Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
Fagleg
og lögleg
þjónusta í boði
Löggild menntun snyrtifræðinga
tryggir þér fagmennsku í snyrtingu
og förðun og rétta og örugga húð-
meðferð. Þú finnur snyrti-
fræðinga í Félagi íslenskra
snyrtifræðinga um land allt.
Sjá nánar á Meistarinn.is.
„ÞAÐ má segja að það
sé bara fyrir fullfrískt
fólk að vera á göng-
unum,“ segir Benedikt
Gústavsson, bóndi á
Miðengi, en hann þurfti
að vera þrjár nætur á
göngum Landspítalans
á dögunum þar sem
ekki voru nein laus
pláss á stofum.
Benedikt var lagður
inn á hjartadeild LSH við Hringbraut ný-
verið, en hann kom heim fyrir nokkru.
„Manni finnst það alger hörmung að fólk
sem þarf aðstoð við að fara á klósettið og
aðstoð við að klæða sig þurfi að liggja á
ganginum. En ég vorkenni sjálfum mér
svo sem ekki mikið,“ segir Benedikt. | 4
Aðeins
fyrir fríska
Benedikt
Gústavsson
SILVÍA Nótt mætti stálslegin til æfingar í
Ólympíuhöllinni í Aþenu í gærmorgun.
Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður Morg-
unblaðsins, sem stödd er ytra, segir að svo
virðist sem Silvía sé aftur búin að ná fullri
heilsu og að æfingin hafi gengið talsvert
betur en í fyrradag.
Lokaæfing fer fram í dag þar sem
smiðshöggið verður rekið á atriði Silvíu
Nóttar en framlag Íslands verður það síð-
asta í röðinnni í kvöld.
Sérstakur Evróvisjón-blaðauki fylgir
Morgunblaðinu í dag en þar er farið yfir
allar mögulegar hliðar keppninnar eins og
hún hefur birst okkur undanfarin 20 ár.
Stálslegin
Silvía Nótt
Morgunblaðið/Eggert
VERÐI Kennaraháskólinn og Háskóli Ís-
lands sameinaðir er hugsanlegt að byggt
verði nýtt húsnæði undir kennaramennt-
unina við HÍ í Vatnsmýrinni. Þessari hug-
mynd hefur verið varpað fram í ráðherra-
skipaðri nefnd sem er að ræða sameiningu
skólanna.
Verði ráðist í byggingu á nýju skóla-
húsnæði í Vatnsmýrinni yrði núverandi
húsnæði Kennaraháskólans við Stakkahlíð
í Reykjavík nýtt undir framhaldsskóla, en
lengi hefur verið rætt um að stofna þyrfti
einn eða tvo nýja framhaldsskóla á höfuð-
borgarsvæðinu til að fullnægja þörf fyrir
framhaldsmenntun. Þetta kom m.a. fram á
kynningarfundi í HÍ í gær. | 12
Framhaldsskóli
í Stakkahlíð?
GRIPIÐ verður til margþættra að-
gerða til að draga úr vanda viðvíkj-
andi útskriftum sjúklinga af Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH)
og til að leysa úr starfsmannaskorti
á sjúkrahúsinu. Þetta var ákveðið á
fundi Sivjar Friðleifsdóttur heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
og stjórnenda LSH í gær.
Ákveðið var m.a. að LSH taki
upp samningaviðræður við hjúkr-
unarheimilin um aukinn forgang
spítalans að hjúkrunarrýmum. Að
sögn Sivjar er ekki enn ljóst hve
mörg þessi hjúkrunarrými gætu
orðið. Nú eru tólf rými laus á Grund
og rými losna reglulega á öllum
hjúkrunarheimilunum. LSH hefur
forgang að 90% hjúkrunarrýma á
Sóltúni og Vífilsstöðum. Önnur
heimili hafa tekið sjúklinga af LSH
í minna en 30% hjúkrunarrýma
sem losna, og
það þykir heil-
brigðisráðherra
alltof lágt hlut-
fall. Siv sagði að
hugsanlega gæti
LSH komið til
móts við hjúkr-
unarheimilin
með einhvers
konar konar
læknisþjónustu frá sjúkrahúsinu og
einnig með greiðu aðgengi tilbaka
þurfi sjúklingar af LSH, sem fara á
hjúkrunarheimili, aftur á sjúkra-
hússvist að halda. Siv kvaðst telja
mikilvægt að LSH og hjúkrunar-
heimilin eigi gott samstarf.
Sérhæfð hjúkrunar-
þjónusta í heimahúsum
Einnig var ákveðið að stjórnend-
ur Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins (HH) og LSH beittu sér fyrir
tilraunaverkefni um sérhæfða
hjúkrunarþjónustu í heimahúsum,
tengda læknisþjónustu, og legðu til
hvernig heimaþjónustu heilsugæsl-
unnar og sjúkrahússins verður best
hagað. Þá munu sjúklingar verða
útskrifaðir heim og fá sérhæfða
þjónustu frá heilsugæslunni og
sjúkrahúsinu heima, að sögn Sivjar.
Til að bæta úr manneklu á LSH
var lögð áhersla á að ráða hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða frá öðr-
um löndum til starfa. Siv sagði nú
von á um 20 hjúkrunarfræðingum,
aðallega frá Danmörku, á næst-
unni.
„Það blasir við að þessar aðgerð-
ir kalla á aukin útgjöld,“ sagði Siv.
Hún sagði tölur ekki fyrirliggjandi
nú um hver þau útgjöld verða. Í er-
indi frá landlækni, stjórnendum
LSH og HH, sem rætt var við heil-
brigðisráðherra í gær, kemur m.a.
fram að kenna megi skorti á starfs-
fólki um að hjúkrunarrými eru ekki
fullnýtt. Það er rakið til aðstæðna á
vinnumarkaði og eins kjara starfs-
fólksins. Siv sagði flókið að breyta
kjörum og ekki á forræði heilbrigð-
isráðherra, heldur þeirra sem fara
með kjaramálin.
„Við bindum meiri vonir við for-
ganginn að rýmum sem losna,
aukna heimahjúkrun og nýtt starfs-
fólk frá Norðurlöndum,“ sagði Siv.
„Við erum að fara í markvissar að-
gerðir sem Landspítalinn mun
stjórna og útfæra, í samstarfi við
okkur.“
Siv sagði einnig að það ylli sér
miklum vonbrigðum að sveitar-
félögin hefðu mörg verið að draga
úr félagslegri heimaþjónustu. „Það
kemur fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar [Þjónusta við aldraða,
október 2005] að meirihluti sveitar-
félaga, með 250 íbúa og fleiri, hafi
dregið úr félagslegri heimaþjón-
ustu frá 2001–2003. Þetta þykir
mér mjög umhugsunarvert,“ sagði
Siv.
Aðgerðir til að létta álagi af Landspítala – háskólasjúkrahúsi
Sjúklingar fái aukinn for-
gang á hjúkrunarheimili
Siv Friðleifsdóttir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SKÖPUNARGLEÐIN leyndi sér ekki hjá nem-
endum Breiðagerðisskóla þegar þau skreyttu
gömlu fiskitrönurnar úti á Gróttu í gær.
Krakkarnir taka nú þátt í verkefni á vegum
Myndlistarskólans í Reykjavík sem gengur út
á að gefa nemendum færi á að vinna með lista-
mönnum í nýju umhverfi. Að sögn Ingibjargar
Jóhannsdóttur, skólastjóra Myndlistarskólans,
hafa krakkarnir tekið verkefninu afar vel og
hafa augljóslega gaman af því að spreyta sig í
nýju umhverfi. Verkefnið stendur yfir þessa
vikuna og lýkur með sýningu á verkum krakk-
anna í húsakynnum skólans í JL-húsinu við
Hringbraut á föstudag. Sýningin hefst klukk-
an 12.30 og hvetur Ingibjörg alla til að mæta.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ungir listamenn við Gróttu
Greiningarfyrirtækið Credit Sights
fer varlega í að spá lækkun á trygg-
ingaálagi á skuldabréfum íslensku
bankanna sem eru til skamms tíma.
Ekki muni koma á óvart þó sveiflur
verði áfram á þessum markaði á
næstu vikum. Markaðsaðilar hafi þó
almennt séð ekki miklar áhyggjur af
íslensku bönkunum. Fyrirtækið telur
að þegar til lengri tíma er litið muni
tryggingaálagið á fimm ára skulda-
bréfum íslensku bankanna lækka og
verða í kringum 0,35–0,40%. Þetta
kemur fram í greinargerð frá Credit
Sights, sem tekin var saman í tilefni
af tveimur nýlegum skýrslum um ís-
lenskt efnahagslíf, annars vegar
skýrslu prófessoranna Frederic
Mishkin og Tryggva Þórs Herberts-
sonar, og hins vegar skýrslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem kynnt var í
fyrradag. Í greinargerð Credit Sights
segir að spurningin sé hvort nýju
skýrslurnar breyti einhverju gagn-
vart íslensku bönkunum. „Þær eru
nokkuð traustvekjandi hvað varðar
efnahagslífið en leggja lítið af mörk-
um fyrir fjárfesta varðandi bankana.“
Umsögn Credit Sights um
íslensku bankana er óbreytt
Spá áfram | Viðskipti
♦♦♦
♦♦♦