Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Fagleg og lögleg þjónusta í boði Löggild menntun snyrtifræðinga tryggir þér fagmennsku í snyrtingu og förðun og rétta og örugga húð- meðferð. Þú finnur snyrti- fræðinga í Félagi íslenskra snyrtifræðinga um land allt. Sjá nánar á Meistarinn.is. „ÞAÐ má segja að það sé bara fyrir fullfrískt fólk að vera á göng- unum,“ segir Benedikt Gústavsson, bóndi á Miðengi, en hann þurfti að vera þrjár nætur á göngum Landspítalans á dögunum þar sem ekki voru nein laus pláss á stofum. Benedikt var lagður inn á hjartadeild LSH við Hringbraut ný- verið, en hann kom heim fyrir nokkru. „Manni finnst það alger hörmung að fólk sem þarf aðstoð við að fara á klósettið og aðstoð við að klæða sig þurfi að liggja á ganginum. En ég vorkenni sjálfum mér svo sem ekki mikið,“ segir Benedikt. | 4 Aðeins fyrir fríska Benedikt Gústavsson SILVÍA Nótt mætti stálslegin til æfingar í Ólympíuhöllinni í Aþenu í gærmorgun. Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður Morg- unblaðsins, sem stödd er ytra, segir að svo virðist sem Silvía sé aftur búin að ná fullri heilsu og að æfingin hafi gengið talsvert betur en í fyrradag. Lokaæfing fer fram í dag þar sem smiðshöggið verður rekið á atriði Silvíu Nóttar en framlag Íslands verður það síð- asta í röðinnni í kvöld. Sérstakur Evróvisjón-blaðauki fylgir Morgunblaðinu í dag en þar er farið yfir allar mögulegar hliðar keppninnar eins og hún hefur birst okkur undanfarin 20 ár. Stálslegin Silvía Nótt Morgunblaðið/Eggert VERÐI Kennaraháskólinn og Háskóli Ís- lands sameinaðir er hugsanlegt að byggt verði nýtt húsnæði undir kennaramennt- unina við HÍ í Vatnsmýrinni. Þessari hug- mynd hefur verið varpað fram í ráðherra- skipaðri nefnd sem er að ræða sameiningu skólanna. Verði ráðist í byggingu á nýju skóla- húsnæði í Vatnsmýrinni yrði núverandi húsnæði Kennaraháskólans við Stakkahlíð í Reykjavík nýtt undir framhaldsskóla, en lengi hefur verið rætt um að stofna þyrfti einn eða tvo nýja framhaldsskóla á höfuð- borgarsvæðinu til að fullnægja þörf fyrir framhaldsmenntun. Þetta kom m.a. fram á kynningarfundi í HÍ í gær. | 12 Framhaldsskóli í Stakkahlíð? GRIPIÐ verður til margþættra að- gerða til að draga úr vanda viðvíkj- andi útskriftum sjúklinga af Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) og til að leysa úr starfsmannaskorti á sjúkrahúsinu. Þetta var ákveðið á fundi Sivjar Friðleifsdóttur heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og stjórnenda LSH í gær. Ákveðið var m.a. að LSH taki upp samningaviðræður við hjúkr- unarheimilin um aukinn forgang spítalans að hjúkrunarrýmum. Að sögn Sivjar er ekki enn ljóst hve mörg þessi hjúkrunarrými gætu orðið. Nú eru tólf rými laus á Grund og rými losna reglulega á öllum hjúkrunarheimilunum. LSH hefur forgang að 90% hjúkrunarrýma á Sóltúni og Vífilsstöðum. Önnur heimili hafa tekið sjúklinga af LSH í minna en 30% hjúkrunarrýma sem losna, og það þykir heil- brigðisráðherra alltof lágt hlut- fall. Siv sagði að hugsanlega gæti LSH komið til móts við hjúkr- unarheimilin með einhvers konar konar læknisþjónustu frá sjúkrahúsinu og einnig með greiðu aðgengi tilbaka þurfi sjúklingar af LSH, sem fara á hjúkrunarheimili, aftur á sjúkra- hússvist að halda. Siv kvaðst telja mikilvægt að LSH og hjúkrunar- heimilin eigi gott samstarf. Sérhæfð hjúkrunar- þjónusta í heimahúsum Einnig var ákveðið að stjórnend- ur Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins (HH) og LSH beittu sér fyrir tilraunaverkefni um sérhæfða hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, tengda læknisþjónustu, og legðu til hvernig heimaþjónustu heilsugæsl- unnar og sjúkrahússins verður best hagað. Þá munu sjúklingar verða útskrifaðir heim og fá sérhæfða þjónustu frá heilsugæslunni og sjúkrahúsinu heima, að sögn Sivjar. Til að bæta úr manneklu á LSH var lögð áhersla á að ráða hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða frá öðr- um löndum til starfa. Siv sagði nú von á um 20 hjúkrunarfræðingum, aðallega frá Danmörku, á næst- unni. „Það blasir við að þessar aðgerð- ir kalla á aukin útgjöld,“ sagði Siv. Hún sagði tölur ekki fyrirliggjandi nú um hver þau útgjöld verða. Í er- indi frá landlækni, stjórnendum LSH og HH, sem rætt var við heil- brigðisráðherra í gær, kemur m.a. fram að kenna megi skorti á starfs- fólki um að hjúkrunarrými eru ekki fullnýtt. Það er rakið til aðstæðna á vinnumarkaði og eins kjara starfs- fólksins. Siv sagði flókið að breyta kjörum og ekki á forræði heilbrigð- isráðherra, heldur þeirra sem fara með kjaramálin. „Við bindum meiri vonir við for- ganginn að rýmum sem losna, aukna heimahjúkrun og nýtt starfs- fólk frá Norðurlöndum,“ sagði Siv. „Við erum að fara í markvissar að- gerðir sem Landspítalinn mun stjórna og útfæra, í samstarfi við okkur.“ Siv sagði einnig að það ylli sér miklum vonbrigðum að sveitar- félögin hefðu mörg verið að draga úr félagslegri heimaþjónustu. „Það kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar [Þjónusta við aldraða, október 2005] að meirihluti sveitar- félaga, með 250 íbúa og fleiri, hafi dregið úr félagslegri heimaþjón- ustu frá 2001–2003. Þetta þykir mér mjög umhugsunarvert,“ sagði Siv. Aðgerðir til að létta álagi af Landspítala – háskólasjúkrahúsi Sjúklingar fái aukinn for- gang á hjúkrunarheimili Siv Friðleifsdóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SKÖPUNARGLEÐIN leyndi sér ekki hjá nem- endum Breiðagerðisskóla þegar þau skreyttu gömlu fiskitrönurnar úti á Gróttu í gær. Krakkarnir taka nú þátt í verkefni á vegum Myndlistarskólans í Reykjavík sem gengur út á að gefa nemendum færi á að vinna með lista- mönnum í nýju umhverfi. Að sögn Ingibjargar Jóhannsdóttur, skólastjóra Myndlistarskólans, hafa krakkarnir tekið verkefninu afar vel og hafa augljóslega gaman af því að spreyta sig í nýju umhverfi. Verkefnið stendur yfir þessa vikuna og lýkur með sýningu á verkum krakk- anna í húsakynnum skólans í JL-húsinu við Hringbraut á föstudag. Sýningin hefst klukk- an 12.30 og hvetur Ingibjörg alla til að mæta. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungir listamenn við Gróttu Greiningarfyrirtækið Credit Sights fer varlega í að spá lækkun á trygg- ingaálagi á skuldabréfum íslensku bankanna sem eru til skamms tíma. Ekki muni koma á óvart þó sveiflur verði áfram á þessum markaði á næstu vikum. Markaðsaðilar hafi þó almennt séð ekki miklar áhyggjur af íslensku bönkunum. Fyrirtækið telur að þegar til lengri tíma er litið muni tryggingaálagið á fimm ára skulda- bréfum íslensku bankanna lækka og verða í kringum 0,35–0,40%. Þetta kemur fram í greinargerð frá Credit Sights, sem tekin var saman í tilefni af tveimur nýlegum skýrslum um ís- lenskt efnahagslíf, annars vegar skýrslu prófessoranna Frederic Mishkin og Tryggva Þórs Herberts- sonar, og hins vegar skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem kynnt var í fyrradag. Í greinargerð Credit Sights segir að spurningin sé hvort nýju skýrslurnar breyti einhverju gagn- vart íslensku bönkunum. „Þær eru nokkuð traustvekjandi hvað varðar efnahagslífið en leggja lítið af mörk- um fyrir fjárfesta varðandi bankana.“ Umsögn Credit Sights um íslensku bankana er óbreytt  Spá áfram | Viðskipti ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.