Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar www.rumfatalagerinn.is LAGERMENN Rúmfatalagerinn óskar eftir lagermönnum, í boði er fullt starf. Góð laun í boði fyrir duglega einstaklinga. Mikil vinna í boði á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Ör vöxtur fyrirtækisins gefur mikla möguleika á að vaxa í starfi. Hæfniskröfur: • Hressleiki • Opin fyrir nýjungum • Tilbúin að læra • Metnaður og áhugi Umsóknir sendist á rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201 Kópavogur merkt „Lagermaður“. Allar nánari upplýsingar veitir Daði Hrólfsson í síma 820-8005 eða á staðnum í Smáratorgi 1. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499 Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Glerártorg 600 Akureyri 463 3333 Póstkrafa Glerártorg 463 3333 Smáratorgi 1 200 Kópavogi 510 7000 Póstkrafa Smáratorgi 1 510 7020 Þjónustufulltrúi Starfið felur í sér þjálfun og kennslu starfs- manna ásamt umsjón með verkgæðum og skip- ulagningu verkefna. Þar sem starfinu fylgja mik- il samskipti við viðskiptavini og starfsfólk leitum við að þjónustuliprum, jákvæðum og brosmild- um aðila með mikla lagni í samskipum. Að jafnaði er um dagvinnu að ræða virka daga en viðkomandi getur sjálfur skipulagt starfs- daginn með tilliti til verkefna og þarf að vera tilbúinn til að taka að sér tilfallandi vinnu á kvöldin og um helgar. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað fyrir 25. maí nk. á netfanginu rosa@raestir.is eða til Ræstis ehf, Faxafeni 10, 108 Reykjavík. Vélamenn og meiraprófsbílstjórar óskast Óskum eftir að ráða vélamenn og meiraprófsbíl- stjóra til starfa. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Jarðvéla í síma 414 7500, Bakkabraut 14, 200 Kópavogi, eða fyllið út umsóknareyðublað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is. Rennismiðir óskast framtíðarstörf Vélvík ehf. óskar að ráða rennismiði með sveinspróf. Í boði eru góð laun á afar vel búnu verkstæði þar sem verkefni eru fjölbreytileg. Tækifæri fyrir vandvirka menn með metnað. Vélvík ehf., Höfðabakka 1, 110 Reykjavík, sími 587 9960, netfang velvik@velvik.is Miðfell hf. Ísafirði auglýsir eftir skrifstofustjóra Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun og/eða reynsla æskileg. Upplýsingar veita: Elías Oddsson símar 450 4001 og 863 3870 og Hannes Haraldsson sími 450 4000. Menntaskólinn á Ísafirði Staða aðstoðar- skólameistara Staða aðstoðarskólameistara við Menntaskól- ann á Ísafirði er laus til umsóknar. Um er að ræða heila stöðu og verður ráðið í hana til eins árs frá 1. ágúst 2006. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameist- ara og vinnur ásamt honum við daglega stjórnun og rekstur skólans á grundvelli nánari starfslýs- ingar. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 6. gr. laga nr. 86/1998 um leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari. Reynsla af starfi í framhaldsskóla er skilyrði ráðningar en auk þess er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og KÍ. Skriflegar umsóknir, ásamt starfs- og náms- ferilsskrá, skulu hafa borist skrifstofu skólans (pósthólf 97, 400 Ísafirði) fyrir fimmtudaginn 25. maí 2006. Nánari upplýsingar veitir Ólína Þorvarðardóttir skólameistari í s. 450 4401. Skólameistari. Húsavíkurbær Ertu leikskólakennari tilbúinn að takast á við krefjandi starf og uppbyggingu? Húsavíkurbær auglýsir eftir leikskóla- stjóra að nýjum leikskóla. Á Húsavík búa um 2.300 manns, þar er öflugt félags- og menningarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu og vegalengdir litlar. Í bænum eru framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heil- brigðisstofnun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Frá 10. júní 2006 verður Húsavíkurbær hluti nýs sameinaðs sveitarfélags með Kelduneshreppi, Raufarhafnarhreppi og Öxarfjarðarhreppi. Frá 1. ágúst 2007 verða núverandi leikskólar á Húsavík sameinaðir í eina stofnun, byggt verður við núverandi leikskóla við Iðavelli og eldra hús endurnýjað og aðlagað nútíma kröf- um. Við hönnun nýbyggingar og endurgerð eldra húss er lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir starfsfólk og möguleika á sveigjanlegu skóla- starfi. Leikskólastjóri þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2006 og mun stýra leikskólanum Bestabæ jafn- framt því að stýra breytingarferli og mótun starfs nýs leikskóla sem tekur til starfa undir hans stjórn 1. ágúst 2007. Fyrir höndum eru spenn- andi tímar í krefjandi og uppbyggjandi starfi. Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og dríf- andi einstaklingi með leiðtogahæfileika sem sýnt getur frumkvæði í starfi og býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæði og skipu- lögð vinnubrögð eru kostir. Skilyrði er að við- komandi hafi menntun sem leikskólakennari, reynsla af stjórnun leikskóla eða menntun á sviði stjórnunar eða rekstrar er kostur. Umsóknarfrestur er til 28. maí 2006. Skriflegum umsóknum skal skila til undirritaðrar sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Erla Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar, Ketilsbraut 7, 640 Húsavík. Vinnusími 464 6123; GSM 867 2669; netfang: erla@husavik.is Hársnyrtivörur Óskum eftir duglegum sölumanni sem fyrst. Manneskja tengd hárgreiðslu, vinnutími frá kl. 9-13. Enskukunnátta nauðsynleg. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa þjónustu- lund. Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi verða að vera til staðar. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið. Umsóknir ásamt ferilskrá og mynd óskast send- ar á mitchell@mi.is S.Sigurðsson heildverslun ehf. Bílstjóri óskast á lítinn sendibíl. Þarf að vera kunnugur á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. merktar: „B — 18570“ fyrir 23. maí. Raðauglýsingar 569 1100 Tölvunarfræðingur Laust starf tölvunarfræðings hjá Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða tölvun- arfræðing/kerfisfræðing með reynslu af skóla- starfi í 50% starf nú þegar. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á vefsmíði og forritun. Einnig kemur til greina að ráða í starfið kennara með kennslureynslu og verulega tölvuþekk- ingu og reynslu af forritun. Um er að ræða starf við gerð og útgáfu náms- efnis á vef Námsgagnastofnunar. Námsgagnastofnun er leiðandi stofnun á sviði námsefnisútgáfu á Íslandi og leggur metnað sinn í að gefa út fjölbreytt og vandað námsefni fyrir grunnskóla. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á skemmti- legum vinnustað. Allar nánari upplýsingar um starfið veita Ingi- björg Ásgeirsdóttir forstjóri og Tryggvi Jakobs- son útgáfustjóri í síma 535 0400 eða í tölvu- pósti ingibjörg@nams.is og tryggvij@nams.is. Umsóknum ásamt öllum nauðsynlegum upp- lýsingum skal koma til Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166, fyrir 30. maí 2006. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.