Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LEIKSVÆÐI barna þurfa að vera eins örugg og nauðsyn krefur. Með eftirliti og viðhaldi á leiksvæðum þar sem börn og unglingar leika sér stuðlum við að fækkun alvarlegra slysa og veitum þeim tækifæri til að bæta lík- amlegt ástand sitt. Í árslok 2002 kom út reglugerð frá umhverfisráðuneytinu um öryggi leik- vallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Markmið hennar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frá- gengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt. Reglugerðin gildir um öryggi leiksvæða og leik- vallatækja og eftirlit með þeim, hvort sem um er að ræða tímabundna starfsemi eða til frambúðar. Í til- kynningu frá Umhverfisstofnun segir að eftir 1. janúar 2006 megi þeir einir framkvæma aðalskoðun leiksvæða sem hlotið hafa faggildingu til þess. Úttekt á leiksvæðum í Kópavogi Á sl. ári lét garðyrkjustjórinn í Kópavogi gera úttekt á opnum leiksvæðum og skólalóðum eftir þessari reglu- gerð af faggildum aðilum. Áður hafa allar leik- skólalóðir og lóðir gæsluvalla verið teknar út á sam- bærilegan hátt. Skoðun fór fram á alls 54 opnum leiksvæðum og skólalóðum og gerð skýrsla um athugasemdir við „vett- vanga og tæki hjá Kópavogsbæ“. Eftirtalin atriði voru athuguð: Leiktæki og búnaður, yfirborð, sandur og nið- urföll, bekkir, lýsing, ruslaílát og annað. Í skoðuninni er metið hve áhættan er mikil og er henni er skipt í þrjá flokka: 1. Hámarksáhætta – lagfæra strax 2. Miðlungsáhætta – bregðast við eins fljótt og hægt er 3. Lágmarksáhætta – lítil hætta gagnvart slysum Þar sem um hámarksáhættu var að ræða (sem var í hverfandi tilfellum) voru strax gerðar úrbætur og er sá áhættuflokkur úr sögunni. Síðan hefur verið unnið að lagfæringum eftir þörfum. Í skýrslunni kemur fram að ástand leiksvæðanna er yfirleitt mjög gott. Kópavogur hefur verið í fararbroddi í þessum mál- um og var eitt af fyrstu sveitarfélögum með skoðun af þessu tagi. Óhætt er að segja, að fengnum þessum upp- lýsingum, að börn og unglingar í Kópavogi séu að leik við bestu aðstæður sem völ er á. Fjölgun leiksvæða 1993–2005 Garðyrkjustjóri hefur gert samanburð á fjölda leik- svæða í Kópavogi milli áranna 1993 og 2005. Íbúar bæj- arins voru 17.172 árið 1993 og 26.468 árið 2005. Þeim fjölgaði um 9.296 eða 54%. Miðað er við 1. desember bæði árin. Leiksvæðum var skipt niður í fjóra flokka – opin leik- svæði, gæsluvelli, leikskóla og grunnskóla. Árið 1993 voru 613 íbúar fyrir hvert leiksvæði en í dag eru þeir 335. Opnum leiksvæðum hefur fjölgað um 38 á tíma- bilinu eða um rúmlega þrjú svæði á hverju ári. Leik- svæðum hefur fjölgað úr 28 í 79 á þessum tólf árum eða um 282%. Þessar tölur endurspegla glögglega þá gríðarmiklu uppbyggingu sem orðið hefur í þessum málaflokki í bæjarfélaginu á undanförnum árum undir forystu meirihlutaflokkanna í Kópavogi. Leiksvæði í Kópavogi eru örugg fyrir börn og unglinga Eftir Margréti Björnsdóttur Höfundur er formaður umhverfisráðs Kópavogs og varabæjarfulltrúi og skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. FLOSI Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, skrifar grein í Morg- unblaðið 14. maí þar sem hann reynir að gera afskipti mín og bæjarstjórans í Kópavogi af mál- efnum Gusts tor- tryggileg. Grein Flosa er fráleitt mál- efnaleg enda vita allir sem til máls- ins þekkja að það er ekkert at- hugavert við aðkomu mína né bæjarstjórans í Kópavogi að þessu máli. Auk þess blasir við að þessi grein Flosa hefði ekki verið skrifuð nema af því að kosningar eru í nánd. Það rétta í málinu er, svo ég end- urtaki það sem ég hef áður sagt, að framtíðarnefnd Gusts leitaði til mín sem formanns Skipulagsnefndar Kópavogs og óskaði eftir að athugað yrði með nýtt svæði fyrir starfsemi Gusts. Framtíðarnefndin átti fund með bæjarstjóra af sama tilefni. Í starfi mínu sem bæjarfulltrúi hafa margir leitað til mín, bæði ein- staklingar og félagasamtök. Hef ég litið á það sem skyldu mína að hlusta á málflutning þessara aðila og leitast við að greiða götu þeirra. Eins og áður hefur komið fram er þetta mál nokkuð flókið úrlausnar og margir aðilar sem koma að því. Þess vegna fóru Gustsmenn fram á að ekki yrði fjallað um málið opinberlega fyrr en sýnt yrði hvort sú leið sem þeir vildu fara væri fær. Ganga þurfti úr skugga um hvort bæjarstjórnir Kópavogs og Garðabæjar og félagar í Andvara væru fúsir til að fara þá leið sem lagt var upp með. Þessi málsmeðferð er öll mjög eðlileg og ekkert við hana að athuga. Flosi segir að mikill stuðningur hafi ríkt í bæjarstjórn Kópavogs við hestamannafélagið í þeirri stöðu sem upp kom. Það verður að segjast eins og er að Samfylkingin hefur varla vitað hvort hún var að koma eða fara í þessu máli og lítið um það sem kalla má stuðning við hesta- menn í Gusti. Þegar lögð var fram tillaga í bæjarráði 27. apríl þess efn- is að bæjarverkfræðingur Kópavogs og fjármálastjóri bæjarins gengju til samninga við Gust, að ósk forráða- manna félagsins, greiddi Flosi at- kvæði gegn því. Á fundi bæjarráðs viku síðar greiddi Flosi hins vegar atkvæði með samningi sem lá fyrir fundinum, samningi sem bæjarverk- fræðingur og fjármálastjóri (sömu aðilar og Flosi vildi ekki að ræddu við Gust) höfðu gert með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæj- arstjórnar. Töldu þá allir aðilar að full samstaða væri um málið í bæj- arstjórn. Á bæjarstjórnarfundi 9. maí skipti Flosi hins vegar aftur um skoðun og var þá á móti samningi sem hann hafði samþykkt í bæj- arráði fimm dögum áður. Það verð- ur seint hægt að segja að málflutn- ingur Samfylkingarinnar í þessu máli sé trúverðugur og ég veit að Gustsfélagar kunna ekki að meta svona framgöngu. Kemur það enda skýrt fram í ályktun sem þeir sendu frá sér eftir félagsfund í Gusti. Aðalatriði þessa máls er að samn- ingur sem gerður hefur verið á milli Gusts og Bæjarstjórnar Kópavogs er báðum aðilum hagstæður. Bæj- arfélagið getur selt núverandi svæði Gusts til annarra nota og starfsemi þar mun skila miklum tekjum í bæj- arsjóð Kópavogs á næstu árum eða yfir 300 milljónum króna á ári ef miðað er við áætlanir sem uppi eru. Ótrúverðug framganga Samfylkingarinnar í málefnum Gusts Eftir Gunnstein Sigurðsson Höfundur er formaður skipulagsnefndar Kópavogs og skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. UNG hjón á aldrinum 18-24 ára langar í einbýlishús. Þau eiga eitt barn. Samanlagðar tekjur þeirra eftir skatta eru um 3,6 milljónir. Þau hafa ekki safnað neinum sjóðum. Tími kominn til að hugsa, velja, kjósa, vera með. Peningar, peningar Einbýlishúsalóð kostar 8 milljónir, með malbiki, aðveitu og frárennsli. Einbýlishús, 200 fermetrar, kostar, með eigin vinnu (sem fjármálaráðherr- ann reyndar skattleggur), um 36 milljónir minnst, en allt upp í 50 milljónir ef menn gerast kærulausir. Segj- um að það kosti 42 milljónir því kröfur nútímans eru aðrar en í tíð afa og ömmu. Ungu hjónin taka þessa upphæð að láni og greiða því um 3 milljónir í afborganir á ári í 40 ár. Þá eiga þau kr. 50.000 eftir til að nota á mánuði í mat og nauðsynjar. Tími til að lifa? Ungu hjónin bæta við sig vinnu til að hafa um kr. 150.000 á mánuði eftir skatta og eiga fyrir nauðsynjum, eyðslu og sparnaði. Til þess þurfa þau að auka tekjur sínar um 2,2 milljónir. Dóttirin er á vöggustofu (Sjálf- stæðisflokksins?) en þau sjá hana á morgnana. Árstekj- ur þeirra eru um 8 milljónir og afar lítill tími til að lifa, bara vinna. Ef þessi ungu hjón ættu að hafa tíma til að lifa með þessa greiðslubyrði þyrftu þau að hafa tæplega kr. 700.000 á mánuði fyrir 8 tíma vinnu eða um 8,4 millj- ónir á ári en það hefur ungt fólk yfirleitt ekki þótt góð- æri sé. Allir með! Ungu hjónin eiga aðra skemmtilegri kosti ef þau vilja taka virkan þátt í lífinu í borginni. Þau geta keypt sér tveggja herbergja íbúð nálægt miðborginni á 15 millj- ónir, borgað um 1 milljón í afborganir á ári og átt eftir 170 þúsund krónur á mánuði í eyðslu, nauðsynjar og sparnað. Þau þurfa ekki að bæta við sig vinnu, íbúðar- innar vegna. Þau geta átt meiri tíma með hvort öðru, barninu, ættingjum og vinum og byggt framtíð sína á eigin hraða í stað þess að vera rekin áfram af fjall- þungri greiðslubyrði vegna lóðakaupa og húsbygg- inga. Ungu hjónin og húsið Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og í 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. FYRIR nokkrum árum var Reykjavíkurflugvöllur kosinn í burt úr Vatnsmýri af borgarbúum og rætt er um að setja niður tugþúsunda byggð í hans stað. Ljóst er að ekki er við hæfi að krefjast brottflutnings flug- vallarins úr Vatns- mýrinni nema að benda á aðra við- unandi staðsetningu innanlands- flugvallar. Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og hingað kemur fólk til að sækja ýmsa þjónustu sem hið opinbera og aðrir veita og fæst ekki annars staðar. Reykjavík- urflugvöllur er mikilvægur hluti samgöngunets landsmanna og flutningur hans til Keflavíkur myndi ganga að innanlandsfluginu dauðu nema að gerðar verði stór- felldar og gríðarlega kostn- aðarsamar samgöngubætur. Ex-bé vill setja flugvöllinn á Löngusker en þær hugmyndir hugnast Vinstri grænum illa þar sem Skerjafjörður er á nátt- úruverndarskrá og hlýnunarspár samfara gróðurhúsaáhrifum reikna með umtalsverðri hækkun sjáv- arborðs. Framboð VG í Reykjavík hefur bent á Hólmsheiði sem góðan valkost fyrir flugvallarstæði. Hólmsheiði er fyrir austan Rauða- vatn og flugvöllur yrði álíka langt frá skilgreindri miðju borgarinnar (Vogaskóla) og Skerjafjarð- arflugvöllurinn er og staðsetningin góð hvað varðar landsbyggðina. Það er skondið hvað ex-bé leggur mikla áherslu á flugvallarmálið. Skipulag svæðisins gerir ekki ráð fyrir nokkrum breytingum fyrr en 2016. Fari svo að þá verði ákveðið að færa flugvöllinn mun hann ekki allur vera farinn fyrr en 2024. Nefnd ríkis og borgar sem átti að skoða aðra valkosti í flugvall- armálum athugaði fimmtán mögu- lega staði. Hún komst að þeirri nið- urstöðu að eingöngu Löngusker og Hólmsheiði kæmu til greina. Gríð- arlegur kostnaðarmunur er á þess- um tveimur kostum. Giskað er á að kostnaður við flugvöll á Löngu- skerjum yrði 20–22 milljarðar en samskonar framkvæmd á Hólms- heiði kostaði 11–13 milljarða. Mis- munurinn yrði því 7–11 milljarðar. Til að kanna hagkvæmni flug- rekstrar á Hólmsheiði þarf að framkvæma veðurfarsrannsóknir sem taka 35 ár. Að þeim tíma lokn- um er hægt að leggja endanlegt mat á það hvort nýting flugvallar þar sé ásættanleg. Samt gera ex-béarar það að sínu aðal kosningamáli að mynduð verði þjóðarsátt nú þegar um Löngu- skerjavöll; fokdýra framkvæmd og óæskilega hvað varðar nátt- úruminjar. Í vandræðum sínum reynir ex-bé að finna höggstað á Vinstri græn- um í borginni. Því er haldið fram fullum fetum að umhverfisvernd- arflokkurinn sé að leggja til flug- vallarstæði sem eitra muni vatnsból borgarbúa. Þessu er því til að svara að samráðsnefnd um úttekt á Reykjavíkurflugvelli hefði aldrei lagt til kost sem ógnaði vatnsbólum og á fundi sem nefndin hélt á Hótel Nordica 5. maí voru fundarmenn fullvissaðir um að flugvallarstæðið væri utan skilgreindra vatnsvernd- arsvæða. Að sjálfsögðu verður framkvæmt umhverfismat og það ætti að vera öllum ljóst að vinstri græn munu aldrei leggja nokkuð til sem gæti mengað vatnsból. Við höf- um bent á Hólmsheiði sem valkost fyrir flugvöll og það stæði hugnast okkur betur en flugvöllurinn í mýr- inni. Hann verður hins vegar ekki fluttur á næsta kjörtímabili, senni- lega ekki á því þarnæsta heldur; jafnvel ekki á því sem þar kemur á eftir. Nefndin sem fjallar um málið skilar ekki sinni niðurstöðu fyrr en í haust og endanlegum rannsóknum verður ekki lokið fyrr en eftir nokkur ár. Flugvallarmálið telst því varla stórt kosningamál nú, hvað þá aðalmálið. Flugvallarmálið ekkert aðalmál Eftir Þorleif Gunnlaugsson Höfundur skipar 3. sæti á V-lista, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Reykjavík. Á SÍÐUSTU áratugum hafa mál þróast svo að sjálfsagt þykir að bæði karlar og konur vinni utan heimilis og margar fjölskyldur hafa ekki al- mennilega í sig og á nema tvær fyrirvinnur afli tekna. Þjóð- félag okkar gerir ráð fyrir atvinnuþátttöku bæði karla og kvenna. Heimilin eru orðin minni en áður og heimilishald einfaldara en áður var. Það er því orðið sjaldgæfara að kona helgi sig heim- ilisstörfum eingöngu árum saman og enginn ætlast til þess. Konur vilja og eiga að taka þátt í atvinnulífinu og þær sem afla sér menntunar að sinna þeim störfum sem þær hafa menntað sig til. Þetta er nú held ég orðin skoðun flestra. Málið snýst ekki um það að „þessar ungu konur nenni ekki að vera heima og hugsa um börnin sín“ eins og sagt var við mig eitt sinn. Enn eigum við þó nokkuð í land Fæðingarorlof kvenna hefur í um tvo áratugi verið 6 mánuðir hér á landi og nú hefur bæst við 3 mánaða feðraorlof. Hér á landi er lítið atvinnuleysi og það er þörf fyrir alla á vinnumarkaðnum. Langflestir foreldrar snúa aftur til vinnu utan heimilis þegar fæðingarorlofi lýkur. Þá kemur að því að leita að dagvist fyrir barnið. Best væri auðvitað ef sveitarfélögin byggju svo vel um hnútana að börn kæmust inn á leikskóla strax eftir fæðingarorlof foreldra. Þannig er málum háttað í nágranna- löndum okkar Svíþjóð og Danmörku. Nú er tímabilið þar til leikskólapláss fæst, brúað með aðstoð ættingja eða vist hjá dagmömmu í flestum tilfellum. Ég hef oft hugleitt það hvort for- dómar gagnvart leikskólum og vanþekking á því frábæra starfi sem þar er unnið sé ástæða þess hve seint hefur gengið að byggja upp leikskóla fyrir öll börn. Flestir foreldrar nú til dags eru að mínu mati vel meðvitaðir um uppeldismál og hugsa vel um börnin sín. Alltaf má finna dæmi um van- rækslu því miður en þannig hefur það verið á öllum tímum. Uppeldi barns er auðvitað oftast mest á herðum foreldra þess og ungum börnum er að sjálfsögðu best að vera sem mest með foreldrum sínum. Góð- ir leikskólar eru líka mikilvægir í umönnun og uppeldi barna og rann- sóknir hafa margsýnt að börn græða á leikskóladvöl en skaðast ekki. Í mörg horn er að líta. Lausnin er ekki bara að byggja húsnæði fyrir leik- skóla. Leikskólana þarf líka að manna af vel menntuðum leikskólakenn- urum og starfsfólki og sveitarfélögin verða að sjá sóma sinn í því að greiða viðunandi laun. Þetta snýst um yngstu þjóðfélagsþegnana, framtíð Íslands. Lengi býr að fyrstu gerð. Gjaldfrjáls leikskóli frá lokum fæðingarorlofs Eftir Rún Halldórsdóttur Höfundur er læknir og leiðtogi VG á Akranesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.