan dreng, metnaðargjarnan
og umfram allt góðan vin geymast
að eilífu.
Ég mun aldrei gleyma þér, elsku
besti Pétur minn.
Hvíldu í friði, elsku vinur minn.
Þín vinkona,
Dagný.
Nú er mér tregt tungu að hræra,
kvað Egill Skallagrímsson þegar
Böðvar sonur hans drukknaði í
Breiðafirði. Ekki verða þessi orð
skiljanlegri en þegar kærir vinir sjá
á bak syni, unnusta, bróður og
frænda. Pétur Benediktsson fórst í
lífsins ólgusjó og okkur er öllum
þungt fyrir hjarta.
Í fornbókmenntum Íslendinga er
víða tekist á við mikla sorg. Undir-
tónninn er æðruleysi; í þeirri vissu
að eitt sinn skal hver deyja. Í
Hávamálum eru hin fleygu orð:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þótt Pétur færi svo ungur gat
hann sér orðstír. Hann var góður
og samviskusamur drengur, elsk-
aður af samferðamönnum sínum og
fyrirmynd og vinur ungra drengja
sem hann kenndi. Hörmulegt fráfall
hans minnir okkur á, að við þurfum
ævinlega að líta til hvert með öðru
og ekki einu sinni það er nóg. Okk-
ur ber í dagsins önn að hugsa hlýtt
og rétta hönd kærleika og hjálpar,
líka þeim sem aldrei virðast þurfa
neina hjálp.
Um leið og við biðjum þess að
látnir öðlist ró biðjum við þeim líkn-
ar sem lifa. Pétur átti marga að
sem nú eiga um sárt að binda. Nú
ríður á að samfélag okkar haldist
áfram í hendur, þeim sterku tökum
sem hafa verið svo aðdáunarverð
síðustu daga. Guð leiði og styrki
alla þá sem syrgja og þurfa nú á
okkur öllum að halda. Megi hann
líka styrkja okkur öll til þess að
berjast fyrir því að hinir ungu fái
betri byr í lífsins ólgusjó. Þar er
hvert handtak mikils virði, stórt og
smátt.
Elsku vinir okkar, Benni, Guð-
rún, Sirrý, Vignir, Sindri, Birta og
öll stórfjölskyldan. Við vottum ykk-
ur dýpstu samúð okkar. Megi Guð
færa huggun harmi gegn og sýn
fram á veginn. Guð blessi minningu
Péturs Benediktssonar. Góða ferð
kæri vinur, takk fyrir allt og allt.
Samúel Örn, Ásta B., Hólm-
fríður Ósk og Greta Mjöll.
Til minningar um þig, Pétur.
Takk fyrir allt
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Elsku Sirrý, Benedikt, Guðrún,
Vignir, Sindri, Birta og aðrir að-
standendur og vinir ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Megi guð gefa ykkur styrk.
Elísabet Jónsdóttir.
Elsku langafi minn,
ég trúi varla að þú sért
dáinn. Mig langaði
rosalega að hitta þig
áður en þú fórst um helgina. Þegar
þú varðst áttræður kom ég í afmæl-
isveislu til þín og spurði þig: „Hort
ertu tuttu og himm eða áttatíu ára?“
Þá sagðir þú: „Ég er tuttugu og
fimm!“ Alltaf þegar ég og Ragnar
Ingvi bróðir komum í heimsókn til
þín og langömmu voruð þið með góð-
gæti. Líka oft þegar við komum, fór-
um ég og Ragnar Ingvi út á svalir og
niður tröppurnar og út í garð að
hanga og leika okkur í þvottasnúr-
unum. Síðan horfðir þú og amma oft
á mig fara á handahlaupum og
standa á höndum út í garði. Svo nótt-
ina sem þú lést var ég hjá pabba og
fór svo beint í skólann og þegar ég
INGÓLFUR
GEIRDAL
✝ Ingólfur G.Geirdal fæddist
á Ísafirði 29. apríl
1915. Hann andaðist
á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnar-
firði 13. mars síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Graf-
arvogskirkju 20.
mars.
kom heim sagði
mamma „ Komiði að-
eins, Ragnar Ingvi og
Anetta“ og við komum
og þá sagði hún „Ing-
ólfur langafi er dáinn“
og ég varð mjög pirruð
og fór að líða mjög illa
og tárin láku niður.
Okkur mömmu, Ragn-
ari Ingva og mig lang-
aði bara til að kveðja
þig og vonandi líður
þér vel uppi hjá Guði,
hjá langömmu og allri
fjölskyldu þinni.
Þín
Anetta Sigdís.
Nýlátinn er á 91. aldursári mágur
minn, Ingólfur Geirdal. Honum
kynntist ég fyrst er ég giftist systur
hans, Hjördísi í nóvember 1952. Var
hann elstur þeirra systkinanna
fæddur árið 1915. Móðir þeirra Vil-
helmína Steina Pétursdóttir lést 25.
desember 1939. Nokkrum árum síð-
ar flutti fjölskyldan frá Ísafirði. Þá
var Guðmundur Geirdal orðinn
heilsuveill og má segja að mikil
ábyrgð hafi fallið í hlut Ingólfs, sem
þá var nýgiftur Svanhildi Vigfús-
dóttur. Yngstu systur hans, þær
Erna og Hjördís, voru þá enn á
barnsaldri. Þetta voru án nokkurs
efa erfið ár, en einhvern veginn gekk
þetta allt og átti Ingólfur mikinn þátt
í því.
Ingólfur var meðalmaður á hæð,
dökkhærður, fríður sýnum og bauð
af sér góðan þokka. Víðsýnn var
hann en gat verið fastur fyrir ef svo
bar við. Ingólfur sótti nám í Kenn-
araskólanum í Reykjavík og lauk þar
námi. Kennsla varð síðan aðalstarf
Ingólfs. Ingólfur bjó flest fullorðins-
ár í Reykjavík en Vestfirðirnir og
Vesturland voru honum ávallt kær.
Fyrir allmörgum árum fórum við
Ingólfur, Hjördís kona mín, Erna og
Bragi Geirdal í nokkurra daga ferð
um Vesturland og Ísafjarðardjúp.
Fyrir undirritaðan sem þykist
þekkja þetta svæði nokkuð vel, var
samfylgdin með Ingólfi ógleyman-
leg. Hann virtist þekkja til í flestum
bæjum, einkum þegar komið var
norðan Gilsfjarðar. Komið var að
Kleifum í Gilsfirði, en þangað áttum
við öll ættir okkar að rekja, Gauts-
dal, þar sem Guðmundur faðir hans
ólst upp, Laugabóli við Ísafjörð þar
sem Halla föðursystir hans bjó í eina
tíð og Hafnardal þaðan sem Vilhelm-
ína Steina móðir systkinanna var
ættuð.
Ég kveð Ingólf mág minn fyrir
hönd dætra minna og þeirra barna
og sendi börnum og barnabörnum
hans mínar bestu samúðarkveðjur.
Guðmundur Áki Lúðvígsson.