Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 61 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 5:50 - 8 - 10:10 INSIDE MAN kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 16 ára SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 - 8:30 - 10:40 MI : 3 kl. 3:30 - 6 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára MI : 3 LÚXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 FAILURE TO LAUNCH kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 6 - 8:15 - 10:40 B.I. 16 ára BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 4 TIM ALLEN ( THE SANTA CLAUSE/TOY STORY) SKIPTIR UM HAM Í GRÍNVIÐBURÐI ÁRSINS. VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ? FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. eeee VJV, Topp5.is eeeH.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” eee JÞP blaðið S.U.S. XFM FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Í FULLUM GANGI HEIMSFRUMSÝND Á MORGUN jass á fimmtudögum Við höldum áfram með lifandi jass alla fimmtu- daga í maí á Primavera í samstarfi við vínframleiðandann Castello Banfi. Í kvöld spilar Óskar Guðjónsson, ásamt bróður sínum Ómari og Tómasi R. Einarssyni Borðapantanir í síma 561 8555 Í næstu viku: Trio Jóels Pálssonar #3: 18. maí Matseðill Grilluð hörpuskel á teini með blómkálspurré og humargljáa Gnocchi með graslauk, ólífum og tómötum Hægeldaður svínabógur kryddaður með fennel, chili og hvítlauk Lime-og ricotta kaka með vanilluís og jarðaberjasalati kr.5200.- ÞÓ að Fríkirkjan sé að mörgu leyti huggulegt tónleikahúsnæði, þá eru stórkostlegir gallar á því sem draga umtalsvert úr ánægjunni sem vand- aður tónlistarflutningur getur fært manni. Allir sem sitja utan við súl- urnar á neðri hæðinni geta gleymt því að sjá nokkuð alla tónleikana, og sama gildir um aftari bekki á svöl- um. Tónleikahaldarinn Austur- Þýskaland seldi að vísu ekki á aftari bekkina á svölunum, en það breytir ekki því að helmingur tónleikagesta – sá helmingur sem sat fjær gang- inum – sá nær ekkert meðan á tón- leikunum stóð. Þetta var sérstaklega áberandi meðan Slowblow lék. Allir liðsmenn sveitarinnar sátu meðan á tónleikunum stóð og sjónræni þátt- urinn fólst eftir því í stöku fiðluboga hér og þar, og lubbanum á Degi Kára þegar hann flutti sig milli hljóðfæra. En þá var bara að treysta á eyrun. Slowblow var í öðrum ham en hún hefur sýnt hingað til. Liðsmenn sveitarinnar, þeir Dagur Kári og Orri, voru studdir trommuleikara og strengjasveit. Fyrsta lag sveit- arinnar var langt og þungt og byggðist nær alfarið á strengjum. Þaðan lá leiðin í hefðbundnari og hrárri Slowblow-hljóm, þó að allur söngur hafi verið fjarri góðu gamni. Einnig bar meira á hljómborði held- ur en á plötum sveitarinnar. Lögin voru nær öll ný af nálinni (eða hafa ekki heyrst mikið áður) að und- anskildu stuttu stefi sem mig minnir að hafi hljómað í Nóa albinóa. Þrátt fyrir leiðinlega smelli og suð í hljóð- kerfi stóð Slowblow sig ágætlega. Þau spiluðu hins vegar fullstutt fyrir minn smekk – ég var rétt að kveikja á þessari nýju stefnu þeirra þegar prógramminu lauk. Andstæðan átti við um Smog, sem lék þremur ef ekki fjórum lögum of mikið. Smog, eða Bill Callahan, er ekki beinlínis tónlistarmaður; oftar en ekki lægi betur við að fjalla um hann sem ljóðskáld. Lögin sam- anstanda af einföldu gítarplokki og djúpri röddu Smogs sem fer með langa og ljóðræna texta. Laglínur eru á reiki og áherslan er fremur á hughrifin sem Smog tekst að skapa með flutningi textans. Þar sem gítar Smogs hljómaði ekki sem best og fólk var orðið óþreyjufullt eftir kærustunni hans – sjálfri Jóhönnu Newsom – þá var sjarminn fljótur að hverfa. Joanna Newsom stillti sér upp skör hærra en Slowblow og Smog svo fleiri gestir sáu til hennar með hörpuna í fanginu. Á hinni frábæru frumraun Newsom, The Milk-Eyed Mender, hljómar hún ekki deginum eldri en 10 ára, en þegar hún hóf upp raust sína í fyrsta laginu „Bridges and Balloons“ var ekki annað að heyra en í kirkjuskipið væri komin kona á áttræðisaldri. (Hér ber að geta þess að hún er ekki nema hálþrítug.) Flutningurinn var mjög ólíkur þeim sem hljómar á plötunni; Newsom var miklu öruggari og hafði meira vald á röddinni. Röddin var einnig þýðari og líklegri til þess að ná til þeirra sem þoldu hana ekki á Milk-Eyed Mender. Hörpuleikurinn var einnig örugg- ari, hún leyfði sér meira, t.d. í skemmtilegu sólói í „The Book of Right-On“ og flóknari spilamennsku í „Sadie“. Allar laglínur, öll hrynj- andi og allar áherslur léku í hönd- unum á Newsom sem virkaði næst- um samvaxin við lögin sín, líklegast eftir mikla spilamennsku víðsvegar um hnöttinn. Joanna lék alls sex lög af Milk- Eyed Mender auk þriggja nýrra laga. Nýju lögin voru af allt öðrum toga en þau eldri. Þau voru öll um og yfir tíu mínútur og áttu nær ekkert skylt við það sem við nefnum popp. Þau voru skyldari framúrstefnulegri eða nýklassískri tónlist, fóru um ýmsa ófyrirsjáanlega ranghala og höfðu öll til að bera texta sem hefðu í sameiningu auðveldlega fyllt eitt smásagnasafn. Joanna sýndi ótrú- lega hæfni í raddbeitingu; í einum og sama taktinum gat hún hljómað eins og gamalmenni, sópransöngkona, smástelpa, skrímsli og karlmaður. Gömlu lögin hennar bliknuðu raunar í samanburði við nýju lagasmíðarnar og spenna undirritaðs fyrir nýrri plötu Newsom óx margfalt í Frí- kirkjunni á þriðjudagskvöld. Nýjar lagasmíðar Jóhönnu sýna að það sem hefur hingað til verið nefnt „indípopp“ er að sprengja utan af sér allar skilgreiningar og það kæmi mér ekki á óvart ef hún næði til glænýs hlustendahóps úr allt ann- arri átt á næstu plötu sinni, þ.e.a.s. ef áhugamenn um nýklassík koma til með að sætta sig við óvenjulegan (og stundum óþægilegan) sönginn. Joanna Newsom sat því skör hærra en upphitunarsveitir hennar, bæði bókstaflega og í listrænum skilningi. Auk þess sýndi hún og sannaði að hún tekur flestum tónlist- armönnum í sínum geira fram og á eflaust eftir að stimpla sig enn betur inn á komandi árum. Að sitja skör hærra TÓNLIST Fríkirkjan Tónleikar Joönnu Newsom í Fríkirkjunni 16. maí. Smog og Slowblow hituðu upp. Joanna Newsom –  Atli Bollason Þeir Björn Sigurðsson, fram-kvæmdastjóri Senu, og Krist- inn Þórðarson framleiðandi munu á laugardaginn í Skandinavíu- básnum í Cannes skrifa undir með- framleiðslusamning á íslensku kvikmyndinni Köld slóð. Þar með mun Sena eignast dreifingar- og sýningarrétt á myndinni í kvik- myndahúsum, á myndbandi/ mynddiski, VOD og sjónvarpi og fá auk þess hlutdeild í tekjum af sölu myndarinnar á heimsvísu. Sam- kvæmt uppsýsingum frá Senu er þetta í fyrsta skipti sem sjálfstætt íslenskt dreifingarfyrirtæki gerist meðframleiðandi á íslenskri kvik- mynd. Köld slóð er spennumynd um harðsvíraðan íslenskan blaðamann sem lendir í mikilli hættu þegar hann rannsakar dularfullt dauðs- fall á virkjunarsvæði á hálendi Ís- lands. Leikstjóri myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björnsson og handritið skrifaði Kristinn Þórð- arson. Myndin verður frumsýnd um jólin 2006 og með aðalhlutverk fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Myndin er framleidd af Sagafilm ehf. og 22 ehf. Fólk folk@mbl.is                  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.