Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 51 DAGBÓK Námskeið í Feldenkreistækni verðurhaldið í Skálholti dagana 25. til 27. maí.Leiðbeinandi á námskeiðinu er SibylUrbancic tónlistarmaður sem er sér- hæfð í kennslu Feldenkreisaðferðarinnar og starf- ar í Vínarborg. „Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á nám- skeið í Feldenkreistækni í Skálholti en námskeiðið er ekki aðeins ætlað hreyfiskertum, heldur getur verið gagnlegt öðrum enda getur notkun Felden- kreistækni haft mikið forvarnargildi,“ segir Bern- harður Guðmundsson, rektor Skálholtsskóla. „Feldenkreisaðferðin er byggð á rannsóknum Moshé Feldenkreis og hjálpar fólki með hreyfiörð- ugleika að liðka liði og auka hreyfigetu sína,“ segir Bernharður. „Aðferðin felur í sér að sjónum er beint að því hvernig líkaminn og einstakir vöðvar hans starfa, og sameina þannig huga og hreyfingu til að efla hreyfigetu. Gerðar eru æfingar, en þær mótast fyrst og fremst af hugsuninni og að ná aftur stjórn yfir vöðvum sem hættir eru að hlýða. Við gerum svo margt óhugsað með líkamanum, en með Feldenkreistækni er hreyfingin meðvituð og lært hvernig er einfaldast að beita vöðvunum án þess að níðst sé á líkamanum.“ Námskeiðið er haldið í umhverfi Kyrrðardaga í Skálholti og þess gætt að þáttakendur fái næga hvíld. „Námskeiðið er haldið með þeim hætti að hægt er að gjörnýta þann tíma sem þátttakendur dvelja í Skálholti. Dvalið er í Skálholti fulla tvo sól- arhringa og dekrað við þátttakendur í mat og ytri gæðum og hægt að halda fjórar til fimm samverur á dag þar sem Feldenkreisaðferðinni er beitt,“ seg- ir Bernharður. Bernharður nefnir sem dæmi um árangur tækn- innar þátttakanda á námskeiði í Skálholti sem hafði fjóra fingur annarrar handar kreppta inn í lófa en gat að loknu námskeiði teygt úr einum þeirra. „Á námskeiðunum hefur myndast ákaflega skemmtilegt samfélag hér í Skálholti og við sjáum að þeir sem verið hafa á fyrri námskeiðum eru margir búnir að skrá sig aftur til þátttöku. Margir þátttakenda eiga við hreyfiskerðingu að stríða, s.s. vegna Parkinsonssjúkdómsins, en svo eru aðrir sem einfaldlega eru farnir að stirðna og finna að þeir hafa þörf fyrir að liðka vöðva sína,“ segir Bern- harður. „Mér hefur þótt gaman að sjá hve mikil gleði og skemmtun ríkir á þessum námskeiðum, enda þátttakendur í nánu umhverfi og vinna marga smásigra meðan á dvölinni stendur. Það vill oft henda að maðurinn er öllum stundum ýmist að kafa í fortíðinni eða leggja á ráðin um framtíðina, en hér leitumst við við að einbeita okkur að því sem er hér og nú og njóta stundarinnar.“ Enn eru laus nokkur pláss á Feldenkreis- námskeiðið í Skálholti. Þátttökugjaldi er stillt í hóf og er skráning í Skálholtsskóla, síma 486 8870, þar sem einnig má leita frekari upplýsinga. Heilsa | Sibyl Urbancic leiðbeinir á Feldenkreisnámskeiði, fyrir hreyfiskerta og aðra Liðugri líkami með Feldenkreis  Bernharður Guð- mundsson fæddist í Önundarfirði 1937. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1956, prófi í guðfræði frá HÍ 1962 og lauk meistaranámi í fjölmiðlun frá háskól- anum í Illinois 1978. Bernharður var sókn- arprestur í sveit, þorpi og borg, fréttafulltrúi og síðar fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar, starfaði við fjölmiðlastörf í Afríku og stjórnunarstörf í Genf á vegum Lútherska heimssambandsins. Bernharður hefur síðustu fimm ár verið rektor Skálholtsskóla. Bernharður er kvæntur Rann- veigu Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Föstudaginn 19.maí n.k. verður sextugur Gunn- ar Sigurðsson bæjarfulltrúi, fram- kvæmdastjóri Olís á Vesturlandi og f.v. formaður K.F.I.A., Espigrund 3, Akranesi. Hann og eiginkona hans, Sigríður Guðmundsdóttir, taka á móti gestum í sal Íþróttamiðstöðvarinnar að Jaðarsbökkum á afmælisdaginn kl. 18– 20. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 18. maí, erfertugur Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæj- arfulltrúi í Reykjanesbæ. Ólafur tekur á móti gestum í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík, á morgun, föstudaginn 19. maí, klukkan 20. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ránargata - glæsileg Vorum að fá í einkasölu glæsilega 6 herbergja 128 fm íbúð ásamt tveimur herbergjum í kjallara. Íbúðin er á tveimur hæðum. Sérinngangur. Á neðri hæðinni er forstofa, gangur, eldhús, baðherbergi og stór stofa. Á efri hæð- inni eru fjögur stór herbergi. Íbúðin er mjög glæsileg og hefur verið standsett á vandaðan hátt. Gegnheilt eikarparket og flísar á gólfum. Lóðin er nýstandsett með nýrri grasflöt og hellulögn. Fallegar sagnir. Norður ♠76 ♥Á76 A/Allir ♦KD10 ♣D8652 Vestur Austur ♠95 ♠83 ♥DG4 ♥K10532 ♦762 ♦983 ♣ÁK1097 ♣G43 Suður ♠ÁKDG1042 ♥98 ♦ÁG54 ♣– Í sveitakeppni Cavendish-mótsins í síðustu viku kom upp slemmuspil, sem reyndist mörgum erfitt í sögnum. Sví- inn Björn Fallenius og hinn bandaríski makker hans Roy Welland, leystu þó vandann á fallegan máta: Vestur Norður Austur Suður Fallenius Welland – – Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 lauf * Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass 6 spaðar Allir pass Stökk Wellands í fjögur lauf við kröfugrandinu sýnir einspil eða eyða í laufi (splinter) og sjálfspilandi opn- unarlit. Á ensku er talað um „auto- splinter“ þegar opnari „samþykkir“ eigin lit á svo afgerandi hátt. Kröfugrandið er aldrei sterkt, svo Fallenius var sáttur við sín spil og sýndi fyrst fyrirstöðu í tígli og síðan í hjarta þegar Welland sló af í fjórum spöðum. Við það hresstist Welland aft- ur og bauð upp á sex tígla í framhjá- hlaupi, enda hugsanlegt að norður ætti langan tígul og hjartakóng, sem þyrfti að valda fyrir útspili. Svo var ekki og Fallenius breytti í sex spaða. Vel gert. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hver þekkir konuna ámyndinni? HVER þekkir konuna sem er á þess- ari mynd? Myndin er líklegast tekin í Vestmannaeyjum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hringið í Leif Sveinsson í síma 551 3224. (Íslenskt?) réttlæti Á DÖGUNUM las ég ofurlitla frétt í blaði þess efnis að gæfulaus maður sæti í herfangelsi í Þýskalandi og biði dóms. Væri varla frétt ef ekki væri fyrir þá sök að brot mannsins var morð og það var framið á Íslandi. Þess var getið í framhjáhlaupi að hann gæti jafnvel hlotið líflátsdóm. Á þessu sé ég eftirtalda vankanta: Brotið var framið á Íslandi, hefði því átt að rannsakast af íslenskri lög- reglu og maðurinn þá að dæmast af íslenskum dómi? Nú kann þetta að virðast hinn mesti sparðatíningur, en eftir stendur að kannski verður hann dæmdur til lífláts, sem mun vera bannað samkvæmt íslenskum lögum, og hefur verið í nokkra mannsaldra. Ég vil því fara þess á leit við þá ráðherra sem um þetta hafa eitthvað að segja að þeir leiti eftir því að þessi lánlausi maður verði framseldur til Íslands svo dæma megi hann sam- kvæmt þeim lögum sem þar heyra til. Og sýna þar með umheiminum að við stöndum Bandaríkjamönnum framar í mannréttindamálum. Úlfur Ragnarsson. Týnd gleraugu áLaugavegi HERRA sjóngleraugu týndust á Laugaveginum (einhvers staðar á milli húsa nr. 27 og 76) síðdegis sunnudaginn 14. maí. Gleraugun sem eru svört Gucci-gleraugu með sterk- um glerjum eru í svörtu Ray-Ban- hulstri og er þetta mikill missir fyrir eiganda. Finnandi vinsamlegast komi gleraugunum til lögreglu eða hafi samband í síma 866 7226. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 d6 4. g3 Rc6 5. Bg2 Rf6 6. O-O Be7 7. He1 Dc7 8. c3 b6 9. d4 e5 10. Ra3 Bg4 11. dxc5 dxc5 12. Bg5 O-O 13. Bxf6 Bxf6 14. Rc4 Hfd8 15. De2 Dd7 16. Re3 Re7 Staðan kom upp á skákmóti öðlinga sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Kristján Guðmundsson (2235) hafði hvítt gegn Kára Sólmundarssyni (1890). 17. Rxe5! Bxe2? fýsilegra var að leika 17... Bxe5 þó að svarta staðan væri slæm eftir 18. Rxg4. 18. Rxd7 Hxd7 19. e5! Bxe5 20. Bxa8 Bd3 21. Had1 og svartur gafst upp. Þorsteinn Þorsteinsson og Kristján urðu jafnir í efsta sæti á mótinu en Þorsteinn bar sigur úr býtum eftir stigaútreikning. Benedikt Jónasson varð hinsvegar hlutskarpastur á hraðskákmóti öðlinga en þátttaka á því móti var allgóð. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í KVÖLD kl. 22.30 er komið að enn einum atburðinum á Hláturhátíð Borgarleikhússins. Þá munu valdir leikarar Borgarleikhússins leika fyrir áhorfendur þeirra uppáhalds- atriði úr Áramótaskaupum Sjón- varpsins og fer skemmtunin fram í forsal leikhússins. Leikararnir kvöldsins eru: Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Halldór Gylfason, Sóley Elíasdóttir, Friðrik Friðriksson, Hildigunnur Þráins- dóttir og Orri Huginn Ágústsson. Leiktu fyrir mig! Hjá Máli og menningu er komin út Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lind- gren í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Í Matthíasarskógi búa grádvergar, rassálfar og nornir, og í kastalanum sem elding klauf í tvennt fyrir löngu hafast við tveir ræningjaflokkar. Þetta eru heimkynni vinanna Ronju og Birkis sem rata í fjölmörg ævintýri saman en lenda þó fyrst í vanda þegar þau þurfa að koma vitinu fyrir tvo þrjóska ræn- ingjahöfðingja. Ronja ræningjadóttir er sígild saga eftir einn ástsælasta barnabókahöf- und allra tíma. Bókin er 237 bls. Verð: 2.490 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.