Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 49 DAGBÓK Einar Guðbjartsson, dósent við Við-skipta- og hagfræðideild HÍ, heldur ámorgun fyrirlestur í stofu 101 í Odda.Óefnislegar eignir í efnahagsreikningi er viðfangsefni fyrirlestrarins: „Sú þróun hefur átt sér stað á hinum almenna hlutabréfamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, að við stækkun og sameiningu eru fyrirtæki keypt á hærra verði en bókfært verð þeirra er samkvæmt ársreikningi. Við þetta myndast svokölluð óefnisleg eign,“ segir Einar. „Miklu erfiðara er að setja verðmiða á óefnislegar eignir en efnislegar, en óefnislegar eignir geta m.a. verið hugvit, vörumerki, við- skiptasambönd og tækniþekking. Slíkar eignir eru mun viðkvæmari í reikningsskilum en efnis- legar.“ Einar segir að frá árinu 1990 hafi óefnislegar eignir orðið æ stærra og stærra hlutfall af heildar efnahagsreikningi fyrirtækja: „Sem dæmi má nefna að í árslok 2001 voru óefnislegar eignir fyr- irtækisins America Online 84% á móti 16% efnis- legum eignum og hjá mörgum íslenskum útrás- arfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði eru óefnislegar eignir orðnar þó nokkuð stór hluti af efnahagsreikningi. Þessi þróun hefur haldið stöð- ugt áfram og fjallað sérstaklega um þennan þátt í nýjum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Óefn- islegar eignir eru þannig ekki afskrifaðar eins og efnislegir fastafjármunir heldur er gert virð- isrýrnunarpróf að lágmarki einu sinni á ári. Ef óefnislegu eignirnar skapa jafnmikið af tekjum og ráð var gert fyrir verður engin virðisrýrnun og þar af leiðandi engin gjaldfærsla. Hins vegar, ef óefnislegu eignirnar reynast ekki eins mikils virði og talið var þegar kaup áttu sér stað þarf, til við- bótar við minnkaðar tekjur, að gjaldfæra virð- isrýrnun óefnislegu eignanna og því leggst kostn- aður á af tvöföldum þunga í efnahagsreikning fyrirtækisins þegar illa árar. Virðisrýrnunarpróf kemur í staðinn fyrir hina hefðbundnu afskrift- argjaldfærslu. Fræðimenn eru ekki á einu máli um það hvort virðisrýrnunarprófið gefur gleggri mynd af rekstri og efnahag viðkomandi félags.“ Sem dæmi nefnir Einar gjaldfærslu American Online í ársbyrjun 2002: „Þá gjaldfærði fyrirtækið 54,2 milljarða dollara vegna virðisrýrnunar sem hlaust af því að samlegðaráhrif við Time Warner samsteypuna höfðu ekki í för með sér þau tæki- færi sem búist hafði verið við. Þetta var stærsta tap eins fyrirtækis á einum ársfjórðungi banda- rískum hlutabréfamarkaði frá upphafi og um gríð- arlegar fjárhæðir að ræða. Þó varð ekkert „fjár- hagslegt“ tap fyrir fyrirtækið sjálft og það gat starfað áfram með sama hætti, en kostnaðurinn féll að mestu leyti á hluthafa, þar sem kaupin áttu sér stað með hlutabréfaviðskiptum.“ Fyrirlestur Einars hefst kl. 12.20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Hagfræði | Fyrirlestur í Háskóla Íslands um reikningsskilastaðla og áhrif óefnislegra eigna Óefnislegar eignir í efnahagsreikningi  Einar Guðbjartsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk stúd- entsprófi frá FÁ 1981. Þá vann hann við end- urskoðun og lauk grunnnámi frá Við- skiptaháskólanum í Gautaborg og árið 1998 Ek. Lic gráðu. Nú vinnur hann að doktorsritgerð við sama skóla. Einar sat í reikningsskilaráði frá 2002 til 2005 og var formaður þýðingarnefndar vegna innleið- ingar alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna. Frá 2000 hefur Einar starfað sem dósent við við- skipta- og hagfræðideild HÍ. Einar er kvæntur Vilborgu Eiríksdóttur, þroskaþjálfa og leið- sögumanni, og eiga þau þrjú börn. Kaplan og Kay. Norður ♠D1063 ♥Á763 S/Allir ♦K7 ♣875 Vestur Austur ♠KG ♠4 ♥DG5 ♥K1082 ♦ÁDG4D1043 ♦10962 ♣ ♣9632 Suður ♠Á98752 ♥94 ♦85 ♣ÁKG Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 1 grand Dobl Pass Pass 2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass „K-in tvö“ voru þeir kallaðir, Edgar Kaplan (1925–1998) og Norman Kay (1927–2002), enda samherjar við brids- borðið í tæplega hálfa öld. Spilið að of- an er frá Reisinger-keppninni 1966 og sýnir næma samvinnu þeirra í vörn- inni. Kaplan var í vestur og kom út með hjartadrottningu gegn fjórum spöðum. Sagnhafi dúkkaði, en Kay yfirdrap með kóng til að skipta yfir í lauf. Þessi einfaldi leikur reyndist nauðsynlegur til að fyrirbyggja innkast á vestur í lok- in. Suður stakk upp á laufás og spilaði strax tígli. Og nú var það Kaplan sem var á tánum – lét gosann. Kóngur blinds átti slaginn og Kay setti tíuna undir til að sýna níuna. Sagnhafi tók á hjartaás og trompaði hjarta. Spilaði svo tíguláttu að heiman. En Kaplan lét lítinn tígul hiklaust og Kay komst inn á níuna. Hann spilaði laufi og gerði vonir sagnhafa um inn- kast að engu. Sagnhafi spilaði vel: Hann vissi að vestur átti trompkónginn og hugðist senda hann þar inn á viðkæmum tíma- punkti til að spila laufi upp í gaffalinn eða tígli í tvöfalda eyðu. Og það hefði tekist ef vörnin hefði ekki gjörnýtt inn- komur austurs til að spila laufinu tvisv- ar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0–0 9. 0–0 Rc6 10. h3 b5 11. Bb3 Ra5 12. Bg5 Rxb3 13. axb3 Bb7 14. Bxf6 Bxf6 15. Rd5 g6 16. Dd3 Bg7 17. c4 bxc4 18. bxc4 f5 19. Hfe1 Kh8 20. Had1 fxe4 21. Hxe4 a5 22. Hg4 Bc8 23. Hg3 Bf5 24. Da3 Hf7 25. Rg5 Hd7 26. Re3 De8 27. Hxd6 e4 28. Rxf5 gxf5 29. Re6 Be5 30. Dc5 Bxb2 Staðan kom upp á afar öflugu skák- móti sem fram fór í Poikovsky í Rúss- landi fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Alexei Shirov (2.709) sem teflir fyrir Spán hafði hvítt gegn félaga sínum Viktor Bolog- an (2.661) frá Moldavíu. 31. Db5! og svartur gafst upp þar sem hvítur hót- ar biskupnum á b2 og hróknum á d7. Svartur yrði mát eftir 31. … Hxd6 32. Dxb2+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Alexei Shirov (2.709) 6 vinninga af 9 mögulegum. 2.–5. Ruslan Ponomarjov (2.723), Vadim Zvjaginsev (2.664), Alexey Dreev (2.697) og Evgeny Ba- reev (2.698) 5 v. 6.–7. Ivan Sokolov (2.689) og Evgeny Najer (2.652) 4½ v. 8. Sergei Rublevsky (2.665) 4 v. 9. Al- exander Onischuk (2.650) 3½ v. 10. Viktor Bologan (2.661) 2½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Til hamingju, Selfoss! ÞEGAR við óskum einhverjum til hamingju er það yfirleitt vegna ein- hverra tímamóta: Ég fór inn á heimasíðu Morg- unblaðsins nýlega og sá frétt um að Selfyssingar hefðu hætt við bygg- ingu 16 hæða turna í miðbænum. Það er alveg tilefni til að óska heima- mönnum til hamingju. Ég þekki reyndar ekki forsendur þess að horfið var frá þessari fram- kvæmd, en ég vona bara að Selfyss- ingar verði þeirrar gæfu aðnjótandi að velja þá hönnun sem fellur sem best að veðurfari og landslagi. Bærinn hefur af mörgu að státa og ekki síst grósku í gróðri sem býr til skjól fyrir veðri og vindum. Því hefði verið sorglegt að sjá skjólinu kastað á glæ með byggingu þessara háhýsa. Það er margsannað mál að míkró- veður frá svona háum byggingum eru umtalsverð. Hvernig miðbæj- arstemning hefði myndast með 16 hæða háhýsi sem magna upp vind- inn? Sem jú nóg er af fyrir. Oddný Guðmundsdóttir, nemandi í Umhverfisskipulagi við LBHÍ. Vilja ráðherrarnir „okkar“ ekki tala við okkur? NÚ fyrir þremur vikum hringdi ég í menntamálaráðuneytið og átti miður skemmtilegt samtal við ritara ráð- herra. Erindi mitt var það að nýta rétt minn og panta viðtal við ráð- herra. Ritari reyndi þá margar aðferðir til að fá mig ofan af því að tala við Þorgerði en ég stóð fast á mínu. Rit- arann lét loks undan með orðunum „jæja þá!“ Ritarinn tók loks niður nafn og símanúmer og sagði að haft yrði samband við mig. Ég spurði kurteislega hve langt gæti orðið í viðtalið og þá hvenær dagsins væri líklegast að það yrði. Ritarinn gat engan veginn svarað því. Nú þremur vikum síðar get ég hreinlega ekki orða bundist. Með einföldu bókunarkerfi væri lítið mál fyrir ritara ráðherra að bóka ein- staklinga í viðtal hjá ráðherra á ákveðnum degi og á ákveðnum við- talstíma. Við eigum jú öll rétt á að tala við ráðherra. Þetta eru jú „okkar“ ráð- herrar. Það er ekki biðin sem fer mest í taugarnar á mér heldur þessi óvissa. Það að vita ekki fullkomlega hvort af viðtalinu verði og þá hvenær. Vonarneisti kviknar hjá mér í hvert skipti sem síminn minn byrjar að hringja og ég spyr mig „Er þetta frá ráðuneytinu?“ Vilja ráðherrarnir kannski alls ekki tala við okkur? Vilja þeir ekki heyra okkar skoðanir? Eru viðtals- pantanirnar bara látnar fyrnast á skrifborði ritara? Ja, ég bara spyr. Róbert Birtingur. Svartur köttur týndist frá Mosgerði SVARTUR köttur, 1 árs fress, týnd- ist frá Mosgerði 9, 26. mars sl. Hann er ógeltur, ómerktur og ólarlaus. Fólk er beðið um að athuga bíl- skúra og geymslur í hverfinu. Hans er sárt saknað. Þeir sem verða hans varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Brynju í síma 616 2615. Köttur í óskilum í Seljahverfi HVÍTUR og gulbröndóttur köttur með frekar langa gulbröndótta rófu er í óskilum í Seljahverfi. Hann fannst mjög svangur 29. mars sl. við Strýtusel í Breiðholti. Hann er 6 til 8 mánaða gamall, ógeltur með bláa hálsól en ómerktur. Upplýsingar gef- ur Sigríður í síma 557 6003. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttasíminn 904 1100 Í KVÖLD klukkan 20 verður 60. Skáldaspírukvöldið haldið í Iðu. Ösp Viggósdóttir les upp úr verk- um sínum, einkum upp úr nýjustu bók sinni Hjartahreinir ævidagar Úlfs og kynnir útgáfu sína. Aðgangur er ókeypis, gestir mega taka með sér hressingu frá annarri hæðinni. 60. Skáldaspíru- kvöldið í Iðu UM PÁSKANA verður opnunartím- inn í galleríinu Suðsuðvestur í Keflavík lengri en alla jafna. Sýn- ing Eyglóar Harðardóttur stendur nú yfir þar en hún ber titilinn Spá- dómar og snilligáfa. Opið verður sem hér segir: skír- dag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag frá 14–17. Nánari upp- lýsingar fást á www.sudsudvest- ur.is Eygló í Suðsuðvestur Eygló Harðardóttir sýnir nú í Suðsuðvestur í Keflavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Vítamín, steinefniog jurtir APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Orkubomba og hreinsun www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.