Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 49
UMRÆÐAN
10.-11. júní
Reykjavíkurhöfn - Miðbakki
Í dag ver›ur gengi› um gömlu Reykjavíkurhöfn
í fylgd me› Gu›jóni Fri›rikssyni sagnfræ›ingi.
Lagt verður af stað frá Ingólfsnausti, Aðalstræti 2
kl. 14.00.
H2 hönnun
Gön
guferð
um gömlu Reykjavíkurhöfnf l j í
„EF EITTHVAÐ er ekki bilað,
þá þarf ekki að gera við það.“ Þessi
hnyttnu orð féllu nýlega í umræðu
um fyrirhugaða skerðingu mennta-
málaráðherra á námi til stúdents-
prófs. Um þessar mundir virðist
nefnilega einmitt ásetningur ráð-
herrans að laga það, sem ekki þarf
að laga, og helst að nota til þess tíu
þumalfingur. Ekki verður séð að ís-
lensku skólakerfi sé svo ábótavant,
að það réttlæti stórfellda náms-
skerðingu ráðherrans, og auk-
inheldur hefur margoft verið lýst
yfir að markmiðið með skerðing-
unni sé ekki sparnaður. Hver er þá
tilgangurinn? Skerðingin virðist
krossferð framagjarns stjórnmála-
manns, sem vill reisa sér bautastein
á kostnað gæða menntunar og vel-
ferðar æsku landsins. Að hætti
stjórnmálamanna hefur ráðherrann
verið óspar á fagurgala og inn-
antómt orðagjálfur, en þegar kem-
ur að raunhæfum úrlausnarefnum,
þá verður svara jafnan fátt.
Tökum dæmi. Hvernig samræm-
ist það að skerða menntun á borði,
meðan að því er haldið fram í orði
að hún verði jafngóð? Engin svör.
Hvernig er hægt að tala um fjöl-
breyttari menntun, þegar í reynd
er verið að skerða valfrelsi nem-
enda? Engin svör. Hvernig verður
tekið á þeim vandamálum, sem upp
koma árið 2012, þegar tveir ár-
gangar útskrifast samtímis úr
framhaldsskólum? Engin svör.
Hvers eiga börn fædd árið 1993 að
gjalda að fá mun lakari menntun en
þau sem fædd eru árið 1992? Engin
svör. Hvaða úrræði eiga háskólar
landsins, þegar nemendur fara að
brautskrást úr framhaldsskólum
með misgóðan undirbúning? Engin
svör. Hvernig eiga fámenn dreif-
býlissveitarfélög að mæta vaxandi
útgjöldum, sem ráðherrann er að
leggja á þau með aukinni lögskip-
aðri grunnskólakennslu, þegar
námsefni flyst ofan frá framhalds-
skólum?
Engin svör
Þannig má lengi halda áfram. Ef
ráðherrann kann skýr og afdrátt-
arlaus svör við þessum spurn-
ingum, þá er hún beðin að veita
þau hið bráðasta. Það getur varla
talist affarasælt að stjórnvöld fari
fram með vanhugsaðar breytingar
af offorsi, sem Mussolini hefði verið
fullsæmdur af, í trássi við allt
skólasamfélagið utan fáeinna ein-
trjáninga og taglhnýtinga. Ráð-
herrann hefur nær alla kenn-
arastétt landsins upp á móti sér og
virðist kæra sig kollótta um. At-
hyglisverðast er þó að ekki hefur
enn heyrst rödd frá þeim fram-
haldsskólanemanda, sem mælir
framgöngu ráðherrans bót, og er
það umhugsunarefni, þar sem nem-
endur nútímans eiga engra beinna
hagsmuna að gæta – þeir verða út-
skrifaðir þegar breytingarnar taka
gildi – annarra en þeirra að þeir
verða foreldrar framtíðarinnar.
Þeir vilja skiljanlega ekki að af-
komendurnir hljóti síðri menntun
en þeir fengu.
Ef skerðingaráformin ná fram að
ganga, getur fyrirhugað rýrara
próf ráðherrans ekki talist sam-
bærilegt hinu eldra og fullgilda
stúdentsprófi. Því er réttara að tala
um nýja prófgráðu. Ekki væri úr
vegi að sú prófgráða fengi nafnið
ÞKG-gráða. Að því loknu má kasta
rekunum á kistu íslensks skólakerf-
is.
Engin svör
Helgi Ingólfsson fjallar
um styttingu náms til
stúdentsprófs
Helgi Ingólfsson
’Ef skerðingaráforminná fram að ganga,
getur fyrirhugað rýrara
próf ráðherrans ekki tal-
ist sambærilegt hinu
eldra og fullgilda stúd-
entsprófi.‘
Höfundur er framhaldsskólakennari.