Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 17 ERLENT 9. MAÍ - 10. JÚNÍ Nýr bæklingur um vín frá Chile í næstu vínbúð Washington. AFP. | Vísindamenn segja að api sem fannst í Tansaníu á síðasta ári tilheyri ekki aðeins nýrri tegund heldur sé þar um svo einstaka teg- und að ræða að hún sé sérstakur stofn eða ætt- kvísl. Fá dýr hafa verið eins ítarlega rannsökuð og apar og raunar eru 83 ár síðan síðast var greind ný ættkvísl apa. En vísindamenn á vegum Wildlife Conservation Society, samtaka með höfuðstöðvar í New York, segja frá því í nýjasta hefti tímarits- ins Science að þessi api, sem hlotið hefur heitið Rungwecebus kipunji, sé svo einstakur og ólíkur öðrum að hann tilheyri alveg sérstakri kvísl apa. Tim Davenport, vísindamaðurinn sem uppgötv- aði dýrið, segir apann hins vegar í mikilli útrým- ingarhættu, og er þar einkum um að ræða þá ógn sem að honum steðjar vegna skógarhöggs. „Það væri hámark kaldhæðninnar ef við glötuðum svo einstakri tegund svo skömmu eftir að við upp- götvuðum hana,“ segir prímatasérfræðingurinn John G. Robinson í greininni í Science. Apinn gengur undir heitinu „kipunji“ á svæð- inu þar sem hann fannst. En vísindamennirnir hafa einnig gefið honum fræðiheitið Rungwec- ebus eftir Rungwe-fjalli, þar sem hann fyrst sást. Er giskað á að ekki séu til nema um 500 villt dýr af þessari tegund. Apinn er brúnn, með sítt, út- stætt hár á höfðinu, löng veiðihár í vöngunum og hvítan maga. Hann var fyrst talinn vera skyldur mangabey-apanum en rannsóknir á erfðaefni hans sýndu, að um einstæða tegund væri að ræða. Fyrsta nýja apategundin í 83 ár   )*+*( '(() ,-./0 10230 45026, .+7+  '77 5$ ' $7+77   !  "! # " $"  % $ %   "$  $&  !    $ '  (           )*+*#,-./0#* *0. '*+38 9('7 $  ,-./0+:;''7  '  '12*341*+0  %( ' '12*!56+ +9 78(90+   7 !1*+- 7+7+'  ($ :'21*+:< = ';(  ;> 72,*5'''+,87>7'77$?; * (77'77 2 ;<=>% @ %7% <  '7+79 <%'7+' #%0% ! ##$ $ ' ' $7+ (7 ; & >%? >  &7' $'7<  ( '&+;<%>7( 7(7 ; & #7(  ( MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, ýtti í gær afdráttarlaust út af borðinu tillögum sem erindrekar Evrópusambandsins (ESB) höfðu sett fram og sem fólu í sér að Írön- um yrði umbunað ef þeir legðu til hliðar áætlun sína um auðgun úr- ans. Ahmadinejad gerði lítið úr frumkvæði Evrópumanna og sagði útilokað að Íranar gengju að hug- myndum þeirra, það væri eins og að skipta á gulli og súkkulaði. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins íranska, Hamid Reza Asefi, hæddist einnig að tilraunum Evr- ópumanna til að ná samkomulagi, sneri hann hlutunum við, sagði Ír- an tilbúið til að bjóða Evrópu umb- un ef ESB viðurkenndi rétt Írans til að auðga úran og framleiða kjarnorkuelds- neyti. „Aðgangur að mörkuðum Ír- ans, þar sem búa 70 milljónir manna, er prýði- leg gulrót fyrir Evrópu,“ sagði hann. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar höfðu í vikunni léð máls á því að Ír- an yrði m.a. aðstoðað við að koma sér upp léttvatnskjarnaofni gegn því að stjórnvöld í Teheran sam- þykktu að leggja kjarnorkuáætlun sína endanlega til hliðar. Takist ekki að ná samkomulagi sem felur í sér að Íranar hætti við áform sín um að auðga úran, sem nota má til gerðar kjarnorkusprengju, er talið líklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki á endanum að beita þá viðskiptaþvingunum. Gera ekki sömu mistök tvisvar Ahmadinejad gaf sem fyrr segir lítið fyrir hugmyndir Evrópumanna í ræðu sem hann flutti í gær og var sjónvarpað í Íran. „Haldið þið að þið séuð að eiga við fjögurra ára gamlan krakka sem sættir sig við að honum séu réttar nokkrar val- hnetur og súkkulaði, á meðan þið takið af honum allt gullið?“ spurði forsetinn meðal annars í ræðu sinni. Hugmynd ESB eins og að bjóða súkkulaði fyrir gull Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Ahmadinejad Íransforseti blæs á hugmyndir Evrópumanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.