Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 75

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 75 TÓNLISTAVIÐBURÐURINN Bright Nights, sem upprunalega átti að fara fram í Árnesi, hefur verið fluttur til Reykjavíkur. Að- standendur viðburðarins segja að þessi ákvörðun hafi orðið ofan á í stað þess að blása viðburðinn af. Ástæða flutningsins liggur í dræmri miðasölu. Jóhann Helgi Ísfjörð, talsmaður Bright Nights, segir að með flutn- ingnum gefist fleira fólki færi á að njóta spennandi dagskrár. Segir hann að það sé vel og ítrekar að enginn tónlistarmaður hafi helst úr lestinni við breytingarnar. Hann viðurkennir að það eitt að ætla sér að halda tónlistarviðburð úti á landi sé dýrt dæmi og eins sé ekki hægt að treysta á góða aðsókn þegar svo er. Engu að síður segir Jóhann að ekki hafi verið treyst á neina óraunhæfa miðasölu til að tónleik- arnir stæðu undir sér, eða um 300 stykki. Þegar ákvörðunin um flutn- ingana var tekin hafi hins vegar einungis nokkrir tugir miða verið seldir. Sú breyting fylgir nýrri staðsetn- ingu að í stað þess að selt sé inn á allan tónlistarviðburðinn í heild sinni verður hægt að kaupa miða á einstök kvöld. Þó er ennþá í boði að kaupa aðgang að öllum kvöldunum. Tónleikarnir fara fyrst og fremst fram á NASA við Austurvöll en eft- ir klukkan eitt aðfaranótt sunnu- dagsins verða uppákomur á minni klúbbum í Reykjavík. Tónlist | Bright Nights-tónlistarhátíðin færist yfir á NASA Hefði ella þurft að blása hátíðina af Allar upplýsingar um dagskrá, verðskrá og listamenn Bright Nights má nálgast á www.bright- nights.com. Frumkvöðlar íslenskrar raftónlistar og forverar GusGus, T-World, eru með endurkomu í tilefni af Bright Nights sem færist yfir á NASA. BANDARÍSKA kvikmyndastofnunin (AFI) veitti leikaranum Sean Connery viðurkenningu fyrir ævistarfið á árlegri hátíð í Los Angel- es á fimmtudaginn. Meðal þeirra stjarna sem samfögnuðu Connery voru leikstjórarnir Steven Spielberg og George Lucas, og leik- ararnir Harrison Ford, Andy Garcia og Mike Myers, svo einhverjir séu nefndir. Hátíðin fór fram í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles. Myers var í smókingjakka og skotapilsi til heiðurs leikaranum skoska. „Karlmenn vilja vera eins og Connery og konur einfaldlega vilja hann. Hvað mig varðar þá vil ég bæði vera hann og ég vil hann,“ sagði Myers sem fór með gamanmál. Lucas hrósaði Connery fyrir atvinnumennsku og bætti við að nærvera hans á hvíta tjaldinu væri sérstaklega sterk. Connery þakkaði hátíðargestunum fyrir frábært kvöld. „Þegar ég var fimm ára lærði ég að lesa og ég stæði ekki hér án bóka, leik- rita og handrita.“ Connery skaust á stjörnuhimininn á sjöunda ára- tugnum þegar hann var fenginn til að leika breska ofurnjósnarann James Bond. Hann hefur tekist á við fjölmörg kvikmyndahlutverk um ævina, s.s. föður Indiana Jones í þriðju kvikmyndinni um kapp- ann og fyrir hlutverk sitt í Hinum ósnertanlegu fékk hann Ósk- arsverðlaunin, sem besti leikarinn í aukahlutverki. Connery heiðraður Reuters Sean Connery ásamt konu sinni, Micheline. Connery sló rækilega í gegn sem njósnarinn James Bond á sjöunda áratug síðustu aldar. Sími - 551 9000 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eee S.V. MBL. JU TRÚIR ÞÚ? 0 GESTIR! HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. The Omen kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára 16 Blocks kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára Da Vinci Code kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 10.15 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 Prime kl. 8 Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10:10 B.i. 12 ára SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 B.i. 16 ára Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? HEIMSFRUMSÝNING Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára -bara lúxus HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. eee L.I.B.Topp5.is eee DÖJ, Kvikmyndir.com eee L.I.B.Topp5.is eee DÖJ, Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2 ÍSLENSKT TAL eee H.J. Mbl. eeee -MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 5:45 B.i. 16 ára „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 og 4 ÍSLENSKT TAL eee H.J. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.