Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÉR MUN STANDA
AF HLÁTRI!
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6
Date Movie kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
N ý t t í b í ó
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Ice Age 2 m/ensku tali í Lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 2, 4, 6 og 8
Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Big Momma´s House 2 kl.1.30, 3.40, 5.45, 8 og 10.15
Pink Panther kl. 1.30, 3.50 og 10.10
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
„FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN...
OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM Sýnd með íslensku og ensku tali
eee
LIB, Topp5.is 13.000 manns á aðeins 4 dögum!
Stærsta opnun á teiknimynd frá upphafi á Íslandi!
www.xy.is
Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!!
FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“
2 af 6
Rúnar Júlíusson hefur víða komið við ítónlist og er ekkert að slá af, gefur út ívikunni nýja plötu, þá 68. sem hannkemur að. Platan nýja heitir Nostalgía
og Geimsteinn gefur út að vanda.
Rúnar segir að platan sé fyrst og fremst aft-
urhvarf til fortíðar, hann hafi ætlað sér að segja
sögu áranna frá því hann var sjö ára til sautján er
hann ánetjaðist tónlistinni af fullum krafti. „Þetta
eru þau lög sem rísa hæst í minningunni, tengd
minningabrotum úr mínu lífi, lög eins og Söngur
villiandarinnar, Heimþrá, Hreðavatnsvalsinn og
Draumur fangans til dæmis, tónar úr eldhúsi
minninganna,“ segir Rúnar og bætir við að hann
hafi síðan fengið Einar Má Guðmundsson til þess
að vera með hugleiðingu um það þegar farið er aft-
ur í tímann að leita minninga.
Íslensk sönglög íslenskra höfunda
Rúnar hefur verið að líta um öxl á síðustu tveim
plötum sínum, til að mynda var síðasta plata hans
á undan Nostalgíu, Blæbrigði lífsins, tileinkuð for-
eldrum hans. „Mig langaði líka til að sýna að áhrif-
in hafi ekki bara komið að utan,“ segir hann, en
lögin á Nostalgíu eru öll íslensk sönglög íslenskra
höfunda. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að
áhrifin liggja dýpra, ég heyrði ekki tónlist í fyrsta
sinn er ég heyrði í Little Richard,“ segir hann.
Síðstu ár hefur Rúnar rekið hljómsveit með
sonum sínum og þeir hafa einnig lagt honum lið á
plötum. Því er þó öðruvísi farið að þessu sinni því
aðstoðarmenn Rúnars á Nostalgíu eru þeir Guð-
mundur Pétursson, Sigurður Guðmundsson, Birg-
ir Baldursson og Þórður Högnason, „og svo syng
ég þessi lög með mínu nefi,“ segir Rúnar og kímir.
Rúnar segir að platan hafi verið unnin hratt, lög
og textar fá að njóta sín og ekki mikið um aukatök-
ur. „Þetta er mjög einfalt, ég vildi leggja áherslu á
það hvað væri spunnið í lögin og textann,“ segir
hann. Undanfarið hefur hann síðan spilað þessi lög
með hljómsveit sinni, Rokksveit Rúnars Júl-
íussonar, og þá eru lögin í nokkuð öðrum búningi,
sem vonlegt er, enda sveitin aðeins þriggja
manna, en að sögn Rúnars hefur gengið vel að
spila þessar gömlu söngperlur fyrir fólk.
Geimsteinn í 30 ár
Útgáfan hans Rúnars, Geimsteinn, er eldri en
tíðkast með plötuútgáfur, í það minnsta hér
heima, en hún verður þrjátíu ára á árinu og gam-
an að geta þess að Nostalgía er með útgáfunúm-
erið GSCD 222. Rúnar er þegar búinn að halda
upp á afmælið, var með hátíðartónleika í Borg-
arleikhúsinu fyrir jól. „Ég er ekki svo mikill
markaðs-,búskapar- og áætlanamaður að ég geti
sagt það hér og nú hvað ég ætla að gera til að
halda upp á afmælið, en það verður eitthvað,“ seg-
ir hann og bendir á að líta megi á Nostalgíu sem
fyrsta innlegg í afmælishátíðina.
Geimsteinn rekur hljóðver heima hjá Rúnari,
en hann talar reyndar aldrei um stúdíó eða hljóð-
ver, segir alltaf upptökuheimilið, enda sé andinn
þar þannig að þetta sé líkara heimili en vinnustað.
„Það er mikið um að vera þar núna, búið að vera
mjög mikið að gera, og þegar þessir krakkar eru
að taka upp er ég oft á staðnum, en það er líka
mikið af gömlu græjum á staðnum sem fólki finnst
spennandi, mikið plötusafn og mikið af bókum og
tímaritum um tónlist.“
Áhrifin ekki bara að utan
Rúnar Júlíusson sendir í vik-
unni frá sér plötuna Nostalgíu
þar sem hann rifjar upp sönglög
æsku sinnar. Árni Matthíasson
ræddi við hann af þessu tilefni.
Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Rúnar og synir hans, þeir Baldur og Júlíus Guðmundssynir.
G. Rúnar Júlíusson 12 ára og Júlíus Valgeirsson. arnim@mbl.is
Stjarnan úr þáttaröðinni Malcolmin the Middle, Frankie Muniz,
ætlar að leggja leiklistina á hilluna
næstu tvö árin til að helga sig kapp-
akstri. Hinn tví-
tugi leikari, sem
hefur leikið séníið
Malcolm í þátta-
röðinni síðan
hann var tólf ára,
segir að tími sé
kominn til að taka
sér hlé frá leik-
listinni til að elta
draum sinn um að aka kappakst-
ursbílum.
„Það er ekki hægt að gera bæði í
einu því þá fær maður ekki nógan
tíma í bílnum,“ sagði Muniz. En
hann ætlar að snúa aftur að leiklist-
inni sem fullorðinn leikari. „Ég held
að það verði auðveldara fyrir mig að
hverfa frá um stund og koma svo aft-
ur þegar ég er 23 eða 24 ára og byrja
upp á nýtt í leiklistinni sem fullorð-
inn,“ sagði Muniz.
Fox hefur ákveðið að framleiða
ekki fleiri þætti af Malcolm þar sem
áhorfendum hefur fækkað.
Eiginkona Pauls McCartney,Heather Mills, þurfti nýlega að
gangast undir aðgerð á fæti og er nú
í hjólastól. Mills er 38 ára gömul
fyrrum fyrirsæta
en hún lenti í
mótorhjólaslysi
1993 og missti
neðan af fæti. Nú
var verið að
græða vef á bein-
stúfinn á nýjan
leik.
Mills hafði
frestað þessari aðgerð, en var orðin
svo þjökuð af sársauka að hún varð
að láta verða af henni og hvílist nú á
heimili sínu með sir Paul og ungri
dóttur þeirra Beatrice. Mun hún
þurfa að vera í hjólastól næsta mán-
uðinn og trúlegast á hækjum eitt-
hvað eftir það.
Fólk folk@mbl.is