Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 67

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 67 DAGBÓK Ungur Íslendingur, Egill Sigurðsson, varnýverið kosinn forseti nemendastjórn-ar við César Ritz-hótelháskólann íSviss. César Ritz er meðal virtustu hótelskóla heims og þykir mikil upphefð að ná kjöri sem forseti nem- endastjórnar. Það gerir kjör Egils enn sérstakara að hann er fyrsta árs nemi, en yfirleitt gegna stöð- unni nemendur á öðru ári. „Staðan felur í sér að stýra starfi nemenda- stjórnar, skipuleggja almannatengsl og kynningar, sinna rekstri tveggja bara á vegum skólans auk þátttöku í ýmiss konar viðburðum, fundahöldum og samskiptum við aðra hótelskóla,“ segir Egill. „Sá sem gegnir embættinu hefur töluvert að segja um þróun skólastarfsins, þarf að huga að hagsmunum og velferð allra nemenda skólans og vera samnem- endum góð fyrirmynd.“ César Ritz-hótelskólinn er einkaskóli með heimavistarformi og sækja þar nám 250 nemendur frá 42 löndum. Mikill metnaður er í skólastarfi og agi, og vinnuálag á nemendur með mesta móti: „Mikil samkeppni er milli nemenda. Skólinn kennir allan rekstur tengdan hótel- og ferðamannarekstri. Bæði er kennt um viðskipti og markaðsmál, nem- endur eru þjálfaðir í öllum handtökum sem unnin eru á hóteli og læra fjölda tungumála. Í verklega náminu byrja nemendur frá grunni, í uppvaski, læra að matbúa, þjóna og þrífa, og áfram allt upp í starf hótelstjóra,“ segir Egill. Fyrirkomulag námsins hefur að fyrirmynd starfsferil núverandi forstjóra Ritz-Carlton- hótelkeðjunnar, sem sjálfur hóf feril sinn í upp- vaski: „Þetta er mjög strembið nám. Það byrjar ró- lega en fyrr en varir er viðveran í skólanum orðin frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin, og að lágmarki þriggja tíma heimavinna að jafnaði hvern dag,“ segir Egill og bætir við að námið sé þannig upp- byggt að nemendur stundi til skiptist bóklegt nám og starfsþjálfun við mörg betri hótel Sviss. „Skólinn er iðulega talinn með fimm bestu hót- elskólum heims og skiptir þar ekki síst sköpum ein- valalið kennara sem starfa við skólann. Fjölþjóðleg samsetning skólans gerir það að verkum að auk þess að læra þau tungumál sem eru á námskránni gerist það yfirleitt að nemendur kynnast menningu hvors annars og læra stöku orð og frasa úr tungu- málum skólafélaga sinna. Námið opnar einnig margar dyr og eru útskrifaðir nemendur ekki bara bundnir við hótel- og ferðaþjónustuiðnaðinn heldur geta þeir valdið flestum tegundum stjórn- unarstarfa.“ Egill lauk stúdentsprófi frá MS, en áhugi hans á hótelbransanum vaknaði þegar hann vann sem þjónn á Hótel 101. Vissi Egill ekki fyrr en hann var farinn að gera sér ferðir á hótel til að virða þau fyr- ir sér, forvitninnar vegna. „Hótel eru þverskurður af heiminum. Innan veggja þeirra geturðu séð allt sem er að sjá,“ segir hann að lokum til að útskýra hrifningu sína. Menntun | Egill Sigurðsson kjörinn forseti nemendastjórnar César Ritz-hótelskólans í Sviss Krefjandi og gefandi nám  Egill Sigurðsson fæddist í Reykjavík 1984. Hann lauk stúd- entsprófi frá MS 2004 og leggur nú stund á BA-nám í hótelstjórnun við César Ritz- hótelskólann í Sviss. Egill starfaði við bygg- ingastörf hjá Kraftvaka og síðar sem bílasali hjá Bifreiðasölunni 2004–2005. Þá starfaði hann með námi sem þjónn á veitingastaðnum 101. Foreldrar Egils eru Sigurður Rúnar Ívarsson rafeindavirkja- meistari og Sigurborg Svala Guðmundsdóttir lesblindukennari. Nú verður gott að búa í Reykjavík JÁ, nú verður gott að búa í Reykja- vík. Nýr borgarstjóri sem lætur verkin tala, annað en R-listinn. R- listinn lofaði öllum börnum 18 mán- aða og eldri leikskólaplássi. Þetta loforð var fyrst gefið 1994 og aftur 1998. En staðan er að enn bíða börn eftir plássi. Börnum á þessum aldri hefur fækkað um 600 en á sama tíma hefur börnum á aldrinum 1–5 ára fjölgað í Kópavogi, Garðabæ, Hafn- arfirði og Akureyri. Nú verður breyting á enda kom- inn borgarstjóri sem framkvæmir en lofar ekki einhverju sem hann stend- ur ekki við. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son er maður sem lætur verkin tala. Til hamingju, Reykvíkingar, nú eru bjartir tímar framundan. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10b. Óþrif VEGNA skrifa Ólafs Jónasar Sig- urðssonar og annarra greinahöf- unda, um sóðaskap í borginni okkar, Reykjavík, langar mig að blanda mér í skrifin um þessi mál. Oftast er talað um drasl sem liggi hér og þar um borgina ásamt hunda- skít, ekki minnast þessir ágætu bréf- stúfsritarar einu orði á alla hrákana sem fólk dreifir út úr sér um allar jarðir handa öðrum til að stíga í og bera síðan heim með sér. Hef ég meira að segja oftar en einu sinni séð menn senda frá sér „slummur“ á sundlaugarbökkunum, þar sem margir hverjir ganga um berfættir. Mér persónulega finnst engin tak- mörk vera fyrir sóðaskapnum og viðbjóðnum vegna þessa. Já, gott fólk, þeir eru margir sóð- arnir í umferðinni, ekki einungis hundaeigendur, heldur og aðilar úr öllum hópum þjóðfélagsins hvaða nafni sem þeir nefnast, háir sem lág- ir. Það þarf samstillt átak borgarbúa um að hafa huggulegra í kringum okkur, í borginni okkar, Reykjavík. Sigrún Sigurjónsdóttir. Verð á kassa hærra SAMKVÆMT nýlegum verðkönn- unum Neytendastofu kemur fram að allvíða er um töluverðan mun að ræða á milli hilluverðs og kassa- verðs. Ekki er alltaf um stórar upp- hæðir að ræða en samt í tugum króna talið oftast nær. Þegar viðskiptavinur hefur greitt fyrir sínar vörur kemur mismun- urinn í ljós. Ég hef nokkuð oft orðið var við þennan mismun. Þegar mikið er að gera og biðraðir hafa myndast eru margir sem sinna þessum mis- mun að litlu leyti, eða alls ekki. Fólk nennir ekki að standa í þrasi við sak- lausa kassadömu sem enga sök á að máli, samt á hver og einn að leita réttar síns. Ég notfæri mér alltaf rétt minn til athugasemda þótt það kallist smá- munasemi hjá þeim mörgu sem standa argir og óánægðir í langri biðröð. Það hefur verið staðfest að matur er dýrastur hér á Norðurlöndunum. Það er því óþarfi að koma svona fram við neytendur vísvitandi með blekkingum. Svanur Jóhannsson. Rauð stafræn myndavél týndist á Kaffibarnum SONY DSC-T5, rauð stafræn myndavél, var sett í misgripum í vit- laust veski á Kaffibarnum í mars sl. Skilvís finnandi hafi samband við Láru í síma 616 2676. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli 95 ÁRA afmæli. Ragney Eggerts-dóttir (Eyja í Dal) verður 95 ára hinn 13. júní nk. Af þessu tilefni ætlar Eyja að taka á móti ættingjum sínum og vinum á morgun, sunnudag- inn 11. júní, milli kl. 15 og 18 í fund- arsalnum á 6. hæð Bogarbrautar 65a í Borgarnesi. Árnaðheilla ritstjórn@mbl.is 95 ÁRA afmæli. Í dag, 10. júní, erJóhanna Ingvarsdóttir Norð- fjörð, kjólameistari 95 ára. Jóhanna fæddist í Reykjavík og hefur lengst af búið þar, en bjó á Akureyri frá 1945 til 1957. Það ár lést seinni maður hennar, Jón Norðfjörð, leikari og bæjargjald- keri. Jóhanna býr nú á Hrafnistu í Reykjavík. Ómissandi eftirréttur Opnunartilboð300.000 kr.afsláttur aföllum hjól hýsu m Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Opið mánud. til föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 10–16, sunnud. kl. 12–16. Við höfum opnað nýja og glæsilega stórverslun Ellingsen að Fiskislóð 1. Af því tilefni bjóðum við 300.000 kr. afslátt af öllum hjólhýsum. Hlutavelta | Þau Einar Tryggvason, Friðrika Tryggvadóttir og Ríkey Lilja Steinsdóttir söfnuðu kr. 1.313 til styrktar Rauða krossi Íslands, Ak- ureyrardeild. Hlutavelta ritstjórn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.