Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 63
FRÉTTIR
Subaru Outback 1998. Ekinn 103
þús. 2,5 vél, sjálfskiptur. Ný dekk,
tímareim og bremsur fyrir kr. 150
þús. Vel með farinn og frábær
ferðabíll. Verð 790 þús. Uppl. í
síma 899 2005.
Útsala Útsala.
Til sölu Ford Mondeo árgerð
1998, 1600 bíll, Sedan, ekinn 146
þús., þarfnast lagfæringar, góður
bíll fyrir laghentan.
Listaverð 430 þús., tilboð óskast,
Skoða öll tilboð.
Upplýsingar í síma 694 2326.
Árg. '00, ek. 91 þús. km. Opel
Astra á góðu verði árgerð 2000,
ekinn 91 þús. km. Sjálfskiptur, ný
dekk, nýlega endurnýjuð skoðun.
Verð er umsemjanlegt. Sími 425
2596/425 6058 (Kevin).
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, bifhjól,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Bifhjólaskóli Lýðveldisins aug-
lýsir: Einstaklingsmiðuð kennsla
á bifhjól. Ekki stórir hópar. Enung-
is greitt fyrir tekna tíma. Ný hjól.
Kennarar: Jóhann sími 897 7419,
Snorri sími 892 1451 og Hreiðar
sími 896 0100.
Fellihýsi
Til sölu Rapido fellihýsi
með hörðum hliðum. Tvö fortjöld,
get sent myndir. Verð 450 þús.
Uppl. í 892 5628,
netfang: glja@eyjar.is
Einkamál
Viltu skuldleysi? Viltu mun
hærri laun? Ágæti lesandi: Ef þú
ert á meðal þeirra mörgu sem þrá
að losna við skuldir og fá meiri
tekjur þá verðurðu að fara núna
og kynna þér vefsíðuna
www.Milljon.com.
Smáauglýsingar 5691100
!"
#$!%&''
!
"#$$ %
GRÍPIÐ
TÆKIFÆRIÐ
30-50%
afsláttur
Sýningu lýkur
28. júní
BÆNDAMARKAÐUR Bún-
aðarsamtaka Vesturlands verður
meðal þess sem boðið verður upp
á á Borgfirðingahátíðinni í ár.
Hann verður haldinn á Hvanneyri
á morgun, sunnudaginn 11. júní
kl. 13–17. Einnig verða uppá-
komur á vegum fyrirtækja og fé-
lagasamtaka á Hvanneyri þennan
dag.
Bændamarkaðurinn verður sett-
ur upp þannig að þeir sem ala,
rækta, tína, baka eða á einhvern
hátt framleiða gæðavörur heima á
býli eigi möguleika á því að koma
á markaðinn og selja sína vöru.
Þetta verður fyrsti markaður-
inn af þremur sem BV hyggjast
standa fyrir í sumar en stefnt er
að því að halda hina markaðina 8.
júlí og 12. ágúst. Boðið verður upp
á fjölbreytt vöruúrval og má þar
nefna vörur eins og sauðaost,
geitaost, plöntur, grænmeti og
fiskmeti.
Bændamarkaður
á Borgfirðinga-
hátíð
Opið hús í Króki
OPIÐ hús verður í Króki á Garða-
holti í Garðabæ á sunnudögum frá
og með 11. júní. Opið er kl. 13–17.
Krókur er lítill bárujárns-
klæddur burstabær sem var end-
urbyggður úr torfbæ árið 1923. Í
Króki eru varðveitt gömul húsgögn
og munir sem voru í eigu hjónanna
Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur
og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg
flutti í Krók vorið 1934 og bjó þar
til ársins 1985.
ÞRETTÁN námsmenn tóku nýlega
við námsstyrkjum frá Landsbank-
anum. Yfir 400 umsóknir bárust um
styrkina, sem eru á bilinu 150 – 350
þúsund krónur. Þeir eru veittir í
fjórum flokkum; til framhaldsskóla-
og iðnnema, til háskólanema á Ís-
landi, til háskólanema erlendis og
til listnema.
Eftirtaldir hlutu styrk: Aðalbjörg
Stefanía Helgadóttir Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla, Brynjar Þór
Björnsson Menntaskólanum við
Sund og Steingrímur Páll Þórð-
arson Menntaskólanum á Akureyri,
Ester Rut Unnsteinsdóttir sem er í
doktorsnámi í líffræði við Háskóla
Íslands, René Biasone í dokt-
orsnámi við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands, Sig-
urður Örn Stefánsson í
meistaranámi í eðlisfræði við Há-
skóla Íslands, Sæmundur Jón
Oddsson í læknanámi við Háskóla
Íslands, Helga Sif Friðjónsdóttir
doktorsnemi í hjúkrunarfræði við
University of Washington í Banda-
ríkjunum, Jón Tómasson sem er í
framhaldsnámi í svæfinga- og gjör-
gæslulækningum við Wisconsin-
háskóla í Bandaríkjunum, Pétur
Waldorff sem stundar meistaranám
í mannfræði við McGill háskóla í
Quebec í Kanada, Edda Hrönn
Kristinsdóttir er stundar nám í
teiknimyndagerð í The Animation
Workshop í Danmörku, Helga Þóra
Björgvinsdóttir sem er í fiðlunámi
við Universität der Künste í Berlín
í Þýskalandi og Nicole Vala Cariglia
doktorsnemi er nemur sellóleik við
Boston University í Bandaríkj-
unum.
Á myndinni eru styrkþegar eða
fulltrúar þeirra, Guðfinna S.
Bjarnadóttir rektor HR og formað-
ur dómnefndar og Halldór J. Krist-
jánsson bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn veitir námsstyrki
KB banki veitti nýlega námsstyrki
til 13 námsmanna sem stunda nám á
framhaldsskóla- og háskólastigi en
styrkirnir eru veittir árlega. Er
þetta sextánda árið sem bankinn
veitir styrki til viðskiptavina í náms-
mannaþjónustu bankans.
Að þessu sinni gengu sex styrkir
til stúdenta við háskóla og sérskóla á
Íslandi að upphæð 250 þúsund hver,
fjórir styrkir til nemenda í há-
skólanámi erlendis að upphæð 350
þúsund hver og þrír námsstyrkir til
námsmanna á framhaldsskólastigi.
Þeir sem hlutu styrk í ár eru: Dav-
íð Þór Tryggvason, Hannes Helga-
son, Helga Þóra Björgvinsdóttir,
Úlfar Freyr Stefánsson, Bryndís
Ósk Jónsdóttir, Gunnhildur Daða-
dóttir, Hannes Arnórsson, Herwig
Lejsek, Steinar Örn Atlason,
Tryggvi Þorgeirsson, Ástríður
Ólafsdóttir, Einar Búi Magnússon
og Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Á myndinni er Ingólfur Helgason,
forstjóri KB banka, ásamt styrkþeg-
um og fulltrúum þeirra.
KB banki styrkir námsmenn
Íslenskur
heimilisiðnaður
í Árbæjarsafni
ÁRBÆJARSAFN helgar íslenskum
heimilisiðnaði sunnudaginn 11. júní,
í samvinnu við Heimilisiðnaðarfélag
Íslands. Heimilisiðnaðarfélagið
kynnir starfsemi kl. 13–17, fé-
lagsmenn verða í safnhúsunum og
sýna m.a. þjóðbúninga, útsaum, bal-
dýringu, knipl, spjaldvefnað, leð-
urvinnu, vattarsaum, þæfingu o.fl.
Heimilisiðnaðarskólinn stendur fyr-
ir nemendasýningu á Kornhúsloft-
inu, þar sem sýndur verður afrakst-
ur námskeiða vetrarins.
Fyrir börnin verður mikið um að
vera, þau geta spreytt sig á að húla,
ganga á stultum og leika sér með
leggi og skeljar, einnig verða hestar
á svæðinu.
Aðgangseyrir fyrir fullorðna er
kr. 600 en ókeypis er fyrir börn að
18 ára aldri og eins er ókeypis fyrir
ellilífeyrisþega og öryrkja.
Safnið verður opnað kl. 10 og er
Kaffisala í Dillonshúsi.