Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 37

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 37 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Þetta æxlaðist bara þannigað hótelið var á sölu ogvið slógum til og keypt-um það,“ svarar Þor- grímur Kristjánsson þegar hann er spurður af hverju honum og konu hans Þuríði Þórðardóttur datt í hug að kaupa hótel í fjöllum Austurríkis. Hótelið ber nafnið Skihotel Speiereck og hafa Þor- grímur og Þuríður verið eigendur að því í eitt ár. „Ég er reyndar búinn að vera hérna í Austurríki með annan fótinn í tuttugu ár sem skíðakennari og þekki því vel til.“ Þorgrímur segir þau ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar þau sáu hótelið á sölu. „Þuríður rak gistiheimili á Íslandi og er þar með vön svona rekstri. Það var lít- ið mál fyrir okkur að flytja til Austurríkis og við fengum mjög góðar undirtektir hjá öllum heima, engum fannst við orðin „klikk“,“ segir Þorgrímur og hlær. Algjör útivistarparadís Hótelið stendur í þorpinu St.Michael og er í Lungau héraði í Salzburger Land. „Þorpið er í meira en 1000 metra hæð, með mjög góðu skíðasvæði sem er með yfir sextíu lyftum. Hér er hæsti skíðatindur í Salzburger Land og þeir eru að byggja þetta upp í að vera besta skíðasvæði í Aust- urríki,“ segir Þorgrímur og bætir við að koma í þorpið sé eins og að fara hundrað ár aftur í tímann. „Þetta er ekta austurískt sveita- þorp með mjög gömlum bygg- ingum. Þorpsandinn er líka frá- bær, ég þekkti flesta þorpsbúa áður og þeir hafa síðan tekið Þur- íði vel.“ St.Michael er um 100 km í suð- urátt frá Salzburg og ekki langt frá því liggur hraðbrautin til Ítalíu en um klukkutíma akstur er þang- að frá þorpinu. „Þetta er vinsælt skíðasvæði á veturnar og hérna byggist í rauninni allt upp á skíða- íþróttinni. Það búa um 3000 manns í þorpinu, margir eru bændur en aðrir vinna við að þjóna ferðamönnunum sem sækja þorpið heim allan ársins hring. Á sumrin kemur fólk mikið hingað í göngu- og hjólaferðir, hérna er líka hægt að veiða og fara í hesta- ferðir en það eru a.m.k þrír hesta- búgarðar með íslenska hesta í þorpinu. Þetta svæði er í raun al- gjör útivistarparadís allan ársins hring. Um 200 metra frá hótelinu okkar er 18 holu golfvöllur og svo er ekki nema þriggja mínútu gangur upp í skíðalyfturnar,“ seg- ir Þorgrímur hálf móður eftir upp- talninguna en bætir þó við að skíðakláfarnir séu líka opnir á sumrin og þá sé t.d hægt að fara upp með hjól og hjóla um fjöllin. „Þannig að það er mjög mikið hægt að gera hérna og ég gæti verið með dagskrá alla daga, allan daginn.“ En Þorgrímur er með réttindi til að taka hópa í göngu og hjólaferðir um nánasta um- hverfi og fjöllin. Í ekta sveitastíl Þorgrímur og Þuríður hafa ver- ið að endurbæta hótelið að und- anförnu. „Við leigðum það út til enskrar ferðaskrifstofu seinasta vetur en ákváðum síðan að taka það í gegn. Við opnuðum það svo formlega eftir breytingar fyrstu helgina í júní með miklu fjöri.“ Hótelið sem er um fimmtíu ára er í gömlum austurrískum sveita- stíl, á fjórum hæðum með átján herbergjum og veitingastað sem tekur sextíu manns. „Við sjálf er- um aðalstarfskraftarnir í sumar en svo mun ég halda áfram að kenna á skíði í vetur og Þuríður sér um staðinn.“ Þorgrímur segir allt hafa gengið vel hjá þeim hing- að til og að þau hafi fengið góðar viðtökur.  FERÐALÖG | Þorgrímur Kristjánsson og Þuríður Þórðardóttir keyptu skíðahótel í Austurríki Vinalegt sveitaþorp í fjöllunum Þuríður og Þorgrímur fyrir miðju í góðra vina hópi á hótelinu. Séð yfir austurríska skíðaþorpið St. Michael sem er einstaklega fallegt hvort sem er á sumrin eða veturna. www.skihotel-speiereck.at Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.