Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Það kann að vera óþægilegt aðhorfast í augu við þá stað-reynd að eitt helsta musteri
fræðanna á Íslandi, Þjóðarbók-
hlaðan, skuli ekki standa betur und-
ir væntingum fræðimanna en raun
ber vitni. Auðvitað er þar til glás af
góðum bókum – en samt sem áður
ekki nándar nærri nóg.
Það er töluvert áfall fyrir flesta
þá er stundað hafa nám eða rann-
sóknir erlendis að koma heim og líta
við í Þjóðarbókhlöðunni; hvað þá að
eiga að reiða sig á bókakostinn sem
þar er til að mynda við kennslu.
Augljóst er að ekki er til nægilegt
fjármagn til að kaupa inn þau
grundvallarrit sem þar eiga heima,
hvað þá bækur sem eru sértækari í
efnistökum sínum og umfjöllunar-
efnum.
Að sjálfsögðu koma margvíslegirmöguleikar til efnisöflunar og
heimildaleitar til greina við rann-
sóknar- og skólastarf á háskólastigi
– hægt er að fá bækur lánaðar úr
bókasöfnum erlendis, komast í
greinasöfn í gegnum gagnabanka,
nota netið o.s.frv. En það breytir
ekki þeirri staðreynd að allur sá
stóri hópur fólks sem er að mennta
sig í vísindum af ýmsu tagi sem ekki
tilheyra beinlínis sértækum þjóð-
ararfi okkar sjálfra, þurfa iðulega
að sætta sig við mun rýrara úrval
bóka á sínu sviði en nemendur í
sambærilegu námi í frambærilegum
háskólum nágrannalanda.
Fram á síðustu ár hafa sam-
tímafræði ekki verið sérlega að-
gengileg fyrir íslenska nemendur á
háskólastigi, nema á erlendum
tungumálum. Fræðibókaútgáfa,
sem beinlínis er ætluð fræða-
samfélaginu frekar en áhugasömum
leikmönnum, hefur að sama skapi
verið fremur tilviljanakennd vegna
þess hversu lítið hefur verið þýtt af
slíkum ritum yfir á íslensku.
Það er þó langt frá því að ekki
gæti viðleitni til að breyta þessu
eins og Hákskólaútgáfan og fram-
tak ReykjavíkurAkademínunnar í
Atviksbókaröðinni er til vitnis um.
En betur má ef duga skal.
Auðvitað mælir ekkert gegn því
að fræðimenn lesi slík rit á erlend-
um tungum. En hættan hlýtur óneit-
anlega að vera sú að helstu hugtök
og orðfæri hugmyndafræðinnar nái
aldrei því flugi á íslenskri tungu
sem æskilegt er. Að jafnvel hinum
innvígðu fari að finnast umræðan
framandleg og heftandi á móð-
urmálinu.
Í ljósi þess hversu mikið þarf aðbæta bókakost Landsbókasafns-
ins í Þjóðarbókhlöðunni eru fréttir
af afdrifum bókakosts Goethe-
Zentrum nú nýverið undarlegar. Ef
marka má orð Stefánie Hontscha,
menningarfulltrúa á Íslandi fyrir
þýska menningarsetrið Goethe-
stofnun, í Morgunblaðinu 1. apríl sl.
er Goethe-stofnunin ekki sátt við þá
ráðstöfun að bækur Goethe-
Zentrum endi í bókasafni Hafn-
arfjarðar, en ekki í Landsbókasafni
Íslands í Þjóðarbókhlöðunni. Enn
undarlegri virðist sú ákvörðun þeg-
ar horft er til þess að talsmaður
þeirra er ráðstafa bókunum er
Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í
þýsku og deildarforseti heim-
spekideildar Háskóla Íslands.
Að hennar sögn „réð það úrslitum
í ákvörðun hollvinafélagsins [sem
rak Goethe-Zentrum] að í Hafn-
arfirði verði allar bækurnar saman
sem heild, í stað þess að tvístrast á
milli ólíkra hæða, eins og tilfellið
hefði orðið hefðu bækurnar farið á
Landsbókasafnið“.
Um er að ræða á milli 6 og 7 þús-
und bækur, sem augljóslega er
mestur fengur í fyrir fræðimenn og
nemendur á sviði þýskra fræða. Lík-
lega starfa allir þeir sem mest not
hafa af þessum bókakosti í Háskóla
Íslands – steinsnar frá Þjóð-
arbókhlöðunni. Jafnvel þótt bæk-
urnar hefðu „tvístrast á milli ólíkra
hæða“ þar og menn þurft að rölta á
um húsið er erfitt að sjá hagræðið í
því að fara alla leið í Hafnarfjörð
eftir bókunum – hálftíma akstur í
burtu. Þjóðarbókhlaðan er auk-
inheldur það bókasafn á Íslandi sem
mesta reynslu hefur í því að taka við
slíkum gjöfum og koma þeim sem
allra fyrst í notkun – og hefur þar
að auki mun rýmri opnunartíma en
söfn á borð við Bókasafn Hafn-
arfjarðar eða önnur lítil söfn af
sama tagi.
Það eina sem getur réttlætt þessa
ráðstöfun bókanna til Hafn-
arfjarðar, að mínu mati, er ef bóka-
kostur Landsbókasafnsins á þessu
sviði er með þvílíkum ágætum að
þar sé hreinlega engu við að bæta.
Getur það hugsast?
Ef svo er ekki virðist sem í þessu
tilfelli hafi verið gengið framhjá
hagsmunum nemenda, kennara og
fræðasamfélags hugvísindadeildar
Háskóla Íslands.
Musteri fræðanna fátæklegt?
’Það eina sem getur rétt-lætt þessa ráðstöfun bók-
anna til Hafnarfjarðar, að
mínu mati, er ef bóka-
kostur Landsbókasafns-
ins á þessu sviði er með
þvílíkum ágætum að þar
sé hreinlega engu við að
bæta. Getur það hugs-
ast?‘
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
fbi@mbl.is
AF LISTUM
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Í KVÖLD kl. 20 og laugardaginn 15.
apríl kl. 16 (laugardagur fyrir páska)
verður sýnd myndin Sommaren med
Monika frá árinu 1953 í leikstjórn
Ingmar Bergman. Hún fjallar á afar
óvenjulegan hátt um ástarsamband
unglinganna Harry sem er 19 ára og
Moniku 17 ára. Það er allt á móti
þeim. Harry þolir ekki vinnuna, rífst
við yfirmanninn og er rekinn. Monika
rífst við pabba sinn og hleypur að
heiman. Harry hefur lítinn bát til um-
ráða og þau ákveða að sigla inn í
skerjagarðinn og búa í bátnum í
nokkrar vikur. Í byrjun er mikil róm-
antík en svo steðja erfiðleikarnir að.
Aðalleikarar eru Harriet Anderson
og Lars Ekborg. Myndin er einhver
besta tilraun leikstjóra til að sýna
unglingsár á raunsæjan hátt.
Kvikmyndasýningar Kvikmynda-
safns Íslands eru í Bæjarbíói, Strand-
götu 6, Hafnarfirði alla þriðjudaga kl.
20 og laugardaga kl. 16.
Bergman í
Kvikmyndasafni Íslands
MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17
W.LEIKFELWW AG.IS
ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS
MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – tryggðu þér miða!
Mið 12/4 kl. 19 UPPSELT
Mið 12/4 kl. 22 AUKASÝN UPPSELT
Fim 13/4 kl. 19 UPPSELT
Fim 13/4 kl. 22 AUKASÝN UPPSELT
Lau 15/4 kl. 19 UPPSELT
Lau 15/4 kl. 22 AUKASÝN UPPSELT
Mið 19/4 kl. 20 síðasti vetrard. UPPSELT
Fim 20/4 kl. 20 sumard. fyrsti Örfá sæti laus
Fös 21/4 kl. 19 UPPSELT
Lau 22/4 kl. 19 UPPSELT
lau 22/4 kl. 22 AUKASÝN Örfá sæti laus
sun 23/4 kl. 16 AUKASÝN í sölu núna
sun 23/4 kl. 20 nokkur sæti laus
fim 27/4 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna
fös 28/4 kl. 19 Örfá sæti laus
Lau 29/4 kl. 19 UPPSELT
Lau 29/4 kl. 22 AUKASÝN UPPSELT
Næstu sýn: 4/5 (aukasýn), 5/5, 6/5 - síðustu sýn!
Ath: Ósóttar miðapantanir seldar daglega!
Maríubjallan – sýnd í Rýminu
Þri 11/4 kl. 20 AUKASÝN. síðasta sýning
Stóra svið
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Su 23/4 kl. 14 UPPS. Su 23/4 kl. 17:30
Lau 29/4 kl. 14 Su 30/4 kl. 14
Lau 6/5 kl. 14 Su 7/5 kl. 14
Lau 20/5 kl 14 Su 21/5 kl. 14
Su 28/5 kl. 14
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
KALLI Á ÞAKINU
Fi 13/4 kl. 14 skírdagur UPPSELT
Lau 15/4 kl. 14 UPPSELT
Má 17/4 kl. 14 annar í páskum UPPSELT
Fi 20/4 kl. 14, sumard. fyrsti UPPSELT
Fi 20/4 kl. 17, sumard. fyrsti AUKASÝNING
Lau 22/4 kl. 14 UPPSELT
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Su 30/4 kl. 20 UPPS. Má 1/5 kl. 20 UPPS.
Þri 2/5 kl. 20 UPPS. Mi 3/5 kl. 20 UPPS.
Su 7/5 kl. 20 UPPS. Má 8/5 kl. 20 UPPS.
Þr 9/5 kl. 20 UPPS. Mi 10/5 kl. 20 AUKAS.
Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS.
Fö 19/5 kl. 22:30 UPPS Su 21/5 kl. 20 UPPS
Fi 25/5 kl. 20 AUKAS Fö 26/5 kl. 20 UPPS.
Fö 26/5 kl. 22:30 Su 28/5 kl. 20 UPPS
Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20
Fö 2/6 kl. 22:30 AUKASÝNING
VORSÝNING 2006
Listdansskóli Íslands
Í kvöld kl . 20 Mi 12/4 kl. 20
Nýja svið / Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ
Fi 20/4 kl. 20 Fö 21/4 kl. 20
Lau 29/4 kl. 20 Lau 6/5 kl. 20
Su 7/5 kl. 20 Su 14/5 kl. 20
Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 27/4 kl. 20 AUKASÝNING
Su 30/4 kl 20 AUKASÝNING
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Í REYKJAVÍK
HUNGUR
Fi 4/5 kl. 20 Su 7/5 kl. 20
NAGLINN
Fö 28/4 kl. 20 Lau 29/4 kl. 20
Fö 19/5 kl. 20 Su 21/5 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Lau 22/4 kl. 20 Fö 28/4 kl. 20
Fö 5/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR
FORÐIST OKKUR
Fi 20/4 kl. 20 Fö 21/4 kl. 20
Lau 22/4 kl. 20 Su 23/4 kl. 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR!
DANSleikhúsið
Í kvöld kl. 20 Mi 19/4 kl. 20
Su 23/4 KL. 20
TENÓRINN
Su 30/4 kl. 20 Lau 6/5 kl. 20
!"
!" $ !" %& !"
%& !"
!
Hugleikur sýnir
Systur
eftir Þórunni Guðmundsdóttur
í Möguleikhúsinu við Hlemm
Miðvikud. 12. apríl - frumsýning
Mánud. 17. apríl
Föstud. 21. apríl
Laugard. 22. apríl
Laugard. 29. apríl
Sunnud. 7. maí
Aðeins þessar sýningar
Sýningar hefjast kl. 20.00.
Miðapantanir í síma 551 2525
eða midasala@hugleikur.is .
Fréttasíminn 904 1100