Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 42
42 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMRÆMD lokapróf í grunn-
skólum eru að mínu mati tíma-
skekkja. Allt of mikil
áhersla er á þau og áhrif
þeirra á skólastarf og
nemendur eru neikvæð.
Ég er sannfærður um að
það þurfi að endurskoða
fyrirkomulag sam-
ræmdra lokaprófa í
grunnskólum með það að
markmiði að leggja þau
að mestu af. Þess í stað
ætti að auka verulega
vægi verklegra greina og
þeirra sem þjálfa börn í
mannlegum samskiptum.
Samræmd lokaprófun í
mörgum greinum er mikil miðstýr-
ing í skólastarfi. Þangað færist meg-
inþungi kennslunnar og skólastarfið
snýst í of miklum mæli um sam-
ræmdu greinarnar. Aðrar sitja eftir
og þar með margir nemendur.
Alvarleg áhrif á börnin
Prófin skapa álag sem mörg ung-
mennin ráða illa við eða ekki. Næg-
ar eru nú kröfurnar, samkeppn-
isharkan og eilífur samanburður í
samfélaginu alla starfsævina, þó að
börnunum sé hlíft við miskunn-
arleysi röðunar af þessu tagi fram á
fullorðinsár.
Fram hafa komið harkaleg dæmi
um börn sem ekki ráða við álagið og
hafa hlotið af því mikinn skaða. Mál-
ið er nefnilega það að börnin taka
þann miskunnarlausa samanburð
sem samræmd lokapróf eru mörg
hver afar nærri sér. Sérstaklega við-
kvæmu börnin sem við eigum að
vernda og halda hlífiskildi yfir.
Vernda fyrir hörku samkeppnissam-
félagsins fram á fullorðinsár þar til
þau eru í stakk búinn til að takast á
við lífið eftir þroskagöngu í skól-
anum. Bestu nemendurnir og sterk-
ustu einstaklingarnir fara sem betur
fer vel í gegnum samræmda ferlið.
Það eru hin börnin sem bíða skað-
ann og það eru oft þau börn sem síð-
ar hætta í framhaldsskólanum án
þess að ljúka námi. Falla brott og
lenda mörg hver á vergangi í lífinu.
Sum hver af því að menntakerfið tók
ekki utan um þau eins og þurfti á
þeim tíma.
Þarna er ábyrgð samræmdra
prófa mikil. Aðrar og mildari leiðir
eru færar til að
kanna samræmdan
árangur barna og
skóla en samræmdu
lokaprófin eins og
við notum þau. Þær
leiðir eigum við að
fara.
Fyrsta flokks
börn
Síðan er það röð-
unin. Samræmdu
prófin eru fyrsta
flokkunin eftir ár-
angri í lífinu og
hverjir skyldu nú skaðast af því?
Sumir eru fyrsta flokks, aðrir ann-
ars og margir þriðja flokks. Þetta er
upplifun barnanna sjálfra og þessi
flokkun fylgir þeim út í lífið á við-
kvæmasta aldrinum.
Skaðinn er oft mikill og á engan
hátt réttlætanlegur í þágu miðstýr-
ingaráráttu menntamálaráðherra
um að allir skuli vera eins. Miðstýr-
ingin í menntamálum er síðan sér-
stök sorgarsaga út af fyrir sig þar
sem núverandi menntamálaráð-
herra hefur náð miklu flugi við að
auka á bölið.
Samræmdu lokaprófin hafa lengi
tíðkast og lítil gagnrýnin umræða
verið um gildi þeirra, tilgang og ár-
angur af notkun þeirra sem mæli-
tækis á færni nemenda við þau tíma-
mót er þeir ljúka skyldunámi
grunnskólans. Sjálfur held ég að við
eigum að endurskoða mjög gagn-
rýnið samræmd lokapróf í 10. bekk
grunnskólans og tek undir þá gagn-
rýni sem fram hefur komið á tak-
markanir þeirra. Kannski er það
einmitt svo að þau mæla síst það
sem mestu skiptir: Færni í mann-
legum samskiptum og lífsleikni
hverskonar.
Í reynd er einn helsti tilgangur
þeirra að vera inntökupróf í fram-
haldsskólana. Sem slík eru þau vafa-
samt tæki og til betri og sann-
gjarnari leiðir til að inntökuprófa í
þá skóla. Það er einnig mál fram-
haldsskólanna sjálfra. Rétt eins og
það er mál háskólanna að velja og
takmarka inn í þá. Ekki framhalds-
skólanna.
Samræmdu stúdents-
prófin aflögð
Eitt af síðustu verkefnum Alþing-
is í vetur var að afnema samræmd
stúdentspróf. Það var mikill sigur
fyrir framsækna skólastefnu í land-
inu en við jafnaðarmenn höfum bar-
ist fyrir því, frá því að prófin voru
tekin upp fyrir þremur árum, að þau
yrðu aflögð. Sjálfur tók ég málið
fyrst upp á Alþingi við Tómas Inga
Olrich, þáverandi mennta-
málaráherra. Hann sagði að það
kæmi ekki til greina að afnema þau.
Sjálfstæðisflokkur vildi samræmd
próf.
Í sömu átt reri Þorgerður Katrín
menntamálaráðherra í fyrstu. Síðan
tapaði hún hverri orrustunni á fætur
annarri í mennta- og menningar-
málum. Því fór svo að hún gafst upp
og lýsti því yfir í umræðum um sam-
ræmd próf á þingi í desember við
okkur í Samfylkingunni að prófin
yrðu aflögð.
Því ber að fagna og óska ráðherra
til hamingju með að hafa játað sig
sigraða. Skora ég hér með á hana að
gera slíkt hið sama með samræmdu
lokaprófin í grunnskóla en þegar ég
spurði hana um endurskoðun á þeim
í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir
skömmu tók hún illa í það að leggja
þau af. Því miður en það er lengi von
á einum. Sagan kennir það.
Samræmd lokapróf
heyri sögunni til
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um samræmd próf ’Prófin skapa álag semmörg ungmennin ráða
illa við eða ekki. Nægar
eru nú kröfurnar, sam-
keppnisharkan og eilífur
samanburður í samfélag-
inu alla starfsævina …‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er alþingismaður
og frjálslyndur jafnaðarmaður.
EFNI þessarar greinar skyldi á
engan hátt túlka sem áfellisdóm yfir
störfum allra kennara. Ef nokkurt vit
er í þessari grein ber
samfélagið í heild
ábyrgð. Á seinni hluta
16. aldar sagði franski
heimspekingurinn Mic-
hel de Montaigne um
menntun: ,,Ef sálir okk-
ar öðlast ekki fallegri
hljóm og við höfum ekki
heilbrigðari dómgreind,
myndi ég allt eins vilja
að nemandi okkar verði
tíma sínum í að spila
tennis: líkami hans yrði
í það minnsta fimari.“
Orð Montaigne má end-
urtaka í samtímanum, rúmlega fjög-
ur hundruð árum síðar. Áhyggjur
Montaigne voru að menntun hans
tíma hverfðist um of að því að fylla
minnið af staðreyndum á kostnað
þess að rækta dómgreind og dygð; að
menntun „blési lofti“ í nemendur í
stað þess að veita þeim „innblástur“
eins og hann orðar það. Snöggt yfirlit
yfir aðalnámskrár skólakerfisins
nægir til þess að sjá að meginmark-
mið menntunar er að nemendur öðlist
þjálfun fyrst og fremst í íslensku og
stærðfræði auk nokkurra staðreynda
á öðrum sviðum. Meginmarkmið
samræmdra prófa er ekki að kanna
hvort sjálf nemenda hafi öðlast fal-
legri hljóm, hvort þeir séu ánægðir
með sjálfa sig sem einstaklinga.
Markmið prófanna er heldur ekki að
meta hvort dómgreind nemenda sé
þroskuð og þeir gagnrýnir á eigið
sjálf, samskipti sín við aðra, þau fræði
sem kennd eru í skólum
eða samfélagið sem
þeim er ætlað að vera
hluti af. Hvað þá að
samræmdu prófin segi
mönnum nokkuð um
hvort nemendur séu
dygðugir, hafi gott sið-
ferði. Enn síður mæla
þau frumleika. Gagn-
rýnin hugsun er ekki
yfirlýst markmið
menntakerfisins heldur
í besta falli aukaafurð
kennslu góðra kennara.
Hið sama má segja um
dygð.
Hver er metnaðurinn á bak við
menntakerfið? Þegar nemendur
ljúka skólanum spyrja þeir hver ann-
an: Hvað fékkstu á prófunum? Er
metnaður íslensks samfélags ekki há-
leitari en svo að umhugsunarefni
nemenda sé fyrst og fremst hversu
vel þeim tókst að leggja á minnið hin-
ar og þessar staðreyndirnar, nokkrar
málfræði- og stærðfræðilegar reglur?
Staðreyndirnar geta verið gagnlegar
en lítils virði í höndum vegvilltra ein-
staklinga með vanrækta dómgreind
og dygð. Montaigne segir að „páfa-
gaukar gætu mælt“ eins vel og nem-
andi með „útblásið“ sjálf. Þegar nem-
endur ljúka skólanum ættu þeir
fremur að spyrja hver annan: Ertu
ánægður með sjálfið þitt, dómgreind
þína og siðferði? Af þeirri spurningu
vakna spurningar um framtíðina, líf-
ið, fræðin og samfélagið. Spurningin
sem nemendurnir spyrja hver annan
í dag, hvernig gekk á prófunum, vek-
ur yfirleitt ekki annað en sam-
viskubit, niðurlægingu eða yfirlæt-
istilfinningu gagnvart þeim sem
stóðu sig ögn verr.
Er ekki tími til kominn að spyrja
stórra spurninga um menntakerfið?
Meðal einkenna nútímasamfélagsins
eru vímuefnaneysla, þunglyndi, firr-
ing, afskipta- og áhugaleysi á op-
inberum málum og tóm listasöfn.
Sum hver fara versnandi. Ætti það að
koma á óvart þegar umhugsunarefni
nemenda menntakerfisins er hvaða
tölu þeir fengu á skriflegu prófi sem á
engan hátt ætlaðist til þess af þeim að
taka sjálfan sig og samfélag sitt til
skoðunar?
Til hvers er menntakerfið?
Kristinn Már Ársælsson
fjallar um menntakerfið ’Meðal einkenna nútíma-samfélagsins eru vímu-
efnaneysla, þunglyndi,
firring, afskipta- og
áhugaleysi á opinberum
málum og tóm listasöfn.‘
Kristinn Már Ársælsson
Höfundur er með BA í heimspeki og
er MA-nemi í félagsfræði við HÍ.
Í
eina tíð sætti Kvennalist-
inn sálugi mikilli gagn-
rýni fyrir útskiptinga-
reglu sína. Konurnar,
sem náðu kjöri fyrir
framboðið í alþingiskosningum,
ákváðu að skipta með sér þingset-
unni, til að dreifa ábyrgð og valdi
innan hreyfingarinnar og hvetja
konur til þátttöku í því að móta
samfélag sitt, að því er sagt var.
Helsti gallinn við þetta fyr-
irkomulag var auðvitað, að konur
sem stóðu sig vel á þingi, öfluðu
sér góðrar reynslu og flokknum
vaxandi fylgis, þurftu frá að
hverfa í miðjum klíðum til að
hleypa næstu konu inn á þing. Og
auðvitað gat sama kona ekki setið
sem þingflokksformaður lengur
en ár í senn. Þannig lét Þórhildur
Þorleifsdóttir af því starfi 1988,
svo Danfríður Skarphéðinsdóttir
gæti tekið við og hún vék svo ári
síðar fyrir Kristínu Einarsdóttur,
svo dæmi sé tekið frá þessum ár-
um.
Ekki minnist ég þess að and-
stæðingum Kvennalistans hafi
þótt þetta fyrirkomulag til eft-
irbreytni. Margir rifust og
skömmuðust yfir þeirri ófyr-
irleitni Kvennalistans að skipta út
konum að vild, en aðrir glottu út í
annað og hristu hausinn yfir
þeirri firru að ætla að öll dýrin í
Kvennalistaskóginum gætu verið
vinir.
Fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar árið 1986 tilkynnti Kvenna-
listinn að borgarfulltrúum hans
yrði skipt út á miðju kjörtímabili.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð
borgarfulltrúi listans, en tveimur
árum síðar varð hún að víkja.
Reyndar átti hún eftir að láta til
sín taka síðar í borgarstjórn, eins
og flestum er víst í fersku minni,
en útskiptingareglan hefði
kannski getað orðið henni skeinu-
hætt.
Ég hafði ekki leitt hugann að
þessari bestuvinareglu Kvenna-
listans í áraraðir, en það sem
minnti mig á hana núna voru allar
fréttirnar af myndun meirihluta í
sveitarstjórnum vítt og breitt um
landið, fyrir utan raskið á rík-
isstjórninni. Þykir núna fyllilega
eðlilegt að fólk setjist í ábyrð-
arstöður án þess að ætla sér að
gegna þeim til enda kjörtímabils?
Finnst fulltrúum almennings í
sveitarstjórnum landsins eðlilegt
að róa að því öllum árum að engin
festa ríki í stjórnun þeirra næstu
árin?
Í Mosfellsbæ ætlar Ragnheiður
Ríkharðsdóttir að vera bæj-
arstjóri fyrri tvö ár kjörtímabils-
ins, en Haraldur Sverrisson félagi
hennar af lista sjálfstæðismanna
tekur þá við. Ætli þar eigi við rök
Kvennalistans um að „dreifa
ábyrgð og valdi innan hreyfing-
arinnar“ eða er kannski sérstök
þörf til að hvetja karla til þátttöku
í því að móta samfélag sitt? Svo
skipta sjálfstæðismenn og vinstri
grænir með sér embættum for-
seta bæjarstjórnar og formanns
bæjarráðs, en VG getur farið
fram á að flokkarnir skipti á þeim
embættum á miðju tímabili. Til
hvers?
Í Árborg verður 2. maður á
lista Sjálfstæðisflokksins formað-
ur bæjarráðs fyrsta árið, en þá
tekur 1. maður við. Sá gat ekki
sest í bæjarstjórnina strax vegna
lögreglumáls, en það er víst allt í
lagi að bjarga stjórnun sveitarfé-
lagsins svona fyrir horn.
Framsóknarmenn í Kópavogi
urðu að sjálfsögðu að bregðast við
fráfalli bæjarstjóra síns á síðasta
kjörtímabili með því að skipa nýj-
an, en þar sem skiptaregla þeirra
og sjálfstæðismanna var í gildi sat
sá bæjarstjóri stutt og nýr tók við
völdum sl. haust.
Á Ísafirði buðu sjálfstæð-
ismenn fram bæjarstjóraefni og
það gekk eftir, í samstarfi við
Framsókn. Á Akureyri varð nið-
urstaðan hins vegar sú, að sjálf-
stæðismenn ráða bæjarstjóra-
stólnum fyrstu þrjú ár
kjörtímabilsins, en þá tekur Sam-
fylkingin við. Gert er ráð fyrir að
sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór
Júlíusson verði bæjarstjóri „að
minnsta kosti fyrst um sinn“. Víki
hann innan þriggja ára verður
staðan sú að þrír bæjarstjórar
sitja á Akureyri á kjörtímabilinu.
Og í Reykjavík þurfa menn víst
líka að dreifa valdinu og hvetja
menn til þátttöku í því að móta
samfélag sitt. Það hlýtur a.m.k. að
vera skýringin á því að á miðju
kjörtímabilinu á allt að fara á flot
og ábyrgir stjórnendurnir skipta
um sæti í helstu nefndum, ef
marka má fyrstu fréttir.
Ekki nenni ég nú að tíunda sér-
staklega umrótið á ríkisstjórn-
inni. Mér finnst hins vegar ým-
islegt brogað við að nú skuli þriðji
forsætisráðherra kjörtímabilsins
vera að taka við völdum og fjórði
utanríkisráðherrann, svo ekki sé
minnst á hin ráðuneytin sem
gengið hafa á milli manna í enda-
lausum hrókeringum. En líklega
hafa þeir sem öllu ráða hrifist af
kenningum Kvennalistakvenna
um dreifingu ábyrgðar og valds,
þótt þeir hafi farið með þá aðdáun
sína eins og mannsmorð á þeim
tíma.
Í Viðhorfspistli á fimmtudag
var haft eftir Gunnari Helga
Kristinssyni prófessor í stjórn-
málafræði, að það hlyti óhjá-
kvæmilega að skapa lausung í
stjórnsýslu ef sífellt væri verið að
skipta um yfirstjórnendur.
Auðvitað skapa þessar enda-
lausu tilfæringar lausung. Jafnvel
upplausn. Samt virðast það núna
viðurkennd vinnubrögð og tröll-
ríða öllu, að hrókera með helstu
valdaembætti fram og til baka, án
þess að nokkurn tímann verði séð
að það komi almenningi til góða.
Stjórnmálamenn klappa hver öðr-
um á bakið og hafa fullan skilning
á að félagar og samstarfsmenn
hafi löngun til að komast í valda-
stóla, enda haldnir sömu þrá. Þeir
samþykkja glaðir endalausar til-
færingar, í fullvissu þess að röðin
kemur að þeim áður en yfir lýkur.
Er til of mikils mælst að þeir
einbeiti sér að verkefnunum sem
við viljum að þeir leysi og tolli í
vinnunni?
Hrókar
í valdatafli
Finnst fulltrúum almennings í sveit-
arstjórnum landsins eðlilegt að róa að
því öllum árum að engin festa ríki í
stjórnun þeirra næstu árin?
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir