Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 15
ÚR VERINU
„VIÐ stilltum væntingum okkar í
hóf fyrir sýninguna,“ segir Þórður
Ingason sölu- og markaðsstjóri
TrackWell. „Það er því ánægjulegt
að segja frá því
að þátttakan hef-
ur þegar skilað
samningum og
samböndum sem
ekki hefðu kom-
ist á ef við hefð-
um ekki tekið
þátt.“
Þórður er
þarna að tala um
eina stærstu
sjávarútvegssýningu sem haldin
hefur verið og fór fram í Brussel í
nú í maí.
Í fyrsta sinn á
sýningunni í Brussel
Þetta er í fyrsta skipti sem
TrackWell tekur þátt í sjávar-
útvegssýningunni í Brussel, en hún
hefur verið haldin árlega und-
anfarin ár. Á sjávarútvegssýning-
unni kynnti TrackWell m.a. Sea-
Data, rafræna afladagbók fyrir
skipstjórnendur og útgerðir,
TracScape, flotastýringu fyrir skip
og flutningabíla og VMS-fiskveiði-
eftirlitskerfi fyrir stjórnvöld.
„Á fyrsta degi sýningarinnar
heimsótti okkur meðal annars gest-
ur sem hreifst svo af því sem hann
sá að hann kom aftur daginn eftir
og gekk frá samningi um uppsetn-
ingu á TracScape-búnaði í allan
skipaflotann hans sem veiðir undan
ströndum Máritaníu. Þess má einn-
ig geta að undirbúningur uppsetn-
ingar er þegar hafinn. Önnur
áhugaverð mál á norðlægari slóð-
um eru á viðkvæmari stigum, þann-
ig að árangur úr þeim mun ekki
koma í ljós fyrr en á næstu vikum
og mánuðum en margt af því lofar
þegar góðu.“
Einfaldar og
aðgengilegar lausnir
„Þar sem sýningin er miðuð við
þarfir landvinnslu og seljenda sjáv-
arafurða kom það mörgum þeirra
sem heimsóttu okkur á básinn
skemmtilega á óvart að sjá lausnir
fyrir útgerðir, fraktskip og vöru-
flutningabíla. Lausnirnar sem
TrackWell býður upp á eru einfald-
ar í uppsetningu og aðgengilegar í
notkun en það er sammerkt með
þeim flestum að um vefþjónustu er
að ræða sem gerir stjórnendum
kleift að fylgjast með flota sínum
úr landi og fá upplýsingar um stað-
setningu, stefnu og hraða ásamt
aflaupplýsingum,“ segir Þórður
Ingason.
Náðu bæði
samningum
og sam-
böndum
Þórður Ingason, mark-
aðsstjóri TrackWell, er
ánægður með árang-
urinn í Brussel
Þórður
Ingason
OPINBERRI heimsókn Björns Kalsö
sjávarútvegsráðherra Færeyja og
föruneytis hans til Íslands lauk í gær.
Á fundi Einars K. Guðfinnssonar sjáv-
arútvegsráðherra og Kalsö var m.a.
rætt um ástand loðnustofnsins og veið-
ar úr honum. Ákvörðun um veiðiheim-
ildir Færeyinga verður tekin þegar
nánari vitneskja liggur fyrir um
ástand stofnsins. Færeyingar ítrekuðu
vilja sinn til að mega nýta loðnuna sem
þeir veiða í íslenskri lögsögu í annað en
bræðslu. Farið var yfir stöðuna í sjó-
ræningjaveiðum á Reykjaneshrygg.
Einar K. Guðfinnsson lýsti vonbrigð-
um sínum með að sjóræningjaskip
hefði fengið þjónustu í höfnum aðild-
arríkja Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðinefndarinnar, NEAFC og nauð-
synlegt væri að aðildarríkin legðu
baráttunni gegn ólöglegum og óábyrg-
um veiðum lið af sama kappi og Íslend-
ingar hefðu gert. Kalsö kvað Færey-
inga reiðubúna að sinna skyldum
sínum í samræmi við samþykktir
NEAFC og kannað yrði hvort fær-
eysk eftirlitsskip geti lagt Landhelg-
isgæslu Íslands lið við eftirlit á
Reykjaneshrygg.
Þá var rætt um skýrslu um sam-
keppnishæfni sjávarútvegs á Íslandi
og í Noregi, sem kynnt var í desember
2005. Færeyingar hafa hug á að taka
þátt í næsta samanburði.
Í kjölfar fundarins kynnti Kalsö sér
starfsemi nokkurra fyrirtækja bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörð-
um. Hann heimsótti Marel og HB-
Granda. Brá sér í beitningaskúr í Bol-
ungarvík, upp á Bolafjall og í minja-
safnið í Ósvör, skoðaði 3x-Stál á
Ísafirði, þorskeldi í Álftafirði, snjó-
flóðavarnir á Flateyri og leikskóla sem
Færeyingar gáfu Súðvíkingum og
Flateyringum í kjölfar snjóflóðanna
árið 1995. Með Birni Kalsö í för voru
Hennibeth Kalsö eiginkona hans og
Rógvi Reinert ráðuneytisstjóri.
Fiskeldi Einar K. Guðfinnsson og Björn Kalsö við þorskeldið í Álftafirði,
þar fóðruðu ráðherrarnir þorsk í kvíum Hraðfrystihússins Gunnvarar.
Opinberri heimsókn sjávarútvegs-
ráðherra Færeyinga til Íslands lokið
Íslenska söguþingið 2006
13:00–13:45 Auður Ólafsdóttir listfræðingur:
Íslensk myndlist við upphaf 21. aldar.
Sjálfið: náttúrulegt, líkamlegt, táknrænt, hversdagslegt, þjóðlegt, leynilegt
en umfram allt einlægt.
14:00–14:45 Helgi Þorláksson sagnfræðingur og Már Jónsson sagnfræðingur:
Rökræður um Gamla sáttmála.
Er hann ekki skilmálaskrá frá 1262 heldur búinn til á 15. öld?
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur stjórnar umræðum.
15:00–15:45 Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur:
Goðsagnir íslenskrar sjálfstæðisbaráttu.
16:00–16:45 Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur:
Þjóðsöngur Íslendinga – ósönghæft „geimfræðilegt lofdýrðarkvæði“?
17:00–17:45 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur:
Símahleranir á Íslandi og öryggi ríkisins í kalda stríðinu.
Söguþing
Opin dagskrá í boði Landsbankans
sunnudaginn 21. maí kl. 13:00-18:00
Á opinni dagskrá Landsbankans í Hátíðasal Háskóla Íslands munu sex þjóðþekktir fræðimenn flytja
fyrirlestra og ræða spennandi álitamál í íslenskri sögu og menningu.
Dagskráin er öllum opin. Gestir geta sótt einstaka fyrirlestra eða fylgst með allri dagskránni. Gert er
hlé á milli fyrirlestra þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar.
Íslenska söguþingið 2006 verður haldið dagana 18.-21. maí
í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Málstofur, stakir fyrirlestrar og pallborðsumræður um fjölbreytt
svið rannsókna í sagnfræði. Enn er hægt að skrá sig á þingið og
það geta menn gert við opnun þingsins í aðalbyggingu Háskóla
Íslands í dag, fimmtudag, kl. 14:30. Nánari upplýsingar um
málstofur og skráningargjöld á þinginu sjálfu á vef Íslenska
söguþingsins - www.kistan.is/soguthing
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
L
BI
3
27
50
0
5.
20
06