Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 15 ÚR VERINU „VIÐ stilltum væntingum okkar í hóf fyrir sýninguna,“ segir Þórður Ingason sölu- og markaðsstjóri TrackWell. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að þátttakan hef- ur þegar skilað samningum og samböndum sem ekki hefðu kom- ist á ef við hefð- um ekki tekið þátt.“ Þórður er þarna að tala um eina stærstu sjávarútvegssýningu sem haldin hefur verið og fór fram í Brussel í nú í maí. Í fyrsta sinn á sýningunni í Brussel Þetta er í fyrsta skipti sem TrackWell tekur þátt í sjávar- útvegssýningunni í Brussel, en hún hefur verið haldin árlega und- anfarin ár. Á sjávarútvegssýning- unni kynnti TrackWell m.a. Sea- Data, rafræna afladagbók fyrir skipstjórnendur og útgerðir, TracScape, flotastýringu fyrir skip og flutningabíla og VMS-fiskveiði- eftirlitskerfi fyrir stjórnvöld. „Á fyrsta degi sýningarinnar heimsótti okkur meðal annars gest- ur sem hreifst svo af því sem hann sá að hann kom aftur daginn eftir og gekk frá samningi um uppsetn- ingu á TracScape-búnaði í allan skipaflotann hans sem veiðir undan ströndum Máritaníu. Þess má einn- ig geta að undirbúningur uppsetn- ingar er þegar hafinn. Önnur áhugaverð mál á norðlægari slóð- um eru á viðkvæmari stigum, þann- ig að árangur úr þeim mun ekki koma í ljós fyrr en á næstu vikum og mánuðum en margt af því lofar þegar góðu.“ Einfaldar og aðgengilegar lausnir „Þar sem sýningin er miðuð við þarfir landvinnslu og seljenda sjáv- arafurða kom það mörgum þeirra sem heimsóttu okkur á básinn skemmtilega á óvart að sjá lausnir fyrir útgerðir, fraktskip og vöru- flutningabíla. Lausnirnar sem TrackWell býður upp á eru einfald- ar í uppsetningu og aðgengilegar í notkun en það er sammerkt með þeim flestum að um vefþjónustu er að ræða sem gerir stjórnendum kleift að fylgjast með flota sínum úr landi og fá upplýsingar um stað- setningu, stefnu og hraða ásamt aflaupplýsingum,“ segir Þórður Ingason. Náðu bæði samningum og sam- böndum Þórður Ingason, mark- aðsstjóri TrackWell, er ánægður með árang- urinn í Brussel Þórður Ingason OPINBERRI heimsókn Björns Kalsö sjávarútvegsráðherra Færeyja og föruneytis hans til Íslands lauk í gær. Á fundi Einars K. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra og Kalsö var m.a. rætt um ástand loðnustofnsins og veið- ar úr honum. Ákvörðun um veiðiheim- ildir Færeyinga verður tekin þegar nánari vitneskja liggur fyrir um ástand stofnsins. Færeyingar ítrekuðu vilja sinn til að mega nýta loðnuna sem þeir veiða í íslenskri lögsögu í annað en bræðslu. Farið var yfir stöðuna í sjó- ræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Einar K. Guðfinnsson lýsti vonbrigð- um sínum með að sjóræningjaskip hefði fengið þjónustu í höfnum aðild- arríkja Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, NEAFC og nauð- synlegt væri að aðildarríkin legðu baráttunni gegn ólöglegum og óábyrg- um veiðum lið af sama kappi og Íslend- ingar hefðu gert. Kalsö kvað Færey- inga reiðubúna að sinna skyldum sínum í samræmi við samþykktir NEAFC og kannað yrði hvort fær- eysk eftirlitsskip geti lagt Landhelg- isgæslu Íslands lið við eftirlit á Reykjaneshrygg. Þá var rætt um skýrslu um sam- keppnishæfni sjávarútvegs á Íslandi og í Noregi, sem kynnt var í desember 2005. Færeyingar hafa hug á að taka þátt í næsta samanburði. Í kjölfar fundarins kynnti Kalsö sér starfsemi nokkurra fyrirtækja bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörð- um. Hann heimsótti Marel og HB- Granda. Brá sér í beitningaskúr í Bol- ungarvík, upp á Bolafjall og í minja- safnið í Ósvör, skoðaði 3x-Stál á Ísafirði, þorskeldi í Álftafirði, snjó- flóðavarnir á Flateyri og leikskóla sem Færeyingar gáfu Súðvíkingum og Flateyringum í kjölfar snjóflóðanna árið 1995. Með Birni Kalsö í för voru Hennibeth Kalsö eiginkona hans og Rógvi Reinert ráðuneytisstjóri. Fiskeldi Einar K. Guðfinnsson og Björn Kalsö við þorskeldið í Álftafirði, þar fóðruðu ráðherrarnir þorsk í kvíum Hraðfrystihússins Gunnvarar. Opinberri heimsókn sjávarútvegs- ráðherra Færeyinga til Íslands lokið Íslenska söguþingið 2006 13:00–13:45 Auður Ólafsdóttir listfræðingur: Íslensk myndlist við upphaf 21. aldar. Sjálfið: náttúrulegt, líkamlegt, táknrænt, hversdagslegt, þjóðlegt, leynilegt en umfram allt einlægt. 14:00–14:45 Helgi Þorláksson sagnfræðingur og Már Jónsson sagnfræðingur: Rökræður um Gamla sáttmála. Er hann ekki skilmálaskrá frá 1262 heldur búinn til á 15. öld? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur stjórnar umræðum. 15:00–15:45 Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur: Goðsagnir íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. 16:00–16:45 Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur: Þjóðsöngur Íslendinga – ósönghæft „geimfræðilegt lofdýrðarkvæði“? 17:00–17:45 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Símahleranir á Íslandi og öryggi ríkisins í kalda stríðinu. Söguþing Opin dagskrá í boði Landsbankans sunnudaginn 21. maí kl. 13:00-18:00 Á opinni dagskrá Landsbankans í Hátíðasal Háskóla Íslands munu sex þjóðþekktir fræðimenn flytja fyrirlestra og ræða spennandi álitamál í íslenskri sögu og menningu. Dagskráin er öllum opin. Gestir geta sótt einstaka fyrirlestra eða fylgst með allri dagskránni. Gert er hlé á milli fyrirlestra þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Íslenska söguþingið 2006 verður haldið dagana 18.-21. maí í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Málstofur, stakir fyrirlestrar og pallborðsumræður um fjölbreytt svið rannsókna í sagnfræði. Enn er hægt að skrá sig á þingið og það geta menn gert við opnun þingsins í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag, fimmtudag, kl. 14:30. Nánari upplýsingar um málstofur og skráningargjöld á þinginu sjálfu á vef Íslenska söguþingsins - www.kistan.is/soguthing ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N L BI 3 27 50 0 5. 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.