Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 156. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Er enginn sáttasemjari Nick Mason lemur húðirnar við söng Rogers Waters í Egilshöll | 72 Lesbók | Knattspyrnan veitir innblástur  Ófyndin saga Börn | Hlöðukötturinn  Myndasögur  Ópera fyrir börn Íþróttir | Allt um fyrsta dag Heimsmeistarakeppninnar F A B R IK A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á www.sjova.is Kvennahlaupið um land allt 10. júní Lesbók, Börn og Íþróttir HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knatt- spyrnu fór vel af stað í gær fyrir gestgjaf- ana, Þjóðverja, þegar þeir unnu Kosta Ríka með fjórum mörkum gegn tveimur. Alls verða 64 leikir á boðstólum þann heila mánuð sem keppnin stendur. Reuters Veislan byrjuð Ramallah. AP, AFP. | Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, fordæmdi í gær „blóðug fjölda- morð“ Ísraela á Gaza en þá létu ísraelskir hermenn fallbyssukúlum rigna yfir fólk, sem var á ströndinni sér til skemmtunar. Biðu sjö manns bana og að minnsta kosti 30 særðust. „Ódæðið, sem Ísraelar frömdu á Gaza, er ekkert annað en útrýmingarherferð og fjöldamorð á fólki,“ sagði Abbas í yfirlýs- ingu, sem palestínska fréttastofan Wafa flutti. „Ég veit ekki hvaða ástæðu ísraelska ríkisstjórnin hafði fyrir þessum glæp.“ Abbas hvatti einnig alþjóðasamfélagið, öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og ríkin, sem eiga aðild að kvartettinum svokallaða, til að binda enda á „þessa glæpamennsku“. Brást rússneska stjórnin strax við og sagði í yfirlýsingu, að hún væri hneyksluð á þessu framferði. Í yfirlýsingu frá Bandaríkja- stjórn var ítrekað, að Ísraelar hefðu „rétt til að verja hendur sínar“ en um leið voru þeir hvattir til að huga að afleiðingunum. Abbas lýsti í gær yfir þriggja daga þjóð- arsorg vegna mannfallsins á ströndinni á Gaza en meðal hinna látnu var fimm manna fjölskylda. Hernaðararmur Hamas-hreyf- ingarinnar, sem er við völd í Palestínu, brást hins vegar við með því að hóta að hefja aftur árásir á Ísrael og rjúfa þá um leið óformlegt vopnahlé, sem staðið hefur í hálft annað ár. Talsmaður ísraelska hersins sagði í gær, að árásirnar á Gaza hefðu verið stöðvaðar meðan verið væri að kanna þetta mál. Fordæmir „blóðug fjöldamorð“ Hernaðararmur Hamas hótar árásum á Ísrael New York. AFP. | Múslímskar konur hafa ekkert á móti höfuðblæjunni en þær vilja fá að njóta fulls kosn- ingaréttar. Almennt telja þær sig ekki vera kúgaðar að því er fram kemur í Gallup-könnun. Í könnuninni, sem birt var í The New York Times, voru 8.000 kon- ur í flestum íslömskum ríkjum spurðar og í Líbanon kváðust 97% þeirra vilja fá að ráða því sjálfar hvað þær kysu. Þannig var um 95% kvenna í Egyptalandi og Marokkó en aðeins 68% í Pak- istan. Engin kvennanna hafði eitt- hvað við höfuðblæjuna að athuga en sögðu helstu gallana á sam- félögum sínum vera ofbeldisfulla öfgamenn, spillingu og litla ein- ingu með íslömskum ríkjum. Helstu gallana á Vesturlöndum sögðu þær vera siðferðileg úr- kynjun, fjöllyndi og klám, sem væri niðurlægjandi fyrir konur. Segjast ekki sæta kúgun ♦♦♦ BRUNI kom upp í smurstöð og dekkjaverkstæði við Aðalstöðina í Keflavík á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Ekki hafði tekist að slökkva eldinn þegar blaðið fór í prentun í gær en samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja hafði slökkviliðið náð tökum á eldinum. Rýma þurfti fjögur hús. Fólk var ekki í hættu. Húsnæði dekkjaverkstæðisins varð brátt alelda samkvæmt upp- lýsingum blaðsins en fljótlega læstu logarnir sig einnig í þak smurstöðvarinnar. Árni Gunn- laugsson, eigandi smurstöðv- arinnar, var í uppnámi er blaðið náði tali af honum. „Það er sárt að sjá lífsviðurværi sitt hverfa í burtu með þessum hætti. Maður stendur bara hjá og getur ekkert gert. Það er ekki enn kominn eldur niður í smurstöðina sjálfa þannig að mað- ur veit ekki hvernig þetta verður. Það hefur enginn komið og rætt við mig ennþá um hvenær takist að slökkva í þessu,“ sagði Árni. Ólík- legt var að nokkru yrði bjargað úr dekkjaverkstæðinu en óvissara var um smurstöðina. Þrátt fyrir að slökkviliðið hefði náð tökum á brun- anum var útlit fyrir að langan tíma gæti tekið að útrýma eldinum al- veg, en dekkjabrunar sem þessi loga oft lengi. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins var um meiriháttar bruna að ræða. Auk alls tiltæks slökkviliðs staðarins voru sendir bílar frá höf- uðborgarsvæðinu, Sandgerði og Keflavíkurflugvelli og voru slökkvi- bílar á vettvangi alls tíu talsins. Lögreglan brá á það ráð að loka nærliggjandi götum en stór hópur bæjarbúa hafði safnast að brun- anum við Aðalstöðina. Mikinn svartan reyk frá eldinum lagði yfir hafnarsvæðið í Keflavík. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í húsnæði dekkjaverkstæðisins við Aðalstöðina í Keflavík. Sárt að sjá lífsviðurværi sitt hverfa með þessum hætti Mikill bruni í smurstöð og dekkjaverkstæði við Aðalstöðina í Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.