Morgunblaðið - 18.05.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 17
ERLENT
9. MAÍ - 10. JÚNÍ
Nýr bæklingur um vín frá Chile
í næstu vínbúð
Washington. AFP. | Vísindamenn segja að api sem
fannst í Tansaníu á síðasta ári tilheyri ekki aðeins
nýrri tegund heldur sé þar um svo einstaka teg-
und að ræða að hún sé sérstakur stofn eða ætt-
kvísl.
Fá dýr hafa verið eins ítarlega rannsökuð og
apar og raunar eru 83 ár síðan síðast var greind
ný ættkvísl apa. En vísindamenn á vegum Wildlife
Conservation Society, samtaka með höfuðstöðvar
í New York, segja frá því í nýjasta hefti tímarits-
ins Science að þessi api, sem hlotið hefur heitið
Rungwecebus kipunji, sé svo einstakur og ólíkur
öðrum að hann tilheyri alveg sérstakri kvísl apa.
Tim Davenport, vísindamaðurinn sem uppgötv-
aði dýrið, segir apann hins vegar í mikilli útrým-
ingarhættu, og er þar einkum um að ræða þá ógn
sem að honum steðjar vegna skógarhöggs. „Það
væri hámark kaldhæðninnar ef við glötuðum svo
einstakri tegund svo skömmu eftir að við upp-
götvuðum hana,“ segir prímatasérfræðingurinn
John G. Robinson í greininni í Science.
Apinn gengur undir heitinu „kipunji“ á svæð-
inu þar sem hann fannst. En vísindamennirnir
hafa einnig gefið honum fræðiheitið Rungwec-
ebus eftir Rungwe-fjalli, þar sem hann fyrst sást.
Er giskað á að ekki séu til nema um 500 villt dýr
af þessari tegund. Apinn er brúnn, með sítt, út-
stætt hár á höfðinu, löng veiðihár í vöngunum og
hvítan maga. Hann var fyrst talinn vera skyldur
mangabey-apanum en rannsóknir á erfðaefni
hans sýndu, að um einstæða tegund væri að ræða.
Fyrsta nýja apategundin í 83 ár
)*+*(
'(()
,-./0
10230
45026,
.+7+
'77
5$ '
$7+77
!
"! # " $" %
$
% "$ $& !
$ ' (
)*+*#,-./0#**0.
'*+38 9('7 $
,-./0+:;''7
'
'12*341*+0 %( '
'12*!56+
+9 78(90+
7
!1*+- 7+7+'
($ :'21*+:< = ';( ;> 72,*5'''+,87>7'77$?;
* (77'77
2
;<=>%
@ %7%
< '7+79 <%'7+'
#%0%
! ##$ $ ' '
$7+ (7 ; &
>%? >
&7' $'7<
( '&+;<%>7(
7(7 ; &
#7(
(
MAHMOUD Ahmadinejad, forseti
Írans, ýtti í gær afdráttarlaust út
af borðinu tillögum sem erindrekar
Evrópusambandsins (ESB) höfðu
sett fram og sem fólu í sér að Írön-
um yrði umbunað ef þeir legðu til
hliðar áætlun sína um auðgun úr-
ans. Ahmadinejad gerði lítið úr
frumkvæði Evrópumanna og sagði
útilokað að Íranar gengju að hug-
myndum þeirra, það væri eins og
að skipta á gulli og súkkulaði.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins íranska, Hamid Reza Asefi,
hæddist einnig að tilraunum Evr-
ópumanna til að ná samkomulagi,
sneri hann hlutunum við, sagði Ír-
an tilbúið til að bjóða Evrópu umb-
un ef ESB viðurkenndi rétt Írans
til að auðga úran
og framleiða
kjarnorkuelds-
neyti. „Aðgangur
að mörkuðum Ír-
ans, þar sem búa
70 milljónir
manna, er prýði-
leg gulrót fyrir
Evrópu,“ sagði
hann.
Frakkar, Þjóðverjar og Bretar
höfðu í vikunni léð máls á því að Ír-
an yrði m.a. aðstoðað við að koma
sér upp léttvatnskjarnaofni gegn
því að stjórnvöld í Teheran sam-
þykktu að leggja kjarnorkuáætlun
sína endanlega til hliðar. Takist
ekki að ná samkomulagi sem felur í
sér að Íranar hætti við áform sín
um að auðga úran, sem nota má til
gerðar kjarnorkusprengju, er talið
líklegt að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykki á endanum að
beita þá viðskiptaþvingunum.
Gera ekki sömu mistök tvisvar
Ahmadinejad gaf sem fyrr segir
lítið fyrir hugmyndir Evrópumanna
í ræðu sem hann flutti í gær og var
sjónvarpað í Íran. „Haldið þið að
þið séuð að eiga við fjögurra ára
gamlan krakka sem sættir sig við
að honum séu réttar nokkrar val-
hnetur og súkkulaði, á meðan þið
takið af honum allt gullið?“ spurði
forsetinn meðal annars í ræðu
sinni.
Hugmynd ESB eins og að
bjóða súkkulaði fyrir gull
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Ahmadinejad
Íransforseti blæs
á hugmyndir
Evrópumanna