Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 49
HESTAR
Rannsóknir á sumarexemi íhrossum hafa staðið yfirí rúm fimm ár á Til-raunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði á Keldum.
Rannsóknirnar eru samstarfsverk-
efni Tilraunastöðvarinnar á Keld-
um og dýrasjúkdómadeildar Há-
skólans í Bern í Sviss. „Okkur var
legið á hálsi fyrir að gera ekkert í
þessum sjúkdómi af því þetta er
svo ofboðslegt vandamál fyrir ís-
lenska hestinn erlendis. Sett var á
nefnd að tilstuðlan landbún-
aðarráðherra til þess að taka á
þessu máli og út úr því kom þetta
verkefni,“ segir Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir, ónæmisfræðingur á
Keldum og verkefnisstjóri.
Sumarexem er ofnæmi gegn
prótínum sem berast í hross við bit
mýflugna af ættkvíslinni Culicoides
en tegundir af þeirri ættkvísl lifa
ekki hér á landi og því þarf að hafa
samstarfsaðila þar sem sjúkdóm-
urinn er. Öll hrossakyn geta fengið
ofnæmið og það er afar algengt í ís-
lenskum hestum sem hafa verið
fluttir úr landi. Um helmingur út-
fluttra hrossa sem hafa verið tvö ár
eða lengur á flugusvæðum fær
sumarexem ef ekkert er gert til að
verja þá flugnabiti en hins vegar fá
íslenskir hestar sem eru fæddir er-
lendis mun síður ofnæmið. Mark-
mið rannsóknanna er að þróa bólu-
efni eða aðra ónæmismeðferð við
sumarexemi til að hægt verði að
bólusetja hesta fyrir útflutning. Til
þess að ná þessu markmiði þarf að
einangra og framleiða ofnæmis-
prótín úr munnvatnskirtlum mý-
flugunnar og koma upp prófum til
mælinga á ónæmissvörum hesta til
að skilgreina eðli þeirra ónæmis-
viðbragða sem leiða til exemsins.
Verkefnið er að stórum hluta
styrkt af Framleiðnisjóði landbún-
aðarins en einnig af Svissneska vís-
indasjóðnum, WETSUISSE, Rann-
ís og Vísindasjóði Háskóla Íslands.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir
og veirufræðingur, stýrir verkefn-
inu hér á landi ásamt Sigurbjörgu
og Eliane Marti, dýralæknir og
ónæmisfræðingur, er verkefnis-
stjóri í Sviss en hún hélt erindi á
ráðstefnu á Keldum í lok apríl sem
var að hluta tileinkuð rannsóknum
á sumarexemi í hrossum. Tveir
meistaranemar í Háskóla Íslands
vinna að rannsóknunum hér á landi,
Guðbjörg Ólafsdóttir líffræðingur
og Þórunn Sóley Björnsdóttir líf-
eindafræðingur, og að auki eru
stúdentar í smærri verkefnum.
Fleiri samstarfsaðilar eru í Sviss og
einnig í Bretlandi – þetta er greini-
lega stærðarverkefni. „Verkefnið
er nokkuð viðamikið á okkar mæli-
kvarða,“ viðurkennir Sigurbjörg,
„og við erum farin að sjá afrakstur
af vinnunni.“
Sjúkdómurinn annars eðlis
Öll helstu próf til að mæla ónæm-
issvörun hjá hestum hafa verið sett
upp og einnig líkan sem hefur verið
notað til að prófa í tvö DNA-
bóluefni og eitt prótínbóluefni.
„Okkur hefur tekist að einangra
níu fluguprótín sem eru möguleg
ofnæmisprótín en mikil vinna er
fram undan við að framleiða og
hreinsa prótínin í nægilega miklum
mæli til að hægt sé að prófa of-
næmisvirkni þeirra á nægum fjölda
hesta. Við höfum sýnt fram á að í
munnvatnskirtlum Culicoides-
flugunnar eru a.m.k. tíu ofnæmis-
prótín og það er grundvallaratriði
fyrir bóluefnisgerð eða ónæmis-
meðferð að geta einangrað og fram-
leitt þessi prótín. Úti í heimi eru
lagðar gífurlegar upphæðir í að
reyna að þróa bóluefni gegn of-
næmi í fólki.
Niðurstöður úr rannsóknum okk-
ar sem gerðar eru í Sviss sýna að
sjúkdómurinn er öðruvísi hjá hest-
um fæddum á Íslandi annars vegar
en öðrum hestakynjum og íslensk-
um hestum fæddum erlendis hins
vegar. Orsökin gæti legið í mismun-
andi reynslu ónæmiskerfisins. Fyr-
ir það fyrsta alast hestar á Íslandi
ekki upp með flugunni og þeir fá
miklu færri veirusýkingar en hest-
ar í útlöndum og eru ekki bólusettir
við neinu. Hins vegar eru þeir
sníkjudýrasýktir og trúlega minna
ormahreinsaðir en hestar erlendis.
Það getur skipt máli hvort hestar á
unga aldri hafi verið fullir af orm-
um og hvað þeir hafi fengið margar
veirusýkingar og ég tala ekki um
hvort þeir hafi hitt fluguna. Um
50% þeirra hesta sem fæðast hér og
eru svo fluttir út fá sumarexem ef
þeir eru óvarðir á flugusvæðum í
tvö ár eða meira á meðan 7–18%
hrossa fæddra úti fá exemið. Um-
hverfisþátturinn er sem sagt mjög
sterkur. Tíðni sumarexems hjá ís-
lenskum hestum fæddum erlendis
er ekki meiri en hjá öðrum kynjum.
Flugan alls staðar nema hér
og á suðurheimskautinu
Þessa ættkvísl flugna er alls
staðar að finna nema hér og á
suðurheimskautinu, hún hefur
m.a.s. fundist í Færeyjum þannig
að það er aldrei að vita hvenær hún
kemur hingað. Þetta er eins og með
moskítóflugurnar, það veit enginn
af hverju þær þrífast ekki hér, það
er ekki vegna kuldans því þær eru
út um allt á Grænlandi. Menn hall-
ast helst að því að skiptin á milli
frosts og þíðu á veturna séu ástæð-
an, þau fara náttúrlega ekki vel
með neina lífveru. Við höfum eina
tegund af flugu sem bítur spendýr,
bitmýið okkar, en í öllum öðrum
löndum eru þúsundir tegunda af
bitflugum af ýmsum ættkvíslum.
Við búum því við alveg einstakar
aðstæður að þessu leyti.“
Sumarexemið hefur mikil áhrif á
útflutning á hestinum að sögn
Sigurbjargar. Í Þýskalandi sé t.d.
farið að reka áróður fyrir að kaupa
ekki hesta fædda hér, á þeirri for-
sendu að hestar fæddir erlendis
hafi mun lægri sumarexemstíðni.
„Þetta er auðvitað líka dýra-
verndunarmál því sjúkdómurinn
getur lagst mjög þungt á hestana.
Flestir hestaeigendur hlífa reyndar
hestum sínum og meðhöndla þá
með kremum, taka þá inn þegar
flugan er mest og breiða yfir þá.
Fræðsla hefur einmitt verið aðal-
vörnin. Að verja þá gegn flugunni
er jafnsjálfsagt og að skýla þeim
fyrir veðrum hérna heima,“ álítur
Sigurbjörg.
Viðbúið að upp komi
fleiri sjúkdómar
Rannsóknin er afar mikilvæg
fyrir útflutning á íslenska hestinum
að mati Sigurbjargar. „Og fyrir
okkur Íslendinga! Ég held að við
sem eigum þessa einstöku perlu
sem íslenski hesturinn er séum
skyldug til að rannsaka hann á alla
vegu, ekki bara sjúkdóma heldur
allt sem honum viðkemur, hvort
sem það er atferli, erfðir, uppruni
o.s.frv. Það á enginn svona hest!
Rannsóknirnar hafa líka stuðlað að
rannsóknum á veirusjúkdómum í
hrossum. Við erum nú búin að setja
upp flest sem til þarf hér á Keldum
og það er viðbúið að upp komi aðrir
sjúkdómar. Íslenski hesturinn hér
heima hefur verið ótrúlega laus við
smitsjúkdóma og hann er ekki
bólusettur gegn neinu. Hitasóttin
barst hingað að utan og við munum
fá fleiri smitsjúkdóma með öllum
þessum samgangi hestamanna á
milli landa. Þá er algjörlega nauð-
synlegt að við séum tilbúin til að
taka á þeim málum. Sumar-
exemsverkefnið gerir að verkum að
kunnáttan, efni og aðferðir eru nú
fyrir hendi.
Það væri verðugt verkefni að
stofna sterkan sjóð sem veitti fé í
rannsóknir á íslenska hestinum.
Sjóðurinn þyrfti að fá öflugt stofnfé
og þeir sem hefðu áhuga gætu
ánafnað honum fé. Sjóðurinn gæti
síðan veitt styrki samkvæmt fag-
legu mati á umsóknum líkt og gert
er hjá samkeppnissjóðunum. Slíkir
sjóðir eru algengir erlendis og hafa
eflt mjög rannsóknir á ýmsum sér-
sviðum, ég veit að útlendingar vildu
m.a.s. leggja fé í slíkan sjóð. Þessa
hefð vantar alveg hér á landi.“
Mörg brýn og spennandi verk-
efni bíða úrvinnslu, og tekur Sig-
urbjörg sem dæmi þann hátt ís-
lenskra útigangshesta að leggjast í
hálfgerðan dvala yfir vetrarmán-
uðina. „Lífeðlisfræðin í þessu hefur
ekkert verið rannsökuð. Við höfum
séð að ekki er hægt að nota blóð-
frumurnar úr hestunum af viti á
þessum tíma. Það væri áhugavert
að athuga hvaða breyting verður
þarna á líkamsstarfseminni,“ segir
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ein vís-
indamanna á Keldum.
Á meðan moskítófluga lifir á Grænlandi ríkir flugnafæð á Íslandi – sem betur fer segja flestir. Íslenskir útfluttir hestar eru þó
ekki eins fegnir ef þeir fá sumarexem. Sums staðar erlendis er rekinn áróður fyrir að kaupa ekki hesta héðan og því mikilvægt
fyrir útflutning hrossa að finna bóluefni og einnig út frá dýraverndunarsjónarmiðum. Sumarexemsrannsóknir á Keldum eru vel
á veg komnar og Þuríður Magnúsína Björnsdóttir ræddi við Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur verkefnisstjóra.
Erum skyldug
til að rann-
saka þessa
einstöku perlu
Morgunblaðið/Eyþór
Hópurinn sem vinnur að sumarexemsrannsóknunum á Keldum. F.v. Guðbjörg Ólafsdóttir, Sigurbjörg Þorsteins-
dóttir, Vilhjálmur Svansson, Þórunn Sóley Björnsdóttir og Mareike Heimann.
„[…] ég eflaust gæti kitlað nefið þitt,“ segir um löngun frægrar flugu. Ís-
lenskur hestur innfluttur til Sviss með sumarexem, í „náttfötum“ sem er nú
aðalvörnin gegn sjúkdómnum. Um 50% útfluttra hesta sem eru fæddir hér
fá sumarexem ef ekkert er að gert en einungis 7–18% hrossa fæddra úti.
thuridur@mbl.is
www.smjor.is