Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í INGÓLFSSTRÆTI 8 er starf- rækt myndlistargalleríið og söng- skólinn Anima. Í dag verða fyrstu tónleikarnir af sex í sumartónleika- röð Animu. Hólmfríður Jóhannesdóttir söng- kona er framkvæmdastjóri Animu: „Söngvararnir í tónleikaröðinni eiga það sameiginlegt að fást við klassískan söng. Að öðru leyti er ekkert þema á tónleikunum og allt mögulegt í boði,“ segir Hólmfríður. Á tónleikunum í dag munu Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson syngja við undirleik Gróu Hreinsdóttur og eru óper- ettur viðfangsefni tónleikanna. Sumartónleikar Animu verða haldnir alla fimmtudaga út júní, að undanskildum uppstigningardegi 25. maí og hefjast allir tónleikarnir kl. 12.15. Bókað út apríl Anima söngskóli og myndlist- argallerí var opnað í byrjun mars en Hólmfríður hafði verið að leita að húsnæði þar sem hægt væri að starfrækja söngskóla: „Þegar ég fann húsnæðið sá ég strax að hér gæti líka orðið prýðisgallerí,“ segir Hólmfríður sem á listamann að unnusta og starfaði áður á Lista- safni Íslands. Húsnæðið var gert upp og notkun þess skipt þannig að helming vikunnar er þar kennd- ur söngur og hinn helminginn er galleríið opið. „Búið er að bóka sýningarrýmið til apríl á næsta ári en nú stendur yfir sýning á verkum Bjargar Örv- ar sem lýkur 21. maí. Húsnæðið er stærra en virðist af götunni, því auk sýningarsalarins erum við með verk listamannanna okkar í um- boðssölu bakatil,“ segir Hólm- fríður. Nánari upplýsingar um söng- skólann og galleríið má finna á www.animagalleri.is. Tónlist | Hádegistónleikar í sumar í Animu, myndlistargalleríi og söngskóla Þýðir tónar í Ingólfsstræti Stefán Helgi Stefánsson og Davíð Ólafsson syngja í Animu í dag. Dagskrá hádegistónleika Anima í sumar, á fimmtudögum kl. 12.15. 18. maí: Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór. Gróa Hreinsdóttir píanó 1. júní: Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópran og Guðríður St. Sig- urðardóttir píanó 8. júní: Alda Ingibergsdóttir sópr- an og Sólveig Jónsdóttir píanó 15. júní: Signý Sæmundsdóttir sópran og Bjarni Jónatansson píanó 22. júní: Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanó 29. júní: Hólmfríður Jóhann- esdóttir messósópran og Gerrit Schuil píanó MINNING Mozart verður heiðruð á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag og á morgun. Austur- ríski fiðluleikarinn Ernst Kovacic mun stjórna hljómsveitinni og leika einleik. „Í fiðlukonsertinum leik ég einleik og stjórna en í hinum verk- unum er ég aðeins hljómsveitar- stjóri,“ segir Ernst. Á efnisskrá eru fjögur verk; sin- fónía nr. 40 í g-moll eftir Mozart sem er ein af hans þekktustu sin- fóníum, fiðlukonsert í D-dúr KV 261a og spilar Kovacic einleik í hon- um, tónverk eftir Frank Martin sem heitir Ouverture en hommage a Mozart og verkið Wandlungen op. 21 eftir Gottfried von Einem. „Aðalverkin eru sinfónía nr. 40 og fiðlukonsertinn sem er reyndar ekki víst að sé eftir Mozart, en mér finnst þetta vera fallegt verk svo ég valdi það. Svo kaus ég tvö verk sem voru skrifuð fyrir 200 ára afmæli Mozarts árið 1956, eftir Martin og Einem.“ Vitað er að Mozart samdi fimm fiðlukonserta, en auk þess eru tveir konsertar eignaðir honum þótt upp- haflegu handritin séu löngu glötuð. Fiðlukonsertinn í D-dúr er annar þeirra. „Sinfónía nr. 40 er ein þrosk- aðasta sinfónía Mozarts og er frek- ar dramatísk og ástríðufull með dökkar hliðar en eins og í öllum verkum hans er góð blanda af björt- um og dökkum hliðum. Verkin eftir Martin og Einem eru mjög áhuga- verð en tónskáldin reyna bæði á sinn eigin hátt að nota einkenni Mozarts í verkin.“ Mozart er alltaf áskorun Svissneska tónskáldið Frank Martin samdi Ouverture en homm- age a Mozart í minningu Mozarts árið 1956. Þetta er stutt og líflegt verk, og Martin leitast við að ná fram anda Mozarts án þess að nota ódýrar stíleftirlíkingar eða innan- tómar tilvísanir úr verkum meist- arans. Sama ár pantaði suðvestur- þýska útvarpið verk í tólf þáttum frá jafnmörgum tónskáldum, sem bar yfirskriftina Divertimento für Mozart. Meðal tónskáldanna var Gottfried von Einem, sem lagði til upphafskafla verksins, Wandlung- en. Spurður hvort Mozart sé eitt af uppáhaldstónskáldum hans svarar Kovacic að hann sé ekki endilega uppáhalds en fyrir alla tónlistar- menn sé Mozart skemmtileg áskor- un. „Maður skoðar verk hans aftur og aftur og uppgötvar alltaf nýja hluti.“ Kovacic segir mjög góðan anda ríkja hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og gaman sé að stjórna henni. Hann hefur oft komið hingað til lands, bæði sem hljómsveitarstjóri og til að halda tónleika. „Þetta er í annað sinn sem ég er hljómsveitarstjóri á Íslandi en ég hef oft komið hingað og kann mjög vel við land og þjóð.“ Tónlist | Ernst Kovacic stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands Í minningu Mozarts Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónleikarnir eru í dag, fimmtudag- inn 18. maí, og á morgun, föstu- daginn 19. maí, kl. 19.30 í Há- skólabíói. Morgunblaðið/Eyþór Ernst Kovacic er hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar á tvennum tónleikum. ÞEGAR blaðamaður nær tali af Finnboga Pét- urssyni í aðdraganda sýningar hans í i8, sem verður opnuð í dag kl. 17, er hann á leiðinni í verslunina Góða hirðinn. Ætlunin er að ná sér í „nokkrar snúrur og fleira“ til að slá smiðs- höggið á innsetninguna í galleríinu. Við frest- um því samtali að sinni, en þegar við ræðum saman síðar um daginn kemur í ljós að ferðin hefur gengið vonum framar. „Ég er búinn að tengja þetta allt við tölvuna og nú er allt farið að víbra og ljósgeislar farnir að skína hér um alla veggi,“ segir hann. Í raun er erfitt að lýsa verkum Finnboga Péturssonar nánar en þetta með orðum. Verk hans snúast um hljóðbylgjur, eða tíðnir, og myndgerð þeirra á ýmsan hátt. Með þeim hætti vann Finnbogi til dæmis verk á Listahá- tíð í fyrra, sem sett var upp í tönkunum við Háteigsveg, verk inn í Kúluna í Ásmund- arsafni fyrir þremur árum og á Feneyjatvíær- ingnum árið 2001, svo dæmi séu nefnd. Verkið nú byggist, líkt og stundum áður, á hljóði, vatni og ljósi og hefur Finnbogi tekið vitund mannsins fyrir, enda hefur vitundin ýmislegt að gera með tíðnir, að sögn Finnboga. Mannshugurinn starfi á ýmsum tíðnum eftir því hvert hugarástandið er, mjög lágri tíðni í svefnástandi, en hærri í vökuástandi. En það er bilið milli vöku og draums sem Finnbogi er að skoða. „Í þessu verki hér í i8 nota ég frá fjórum og upp í ellefu rið, og lít á það sem línuna á milli þessara tveggja heima sem við lifum í – heimsins sem við erum sam- mála um að sé til, og hins vegar heimsins sem við erum ekki eins sammála um en vitum þó að er til – draumaheimsins. Á milli þessara heima liggur lína, sem er auðvitað loðin þegar við för- um í þetta ferðalag milli þeirra. Innsetningin er þetta ferðalag.“ Strangt til tekið samanstendur innsetningin af tveimur stöplum, samsíða veggjunum, og nær annar frá gólfi og upp á miðjan vegg, en hinn frá lofti og niður að miðju veggjarins. Upp úr stöplunum berast ljósgeislar. „Hæðin er nokkurn vegin jöfn, en þó skilja að um það bil tíu sentimetrar, sem er þessi huglæga lína sem ég dreg. Þegar þú stendur í miðju rým- isins skynjarðu hana, en þú getur ekki hent reiður á hvar hún er nákvæmlega,“ segir Finn- bogi. Eins og fyrr segir er ekki auðvelt að útskýra verk Finnboga með orðum, þótt þau séu hríf- andi að upplifa í sjálfum sér. En hvers vegna kýs hann þessa nálgun að myndlist? „Þetta er bara það sem ég hef mestan áhuga á þessa stundina, þetta millibil. Í stað þess að horfa á blóm og reyna að ná mynd af því er ég að reyna að framkalla þetta bil, bæði myndrænt og þannig að maður finni fyrir því. Þetta er einfaldlega mín nálgun á efni,“ segir Finnbogi. 13 myndlistarkonur Á sama tíma verður opnuð sýning á verkum 13 myndlistarkvenna í i8. Sýnt verður á neðri hæð gallerísins og í skrifstofurými á Klapp- arstíg 35 og gefur þar að líta ljósmyndir, mál- verk, skúlptúra og myndbönd. Myndlistarkonurnar þrettán eru: Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Gjörn- ingaklúbburinn, Hildur Bjarnadóttir, Inga Svala Þórsdóttir, Jeanine Cohen, Karin Sand- er, Katrín Sigurðardóttir, Margrét Blöndal, Ólöf Nordal, Ragna Róbertsdóttir, Roni Horn og Sara Björnsdóttir. Myndlist | Finnbogi Pétursson og 13 myndlistarkonur í i8 á Listahátíð í Reykjavík Bil milli heima Morgunblaðið/Kristinn Finnbogi Pétursson opnar sýningu í i8 í dag. Sýningarnar standa til 1. júlí. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.