Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flokksþing í ágúst
Miðstjórn Framsóknarflokksins
samþykkti í gær samhljóða að efna
til flokksþings í þriðju viku ágúst en
fyrir því liggur m. a. að kjósa nýjan
formann. Í ræðu Halldórs Ásgríms-
sonar, formanns flokksins, harmaði
hann þá óeiningu, sem verið hefði í
flokknum að undanförnu, en til-
kynnti, að sátt hefði tekist með hon-
um og varaformanninum, Guðna
Ágústssyni. Að ræðu Halldórs lok-
inni var fundinum lokað fyrir frétta-
mönnum en talið er, að þá hafi mið-
stjórnarmenn farið yfir atburði
síðustu daga og rætt væntanlegar
breytingar á ríkisstjórn.
Ekki eftir neinu að bíða
Ísland varð fyrst ríkja til að við-
urkenna sjálfstæði Svartfjallalands
er Geir Haarde utanríkisráðherra
sendi svartfellskum starfsbróður
sínum, Miodrag Vlahovic, bréf þess
efnis á fimmtudag. „Þetta var afar
ánægjulegt,“ sagði Geir en tók fram,
að ekki hefði verið um neitt kapp-
hlaup að ræða. „Það var einfaldlega
ekki eftir neinu að bíða,“ sagði hann.
Fordæmdi „fjöldamorð“
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínu, fordæmdi í gær „blóðug fjölda-
morð“ Ísraela eftir að þeir skutu af
fallbyssum á fólk, sem var á gangi
sér til skemmtunar á ströndinni á
Gaza. Féllu sjö manns og þar af
fimm manna fjölskylda. Meira en 30
særðust. Ismail Haniya, forsætis-
ráðherra í ríkisstjórn Hamas-
hreyfingar, brást einnig reiður við
og hernaðararmur hreyfingarinnar
hótaði að hefja aftur árásir á Ísrael.
Abbas ætlar að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu í Palestínu 31. júlí
um framtíðarskipan mála í landinu
gegn mikilli andstöðu Hamas. Ekki
er búist við, að atburðirnir í gær
muni auka líkur á, að tillögur forset-
ans verði samþykktar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 42
Fréttaskýring 8 Messur 52
Viðskipti 18/19 Kirkjustarf 53
Úr verinu 18/19 Minningar 54/60
Erlent 22/24 Skák 61
Minn staður 26 Myndasögur 66
Akureyri 28 Dagbók 66/69
Landið 29 Víkverji 66
Árborg 30 Velvakandi 67
Menning 32, 70/77 Staður&stund 68/69
Daglegt líf 34/37 Bíó 74/77
Úr vesturheimi 38 Ljósvakamiðlar 78
Umræðan 39/51 Staksteinar 79
Forystugrein 32 Veður 79
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ÍSLAND varð fyrst ríkja til þess að viðurkenna
sjálfstæði Svartfjallalands er Geir H. Haarde, ut-
anríkisráðherra, sendi Miodrag Vlahovic, utan-
ríkisráðherra í nýstofnuðu ríki Svartfjallalands,
bréf á fimmtudaginn, þar sem hann viðurkenndi
fullveldi Svartfjallalands fyrir Íslands hönd. Í
bréfinu færir Geir starfsbróður sínum hamingju-
óskir vegna ákvörðunar Svartfjallalands um að
stofna sjálfstætt ríki en eins og kunnugt er sam-
þykktu Svartfellingar í þjóðaratkvæðagreiðslu
hinn 21. maí síðastliðinn, tillögu um að segja sig
úr ríkjasambandi við Serbíu.
Geir lýsir því jafnframt yfir í bréfinu að Ísland
sé tilbúið að taka upp stjórnmálasamband við
Svartfjallaland við fyrsta tækifæri.
Í samtali við Morgunblaðið
staðfesti Geir að Íslendingar
hefðu með þessu orðið fyrstir
þjóða til þess að viðurkenna
sjálfstæði Svartfjallalands.
Svartfellingar hefðu haft sam-
band og upplýst að viðurkenn-
ingarbréfið frá Íslandi hefði
verið það fyrsta til þess að ber-
ast. Viðbrögð þeirra hefðu ver-
ið afar jákvæð og í kjölfarið
hefði borist þakkarskeyti.
„Þetta var afar ánægjulegt og jafnframt
skemmtilegt að við skyldum vera fyrst,“ segir
Geir en tók þó fram að hér væri ekki um neins
konar kapphlaup að ræða. „Það var einfaldlega
ekki eftir neinu að bíða í þessu tilviki.“
Geir segist vonast til þess að Íslendingar og
Svartfellingar muni eiga góða samvinnu sín á
milli í framtíðinni. Þannig sé mikilvægt fyrir
smáar þjóðir að sýna samstöðu á alþjóðavett-
vangi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland er fyrst
til þess að viðurkenna sjálfstæði annarra ríkja en
árið 1991 voru Íslendingar fyrstir þjóða til þess
að viðurkenna sjálfstæði Króatíu. Þá gegndi Jón
Baldvin Hannibalsson embætti utanríkisráð-
herra. Það ár voru Íslendingar jafnframt fyrstir
þjóða til þess að taka upp stjórnmálasamband við
Eystrasaltsríkin þrjú.
Ísland fyrst ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands
„Það var einfaldlega ekki
eftir neinu að bíða“
Geir H. Haarde
STEINUNN Valdís Óskarsdóttir hélt í gærmorgun
kveðjuhóf af því tilefni að hún var þá að hefja sinn síð-
asta vinnudag sem borgarstjóri. Á þriðja hundrað
manns mætti til morgunverðar í Tjarnarsal ráðhússins
til að kveðja borgarstjóra og Helga Jónsdóttir, sviðs-
stjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, færði borg-
arstjóranum blóm og þakkaði samstarfið fyrir hönd
starfsmanna borgarinnar. Steinunn Valdís hefur starfað
sem borgarstjóri frá því í desember 2004 en þá lét Þór-
ólfur Árnason af embætti. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Steinunn að yfirleitt vefðist ekki fyrir stjórn-
málamönnum að halda tækifærisræður en þarna hefði
henni eiginlega orðið orða vant. Þetta hefði verið afar
sérstök stund og hún hefði verið mjög hrærð yfir því
hversu margir hefðu mætt. Steinunn sagði að þessir 18
mánuðir hefðu verið henni mjög lærdómsríkir og að hún
hefði þroskast mikið sem stjórnmálamaður á þessum
tíma. Borgarstjórastarfið fæli í sér mikla nálægð við
borgarbúa og hún hefði því fengið tækifæri til að kynn-
ast aðstæðum borgarbúa með öðrum hætti en áður.
Aðspurð hvað henni fyndist mest um vert úr borg-
arstjóratíð sinni svaraði Steinunn því til að hún hefði
fundið það í kveðjuhófinu í ráðhúsinu að margir hefðu
komið til sín og þakkað fyrir þau skref sem tekin hefðu
verið í launamálum borgarinnar í desember síðast-
liðnum. Henni þótti því afar vænt um að sjá hve margir
starfsmenn frá hinum stóru kvennavinnustöðum þar
sem mikið væri um láglaunastörf komu til að kveðja
hana. Um framhaldið segir Steinunn að málin muni
skýrast að loknu sumarfríi.
Á þriðja hundrað mætti í kveðjuhóf fráfarandi borgarstjóra
Morgunblaðið/Golli
Síðasti dagurinn í vinnunni
GYLFI Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að ef eigi
að nást samstaða milli ASÍ og Sam-
taka atvinnulífs-
ins um framleng-
ingu kjarasamn-
inga verði stjórn-
völd að koma að
málinu.
Samtök at-
vinnulífsins lögðu
fram formlegar
tillögur um fram-
lengingu kjara-
samninga fyrr í
vikunni. Markmið þeirra er m.a. að
koma á jafnvægi í efnahagsmálum
og ná niður verðbólgu. Forystu-
menn ASÍ hafa verið að skoða tillög-
urnar frá öllum hliðum undanfarna
daga. Gylfi sagði að þeirri vinnu
væri ekki lokið. Það þyrfti að fara
vel yfir málið, m.a. hvaða áhrif þess-
ar tillögur hefðu á bónuskerfi.
„Til þess að geta lokið þessu
dæmi er ljóst að stjórnvöld þurfa að
koma að málum með mjög mynd-
arlegum hætti. Það er of mikið í
óvissu í þessu sem snýr einkum að
tekjulægri hópunum. Það fer ekki
framhjá neinum að framundan er
samdráttur og við lítum á það sem
mikilvægt verkefni að verja
ákveðna hópa,“ sagði Gylfi.
Á mánudaginn mun Hagstofa Ís-
lands birta nýjar tölur um verð-
bólgu.
Aðkoma
ríkisstjórn-
arinnar
nauðsynleg
Gylfi Arnbjörnsson
SKULDBINDINGAR vegna lífeyr-
isréttinda opinberra starfsmanna í
svonefndri B-deild Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins (LSR) hækk-
uðu um 40 milljarða króna á síðasta
ári og námu í árslok tæpum 360 millj-
örðum króna.
Lífeyrisréttindi í B-deild LSR
taka mið af dagvinnulaunum eftir-
manna í starfi, eins og þau eru á
hverjum tíma, og hafa því allar
launabreytingar hjá ríkisstarfs-
mönnum áhrif á réttindi sjóðfélaga,
hvort sem þeir eru í starfi, eiga
geymd réttindi í sjóðnum eða hafa
hafið töku lífeyris.
Í ársskýrslu LSR vegna ársins
2005 kemur fram að þessar skuld-
bindingar hafi vaxið úr 135 milljörð-
um króna í árslok 1996 fyrir níu árum
eða um 225 milljarða króna á tíma-
bilinu, sem jafngildir 165% aukningu.
Þar segir að þessa aukningu á
skuldbindingunni megi fyrst og
fremst rekja til almennra launa-
hækkana, kerfisbreytingar á launum
opinberra starfsmanna, en snemma á
þessu tímabili voru ýmiss konar
aukagreiðslur færðar inn í dagvinnu-
launin, og loks aukinna lífslíkna, en
meðalævin hefur lengst umtalsvert á
tímabilinu.
Eignirnar 45% af
skuldbindingunni
Fram kemur að árleg hækkun
dagvinnulauna opinberra starfs-
manna hefur numið 9,5% að meðal-
talli frá því í ársbyrjun 1997. Þá var
byrjað að reikna svonefnda vísitölu
dagvinnulauna opinberra starfs-
manna og nemur hækkun hennar
fram til síðustu áramóta 126,2% á
tímabilinu.
Fram kemur ennfremur að hlutfall
eigna sjóðsins af áfallinni skuldbind-
ingu hefur vaxið á sama tíma um
395%. Er hlutfall eigna af áfallinni
skuldbindingu nú 45% og hækkaði
um fjögur prósentustig milli ára, sem
kemur til af mjög góðri ávöxtun á
eignum sjóðsins á síðasta ári sem og
af sérstökum innborgunum ríkis-
sjóðs vegna skuldbindinganna.
Ávöxtun eigna sjóðsins á síðasta ári
nam 19,1%, en á sama tíma jukust
skuldbindingarnar um 9%.
Skuldbindingar í B-deild LSR
hafa aukist um 40 milljarða
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is