Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MAGNEA Þorkels-
dóttir, biskupsfrú, er
látin. Hún lést í gær-
morgun að heimili dótt-
ur sinnar í Skálholti, 95
ára að aldri.
Magnea fæddist 1.
mars 1911 í Reykjavík
en hún var Skaftfelling-
ur í báðar ættir. For-
eldrar hennar voru
Þorkell Magnússon,
vélstjóri og sótari, og
Rannveig Magnúsdótt-
ir, húsfreyja. Hún nam
við Kvennaskólann í
Reykjavík og útskrif-
aðist með ágætiseinkunn árið 1929.
Magnea giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sigurbirni Einarssyni,
biskupi, 22. ágúst árið 1933, eða fyrir
tæplega 73 árum. Fyrsta heimili
þeirra var í Uppsölum í Svíþjóð á
meðan Sigurbjörn var í námi en síð-
an fluttust þau heim og
bjuggu sem prestshjón
á Breiðabólsstað á
Skógarströnd árin
1938–41. Frá 1941
bjuggu þau í Reykjavík
en þegar embættisferli
Sigurbjörns lauk árið
1981 fluttu þau í Kópa-
vog.
Magnea var lengst af
húsmóðir á stóru heim-
ili. Hún var um tíma
formaður kvenfélags
Hallgrímskirkju og var
alla tíð mikilhæf hann-
yrðakona og saumaði
þjóðbúninga, meðal annars skaut-
búninga.
Magnea og Sigurbjörn eignuðust
átta börn; Gíslrúnu, Rannveigu, Þor-
kel, Árna Berg, Einar, Karl, Björn
og Gunnar. Tvö barna þeirra eru lát-
in, þeir Árni og Björn.
Andlát
MAGNEA
ÞORKELSDÓTTIR
Á FJÖLMENNUM baráttufundi
sérhæfðs starfsfólks og félagsliða
á nokkrum hjúkrunar- og dvalar-
heimilum í Kiwanissalnum í
Reykjavík í gær, var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta að
boða til viku langs setuverkfalls
aðfaranótt 21. apríl. Þá hyggja
starfsmennirnir, nær eingöngu
konur, á uppsagnir fyrir mánaða-
mótin. Samninganefndir Samtaka
fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og
Eflingar komu saman ásamt
fulltrúum starfsmannanna í gær
og hófu viðræður um gildandi
kjarasamning og hvernig leysa
mætti deiluna.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráð-
herra, sagðist í umræðum á Al-
þingi í gær fagna því að samnings-
aðilar væru farnir að ræða saman.
Hann vísaði því á bug í samtali við
Morgunblaðið að ráðamenn og
stjórnendur hefðu vísað hver á
annan í málinu og sagði ekkert
hægt að segja um hver aðkoma
ríkisins yrði að málinu fyrr en nið-
urstaða fengist í viðræðum for-
svarsmanna og starfsmanna við-
komandi stofnana. Hann sagði þó
að hugsanlega mætti flýta viðræð-
um um daggjöld til að liðka fyrir.
Launakjör við umönnun
fatlaðra verði leiðrétt
Trúnaðarmannafundur starfs-
manna sambýla og annarra starfs-
stöðva fyrir fatlaða sem starfa hjá
ríkinu sendi í gær frá sér ályktun
þar sem krafist er kjaraleiðrétt-
ingar þeirra sem lægst hafi launin
hjá ríkinu til samræmis við það
sem nýlega hafi verið gert hjá
sveitarfélögunum.
„Erfiðlega hefur gengið að fá
ófaglært fólk til starfa og það mis-
ræmi sem upp er komið í launa-
kjörum hjá ríki og sveitarfélögum
í þessum geira eykur enn á þann
vanda,“ segir meðal annars í álykt-
uninni. „Fyrirsjáanlegt er að ef
ekki verður bætt úr þessu og laun
þeirra sem starfa við umönnun
fatlaðra verða hækkuð stefnir í
ófremdarástand.“
Boða viku setuverkfall
og uppsagnir í kjölfarið
Hugsanlega má flýta viðræðum um daggjöld til að
liðka fyrir, segir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra
Allt of þægar | 10–11
KRÓNAN var með lægra verð í 29 til-
vikum af 36 í verðkönnun sem Morg-
unblaðið gerði í Krónunni á Bíldshöfða og
Bónus á Smáratorgi eftir hádegi í gær.
Matvörukarfan kostaði 8.565 krónur í
Krónunni en 9.171 krónu í Bónus og er
karfan 6,6% ódýrari í Krónunni en Bónus.
Þó nokkru munaði á verði ýmissa vöru-
tegunda og var mestur verðmunurinn á
tveggja kílóa pokum af gullauga kart-
öflum sem kostuðu 49 krónur í Bónus en
81 krónu í Krónunni. | 26
.
%/2
!%
/%
Krónan oftar
með lægra verð
HREINN Jakobsson hefur látið af störfum
sem forstjóri Skýrr, dótturfélags Kögunar.
Hann segir ástæðu uppsagnarinnar vera þá
að hann hafi verið ósáttur við þær breyt-
ingar sem orðið hafa á eignarhaldi Kög-
unar undanfarið. Nýlega keypti Dagsbrún
51% hlut í Kögun og hefur gert öðrum hlut-
höfum yfirtökutilboð.
„Ég fagnaði því þegar Síminn keypti 39%
hlut í Kögun og taldi að félögin ættu mikla
samstarfsmöguleika, enda hefur Síminn
verið einn stærsti viðskiptavinur Kögunar
um árabil. Ég tel því að skammtímasjón-
armið hafi ráðið mestu um að meirihluti
Kögunar var seldur til Dagsbrúnar. Ég er
einfaldlega leiksoppur þess valdabrölts sem
hefur verið í gangi,“ segir Hreinn. | 14
Hreinn hættir sem
forstjóri Skýrr
„FYRST hélt ég að þetta væri svona tíu
punda fiskur en þegar ég strandaði honum
á eyrinni sá ég hverskonar lengja þetta
var, ekkert nema haus-
inn og langur búk-
urinn,“ sagði Arthur
Galvez sem landaði 109
cm löngum sjóbirtingi í
Vatnamótunum.
Arthur, sem veiddi tvo aðra sem mæld-
ust 98 cm langir, giskaði á að tröllið hefði
verið svona 13–14 pund. Fullvíst má telja
að hann hafi verið um eða yfir 20 pund
þegar hann gekk í ána í haust. | 12
109 cm sjóbirtingur
í Vatnamótunum
UNGUR maður, sem lenti í snjó-
flóði í Hoffellsdal í gær, var úr-
skurðaður látinn á ellefta tímanum í
gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á
Eskifirði. Björgunarsveitarmenn
fundu manninn klukkan 20.20 og
fluttu hann á vélsleða niður að bæki-
stöð björgunarsveitarmanna að
bænum Hólagerði, skammt frá Hof-
fellsdal, þar sem læknir tók á móti
manninum. Honum var komið í
sjúkrabíl en endurlífgunartilraunir
báru ekki árangur og var hann úr-
skurðaður látinn á leiðinni á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Neskaupstað.
Hátt á annað hundrað björgunar-
menn tóku þátt í leitinni að mann-
inum, sem hafði ásamt félaga sínum
verið á vélsleða í dalnum þegar flóð-
ið skall á. Félagi mannsins slapp
undan flóðinu og gat látið vita.
Hann fór til móts við fyrstu björg-
unarmennina sem voru komnir á
svæðið innan við klukkustund eftir
að flóðið féll.
Allar björgunarsveitir á Austur-
landi voru kallaðar út og sendar á
svæðið til leitar en björgunarmaður
með leitarhund hafði upp á mann-
inum þegar hann hafði legið í snjón-
um í tæplega tvær og hálfa klukku-
stund. Hann var þá meðvitundar-
laus og á kafi í snjó.
Óvenju stórt flóð
Að sögn Guðjóns Más Jónssonar,
sem stýrði aðgerðum á bækistöð
björgunarmanna, voru aðstæður til
leitar ágætar en flóðið óvenju stórt
og fór yfir mikið svæði. Hann segir
það hafa verið nokkuð verk að koma
björgunarmönnum upp á fjallið á
vélsleðum og að betra hefði verið að
hafa þyrlu á svæðinu.
Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Landsbjargar, segir að alls
hafi um 85 björgunarsveitarmenn
verið á svæðinu og 80 til viðbótar
verið kallaðir út, þar á meðal frá
höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesj-
um, Þingeyjarsýslu og Eyjafirði.
Fjórir leitarhundar voru notaðir og
segir Jón ljóst að þeir hafi skipt
miklu máli og að án þeirra hefði tek-
ið mun lengri tíma að finna mann-
inn.
Viðbúnaður var hjá Landhelgis-
gæslunni og áhöfn TF-SIF var köll-
uð út kl. 18.44 og óskað eftir því að
hún kæmi á staðinn. Hins vegar mat
áhöfn þyrlunnar ástandið þannig að
þyrlan myndi ekki nýtast í verkefn-
ið vegna myrkurs en nætursjón-
aukabúnaður þyrlunnar hefur ekki
verið vottaður.
Þyrlan var því afturkölluð en
þyrla varnarliðsins kölluð út og var í
þann mund að fara í loftið þegar til-
kynning barst um að maðurinn
hefði fundist. Þá var samhæfingar-
stöð Almannavarna virkjuð og
fulltrúi Landhelgisgæslunnar var
þar meðan á aðgerðum stóð.
Hinn látni var á þrítugsaldri.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hans að svo stöddu.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Umfangsmikil leit var gerð að manninum í gær og hér má sjá björgunarmenn í bækistöð leitarmanna við Hólagerði.
Ungur maður lést í snjóflóði
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
E+#
AM3
5&/=$
!
! " ! 8?M
3
#
# 75
$
)!((!!
%
%;