Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 59 MINNINGAR inn í búr og náð í dótið handa krökk- unum og besta bakkelsið tekið fram. Síðan var myndavélin tekin fram og teknar myndir af langömmubörnun- um. Mikið hafa þau fengið af sokkum og vettlingum frá þér, sem nýst hafa vel í sveitinni. Þú varst alltaf svo dugleg að prjóna og föndra handa okkur. Mörg listaverkin eigum við frá þér. Pokakerlingin í eldhúsinu, lyklahúsið sem passar upp á lyklana okkar, dúkkurúm í barnaherberginu og margt fleira fallegt. Það á eftir að vera skrítið að koma suður á Selfoss og geta ekki lengur kíkt í heimsókn til þín. Mikið eigum við öll eftir að sakna þín. Þín Steinunn Elfa. Elsku amma Bára. Það er svo ótrúlegt að þú sért farin til himna. Það er svo sárt að hugsa til þess að hitta þig ekki aftur í bráð. Okkur þótti svo vænt um þig, amma. Þú varst alltaf svo blíð og góð. Alltaf að gefa okkur eitthvað, bæði stórt og smátt. Við komum oft heim til þín eftir skóla og þú bjóst alltaf til svo góðan mat handa okkur og alltaf átt- irðu kökur í búrinu sem þú hafðir bakað. Þú hjálpaðir okkur við heima- námið og þegar við urðum þreyttar lögðum við okkur við hliðina á þér og kúrðum saman. Þú varst svo oft að prjóna eða búa eitthvað fallegt til og þá tókum við líka stundum þátt, það var gaman. Við spiluðum líka oft við þig og þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og gera eitthvað með okkur. Þú gafst góð ráð og lést okkur líða vel þegar okkur fannst allt vera öm- urlegt. Þú varst mikil listakona, allt- af að föndra eitthvað fallegt sem þú gafst svo öðrum til að gleðja, þú vild- ir öllum svo vel. Þín besta gjöf var samt það að fá að kynnast þér. Þú varst góður vinur og skemmtileg amma og við söknum þín sárlega. Minningin mun fylgja okkur alla tíð. Erna og Lena Björg. Elsku amma. Þú hefur verið veik síðan ég man eftir mér en þrátt fyrir það hefurðu alltaf verið svo dugleg að það er bara með ólíkindum. Þú varst alltaf svo góð við alla og hugs- aðir vel um fjölskylduna þína. Þú prjónaðir ófáa lopavettlingana handa okkur og hjálpaðir mér meðal annars með „herta köttinn“ þó þú værir með ofnæmi fyrir lopanum. Það brást ekki að á eldhúsborðinu væri yatzy og þegar ég var yngri spiluðum við það aftur og aftur. Ég veit um fáar jafn góðar húsmæður og þig, en það voru næstum alltaf til nýbakaðar kökur, kleinur eða pönnsur þegar ég kom í heimsókn. Ég gæti talið upp endalaust af hlutum en ætla að láta þetta gott heita. Elsku amma, takk kærlega fyrir allt. Þín Andrea. Skjótt skipast veður í lofti. Ekki datt mér í hug, þegar ég sat hjá þér fyrir tveimur vikum, að ég ætti ekki eftir að hitta þig aftur. Við áttum góða stund saman, bara tvær, spjöll- uðum ýmislegt, einlægar hvor við aðra, þú varst mikið veik og þreytt, svo ég stoppaði ekki lengi, en ég verð alltaf þakklát fyrir þessa heimsókn. Ég á þér líka margt annað að þakka. Allar stundirnar sem þú passaðir Arnar fyrir mig, hann var alltaf vel- kominn til ykkar í Laufhagann og eins var hann oft hjá ykkur fjölskyld- unni, meðan þið bjugguð á Ljósa- fossi. Þið Sverrir áttuð fallegt heimili sem var alltaf opið fyrir öllum, bæði vinum og vandamönnum. Þar áttum við mæðgin margar góðar stundir. Það var gott og gaman að vera í ná- vist ykkar. En ykkar leiðir skildu eins og margra annarra. Bæði funduð þið aftur hamingjuna með nýjum maka. Þið Jón áttuð mörg ár saman og ég trúi að þið hafið verið lánsöm að hitta hvort annað. Takk fyrir góðar stundir, Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðj- ur til Jóns og ykkar, elsku Dóra, Steindór, Ríkharður og fjölskyldur. Það er mikið á ykkur lagt. Ingibjörg Jóna (Bíbí). Tíminn – hann er fugl sem flýgur hratt; hann flýgur máski úr augsýn þér í dag. Ég rakst á þessar línur í bókinni minni gömlu sem ég hef skrifað í sitt lítið af hverju í daganna rás. Þær lýsa vel hugrenningum mínum síðan systir mín kvaddi þennan heim, hvarf úr augsýn. Í bókinni er líka að finna þessar línur: Þú gafst mér gjafir án þess að vita um þær. Minningar um þig. Í dag eru þessar gjafir dýrmæt- ari en allt annað. Ég minnist allra sólskinsdaganna fyrstu árin okkar á Akureyri. Skrýtið, þar var alltaf sólskin. Svo fluttum við til Reykja- víkur fimm og sjö ára hnátur. Því- lík ljósadýrð í þessari stóru borg. Ég man þegar við fengum nýju fínu íbúðina í Mjóuhlíðinni, sem var svo ógnarstór í okkar augum, þótt þar væru bara tvö herbergi. Mjóa- hlíðin, fyrsta hlíðin sem byggðist. Næsti nágranni Geir í Hlíð með hesthúsið sitt, hænsnin og alla sveitalyktina. Allir góðu vinirnir sem við eignuðumst og lékum við, kýló, hornabolta, fallin spýtan – einkum á hlýjum vorkvöldum. Söngurinn, glaumurinn og gleðin með Ellu og Böggu. Svo tók alvara lífsins við – skólinn. Þú útskrifaðist gagnfræðingur frá Gaggó aust. Ógleymanlegar minningabækurnar sem þú skreyttir svo fagurlega fyr- ir bekkjarfélagana. Og leiðin lá strax út á vinnumarkaðinn – beint í bókhaldið hjá Flugfélagi Íslands. GUNNHILDUR SNORRADÓTTIR ✝ GunnhildurSnorradóttir fæddist á Akureyri 25. janúar 1939. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut þriðjudaginn 16. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 24. maí. Mikill virðingarauki í mínum augum þegar þú varst farin að vinna fyrir föstum launum. Eftir að ég flutti til Ísafjarðar hófust bréfaskriftirn- ar, 5–10 blaðsíður hvert bréf. Þá eyddi fólk ekki aurunum sínum í símtöl. Svo komuð þið mamma til að vera hjá mér þeg- ar frumburðurinn fæddist. Svo fór af- komendunum að rigna niður, sjö börn á ellefu árum, þú fjögur, ég þrjú. Á þessum tíma kom Svavar auðvitað inn í líf þitt, lífsförunauturinn glaði og góði. Árið 1977 lögðuð þið land undir fót og fluttuð til Malmö í Svíþjóð og fyrr en varði helltir þú þér í sænskunámið og varst orðin deild- arstjóri í Tempo, verslunarmiðstöð hverfisins. Þér leið vel í Malmö, en árið 1980, þegar Hekla gaus túr- istagosinu sínu, var aftur haldið heim á Frón. Þá varstu búin að ráða þig til starfa á skrifstofuna hjá Leigubílstjórafélaginu Frama, þar sem þú vannst fram á síðasta dag. Baráttan við vágestinn mikla stóð í rúmt ár og þú stóðst sann- arlega meðan stætt var. Þú þurftir að ljúka við ársreikningana, sagðir þú mér, og það gerðir þú með sóma og sann. Síðustu vinnudagarnir voru um páskana. Þá var þrekið þrotið, baráttuviljinn búinn og þú sofnaðir inn í sæluna eilífu. Við skulum gleðjast, þiggja með þökkum það líf sem guð gaf okkur. Þakka þér samveruna í þessari jarðvist, Guð blessi minningu þína. Pálína Snorradóttir (Pála systir). Hún Gunna frænka mín, eða „Gunna flænka“ eins og sumir úr fjölskyldunni minni hafa kallað hana á fyrstu árum sínum, kannski líka ég, er farin í annan heim. Gunna frænka hefur verið hluti af lífi mínu alla tíð. Ég minnist henn- ar í öllum fjölskylduboðum æsku minnar, þar sem hún kom alltaf með best skrifuðu kortin, hún hafði svo fallega rithönd. Sem barn man ég eftir því þegar hún kom á gulu Vauxhall Vívunni sinni, sem Svavar hafði gefið henni, með öll börnin sín fjögur, til okkar í Hveragerði. Þegar leið að heimferð þurftum við „stóra“ Magga aðeins að skreppa út, fórum þá bak við næstu gróð- urhús og biðum þess að Vauxhall- inn færi, í þeirri von að „stóra“ Magga fengi að vera eftir. Þegar Gunna var svo loksins farin gerð- um við okkur lafmóðar og þóttumst hafa hlaupið heim eins hratt og við gátum og vorum „daprar“ yfir því að hafa misst af brottförinni. Seinna urðum við hissa á því að all- ir höfðu fattað „plottið“ hjá okkur, en enginn sagt neitt. Ég man líka vel eftir því, þegar við mæðgurnar heimsóttum Gunnu og fjölskyldu til Svíþjóðar sumarið ’78, það var gaman. Á kveðjustundu langar mig að þakka frænku minni samfylgd- ina í gegnum lífið og óska henni góðrar ferðar í ný heimkynni. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að vaka yfir þeim. Elsku Gunna mín, vertu Guði fal- in og skilaðu kveðju frá mér til allra ættingjanna sem taka á móti þér. Margret Ísaksdóttir („litla“ Magga) og fjölskylda. Á árunum 1969 til 1971 voru margir íslendingar við störf hjá Kockums í Malmö í Svíþjóð. Meðal starfsmanna þar var Svavar Guð- mundsson vel fær og vandaður málmiðnaðarmaður. Eiginkona hans Gunnhildur Snorradóttir sem hér er minnst var þá vanfær heima á Íslandi og átti annað barn þeirra hjóna sumarið 1969. Gunnhildur kom í heimsókn til Malmö á þess- um tíma og kynntist borginni. Henni mun hafa litist vel á. enda fór svo að þau hjónin settust að í Malmö árið 1977. Til marks um hæfni og þekkingu Gunnhildar má geta þess að hún varð deildarstjóri í verslunarmiðstöð hverfisins í Malmö en þar bjuggu þau til ársins 1980 er þau fluttust heim til Ís- lands á ný. Heim komin tók hún til starfa á skrifstofu Bifreiðastjóra- félagsins Frama. Hún starfaði þar allt fram undir síðustu stundu og var þar sá öruggi klettur sem allt starf skrifstofunnar byggðist á. Hún hóf störf á Frama með fyrsta formanni félagsins, Bergsteini Guðjónssyni, og setti sig inn í þau fjölmörgu verkefni sem þar þurfti að leysa og vann þau með brosi á vör, einstaklega vel og ljúfmann- lega. Gunnhildur var sannkölluð sómakona sem mikill söknuður er að meðal leigubifreiðastjóra. Allt bókhald og skrifstofuhald Frama byggðist á þekkingu hennar og hún reyndist nýjum stjórnendum Frama og þá einkanlega nýjum og óreyndum formönnum hin mesta gersemi og fróðleiksbrunnur. Eftir tíma Bergsteins tók hún á móti eft- irtöldum nýjum formönnum Frama og kynnti þeim verkefni félagsins: Úlfi Markússyni, Guðmundi Valdi- marssyni, Ingólfi Ingólfssyni, Sig- fúsi Bjarnasyni, Ástgeiri Þor- steinssyni og Daníel B. Björnssyni. Alla þessa menn studdi hún dyggi- lega og hélt í raun um tauma fé- lagsins allan tímann. Engum eiga félagsmenn, stjórnir og formenn Frama meira að þakka en Gunnhildi þann aldarfjórðung sem hún starfaði við félagið. Það er með mikilli virðingu og þakklæti sem félagar Frama kveðja góða og vandaða konu. Ég votta Svavari eiginmanni hennar, börnum þeirra og ættingjum sam- úð mína á erfiðum tímum. Það er gott að eiga minningu um góða og elskulega konu. Kristinn Snæland leigubifreiðastjóri. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. (Friðrik Steingrímsson.) Guð geymi þig elsku frænka. Guðný, Atli og Steinunn. HINSTA KVEÐJA Það var eitt af mestu gæfusporum í mínu lífi að ráðast tólf ára gamall sem sumarvinnumaður að Nesjum í Grafningi hjá merkishjónunum Jónasi S. Jónassyni og Ástu G. Pjetursdóttur. Fjölskylda mín hafði skömmu áður eignast sum- arbústað í Hestvík og aðdráttarafl sveitabæjarins á Nesjum var mikið fyrir borgarbarnið. Mér er enn í fersku minni er ég fékk það verk- efni í minni fyrstu heimsókn þang- að að halda á heimalningi og gefa honum úr pela. Mátti vart á milli sjá hvor skalf meira, heimalning- urinn eða ég. Mesta athygli mína vakti þó glæsilegt hestastóðið, ættað úr Skagafirðinum eins og Jónas. Næstu sumur dvaldi ég á Nesj- um og vann við hin ýmsu sveita- störf. Mér var fljótlega kennt að sitja hest og fór oft í reiðtúra í hinu óviðjafnanlega landslagi Nesja á barnahestinum Hyltingi, sem var á óræðum aldri, ásamt Jónasi sem reið hinum jarpskjótta gæðingi Faxa og Ástu sem sat ÁSTA GUÐRÚN PJETURSDÓTTIR ✝ Ásta GuðrúnPjetursdóttir fæddist á Heiðarbæ í Þingvallasveit 28. september 1919. Hún lést á líknar- deild Landspítala Landakoti 9. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 19. maí. hina þýðu Blesu sína. Nær daglega fór ég að vitja um netin á Þingvallavatni með Erni, syni þeirra hjóna, sem var smám saman að taka við búinu. Segja má að Jónas og Ásta hafi á mínum unglingsárum verið mér sem aðrir for- eldrar og stend ég í þakkarskuld við þau fyrir hlýju þeirra í minn garð. Við Jónas vorum sérstaklega nánir og eru mér ógleymanlegar ferðir okkar á Willys-jeppanum um hina stóru landareign þar sem við könnuðum ástand girðinga og „spekúleruð- um“, eins og hann komst að orði. Uppi á fjöllum raulaði hann ávallt sömu ljóðlínuna, „þegar tónarnir síðustu deyja“. Jónas er einn allra besti maður sem ég hef kynnst og tók ég það mjög nærri mér þegar hann lést árið 1984, 64 ára að aldri. Ásta var vel gefin, lífsglöð og ung í anda. Þykir mér líklegt að þessir eðliskostir hafi hjálpað henni að takast á við fráfall Jón- asar. Ásta var ræðin og hafði gam- an af að segja frá, en var ekki síð- ur góður hlustandi. Fátt fannst henni skemmtilegra en að heyra ævintýralegar frásagnir hinna fjöl- mörgu gesta á Nesjum og kvað hún þá gjarnan við, „það er ómögulegt“ og hló sínum sérstaka hlátri. Ásta bar mikla virðingu fyr- ir hinni fögru náttúru Nesja og vildi t.d. stemma stigu við fjölgun sumarbústaða á jörðinni. Ásta reyndist mér afar vel, tók ávallt vel á móti mér og lét sér annt um velferð mína og minna. Mér þótti afar vænt um að ná að kynna konu mína, Ólöfu Sigríði, fyrir Ástu í minni síðustu heim- sókn til hennar og var eins og þær hefðu þekkst alla tíð. Dýrmætar minningar mínar um þau Jónas og Ástu eru samofnar minningum um að vera á hestbaki í einstakri náttúru Nesja, í fjörum Þingvallavatns, í hrauninu, lautum, dölum, giljum, á heiðum, fjöllum og firnindum; af rómantískum baggaheyskap í góðum og sam- hentum félagsskap fyrir tíma full- kominnar vélvæðingar; af æsilegri smalamennsku, fyrst gangandi en síðar ríðandi; af bátsferðum á spegilsléttu vatninu umvöfðu glæstum fjallahringnum; og af stjörnubjörtum hausthimninum þar sem maður kemst hvað best í snertingu við eilífðina og upplifir smæð sína gagnvart henni. Guð blessi minningu Jónasar S. Jónassonar og Ástu G. Pjeturs- dóttur og vaki yfir hinum fögru Nesjum. Tómas H. Heiðar. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.