Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ er af sem áður var, er allir
fjölmiðlar voru uppfullir af sögum
af fátækum bændum, enda nýr for-
ingi við stjórn hjá bændasamtök-
unum. Sá gamli löngu á bak og burt
með öll vandamálin, en sá ungi læt-
ur leysa þau á heimavelli. Nú bera
menn sig einfaldlega vel. Ekkert
væl. Flottast var „trikkið“ í fyrra
sem nú á að endurtaka. Þetta með
að hræða fólk til að kaupa síðasta
lambaketsbitann á grillið, alveg frá í
apríl og fram á haust. Alltaf var ket-
ið það arna á „þrotum“ og alltaf var
landinn á þönum eftir síðasta bit-
anum, allt sumarið. Salan jókst og
jókst og er sláturtíðin hófst var
kjötið „löngu uppselt“ eins og það
var kallað. Reyndar voru þá eftir
600 tonn, en það er nú ekkert á milli
vina.
Jæja, nú eru menn byrjaðir að
hræða okkur á ný. Kjötið „gæti“
selst upp aftur. Eins gott að drífa
sig í að fylla frystikistuna fyrir allar
grillveislur sumarsins.
En það er ekki bara að menn beri
sig vel á kjötvellinum, því nú hafa
kúabændur tekið upp jákvætt sölu-
trikkið. Nú „gæti“ líka orðið mjólk-
urskortur í sumar og eins gott að
byrja að hamstra vaxtarhormónin í
tíma. Einnig eru svona voða góðar
fréttir af aukinni kaffineyslu með
aukinni eftirspurn eftir mjólkinni í
þessa tískudrykki. Þetta er jú allt
gott og blessað, það að bera sig vel
og halda uppi „jákvæðum“ áróðri til
að vekja upp græðgina í fólki, því
ekki viljum við missa af neinu.
En vandamálið er að þessi aukna
kaffidrykkja eykur bara eit-
urmagnið í líkömum okkar (300 eit-
urtegundir í kaffi) og aukin mjólk-
urdrykkja er hreint ekki eins góð og
Guðni og fleiri reyna að telja okkur
trú um. Hvað segið þið t.d. um þetta
kröftuga vaxtarhormón, IGF1, í
mjólkinni, sem er jú svo gott fyrir
kálfa í örum vexti og kannski afsak-
anlegt fyrir börn? Já, hvað með
það? Geta þessi vaxtarhormón ekki
líka haft kröftug áhrif á krabba-
meinsfrumur? Flýtt fyrir vexti
þeirra ef meinið fer nú á annað borð
af stað í þessum kroppum okkar?
Allir óhræddir? Ekki hún ég. Hvað
segja íslenskir vísindamenn? Hafa
þeir rannsakað þetta?
Annars minna allar þessar aug-
lýsingar, sem dynja á okkur alla
daga um mjólkurvörur, mig á aug-
lýsingarnar hér áður fyrr um dá-
semdir sígarettureykinga og vín-
drykkju. Verða svona auglýsingar
kannski bannaðar í framtíðinni,
þegar umheimurinn hefur við-
urkennt hættuna? Verða kannski
aðvörunarmiðar á öllum mjólk-
urvörum um hugsanlega skaðsemi
vaxtarhormóna á fólk með krabba-
mein, svona eins og á sígar-
ettupökkum?
En áfram með trikkin. Ekki eru
nú allar fréttir úr sveitum landsins
svona „jákvæðar“, því nú berast til
okkar Guðna skelfileg tíðindi, nefni-
lega þau, að bændur séu farnir að
selja jarðir sínar á góðu verði og
geti til og með orðið ríkir og setið á
þeim til dauðadags án þess að vera
svo mikið sem „leiguliðar“, heldur
bara svona „staðahaldarar“. Þetta
finnst okkur Guðna alveg hræðilegt,
að bændur skuli geta orðið ríkir.
Nei, það þarf að koma böndum á
svona vitleysu. Við viljum jú bara
lítil bú, svona helst með einum ógift-
um syni og aldraðri móður, ásamt
ókeypis vinnukrafti frá bændaskól-
unum og innfluttu láglaunfólki úr
öðrum löndum. Eitthvað svona
framsóknar-vinstri-græntlegt, lítið
og krúttlegt fyrir túrista að skoða
svona. Ekki gengur að láta landið
fara í einhverja bölvaða vitleysu
eins og skógrækt og landgræðslu.
Það sér hver heilvita maður að svo-
leiðis mundi bara stuðla að „eyð-
ingu“ sveitanna.
Og áfram Guðni með heilaþvott-
inn, hvar sem honum verður við
komið, á öllum mögulegum manna-
mótum; Ísland best og fallegast,
hollasta grasið, flottasti gróðurinn,
besta vatnið, besta mjólkin, besta
kjötið, gáfaðasta fólkið, hreinasta
landið, óspilltasta náttúran, besta
Evrólagið og Guðni má vita hvað.
Samt erum við alltaf númer sextán
eða tuttugu, sem er jú alveg allt í
lagi.
Allur þessi heilaþvottur er reynd-
ar farinn að minna óþyrmilega á
ákveðinn mann sem einu sinni átti
heima úti í hinum stóra heimi og
dró þjóð sína á asnaeyrunum út í
stríð og hörmungar. Heilaþvo al-
múgann og láta hann trúa á þvæl-
una svo auðveldara sé að horfa fram
hjá óþægilegum staðreyndum eins
og gróður- og jarðvegseyðingu, ás-
mat því að borga með fyrirbærinu, í
formi beingreiðslna.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Melteigi 4,
Akranesi,
melteigur@simnet.is
Það er af sem áður var
Frá Margréti Jónsdóttur
JÆJA, þá er kosningum enn einu
sinni lokið og talkór allra flokka
hefur brýnt raustina um aum-
ingjavæðingu gamla fólksins. Allt
á nú að gera fyrir þessa afgangs-
stærð mannflór-
unnar. Ekki veit
ég alveg hvað
þeir meina sem
alltaf eru að tala
um „þarfir aldr-
aðra“. Frá mín-
um sjónarhóli er
manneskjan sú
sama hvort sem
hún er 50 eða 75
ára. Á meðan
heilsan er bærileg er ekkert sem
heyrir undir sérþarfir. Aðeins
þessi sameiginlega þörf okkar
allra að lifa eðlilegu mannsæmandi
lífi, án þess að þurfa sífellt að
hlusta á að það eigi að leyfa þess-
um hópi að vera heima sem lengst,
en ekki að troða honum eins og
föngum í yfirfull elliheimili.
En það má skoða orsökina fyrir
þessum vangaveltum þeirra sem
telja sig ráða, en eru ekki komnir
í kynni við þennan aldur sjálfir.
Grunnþáttur í uppgjöf og veik-
indum eldra fólks eru þau kjör
sem þeim eru sköpuð af stjórn-
völdum.
Hvernig stendur á því að ekki
er hægt að bjóða gömlu fólki sömu
skattprósentu og fjármagnseig-
endum, 10% af eftirlaunum, í stað
36,75% eins og gert er nú?
Og af hverju þarf fólk komið yf-
ir 70 ára aldur að borga skatt af
eftirlaunum? Er það á þessum
tímapunkti ekki búið að greiða
nóg til samfélagsins?
Eru laun þingmanna, þingfar-
arkaupið, skert ef þeir sitja í
nefndum eða afla aukatekna á
annan hátt?
Ekki hefur það frést.
Hins vegar eru laun eldri borg-
ara frá Tryggingastofnun skert
ótæpilega ef gamlinginn slysast til
að vinna sér inn einhverjar krón-
ur.
Forysta eldri borgara hefur far-
ið fram á að fá að halda grunnlíf-
eyrinum, kr. 22.873, óskertum þótt
þeir eignist einhverja aura.
En, nei, ráðherrann sá ekki
möguleika á því!
Það er ekki nóg að tala um
áhyggjulaust ævikvöld og allt það
sem ætti að gera fyrir gamla fólk-
ið en mismuna þessum aldurshópi
svo gróflega gagnvart öðrum
landsmönnum að þeir fái ekki
rönd við reist.
Lífeyrir frá Tryggingastofnun
er ekki ölmusa ef einhver skyldi
halda það, því í þann sjóð hefur
viðkomandi greitt á meðan hann
vann fyrir launum.
Sama gildir um lífeyrissjóðina.
Þeir sem fá greiðslu úr þeim eiga
að hafa frið með þau laun á gam-
als aldri.
Ef eftirlaunafólk (segi ekki elli-
lífeyrisþegar) er sett undir sama
hatt og aðrir landsmenn og fær að
njóta ávaxta erfiðis síns eins og
þeir er óhætt að fullyrða að „þarf-
ir eldri borgara“ yrðu ekki bitbein
kerfisins eins og nú er.
UNNUR LEIFSDÓTTIR,
Akranesi.
Ég verð að segja það
Frá Unni Leifsdóttur
Unnur Leifsdóttir
EIN AF forsendum fyrir góðum
rekstri fyrirtækja er að stjórn-
endur hafi góðan aðgang að nýjum
og vel framsettum upplýsingum
um reksturinn. Með þróun upplýs-
ingakerfa á síðustu árum hafa
möguleikar aukist til þess að nýta
upplýsingar úr bókhaldsgögnum
sem stýritæki við rekstur fyr-
irtækja. Bókhalds-
deildir fyrirtækja
þurfa að vera vel
skipulagðar fyrir úr-
vinnslu bókhalds-
gagna. Uppbygging
bókhaldskerfis þarf
að taka mið af þeim
upplýsingum sem
gagnast stjórnendum
best við reksturinn.
Viðurkenndir bók-
arar eru ný starfs-
stétt sem staðist hef-
ur próf frá
Háskólanum í
Reykjavík. Krafan
sem gerð er til bókara einskorðast
ekki lengur við skrásetningu upp-
lýsinga heldur er mikilvægt að
þeir geti útvegað stjórnendum þau
gögn sem nauðsynleg eru við áætl-
anagerð og kostnaðargreiningu.
Með aukinni þátttöku almenn-
ings í rekstri fyrirtækja hefur
markaðurinn og löggjafinn kallað
eftir samræmdari og skilvirkari
reikningsskilum. Lögin um bók-
hald og ársreikninga hafa verið
hert það mikið á undanförnum ár-
um að í dag eru þau að hluta
tengd hegningarlögum (sjá 83. gr.
laga nr. 144 frá 1994/Lög um árs-
reikninga). Vegna kröfu um sam-
ræmdari og skilvirkari reiknings-
skil verður enn nauðsynlegra fyrir
fyrirtæki að standa rétt að bók-
haldi. Vel má ímynda sér að víða
sé pottur brotinn í þessum efnum.
Ljóst er að mörg fyrirtæki geta
nýtt sér betur þær upplýsingar
sem vel skipulagt bókhald getur
veitt.
Vinnsla upplýsinga úr bókhalds-
gögnum er í höndum bókara og
gjaldkera hjá flestum fyrirtækjum.
Mikilvægt er að eftirtaldir þættir í
bókhaldi fyrirtækja séu í lagi;
Upplýsingar séu ávallt sem nýj-
astar.
Kostnaðargreining gefi rétta
mynd af rekstrinum.
Afstemmingar séu
unnar reglulega og
með skipulögðum
hætti.
Val og notkun hug-
búnaðar fari saman við
þarfir og bolmagn fyr-
irtækisins til fjárfest-
ingar.
Uppsetning og ferli
bókhalds sé í samræmi
við þær niðurstöður
sem rekstraraðili vill
skoða.
Gerðar séu fjárhags-
áætlanir með reglu-
legum hætti.
Símennt HR býður réttindanám
fyrir bókara á háskólastigi í sam-
vinnu við fjármálaráðuneytið.
Námið skiptist í þrjá hluta; reikn-
ingshald, skattskil og upplýs-
ingakerfi og er kennt á haustönn,
frá september til desember. Þeir
nemendur sem standast prófin fá
staðfestingu frá fjármálaráðuneyt-
inu á að þeir séu viðurkenndir bók-
arar, skv. 43.grein laga nr. 145/
1994 um bókhald.
Námið er þríþætt:
1. hluti er upplýsingamiðlun og
upplýsingakerfi (24 klst.) Markmið
þess hluta námsins er að æfa nem-
endur í að beita ákveðnum vinnu-
brögðum við uppgjör sem bæði
stytta tíma sem fer í verkefni og
auka nýtingu þeirra verkfæra sem
standa til boða á vinnustöðum. Þar
má t.d. nefna flutning gagna milli
kerfa, notkun Excel við uppgjör og
tenging þess við bókhaldskerfi
ásamt rafrænum skilum skatt-
framtala.
2. hluti er skattskil (40 klst).
Markmið þess hluta er að nem-
endur fái almenna innsýn í skatta-
lög og reglur varðandi skattlagn-
ingu fyrirtækja og einstaklinga.
Auk þess er lögð áhersla á að bæta
þekkingu nemenda á upplýs-
ingaskyldu og verklagi varðandi
virðisaukaskatt og aðra vörslu-
skatta.
3. hluti er reikningshald (40 klst.
)
Markmið þess hluta er meðal
annars að þjálfa nemendur í öllum
meginreglum reikningshalds og því
lagaumhverfi sem bókhald og
reikningsskil eru byggð á. Nem-
endur læra gerð ársreikninga, farið
er yfir refsingar og viðurlög við
brotum á lögum um bókhald og
ársreikninga. Kynnt er hlutverk
og tilgangur félagaskrár, mat á
verðmæti viðskiptakrafna, birgða-
matsaðferðir, mat fastafjármuna,
svo eitthvað sé nefnt.
Eins og sjá má af ofantöldu er
námið margþætt og kemur inn á
alla þætti bókhalds og reiknings-
skila. Það er því augljóst að námið
stuðlar að því að gera þátttak-
endur víðsýnni og verðmætari
starfskrafta ásamt því að þeir öðl-
ast hæfni til að nýta upplýs-
ingatækni við störf sín.
Félag viðurkenndra bókara var
stofnað þann 26. janúar 2002. Til-
gangur félagsins er m.a. að stuðla
að endurmenntun og auka faglega
þekkingu félagsmanna ásamt því
að vinna að bættri þjónustu fé-
lagsmanna við viðskiptavini sína
og opinbera aðila og aðra er
byggja á störfum þeirra. Þeir sem
tilheyra Fvb þurfa að uppfylla
ákveðnar kröfur um endur-
menntun sem er mjög mikilvæg í
starfi bókara. Stöðugt er verið að
breyta lögum og nú er verið að
innleiða alþjóðlega reiknings-
skilastaðla og kröfur enn að
aukast um kunnáttu fagfólks í
gerð reikningsskila.
Það er því mikilvægt að stjórn-
endur vandi vel til valsins þegar
kemur að ráðningu bókara fyr-
irtækisins. Vel menntaður aðili á
því sviði getur beitt góðum og
vönduðum vinnubrögðum í starfi.
Viðurkenndir bókarar
Gyða Hafdís Margeirsdóttir
fjallar um góða og vandaða
bókara
’Það er því mikilvægt aðstjórnendur vandi vel til
valsins þegar kemur að
ráðningu bókara fyrir-
tækisins.‘
Gyða Hafdís
Margeirsdóttir
Höfundur er varaformaður stjórnar
Félags viðurkenndra bókara.
ÞAÐ er ekki oft sem það gefst
jafn skemmtilegt
tækifæri til að bregð-
ast við kalli um úrbæt-
ur eins og nú, þegar
síður Morgunblaðsins
hafa verið þaktar
skrifum um þörf á
góðum bókaverslunum
í henni Reykjavík.
Ólafur Stefánsson frá
Syðri-Reykjum skrifar
í gær, í tilefni af þörf-
um pistli skáldbróður
míns Péturs Gunn-
arssonar, um hnignun
kaupmennsku á sviði
bókmennta í samtímaveruleika okk-
ar. Vissulega hafa margir orðið til
að benda á – einkum sín á milli og í
einkasamtölum – að í óefni sé komið
þegar ekki er lengur hægt að
ramba inn í fallega bókabúð og láta
þar fingur leika eftir rykföllnum kil-
inum á stórvirki einhvers af gömlu
meisturunum.
Þannig er nútíminn
– trunta, eins og ein-
hver sagði! – að allt er
á hverfanda hveli, og
eitt tekur við af öðru.
En þó er ekki öll von
úti, því nýverið var ein-
mitt opnuð í miðbæ
Reykjavíkur bóka-
verslun sem gefur fyr-
irheit um betri tíð. Ég
er hér að sjálfsögðu að
tala um Ljóða-
bókaverslun Nýhils,
sem var opnuð hinn 23.
maí í kjallaranum í Kjörgarði,
Laugavegi 59. Ungu skáldin taka
við þar sem okkur þá eldri brestur,
og hafa svo sannarlega sýnt að þau
eru föðurbetrungar á fleiri en einu
sviði. Í þessari ágætu ljóðabókabúð
er að finna nánast allt það sem
Ólafur lætur sig dreyma um –
„notalegt umhverfi“, „fagfólk“ (já,
ef ekki hreinlega starfandi rithöf-
unda, og þá ekki af verri endanum!)
og sannkallaða dulúðuga bóka-
stemningu.
Ég vonast til að rekast á þá
kumpána, Ólaf og Pétur, einhvern
sólríkan eftirmiðdaginn í ljóða-
bókaverslun Nýhils, einu alvöru
bókabúðinni í Reykjavík!
Að gefnu tilefni
Tandri Árdal skrifar
um bókabúðir
Tandri Árdal
’En þó er ekki öll vonúti, því nýverið var ein-
mitt opnuð í miðbæ
Reykjavíkur bókaverslun
sem gefur fyrirheit um
betri tíð.‘
Höfundur er ljóðskáld og fyrrv.
léttvínsinnflytjandi.