Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 48
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
SÝNIÐ
SAMÚÐ Í
VERKI
ÉG SAGÐI BARA AÐ MÉR
ÞÆTTI VÆNT UM HUNDA OG
HANN HEFUR EKKI SLEPPT
MÉR SÍÐAN
MEINTIRÐU
ÞAÐ? JÁ,AUÐVITAÐ
HANN VAR AÐ HERÐA
TAKIÐ AÐEINS
HVAÐ EF MAMMA OG
PABBI ERU BÚIN AÐ SELJA
ALLT DÓTIÐ MITT?
HVAÐ EF ÞAU ERU
BÚIN AÐ LEIGJA
HERBERGIÐ MITT? HVAÐ EF ÞAU ERU
FLUTT?
MARGT GETUR GERST Á
EINUM MORGNI!
MAMMA!!!
ÞAÐ ER STÓR FOSS
FRAM UNDAN, HRÓLFUR!
HVAÐ
EIGUM VIÐ AÐ
GERA!
OPNA ROMMIÐ SEM VIÐ
ERUM BÚNIR AÐ SPARA OG
STURTA ÞVÍ Í OKKUR HIÐ
SNARASTA
SEGÐU
GUÐFÖÐURNUM AÐ LÚLLI
GULLFISKUR SÉ Í
DJÚPUM SKÍT
FISKAMAFÍAN
HÉRNA ER
ÓSKALISTINN
MINN
HVAÐ ER
„PUFFBUDDY“?
LÍTIÐ SÆTT
VÉLMENNI SEM
GENGUR FYRIR
RAFHLÖÐUM
OG GEFUR
ÖLLU SKRÍTIN
GÆLUNÖFN
ÉG SKIL, EN
ÞAÐ ER EKKI
VÍST AÐ ÞÚ
FÁIR ALLT AF
LISTANUM
ERTU AÐ
SEGJA MÉR
AÐ ÉG FÁI
EKKI „PUFF-
BUDDY“!
ÉG
SAGÐI ÞAÐ
EKKI!
SVO ÞESSI LEIKKONA
ER EIGINKONA ÞÍN JÁ!
ÞÁ ER ÉG
MEÐ VERKEFNI
HANDA ÞÉR
JÁ, ÉG SKAL
NÁ MYNDUM AF
HENNI
ÞAÐ ER EKKI NÓG,
ÉG VIL AÐ ÞÚ TAKIR
VIÐTAL VIÐ HANA
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 11. apríl, 101. dagur ársins 2006
Víkverji kaupir ímatinn á svo til
hverjum degi. Yfirleitt
gengur afgreiðslan við
kassann hratt og
örugglega fyrir sig en
þó kemur fyrir að Vík-
verji þarf að bíða í röð,
einkum á álagstímum.
Það er þó ekkert til að
kveinka sér yfir. Þeg-
ar röðin eða raðirnar
eru teknar að lengjast
úr hófi er að jafnaði
opnaður nýr kassi og
öll vitum við hvað ger-
ist þegar starfsmað-
urinn kallar „opið á
kassa fjögur“. Æðisgengið kapp-
hlaup brestur á. Lögmálið fyrstur
kemur, fyrstur fær er nefnilega í
gildi. Og oftar en ekki fara þeir sem
eru aftast í hinni röðinni eða röð-
unum með sigur af hólmi. Eftir
standa þeir sem beðið hafa lengst og
hrista höfuðið.
Þetta hefur Víkverji upplifað í
óteljandi skipti og var raunar löngu
hættur að velta fyrir sér þeim mögu-
leika að annað gæti gerst. Þar til á
dögunum. Víkverji var þá staddur í
nokkuð langri röð í matvöruverslun
þegar nýr kassi var opnaður. Um
leið og það var tilkynnt hugsuðu
menn sér til hreyfings en voru stöðv-
aðir í rásblokkunum af
manni sem stóð í miðri
röðinni. Hann tók af
skarið með óvæntum
hætti. „Bíðið við. Ert
þú ekki búinn að bíða
lengst?“ spurði hann
og benti á Víkverja
sem kinkaði agndofa
kolli. „Þá ferð þú
fyrst.“
Víkverji trúði
hvorki augum sínum
né eyrum. En beið
ekki boðanna. Færði
sig yfir á nýja kassann
og gerði upp. Þakkaði
manninum auð-
mjúklega fyrir hans framtak. Hefur
raunar velt því fyrir sér síðan hvort
hann hafi verið þessa heims eða ann-
ars.
Að öllu gríni slepptu var inngrip
þessa ókunnuga manns vitaskuld til
eftirbreytni. Í því fólst skynsemi.
Réttlætinu var fullnægt við að-
stæður þar sem frumskógarlögmálið
ríkir. Það hefur fært Víkverja heim
sanninn um það að ýmislegt er hægt
ef viljinn og samstaðan eru fyrir
hendi. Hann hvetur því lesendur til
að bregðast við með sama hætti og
ókunnugi maðurinn næst þegar þeir
lenda í samskonar aðstöðu í kjörbúð.
Það mun hann hiklaust gera sjálfur.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
London | Bandaríski listamaðurinn Jenny Holzer virðir hér fyrir sér texta-
verk sem hún hefur varpað á ráðhús Lundúnaborgar. Textinn er eftir leik-
skáldið fræga, Samuel Beckett, en um þessar mundir er þess minnst að
hundrað ár eru síðan hann fæddist og hefur verið efnt til hátíðarhalda í Barb-
ican menningarmiðstöðinni af því tilefni.
Reuters
Becketts minnst í London
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og
þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. (Jóh. 16, 24.)