Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ENSKA hljómsveitin I’m Being Go- od er væntanleg til landsins en hún hyggst spila á fimm tónleikum hér á landi frá 13. til 18. apríl. I’m Being Good er frá strand- bænum Brighton og hefur starfað í ýmsum myndum í ellefu ár. Breið- skífur þeirra eru þrjár talsins og hafa þær allar nema sú nýjasta, Family Snaps, komið út á útgáfu þeirra Infinite Chug. Núverandi meðlimaskipan er Andrew Clare (gítar og rödd), Tom Barnes (gítar), Dave Evan Campell (trommur) og Stuart O’Hare (bassi). I’m Being Good geta stoltir skipað sér í hóp með framsæknari jaðarböndum Breta og meðal aðdáenda sveit- arinnar var útvarpsmaðurinn John heitinn Peel sem bauð þeim nokkr- um sinnum í hinar annáluðu Peel Sessions. I’m Being Good hafa túrað með og deilt sviði með virtum nöfnum úr jaðargeiranum og má m.a. nefna Trumans Water, Mogwai, Melt Ban- ana, North of America, Dianogah, Deerhoof, Oxes, Fuck, Young People, Sleater-Kinney og fleiri. Meðlimir I’m Being Good hafa í hjá- verkum unnið með tónlistarmönnum á borð við Thurston Moore (Sonic Youth), Derek Bailey (lærifaðir Jim O’ Rourke (Sonic Youth, Wilco)), Jad Fair (Half Japanese o.fl.) og Jer Reid (Dawson). Tónleikadagskráin 13. apríl – Tónlistarþróun- armiðstöðin, Hólmaslóð 2 14. apríl – Grand Rokk 15. apríl – Edinborgarhúsið, Ísa- firði (Aldrei fór ég suður) 17. apríl – Gamla Bókasafnið, Hafnarfirði 18. apríl – Frumleikhúsið, Keflavík Tónlist | Hljómsveitin I’m Being Good með tónleikaröð á Íslandi Hljómsveitin I’m Being Good í Bláa lóninu. www.myspace.com/imbeinggood www.imbeinggood.com www.jonsonfamily.com Páskarokk Í TILEFNI þess að glænýr íslensk- ur tónlistarþáttur er farinn í loftið á sjónvarpsstöðinni Sirkusi var efnt til veislu á Kaffibarnum á laugardagskvöldið. Þátturinn ber nafnið Bak við böndin og eru um- sjónarmenn hans Ellen og Erna en þær eru þekktar fyrir að hafa starfað sem plötusnúðatvíeyki. Þær ætla að taka fyrir fjölbreytt tónlistarfólk í þáttunum, í þeim fyrsta var Gus Gus til umfjöllunar en í þætti vikunnar verður skyggnst inn í líf Ampops. Morgunblaðið/Eggert Kjartan F. Ólafsson er meðlimur í hljómsveitinni Ampop, sem er umfjöll- unarefni tónlistarþáttarins Bak við böndin í þessari viku. DJ dúettinn Kakaka leysti Ernu og Ellen af á vaktinni.Skarphéðinn Guðmundsson og Ingvar E. Sigurðsson. Stjórnendurnir og plötusnúðarnir Ellen og Erna með framleiðanda þátt- arins, Dóru Takefusa, á milli sín á Kaffibarnum.Böndin styrkt eeeee Dóri Dna / Dv Frá höfundi „Traffc“ eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV eee V.J.V. topp5.is eee S.V. mbl BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM Basic Instinct 2 kl. 6 og 9 b.i. 16 ára V for Vendetta kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 og 8 Syriana kl. 10 b.i. 16 ára Lassie kl. 6 FRELSI AÐ EILÍFU ! eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee- A.B. Blaðið Sharon Stone er í banastuði eins og í fyrri myndinni. FORSÝND Í KVÖLD Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. Kjólar við buxur Mikið úrval Mörg mynstur Stærðir 36-48 Verð 3.990 Laugavegi 54 sími 552 5201

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.