Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Grand Rokk | Djöfladýrkun/Currents-kvöld.
Tónleikar í tilefni útgáfu neðanjarðartónlist-
artímaritsins Currents. Severd Crotch,
Svartidauði og Devious munu koma fram og
spila tónlist í þyngri kantinum. Aðgangs-
eyrir er 500 krónur og byrjar fjörið kl. 23.
Hafnarborg | Ljóðatónleikar sunnudag kl.
18. Margrét Árnadóttir sópran og Iwona Ösp
Jagla píanóleikari flytja lög og ljóðaflokka
eftir Clöru Schumann, Richard Strauss,
Hugo Wolf, William Walton og Ívar Helgason.
Norræna húsið | Tónleikar kl. 15.15. Þýsk
léttklassík og franskur sjarmi, léttleiki og
húmor ólíkra heima. Tónlistarhópurinn Ca-
merarctica leikur Stef og tilbrigði fyrir klar-
ínettu og strengi eftir Jozef Küffner, Sere-
nöðu fyrir flautu, fiðlu og víólu eftir
Beethoven og Kvintett fyrir klarínettu og
strengi eftir Jean Francaix.
Ráin Keflavík | Menn ársins spilar í kvöld.
Myndlist
101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir
til 22. júlí.
Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir
og duldir. Til 25. júní.
Árbæjarsafn | Margrét O. Leópoldsdóttir
sýnir Íslenskar lækningajurtir á línlöberum.
Bananananas | Baldur Björnsson opnaði sl.
þriðjudag sýninguna *dont you think this
outlaw bit has done got out of hand?* Opið
verður í dag 10. júní frá tvö til fjögur.
Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg-
ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní.
Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S.
Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14.
júní.
Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir.
Myndirnar eru af blómum. Myndirnar eru
allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní.
Energia | Sandra María Sigurðardóttir –
Málverkasýningin Moments til 30. júní.
Gallerí Fold | Málverkasýning Braga Ás-
geirssonar í Baksalnum og báðum hlið-
arsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg.
Sýningin er í tilefni af 75 ára afmæli lista-
mannsins. Til 11. júní.
Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20
myndverk sem hann hefur málað undir hug-
hrifum frá Íslandsferð. Til 5. júlí.
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson –
Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að
finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr
grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá
öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg lands-
lagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunndagsfólk.
Portrettmyndir málaðar með akrýllitum. Sjá
www.gerduberg.is. Til 30. júní.
Grafíksafn Íslands | Ragnheiður Jónsdóttir
f. 1933, Tanja Halla Önnudóttir f. 1987 og
Ragnheiður Þorgrímsdóttir f. 1987. Ljós-
myndir og grafíkverk. Opið fimmtud.–
sunnud. frá kl. 14–18 til 18. júní.
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og mál-
verkum norska listmálarans og ljósmynd-
arans Patrik Huse til 3. júlí.
Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í
Hafnarborg í samstarfi við Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík. Einn félagsmaður
sýnir þá verk á sérstöku sýningarrými í and-
dyri safnsins. Sólveig sýnir eitt skúlptúrverk
unnið í Marmara Rosso Verona.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin er í
samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til
26. ágúst.
Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith list-
málari sýnir í Menningarsal til 12. júní.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns
Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna
má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dag-
verðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31.
júlí.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin fyrir þessa sýningu. Til 18. júní.
Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir teikn-
ingar frá tveimur námskeiðum árin 1953 og
1998.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kling og Bang gallerí | Sýning Hannesar
Lárussonar, Ubu Roi meets Humpty
Dumpty (in Iceland), í Kling & Bang gallerí. Í
kjallara sýnir Helgi Þórsson stærðarinnar
innsetningu. Til 11. júní.
Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst |
Málverkasýning Elfars Guðna. Til 11. júní.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega
nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð-
urinn við Freyjugötu er alltaf opinn.
Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25.
júní. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
gifs, stein, brons og aðra málma – og hvern-
ig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning
á listaverkum sem voru valin vegna úthlut-
unar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art
Award árið 2006. Sýningin endurspeglar
brot af því helsta í norrænni samtímalist en
meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista-
menn, meðal annars listmálarinn Eggert
Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta
árið. Til 20. ágúst.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna ger-
ir Erró samklipp, þar sem hann klippir og
límir saman myndir sem hann hefur sankað
að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31.
des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem
kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama
tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí.
Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda Sig-
urðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar eru
m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á af-
greiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Til
24. júní.
Nýlistasafnið | Gæðingarnir. Sýning sem
gefur Íslendingum einstakt tækifæri á að
kynnast verkum 24 ungra listamanna all-
staðar að úr heiminum. Sýnt er í Ný-
listasafninu og 100° sal Orkuveitu Reykja-
víkur.
Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál-
verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd-
listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir
hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, sem
hún vinnur með akrýl- og olíumálningu á
striga.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu, KARIN SANDER & CEAL FLOYER,
sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 roggin, 8 hárf-
lóki, 9 leika skák, 10 gagn,
11 veðurfarið, 13 flýtinn,
15 skrafs, 18 kalviður, 21
hold, 22 fallegur, 23 at-
læti, 24 sneiða hjá.
Lóðrétt | 2 angist, 3 eydd-
ur, 4 valska, 5 doka við, 6
má til, 7 sár, 12 reið, 14
kúst, 15 veislu, 16 ilmur,
17 skrifað, 18 mæna, 19
stillt, 20 gleðja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjálg, 4 japla, 7 efast, 8 rufum, 9 tin, 11 kugg, 13
þröm, 14 ólmur, 15 kurl, 17 árás, 20 urt, 22 ögrun, 23 unn-
ur, 24 nakin, 25 torfa.
Lóðrétt: 1 flesk, 2 ágang, 3 gott, 4 járn, 5 páfar, 6 aumum,
10 ilmur, 12 gól, 13 þrá, 15 kvörn, 16 Rúrik, 18 rýnir, 19
sárna, 20 unun, 21 tukt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Virtu og treystu þeim sem þú ert með.
Umbunin er sú að þannig færðu svigrúm
til þess að takast á við margvíslegar
áskoranir. Lífið er nógu erfitt án þess að
þú þurfir að efast um þá sem eiga með
réttu að standa með þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er eins og persóna í teiknimynda-
sögu. Væri ekki gaman ef ástvinir gætu
lesið hugsanirnar sem eru í kassanum
fyrir ofan þig. Þeir geta það í dag. Próf-
aðu það. Þú verður hissa á því sem aðrir
skynja í fari þínu dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn geymir von í brjósti sem síðan
snýst upp í andhverfu sína. Hvílíkt áfall.
En þessi þróun er kannski innspýtingin
sem þú þarft til þess að halda þig fjarri
það sem eftir er. Þú lifir fyrir hið
óvænta.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gleymdu tönnunum, himintunglin líma
efni sem lýsir og skírir viðhorf þitt. Þú
átt eftir að njóta einhvers sem áður jafn-
aðist á við húsverk. (Allt í lagi, mundu
eftir tannhirðunni, hún skiptir máli líka).
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið fær þá hjálp sem það þarfnast.
Kannski ekki í stórum stíl, það verða
engar eldingar, enginn heilagur mið-
aldabikar. Kannski segir einhver eitt-
hvað fallegt við þig,
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Margt bendir til þess að meyjan sé vaxin
upp úr fyrra hlutverki sem yfirvegaður,
fálátur og dulur einstaklingur. Í dag er
hún hvatvís, óundirbúin og villt. Enginn
veit á hverju er von frá þér – allir bíða.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Notaðu öfundina til þess að hvetja þig
áfram að jákvæðu takmarki. Þú ert ekki
bara aðdáandi, heldur líka sú sem dáðst
er að. Nú er kominn tími til að þú veljir
þér félaga úr hópi þeirra fjölmörgu sem
vilja vera með þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Himintunglin örva æðri hugsun sporð-
drekans, óforsjálar athafnir eru gæddar
heppni. Farðu í bókabúð, á helg-
arnámskeið, leikrit – þitt andlega at-
gervi gerir þér kleift að tileinka þér nýj-
ar upplýsingar á ofurhraða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Að þurfa að standa við allt sem þú sagðir
í gær og í síðustu viku jafngildir því að
vera lokaður inni. Yfirlýsingar þínar til-
heyra augnablikinu og svo líður það.
Áskildu þér þann rétt að hafa rangt fyrir
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin kann vel að meta hvers-
dagsleg meistaraverk sem hún tekur að
jafnaði sem sjálfsögðum hlut. Fé-
lagsskapur þinn við ljón eða hrút er eins
og sætur eftirréttur sem fylgir hinni full-
komnu máltíð.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hið töfrandi merki þitt er kallað vatns-
beri því þú varst sá sem færðir ætt-
bálknum vatn úr brunninum til forna. Þó
að brunnurinn hafi verið þurr. Þó að það
hafi ekki verið neinn brunnur. Þér tekst
eitthvað ámóta stórkostlegt í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Að vita án þess að vita hvernig þú veist
það er daglegt brauð hjá þeim sem eru í
fiskamerkinu. Notaðu þennan hæfileika
til þess að ljúka ókláruðum verkefnum
og hnýta lausa enda. Þegar þú gerir það
uppgötvar þú eitthvað sem þú hélst að
væri týnt.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Fullt tungl er á næsta leiti,
við það tækifæri losnar um
ljúffenga spennu er al-
heimurinn andar frá sér. Orka tungls í
bogmanni samsinnir og er opin, framsýn
og allt umlykjandi. Notaðu hana til þess
að skilja veru af öðru sviði tilverunnar
(loksins), eins og til dæmis táning eða
tengdamömmu þína.