Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ANNAR hluti af athugasemdum
við fræðslurit sem gefið hefur ver-
ið út af undirstofnun samgöngu-
ráðuneytis.
Regla 28 gefur til-
efni til fyrirspurnar
en þar er skráð: „Þrjú
rauð hringljós, lóðrétt
hvert upp af öðru eða
sívalning“. Ekki er
þess getið að „sívaln-
ingurinn“ eigi að vera
upplýstur eða hvernig
hann eigi að sjást í
myrkri ef valið er að
hafa sívalninginn en
ekki rauðu ljósin þrjú.
Er þarna um að ræða
óskiljanlegan agnúa á
framsetningu reglunnar.
Liður 22 í viðauka /Vaktreglur /
Undirkafli A-VIII/ I er svo mein-
gallaður að ekki er hægt að skilja
hvað átt er við. Orðrétt er greinin
svohljóðandi: „Ef beitt er stjórn-
tökum, stefnu- og hraðabreyt-
ingum eða gripið hefur verið til
stjórntaka til þess að forðast yf-
irvofandi hættu í hvert skipti sem
leysa á yfirmann á vakt af skal
fresta vaktaskiptum þar til stjórn-
tökum er lokið.“ – Orðalag þetta
er svo klúðurslegt að málhelti
verður eina skýringin. Hvað þýðir
innskotið „…í hvert skipti sem
leysa á yfirmann á vakt af …“ eða
hvaða merkingu hefur það. Hefði
ekki verið skiljanlegra að sleppa „í
hvert skipti sem“ og setja í staðinn
orðið „þegar“?
Liður 26 í sama viðauka er enn
eitt undrabarnið í óskiljanlegri
orðgnótt nýyrðahöfunda. Skyldu-
störf vakthafandi skipstjórn-
armanns á stjórnpalli hafa verið
skilgreind sem skyldustörf sem
vinna þarf á vaktinni. Hljóta það
að vera þau störf sem talið er að
vinna þurfi og ekki trufla örugga
siglingu skipsins. Því er spurt:
Hvaða skyldustörf eru það sem átt
er við í þessari grein sem hugs-
anlega kæmi til að skipstjórn-
armanni yrði falið að framkvæma
og ekki samrýmast
varðstöðu hans á
stjórnpalli?
Hefði ekki verið
réttara að orða grein-
ina þannig að í stað
„skyldustörf“ hefði
staðið „önnur störf“?
Skyldustörf á hann að
framkvæma en ekki
önnur störf.
Í viðauka þessum er
getið um útvörð og
vaktmann/vaktmenn
án þess að skilgreint
sé hver mismunurinn
er. Einnig er látið að því liggja að
vaktmenn séu fleiri en einn með
skipstjórnarmanni en hvergi getið
um nema einn útvörð. Er munur á
öruggri vakt og dyggilegum út-
verði? Orðalag þetta sem notað er
í 42. lið I. Viðauka er undarlegt í
meira lagi því hvoru tveggja virð-
ist samkvæmt greininni gilda um
siglingavakt.
Eitt furðufyrirbærið í I viðauka
/Vaktreglur / Undirkafli A-VIII/ I
er liður sem nefnist VAKTA-
SKIPTI – liður 58, undirliður 3. Í
þessum lið er allt í einu komið nýtt
rými eða nafn á rými í skipi sem
kallað er „varageymir“ eða réttara
sagt í fleirtölu „varageymum“.
Engin skýring er gefin á tilgangi
með notkun á þessum geymum þar
sem verið er að fjalla um eftirlit
með vökvageymum í skipi og kjal-
sogi. Getið er um stöðugleika-
tanka, geyma fyrir úrgangsolíu,
varageyma, ferskvatnsgeyma og
skolptanka. Í gegnum áratuga
starf til sjós hefur aldrei verið
minnst á varageymi eða vara-
geyma (ath. fleiri en einn) sem
vökvageymi.
Einu varageymarnir sem þekkst
hafa um borð í skipum eru raf-
geymar fyrir fjarskiptastöð og
neyðarlýsingu. Þar sem í upptaln-
ingu sérfræðinganna er hvergi get-
ið um olíubirgðageyma eða olíu-
tanka eins og þeir eru stundum
nefndir er spurt hvort spekinga
ráðherrans sem önnuðust samn-
ingu þessa rits hafi skort þekkingu
á heitum hluta um borð í skipum
og gripið til örþrifaráðs með of-
anrituðu nýyrði?
Í sama lið „VAKTASKIPTI“ er
annað furðufyrirbæri í íslenskri
málnotkun. Liður 58, undirliður 8,
býður upp á nýtt ökutæki sem
aldrei hefur þekkst á Íslandi áður.
Ökutæki þetta er gufuketill. Orð-
rétt stendur í greininni „…og ann-
ars búnaðar er tengist keyrslu
gufukatla“. Fram að útgáfu þessa
fræðslurits hefur verið talað um að
kynda undir katli, að kynda ketil
eða kynda upp ketil, en aldrei
heyrst að katlar væru keyrðir.
Þetta er vafalaust ný notkunar-
aðferð á kötlum sem æskilegt væri
að fá nánari skýringar á.
Í Undirkafla B-VIII/2, lið 5,
undirlið 10, og varðar stjórnun á
vakt í brú, er allundarlegt ákvæði.
Orðrétt stendur: 10. liður; „forðast
ber, að stöðva eða leggja niður
hvers konar óþarfa starfsemi og
truflanir“. Er þessi liður óskiljan-
legur í ljósi þess að þeir er ganga
vaktir á stjórnpalli skulu ekki
sinna neinum óþarfa störfum eða
neinar utanaðkomandi truflanir
raska þeirra skyldustörfum. Var
ekki einhver fljótaskrift á þessum
lið viðaukans?
Opið bréf til
samgönguráðherra
Kristján Guðmundsson gerir
athugasemd við fræðslurit sem
gefið hefur verið út af undir-
stofnun samgönguráðuneytis
’Skyldustörf vakthafandiskipstjórnarmanns á
stjórnpalli hafa verið
skilgreind sem skyldu-
störf sem vinna þarf á
vaktinni.‘
Kristján Guðmundsson
Höfundur er skipstjóri.
Í DAG, 18. maí, halda söfn um
víða veröld upp á alþjóðlega safn-
adaginn að frumkvæði ICOM (Int-
ernational Council of Museums).
ICOM er alþjóðaráð
safna sem starfar í
113 þjóðdeildum og
30 alþjóðanefndum í
samvinnu við
UNESCO. Í ár fagn-
ar ICOM því að 60 ár
eru liðin frá stofnun
þess. Íslandsdeild
ICOM er ein þjóð-
deilda samtakanna.
Hún var stofnuð árið
1985 og starfar sam-
kvæmt siðareglum og
samþykktum ICOM.
Félagsmenn eru um
50 talsins en einnig
eiga 6 söfn aðild að
deildinni. Formaður
Íslandsdeildarinnar
er Lilja Árnadóttir,
fagstjóri munasafns
Þjóðminjasafns Ís-
lands. Alþjóðanefndir
samtakanna einbeita
sér hver um sig að
sérstökum þáttum
safnastarfseminnar,
svo sem rekstri safna, skráningu
safnmuna, safnfræðslu og for-
vörslu, eða eru samtök sérhæfðra
safna á ýmsum sviðum, svo sem
byggðasafna, listasafna eða nátt-
úrufræðisafna svo eitthvað sé
nefnt. Íslandsdeild ICOM er mik-
ilvægur tengiliður milli íslenskra
safnmanna og hins alþjóðlega
safnaheims en ICOM hefur það að
leiðarljósi að stuðla að aukinni
fagmennsku safnmanna með sér-
staka áherslu á að efla faglega
ábyrgð. Siðareglur ICOM end-
urspegla þau grundvallaratriði
sem safnafólk um allan heim fylgir
í starfi sínu. Þær eru almennt við-
urkenndar sem viðmiðun í starfi
safnmanna en þar er auk faglegra
vinnubragða lögð megináhersla á
þjónustu við samfélagið, almenn-
ing og hina ýmsu hópa. Siðaregl-
urnar eru nýlega komnar út í ís-
lenski þýðingu og annast
Íslandsdeildin dreifingu þeirra.
Textann er jafnframt að finna á
heimasíðu deildarinnar, www.-
icom.is.
Stjórn og félagsmenn Íslands-
deildar ICOM hafa um árabil sótt
fundi og ráðstefnur hinna ýmsu
deilda ICOM víða um heim. Þar
gefst þeim kostur á að kynnast því
sem efst er á baugi í safnaheim-
inum hverju sinni og auka þekk-
ingu sína og faglegan skilning til
gagns fyrir íslenskt safnastarf.
Það má nefna að í haust verður
aðalfundur ICR, sem er al-
þjóðanefnd byggðasafna, haldinn á
Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti
sem aðalfundur alþjóðanefndar
innan ICOM er haldinn hér á
landi og er það til marks um auk-
inn áhuga alþjóðasamfélags safn-
manna á íslensku safnastarfi. Það
er ekki síst að þakka Guðnýju
Gerði Gunnarsdóttur, forstöðu-
manni Minjasafns Reykjavíkur og
fyrrum formanni Íslandsdeildar
ICOM, en hún hefur um árabil
verið virkur félagsmaður í ICR.
Yfirskrift alþjóðlega safnadags-
ins í ár, „Söfn og ungt fólk“, var
valin til að vekja almenning til vit-
undar um samskipti safna og ungs
fólks; hvernig ungt fólk getur tek-
ið þátt í að endurskilgreina hlut-
verk og starfshætti safna 21. ald-
arinnar og hvernig söfn geta tekið
þátt í að móta samfélag morg-
undagsins með því að hagnýta sér
gagnkvæm samskipti við þennan
hóp. Forseti ICOM, Alissandra
Cummins frá Barbados, heldur því
fram að söfn um allan heim geti
lagt mikið af mörkum með því að
veita lífsskilyrðum ungs fólks í því
samfélagi þau þjóna sérstaka at-
hygli. Það sé mikilvægt að safna-
heimsókn sé gerð áhugaverð og
söfn séu aðgengileg fyrir allt ungt
fólk til að gera því kleift að öðlast
þá reynslu sem slík heimsókn býð-
ur upp á. Þannig geti söfn stuðlað
að því að auka skilning og þekk-
ingu ungs fólks á um-
heiminum og verið
vettvangur fyrir skoð-
anaskipti og umræður.
Söfn eru gluggar sem
veita innsýn í undur
veraldar og þessa
glugga er mikilvægt
að opna ungu fólki
sem nálgast upplýs-
ingar með opnum
huga.
Í íslensku safna-
starfi hefur um árabil
verið lögð áhersla á að
ná til barna og ung-
linga með ýmsu móti.
Safnfræðsla er vax-
andi þáttur í starfsemi
safna og nemendur á
öllum þrepum
menntakerfisins eiga
þess kost að njóta
slíkrar fræðslu. Þekk-
ing og skilningur sem
verður til við safna-
heimsókn getur tengst
ólíkum þáttum í náms-
efni og í daglegu lífi nemenda,
bætt hæfni þeirra til að takast á
við ólík verkefni og dýpkað skiln-
ing þeirra á viðfangsefnum sínum.
Einnig hefur verið lögð áhersla á
að auka gagnvirka miðlun í söfn-
um en tölvan er miðill sem höfðar
sterkt til ungs fólks. Í nýjum
grunnsýningum safna er í auknu
mæli gert ráð fyrir að miðla þekk-
ingu til barna á þeirra forsendum
þannig að safnaheimsókn sé lif-
andi og áhugaverð fyrir þau. Það
má benda skemmtimenntar-
herbergi í grunnsýningu Þjóð-
minjasafns Íslands, þar sem börn
á öllum aldri geta t.d. kynnst sög-
unni á lifandi hátt, íklæðst her-
klæðum og hlýtt á upplestur og
skoðað listsýningu fyrir börn í
Listasafni Reykjavíkur – Kjarvals-
stöðum sem er gerð með það fyrir
augum að auka listskilning barna
og kynna þeim ýmsa þætti mynd-
lesturs.
Á Íslandi er ekki haldið sér-
staklega upp á alþjóðlega safna-
daginn en fyrir allnokkrum árum
var sú ákvörðun tekin í stjórn Ís-
landsdeildar ICOM að koma þess í
stað á fót íslenskum safnadegi
sem haldinn er annan sunnudag
júlímánaðar ár hvert. Hefur þessi
hefð fest í sessi og árlega hafa um
40 söfn um land allt tekið virkan
þátt í safnadeginum. Um árabil sá
stjórn Íslandsdeildarinnar um
framkvæmd safnadagsins en frá
árinu 2005 tók Safnráð við þessu
hlutverki. Íslenski safnadagurinn
verður haldinn þann 9. júlí nk. og
þá bjóða söfn um allt land til mik-
illar menningarveislu með fjöl-
breyttri dagskrá.
Markmið alþjóða safnadagsins
er að vekja athygli á því hlutverki
sem söfn gegna í samfélaginu, en
á tímum alþjóðavæðingar og örra
samfélagsbreytinga verður þetta
hlutverk stöðugt mikilvægara,
ekki síst til að varðveita og halda í
heiðri sérkennum og fjölbreyti-
leika í menningu hverrar þjóðar.
Safnastarf hefur tekið miklum
breytingum á undanförnum árum
og nú skilgreinir ICOM safn sem
stofnun í þjónustu samfélagsins og
þeirrar þróunar sem þar á sér
stað. Hornsteinar safnastarfs hafa
þó ekki breyst, þeir eru og hafa
alltaf verið að safna, varðveita,
rannsaka og miðla sameiginlegum
menningararfi fyrir samtímann og
komandi kynslóðir.
Söfn og
ungt fólk
Kristín G. Guðnadóttir
skrifar í tilefni af alþjóðlega
safnadeginum, sem er í dag
Kristín G. Guðnadóttir
’Markmið al-þjóða safna-
dagsins er að
vekja athygli á
því hlutverki sem
söfn gegna í
samfélaginu …‘
Höfundur er forstöðumaður
Listasafns ASÍ og meðstjórnandi
Íslandsdeildar ICOM.
UMRÆÐAN um afleitt ástand í
hjúkrunarmálum aldraðra undan-
farið hefur upplýst vel hvernig rík-
isstjórnarflokkarnir hafa látið vel-
ferðarmál hjúkrunarsjúklinga sitja
á hakanaum.
Á sama tíma og Sjálfstæð-
isflokkur ætlar að gera allt fyrir
aldraða í sveitarstjórnarkosning-
unum bíða hátt í 500 aldraðir í
brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum
og 100 aldraðir eru
fastir inni á hátækni-
spítala eftir að lækn-
ingu er lokið. Á síð-
asta ári létust 42
þeirra inni á spít-
alanum og áttu þess
því ekki kost að búa
við viðunandi að-
stæður undir það
síðasta. Svona tala
verk sjálfstæð-
ismanna þar sem
þeir ráða.
Fjölskyldur
að bugast
Nýverið sat ég fund aðstandenda
yngri hjúkrunarsjúklinga og fag-
fólks á Skógarbæ um afleita stöðu
þeirra og hvað væri til ráða. Ungir
hjúkrunarsjúklingar eiga fárra
kosta völ. Þetta unga fólk á ekki
samleið með öldruðum, enda dvel-
ur það á hjúkrunarheimilum mun
lengri tíma og verða þau heimili
þessara sjúklinga ævilangt, – oft í
áratugi.
Í þessum hópi eru ungir Alz-
heimersjúklingar, fólk með MS-
sjúkdóminn og ungt fólk sem hefur
lent í slysum. Allir þessir sjúkling-
ar þurfa sérhæfða þjónustu. Fyrir
þá vantar fjölbreytt úrræði, svo
sem hvíldarpláss til skemmri eða
lengri dvalar, sólarhringsvistun,
skammtímavist og heimilislegar
hjúkrunareiningar. Heimaþjónusta
kemur þeim og aðstandendum
þeirra yfirleitt ekki að notum. Fjöl-
skyldur þeirra eru að bugast og
veit ég að þær hafa verið að kaupa
þjónustu og liðveislu í vandræðum
sínum, en það gengur
ekki til langframa.
Hafa beðið í 6 ár
eftir plássi
Nú bíða 34 ungir
hjúkrunarsjúklingar
eftir plássi á hjúkr-
unarheimili. Þeir eru á
aldrinum 18 til 66 ára
og hafa þeir sem lengst
hafa beðið verið á bið-
lista frá árinu 2000 eða
í 6 ár. En hvar bíða
þessir sjúklingar? Þeir
eru á Grensásdeildinni,
á Landakoti, á Landspítalanum, í
Hátúninu, á sambýli og svo í
heimahúsum. Við vitum að aðstæð-
urnar á sjúkrahúsunum eru óheim-
ilislegar og ekki ætlaðar hjúkr-
unarsjúklingum, en þar eru þeir
með mikið veiku fólki.
Á Skógarbæ eru 11 pláss fyrir
unga hjúkrunarsjúklinga og í Hlein
við Reykjalund eru 7 pláss. Nokkr-
ir yngri sjúklingar eru líka á Eir.
Deildin í Skógarbæ var sett á lagg-
irnar 1997, fyrir 9 árum, fyrir at-
beina þáverandi borgarstjóra, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, og
Ingibjargar Pálmadóttur, þáver-
andi heilbrigðisráðherra, og hafa
aðeins 11 nýir sjúklingar komið inn
á þá deild síðan. Það sýnir að þess-
ir sjúklingar dvelja mun lengur á
hjúkrunarheimilunum en þeir öldr-
uðu.
Skógarbær getur stækkað
en fjármagn vantar
Forsvarsmenn Skógarbæjar hafa
óskað eftir því að fá að stækka
heimilið til að fjölga rýmum fyrir
yngri sjúklingana. Starfsfólk þar
býr yfir mikilli reynslu og þekk-
ingu í að annast yngri hjúkr-
unarsjúklinga og væri stækkun
Skógarbæjar hagkvæmur og góður
kostur. Til að svo geti orðið þarf að
koma til fé, sem stjórnvöld eru
ekki tilbúin að setja í þá fram-
kvæmd. Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri hefur sagt
mér að hún sé tilbúin að koma með
mótframlag frá Reykjavíkurborg
standi ríkið við sinn hlut. Hér
stranda enn einu sinni úrbætur í
velferðarmálunum á þeim sem fara
með ríkisfjármálin, Sjálfstæðis-
flokki og Framsókn.
Yngri hjúkrunarsjúklingar
alveg gleymdir
Ásta R. Jóhannesdóttir
fjallar um hjúkrunarmál ’Hér stranda úrbætur ívelferðarmálunum enn
á þeim sem fara með
ríkisfjármálin.‘
Ásta R. Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík.